Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ
16 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Dvalarheimila á Suður-
nesjum (DS) felldi með jöfnum at-
kvæðum á síðasta fundi sínum að
falla frá andstöðu við deiliskipulag
lóðar hjúkrunarheimilisins Garð-
vangs í Garði. Gerðahreppur mun
eigi að síður óska eftir leyfi til að
byggja íbúðir fyrir aldraða á lóð-
inni.
Gerðahreppur áformar að
byggja tíu íbúðir fyrir aldraða á
eignarlóð Garðvangs og skipulagði
mikla framtíðarbyggð þar sem
mætti andstöðu stjórnar Dvalar-
heimilanna og annarra sveitarfé-
laga. Hreppsnefndin hefur nú
breytt fyrri deiliskipulagstillögum
til þess að koma til móts við gagn-
rýnendur. Þegar hið breytta skipu-
lag kom til afgreiðslu stjórnar DS
greiddu fulltrúar Sandgerðisbæjar
og Vatnsleysustrandarhrepps at-
kvæði á móti deiliskipulaginu en
einn af þremur fulltrúum Reykja-
nesbæjar greiddi atkvæði með því,
ásamt fulltrúa Gerðahrepps. Annar
fulltrúi Reykjanesbæjar sat hjá en
sá þriðji komst ekki á fundinn þar
sem hann forfallaðist á síðustu
stundu.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, formað-
ur stjórnarinnar, segir breyting-
arnar á skipulaginu jákvæðar en
að þær hefðu ekki gengið nógu
lagt til að hún breytti afstöðu
sinni. Fyrirhuguð hús væru fullná-
lægt hjúkrunarheimilinu og enn
væri gert ráð fyrir byggingum al-
veg upp að því í framtíðinni. Sig-
urbjörg tekur fram að fundargerð
stjórnarinnar fari nú til umfjöll-
unar hjá sveitarstjórnunum sem
skipa stjórnina og þær gætu allt
eins tekið aðra afstöðu en stjórnin.
Þá segir hún ekki ólíklegt að
fundað verði aftur, komi fram ósk
um það, vegna forfalla stjórnar-
mannsins. Þess má geta að nýr
meirihluti sjálfstæðismanna í
Reykjanesbæ hefur breytt fyrri af-
stöðu og leggst ekki lengur gegn
byggingunum.
Óskað eftir byggingaleyfi
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri
Gerðahrepps, segir að deiliskipu-
lagið sem hreppsnefnd hefur sam-
þykkt verði nú sent skipulags-
stjóra, ásamt samþykktum
stjórnar DS, bæjarráðs Reykja-
nesbæjar og öðrum gögnum. Von
sé á umsögn skipulagsstjóra innan
hálfs mánaðar og þá komi hrepps-
nefnd saman til að fjalla um hana.
Síðan verði óskað eftir bygginga-
leyfi fyrir íbúðunum. Þá komi mál-
ið að nýju fyrir stjórn DS.
Telur hann að afstaða manna sé
að breytast enda hafi verið komið
verulega til móts við gagnrýnis-
raddir eins og breytt afstaða
Reykjanesbæjar sýni. Segist hann
ekki trúa öðru en að hægt verði að
hefja framkvæmdir á lóðinni um
næstu mánaðamót.
Byggingarnefnd samdi við
Húsagerðina í Keflavík um bygg-
ingu íbúðanna að loknu útboði.
Verktakinn hefst handa við fram-
kvæmdir strax og leyfi fæst.
Stjórn DS samþykkir ekki deiliskipulag
Fellt með jöfn-
um atkvæðum
Reykjanesbær
HJÓNIN Þorsteinn Njálsson heim-
ilislæknir og Ólöf Pétursdóttir,
hjúkrunarfræðingur og listmálari,
fluttu nýlega að Lambafelli, sem
þau höfðu keypt fyrir rúmlega ári
með fjölskyldu sinni. Þau fluttu
með sér í heilu lagi frá Hafn-
arfirði gamalt verslunarhús, 48
tonn að þyngd, sem var byggt
1903 og hét Edinborg. Síðar varð
það skátaheimili með fleiri hlut-
verkum. Þau settu húsið niður
austan við íbúðarhúsið á Lamba-
felli, þar sem það þjónar nú því
hlutverki að vera orðið hótel Ed-
inborg með 6 herbergjum, eins,
tveggja og þriggja manna, með
aðstöðu á lofti til ráðstefnuhalds
eða svefnpokagistingar.
