Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 39 Elsku tengdapabbi. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Við burtför þína komu upp í huga minn margar og góðar minningar. Þegar ég var ein með börnin en sonur þinn út á sjó, komst þú oft í heimsókn og hjálp- aðir mér með ýmislegt eða bara til að spjalla. Þá áttum við góðar stundir. Veiðitúrarnir sem farnir voru með ykkur og ferðalögin. Það væri hægt að telja lengi en ég minnist nú bara á þegar við förum vestur og vorum í Flókalundi, þú hafðir svo gaman af þeirri ferð, þú hafðir aldrei komið á Vesturland, við fórum í margar skoðunarferðir, þó að veðrið væri ekki gott. Og öll harmonikkumótin, en þar naustu þín vel. Nú ertu laus frá allri þraut og pínu og kominn í langt ferðalag. Ég þakka þér samfylgdina og börnin mín þakka afa allt, svo er lítil langafastelpa sem saknar sárt, nú er enginn afi til að spenna belt- ið fyrir. Tengdamóður minni og öllum af- komendum þínum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og vona að minningin um góðan eig- inmann, föður, afa og langafa eigi eftir að fylgja þeim. Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald. hinum megin birta er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér (Sigurður Kristófer Pétursson.) Þín tengdadóttir Elín Ólafsdóttir. Mig langar til að kveðja afa minn og nafna með fáeinum orð- um. Þær eru margar minningarnar og samverustundirnar sem við átt- um saman og mikið var spjallað. Eitt sinn vorum við afi staddir úti á sjó að skjóta svartfugl og það var komið að mér að skjóta. Afa fannst ég bera mig heldur klaufa- lega að við að miða og tók af mér byssuna og sagði að ég fengi ekki að eyða skotunum til einskis, hann sagði að það þyrfti að nýta alla hluti hundrað prósent. Mér er sú minning kær er þú spilaðir á nikkuna og ég spáði mik- ið í það hvernig svona vinnulúnir fingur gætu leikið svo létt um þessa litlu hnappa og ég var stolt- astur þegar þú spilaðir fyrir mig lag sem ég veit ekki hvað heitir en það var lag sem sjálfur heims- meistarinn í harmonikkuleik spil- aði af mikilli snilld en mér fannst þú spila það betur. Eins var í miklu uppáhaldi lagið ,,Hann elsk- aði þilför hann Þórður“ og fékk ég þá kökk í hálsinn og tár í augun. Ég ólst upp á Hlíðargötu 13 og Vinaminni, þar sem afi og amma bjuggu, var hinum megin við göt- una. Þegar fiskur var í matinn hjá mömmu, þá sagði ég við hana að BJARNI HALLDÓR BJARNASON ✝ Bjarni HalldórBjarnason var fæddur á Gerðis- stekk í Norðfirði 1. október 1921. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 14. júní og var útför hans gerð frá Norðfjarðar- kirkju 22. júní. ég væri ekki svangur en mamma sagði að þetta væri í matinn og ég fengi ekki annað. Þá sagðist ég vera farinn til afa og ömmu að borða. Ef einnig var fiskur í matinn hjá ömmu borðaði ég hann til að fá sveskju- graut og rjóma á eft- ir. Það fannst mér toppurinn á tilver- unni. Afi sagði alltaf þegar ég kom yfir að ég væri gikkur að borða ekki svona góð- an mat, það væru börn í heiminum sem nytu ekki sömu forréttinda og ég að fá góðan mat og þá borðaði ég. Sú minning sem ég á um þig, afi minn, er mér dýrmæt og alltaf hafðir þú ráð undir rifi hverju. Ég bý að því enn þann dag í dag og ef ég á í erfiðleikum með eitthvað, þá hugsa ég um hvað þú hefðir gert í stöðunni og þá oftast finn ég lausn. En nú færð þú að hvílast, afi minn, og mér finnst sárt að hafa ekki komist til að ganga með þér síðasta spölinn. Ég ylja mér við minninguna sem ég á um þig, þar sem við sátum saman í stofunni og vorum að tala um hvað ég þyrfti að varast þegar ég héldi út í hinn stóra heim og þú sagðir að það að gefast upp væri það sama og að tapa. Ég veit að sá styrkur sem þú gafst mér hefur komið í veg fyrir að ég gæfist upp þar sem ég er núna og kæmi heim og það er mér dýrmætara en allir veraldlegir hlutir. Þegar ég minnist þín, afi minn, vil ég biðja guð um að þú fá- ir að hvílast í friði og sálmur núm- er 121 í Biblíunni er mín kveðja. