Morgunblaðið - 11.07.2002, Side 4

Morgunblaðið - 11.07.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIR eru um það hjá dómsmálaráðuneytinu að leggja einu af þremur skipum Landhelgisgæslu Íslands, Óðni, á næsta ári, í þeim til- gangi að hagræða í rekstri Gæslunn- ar. Sólveig Pétursdóttir, dómsmála- ráðherra, segir að þannig megi hagræða í rekstrinum um u.þ.b. 40 milljónir kr. á næsta ári. Er það um 3 til 4% af heildarrekstri Gæslunnar. Tillögur þessa efnis hafa verið kynntar stjórnendum Landhelgis- gæslunnar. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Gæslunnar, tekur ekki vel í þær. Hann segir að Gæslunni veiti ekki af þremur skipum. Samanlagt séu skipin þrjú gerð út í tæpa 28 mánuði. Verði hins vegar af tillögum ráðuneytisins verði skipin tvö ekki gerð út nema í u.þ.b. nítján mánuði. Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, tekur heldur ekki vel í tillögurnar. Hann telur það vera algert lágmark fyrir Gæsluna að halda úti þremur skipum. Ekki sé gæfulegt að draga saman hjá Gæslunni m.a. með tilliti til öryggis sjófarenda. Sólveig Pétursdóttir segir í sam- tali við Morgunblaðið að dómsmála- ráðuneytinu hafi eins og öðrum ráðu- neytum verið gert að kanna möguleikana á því að hagræða í rekstri sinna stofnana í tengslum við þá fjárlagagerð sem nú standi yfir fyrir næsta ár. Ein af mörgum til- lögum ráðuneytisins hafi falist í því að leggja varðskipinu Óðni á næsta ári. Á móti kæmi hins vegar til greina að auka úthald hinna varð- skipanna tveggja, þ.e. Týs og Ægis, sem og að nota fokkervél Gæslunnar meira við veiðieftirlit. Ráðherra leggur þó áherslu á að engar ákvarð- anir hafi verið teknar í þessu máli og segist hún tilbúin til að skoða aðrar tillögur um hagræðingu frá stjórn- endum Gæslunnar. „Varðskipið Óðinn er komið til ára sinna. Það þarf að fara í klössun, sennilega á næsta ári. Áætlað er að sú viðgerð muni kosta í kringum 60 til 80 milljónir kr.,“ segir ráðherra og bætir því við að með því að leggja Óðni væri hægt að spara þann við- gerðarkostnað en auk þess kostar reksturinn á Óðni um 80 milljónir á ári. Hluti af þeim kostnaði yrði þó notaður til að auka úthald á hinum skipunum tveimur. Þannig spöruð- ust því um 40 milljónir kr. Tímabundin aðgerð Ráðherra minnir á í þessu sam- bandi að ríkisstjórnin hafi á sínum tíma ákveðið að fara út í byggingu nýs varðskips en undirbúningur að útboði í verkið er á lokastigi hjá Rík- iskaupum. „Það verður því í raun bara tímabundin aðgerð að leggja einu varðskipanna þar sem við fáum vonandi nýtt varðskip sem fyrst.“ Aðspurð kveðst ráðherra þó ekki geta sagt til um það hvenær ætla megi að nýja varðskipið verði tilbúið til notkunar enda sé ljóst að um mjög dýra framkvæmd sé að ræða. Landhelgisgæsla Íslands hefur þurft að glíma við uppsafnaðan halla á síðustu misserum og bendir ráð- herra á að starfshópur á hennar veg- um sé nú að fara yfir fjárhagsvanda Gæslunnar. Í þeirri vinnu sé það m.a. til skoðunar að leggja meira fé í svo- kallaðan viðhaldssjóð. Þannig eigi Gæslan að geta betur komið á móts við óvænt útgjöld. Ráðherra leggur að síðustu áherslu á að starfsemi Landhelgis- gæslunnar sé mjög mikilvæg og að stjórnendur hennar hafi staðið sig vel í sínum störfum. „Vafalaust mætti betur við þá gera en það er einfaldlega þannig að það er mikil- vægt fyrir þróun efnahagsmála á næstu misserum að sýna aðhald í rík- isrekstrinum. Þessi stofnun þarf því að skoða sinn rekstur alveg eins og önnur embætti.“ Dregur úr störfum Gæslunnar Hafsteinn Hafsteinsson segir í samtali við Morgunblaðið að tillögur ráðuneytisins um að leggja Óðni dragi augljóslega úr störfum Gæsl- unnar. Þau skip sem eftir verða, Æg- ir og Týr, geti ekki alltaf verið úti, þau þurfi sitt viðhald og áhafnir þurfi að vera á landi í ákveðinn tíma og því verði í mesta lagi hægt að hafa þau úti í samtals nítján mánuði. Hafsteinn ítrekar mikilvægi Gæsl- unnar, til að mynda við öryggisgæslu og veiðieftirlit, og bendir m.a. á að í fyrra hafi Gæslan staðið fjögur norsk loðnuveiðiskip að ólöglegum veiðum. Útgerðum og skipstjórum skipanna hafi verið gert að greiða ríkissjóði samanlagt um 32 milljónir kr. í sekt. Aðspurður segir Hafsteinn að á hverju varðskipi séu um 18 til 19 manna áhafnir, en hann telur þó ekki að til fjöldauppsagna þurfi að koma þótt Óðni verði lagt. „Það liggur þó ekki fyrir hvort og þá hve mörgum við þurfum að segja upp vegna þessa,“ segir hann. Hafsteinn bendir að lokum á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar á Gæslunni árið 2001, en þar hafi m.a. komið fram að núverandi fyrirkomulag rekstrarins veitti lítið svigrúm til sparnaðar. Þá segir í út- tektinni: „Hefur verið dregið svo úr umfangi rekstrarins í viðleitni til að halda kostnaði innan fjárheimilda að ekki verður komið við frekari sparn- aði án samdráttar á þjónustu eða með einhvers konar uppstokkun og breytingu á rekstrarfyrirkomulagi.