Ólöf Pétursdóttir hótelstýra
sagði að hótelið yrði rekið á árs-
grundvelli þar sem lögð verður
áhersla á góða þjónustu og að-
stöðu til námskeiða og fyrirlestra.
Hótelið mun tengjast heimili
þeirra og fjölskyldunni, en þau
hjónin eiga 6 börn frá þriggja ára
til tuttugu og fjögurra ára. Eldri
börnin taka þátt í þessu uppbygg-
ingarstarfi, þar sem stefnt er að
mannrækt og heilsurækt með t.d.
lífrænni ræktun á jörðinni. Ólöf
segir þetta spennandi viðfangs-
efni í sérstaklega fallegu um-
hverfi, sem bjóði upp á marga
möguleika. Hótelið var opnað ný-
lega. Fyrstu gestirnir voru frá
Ísrael og segir Ólöf þá hafa verið
mjög ánægða. Það ásamt góðum
móttökum í sveitinni með þeirri
stefnumörkun, sem unnið sé að
sem langtímaverkefni, sé gleði og
hamingja fjölskyldunnar í dag.
Þorsteinn Njálsson sagði að
hann hefði ákveðið með fjölskyldu
sinni að flytja úr stærsta þéttbýli
landsins út í sveit, frá hraðanum
og tímaleysinu, sem ógnaði heilsu
fólks, út til náttúrunnar, sem með
réttu hugarfari gæti veitt lækn-
ingu og gefið ný verðmæti. Sveit-
in undir Eyjafjöllum væri einhver
sú veðursælasta á landinu, þar
sem voraði um mánuði fyrr en
annars staðar, haustið milt og vet-
urinn væri sérstaklega mildur.
Jörðin byggi yfir heitu vatni, en
það ásamt veðrinu gæfi tækifæri
til lífrænnar ræktunar, sem í
framtíðinni hlyti að verða kallað
eftir í stórauknum mæli.
Þorsteinn sagði, að hann hefði
um langan tíma unnið að áætlun
um að koma upp heilsurækt-
araðstöðu, þar sem væri unnið
samhliða að aðhlynningu líkama,
huga og sálar. Þeir sem kæmu
myndu hjálpa til við að finna sig
sjálfa, finna tilgang lífsins og þau
tækifæri sem lífið hefur upp á að
bjóða. Fegurð Eyjafjalla og Eyja-
fjallajökuls bæri við himin á
Lambafelli og væri sem málverk í
glugga hótelsins.
Hugsjónafólk nemur land
Hótel
Edin-
borg
opnað
Austur-Eyjafjöll
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
Þorsteinn Njálsson og Ólöf Pétursdóttir ásamt yngsta barni sínu.
REYKJANESBÆR hefur fallist á
að greiða að fullu biðlaunakröfu
fyrrverandi forstöðumanns Skóla-
sels í Reykjanesbæ, ásamt drátt-
arvöxtum og málskostnaði, samtals
um 836.000 krónur. Kemur þetta
fram á heimasíðu Kennarasam-
bands Íslands.
Rekstur Skólasels Reykjanes-
bæjar var lagður niður 1. septem-
ber 2000. Þar með missti forstöðu-
maðurinn starf sitt en öðlaðist rétt
til biðlauna í tólf mánuði, kemur
fram á heimasíðunni. Hann réð sig í
nýtt og lægra launað starf hjá
Reykjanesbæ og var óumdeilt að
honun bæru biðlaun í eitt ár sem
næmi mismun á föstum launum í
forstöðumannsstarfinu í Skólaseli
og föstum launum í hinu nýja starfi.
Hins vegar vildi Reykjanesbær
ekki fallast á að fastir 25 eftirvinnu-
tímar á mánuði í fyrra starfinu
hefðu verið hluti af föstum launum.
Fyrir milligöngu Félags leik-
skólakennara stefndi forstöðumað-
urinn fyrrverandi Reykjanesbæ til
greiðslu á þessari „föstu yfirvinnu“
að fjárhæð rúmlega 480 þúsund
krónur, auk áfallinna dráttarvaxta
og málskostnaðar, og hefur Reykja-
nesbær nú fallist á að greiða kröf-
una að fullu, að því er fram kemur
á heimasíðunni.