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. Bjarni Halldór Alfreðsson, Jonzac í Frakklandi. Þau eru orðin 40 ár- in síðan við Ásdís Jóns- dóttir hittumst fyrst. Jóhann bróðir kom með tilvonandi konu sína í heimsókn til okk- ar í Borgarholt og ég sá strax að hún var indæl stúlka. Saman hafa þau gengið síðan. Sam- gangur fjölskyldna okkar var mikill á þessum árum, börnin á svipuðum aldri og við hittumst oft annaðhvort heima hjá okkur í Borgarholti eða hjá Ásdísi og Jóhanni, fyrst í Ás- garði og síðan í Sólheimunum. Seinna lá leið þeirra í Grafarvoginn og þangað voru þau sótt heim. Eftir að foreldrar okkar Jóhanns féllu frá varð samgangurinn minni en alltaf þó einhver. Ásdís var góð húsmóðir og mjög myndarleg í höndunum og eftir hana liggja margir fallegir hlutir. Snyrti- mennska einkennir heimili þeirra ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR ✝ Ásdís Jónsdóttirfæddist í Hafnar- firði 3. febrúar 1938. Hún lést á heimili sínu 24. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 2. júlí. hjóna, jafnt innan dyra sem utan, og ræktar- legur garðurinn við hús þeirra í Grafarvogi naut áhuga og þekk- ingar Ásdísar á plöntum og gróðri. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna þeg- ar Ásdís greindist með illvígan sjúkdóm fyrir nokkrum árum. Hún og aðrir henni nákomn- ir lögðust á eitt að berj- ast á móti og baráttan var hetjuleg. Jóhann stóð sem klettur við hlið hennar í veikindunum og studdi hana og annaðist af mikilli alúð. Þeg- ar kallið kom var Ásdís heima, um- vafin ást og umhyggju fjölskyldu sinnar. Ég hefði gjarnan viljað verja meiri tíma með Ásdísi í vetur en vegna veikinda minna fóru okkar samskipti aðallega fram í gegn um síma. En mér er mikils virði síðasta heimsókn mín til Ásdísar og sú stund sem við áttum þar saman. Ég og fjölskylda mín vottum Jó- hanni, Þórarni, Margréti, Ágústi og fjölskyldum samúð okkar. Blessuð sé minning Ásdísar Jóns- dóttur. Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir. %&                 5  ( ;   C$ DB -.      !           3      # $  ! "1 -#         "  ""#  5 " 5"#  5  5  ,   . "#   . 9'5"# 2) 9 2)  " 5"#  %  ' "             , 2(3 /4-5(   6$!#"!#7  3 8 $!   #      $       ! %&       '      '        ( ) * &  #  (   +, (     0# # !   & %&       ,:@2:: , ( ;    *   4#* -% *EF            4         ! "1 -#        9G9 $"# '          9 ,:@2: !$ EB          !         "             # $  , * " &#     !%".&  "#   .  " $ " 5< '5<  C"    9#5<  4!%"#    $$% $$$%' -  &     &        6'9,944  1  *"" 88  #  .   /     .!! 0     ( )    (     / !"   ' " $" #) ! *   ! :"   3$ ; :"    !#  "#*#" $"       ; ";1 " ; "; ";1 "       $!; "; "; ";1 "&                  49  96;:  95( *    <    $ E/ -.    ' (     0     5  6  #      3      # $  ."#   )4!"#  9 $ *  4!% 4!"#   4!%4   5  $!%4!"#  ; %4!"#  $$%' 7  1    : @    ) !-.                  "        8 "1 -#           5".2+"# '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.