“ Tillögur um að varðskipinu Óðni verði lagt á næsta ári Vænst að sparast muni um 40 milljónir króna „VISSIRÐU að við urðum heims- meistarar í fótbolta í fimmta sinn,“ segir Ralf frá Brasilíu þar sem hann og Renate njóta blíðunnar í Laugardalnum. Renate tekur fram að Ralf sé öfgasinnaður fótbolta- áhugamaður og varasamt að hleypa honum á flug. En það kem- ur of seint: „Það var fagnað botn- laust um allt landið, fótbolti er eins og trúarbrögð fyrir okkur“, heldur Ralf áfram. „Úrslitaleikurinn fór fram átta að morgni að okkar tíma og því stóð gleðin allan daginn og langt fram á nótt og fólk safnaðist saman í tugþúsundavís. Og við átt- um titilinn svo sannarlega skilinn.“ Ralf og Renate hefðu væntanlega verið sátt á hvorn veg sem úrslita- leikurinn hefði farið, því bæði eru af þýskum ættum og tala þýsku sem annað mál á eftir portúgölsku. Þau segja um tvær milljónir manna í Brasilíu vera af þýskum ættum. „Jú, þetta er í fyrsta sinn sem við komum hingað og þetta var tölu- vert ferðalag fyrir okkur, við urð- um að fljúga fyrst til Kaup- mannahafnar og þaðan til Keflavíkur. Við erum búin að vera í tvo daga hérna í Reykjavík en leggjum af stað í Landmannalaug- ar á morgun. Nei, við komum ekki hingað út af veðrinu. Núna er vetur í Brasilíu og hlýrra en hér á Ís- landi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þar sem fótboltinn er trúarbrögð LÍÐAN átta ára íslenskrar stúlku, sem liggur á sjúkrahúsi í Árósum í Danmörku eftir um- ferðarslys sl. fimmtudag, var í gær heldur betri. Stúlkunni var þó enn haldið sofandi í öndun- arvél en hitinn, sem var ríflega 39 gráður á þriðjudag, hafði lækkað heldur. Stúlkan er með sýkingu í lungum en er í sýklalyfjameð- ferð sem virðist vera farin að skila árangri, að sögn móður stúlkunnar. Líðan stúlkunnar versnaði á þriðjudag og í ljós kom að hún mettaði súrefni í blóðinu verr en hún hafði gert áður. Það hafði lagast í gær og sagði móð- ir hennar að dóttir sín ynni hægt og rólega á þessu. Hún er enn í öndunarvél en allar aðrar slöngur, sem tengdar voru í lungu og höfuð, hafa verið fjar- lægðar. Líðan stúlkunnar hefur verið stöðug frá því á þriðju- dag. Þá segist móðir telpunnar allt eins gera ráð fyrir að dóttir sín vakni ekki fyrr en eftir hálf- an annan sólarhring. Fjölskyld- an viti ekki frekari tímasetn- ingar á því en læknar segi að telpan muni fara heim, aðeins sé tímaspursmál hvenær af því verður og hún sé ekki í bráðri lífshættu. Líðan stúlk- unnar held- ur betri EFNI sem lögreglu grunar að séu fíkniefni fundust við leit í bíl sem stöðvaður var á 142 kílómetra hraða, yfir tvöföldum hámarkshraða, á Hafnarfjarð- arvegi í fyrrakvöld. Tveir karl- menn, ökumaður og farþegi, voru handteknir og færðir til yfirheyrslu en sleppt að þeim loknum. Á 142 km hraða og með fíkniefni ÓLÍKLEGT er að Trygginga- miðstöðin láti lyfta fjölveiði- skipinu Guðrúnu Gísladóttur KE-15 upp frá sjávarbotni. Skipið, sem var tryggt hjá TM fyrir rúmar tvær milljónir, sökk við strendur Lofoten í N- Noregi 19. júní síðastliðinn. Í gær funduðu fulltrúar Tryggingamiðstöðvarinnar með sérfræðingum á vegum endurtryggjenda félagsins. Gunnar Felixsson, forstjóri TM, segir sérfræðingana vilja skoða málið aðeins betur eftir fundinn í gær, en litlar líkur séu á því að skipinu verði lyft upp frá sjávarbotni og það fært til hafnar. Endanleg ákvörðun þar að lútandi verði tekin í næstu viku. Áfram verði leitað tilboða í flakið en ein- hverjir hafi sýnt því áhuga á að kaupa flakið þar sem það ligg- ur á 40 metra dýpi. Hann segir að engin formleg tilboð hafi enn borist. Um borð í skipinu er mikið af dýrum búnaði og tækjum og því gætu björgunarfyrirtæki haft áhuga á því að kaupa flak- ið og selja tækjabúnað og aðra hluta úr skipinu. Guðrún Gísladóttir KE-15 Ólíklegt að TM láti lyfta flakinu frá sjávarbotni RÚSSNESKA varðskipið Múrmansk, sem liggur við bryggju Landhelgisgæsl- unnar við Ingólfsgarð í Reykjavík, hefur verið til sýnis almenningi undanfarna daga og voru þessir strákar fljótir að nýta tækifærið og skoðuðu skipið í krók og kring. Skipið er 70 metra langt og eru 90 manns í áhöfn þess. Skipið kom á sunnudaginn á vegum Land- helgisgæslunnar og á að láta úr höfn í dag. Morgunblaðið/Jim Smart Um borð í Múrmansk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.