Greiða biðlauna-
kröfu fyrrverandi
forstöðumanns
Reykjanesbær
VÍÐA eru í gangi vegaframkvæmdir
á landinu á þessum árstíma og þar af
leiðandi truflun á umferð. Á kaflan-
um frá Klifandi í Mýrdal austur að
vegamótum Dyrhólahverfis á þjóð-
vegi 1 er verið að endurnýja klæðn-
ingu og skipta um rörhólka. Vegur-
inn verður að hluta endurbyggður og
hækkaður um 30–40 cm. Í kringum
9.000 rúmmetrar af efni fara í veg-
inn, og er áætlað er að verkinu ljúki
fyrir verslunarmannahelgi. Þegar
fréttaritari Morgunblaðsins var á
ferðinni þarna var búið að moka veg-
inn í sundur og voru starfsmenn frá
Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða
að koma fyrir rörum í skurðinum. Á
meðan höfðu þeir útbúið bráða-
birgðaveg fyrir sunnan veginn sem
umferðinni var beint inn á.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Starfsmenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða skipta um ræsi í
þjóðvegi 1 við bæinn Skeiðflöt í Mýrdal.
Skipt um ræsi
við Skeiðflöt
Fagradal
ÖLL tilboð í framkvæmdir við frá-
gang lóðar Saltfiskseturs Íslands í
Grindavík voru vel yfir kostnaðar-
áætlun og miklu hærri en forráða-
menn setursins höfðu upphaflega
áætlað.
Boðinn var út frágangur lóðar
Saltfisksetursins svo sem frágangur
aðkeyrslu, bílastæða og gangstéttar
að húsinu, einnig grjóthleðsla, pall-
ur og frágangur á lóð sunnan húss-
ins.
Þrjú tilboð bárust. Það lægsta var
frá Litlafelli ehf., 13,8 milljónir kr.
sem er 3 milljónum kr. yfir kostn-
aðaráætlun ráðgjafa verkkaupa.
Hin tilboðin voru enn hærri eða á
bilinu 22 til 26 milljónir kr.
Einar Njálsson bæjarstjóri, for-
maður stjórnar Saltfiskseturs Ís-
lands, segir að tilboðin séu mun
hærri en stjórnin hafi vonast til að
verkið kostaði. Gerir hann ráð fyrir
að reynt verði að semja við verktaka
um að vinna hluta verksins nú í
sumar en fresta hluta.
Áformað er að opna sýningu Salt-
fisksetursins í byrjun september.
Lóð Saltfiskseturs
Tilboð vel
yfir áætlanir
Grindavík
SUMARHÁTÍÐ Byrgisins verður í
Rockville við Sandgerði um helgina.
Samkoman er til styrktar átaki gegn
vímuefnanotkun, að því er fram
kemur á heimasíðu Byrgisins.
Svæðið er opnað almenningi
klukkan 16 á föstudag og sett klukk-
an 20 um kvöldið. Á hátíðinni verða
síðan bænastundir, fyrirlestrar,
kynning á starfi Byrgisins og sam-
komur, auk ýmissa leikja, útimark-
aðar, dansleiks og fleiri atriða.
Byrgið heldur
sumarhátíð
Rockville
SUMARHÁTÍÐ Ungmenna-
og íþróttasambands Austur-
lands hefst á föstudag. Að
þessu sinni fer hátíðin fram á
Egilsstöðum og mótshaldarar
segja hana glæsilegri og fjöl-
breyttari en nokkru sinni
fyrr.
Meðal þess sem íþrótta-
kempur spreyta sig á er Aust-
urlandsmót í frjálsum íþrótt-
um á Vilhjálmsvelli, sem
bæjarbúar nefna margir orðið
„Villa Park“. Sundmót fyrir
9–17 ára verður í sundlaug-
inni á Egilsstöðum, golfmót
16 ára og yngri á Ekkjufells-
velli, sem þykir einn sá falleg-
asti á landinu, og Austur-
landsknattspyrnumót verður
fyrir 6. flokk. Aðrar keppn-
isgreinar eru svo dæmi sé
tekið strandblak, íþróttir fatl-
aðra og boccia, hjólreiða-
keppni og víðavangshlaup fyr-
ir alla fjölskylduna. Skráðir
keppendur koma af Austur-
landi öllu og auk þess frá ná-
grannasamböndum.
Á laugardag verður hátíð-
ardagskrá í Tjarnargarðinum
á Egilsstöðum. Þar fara fram
verðlaunaafhendingar og
íþróttamaður ÚÍA 2002 verð-
ur útnefndur. Hljómsveitin
Castor stígur á pall og djass-
menn af 15. djasshátíð Egils-
staða verða með atriði á dag-
skránni. Kertafleyting verður
á Lómatjörninni og fjöllista-
hópur frá Fáskrúðsfirði setur
svip á samkomuna. Hátíðar-
gestur dagsins er Einar Már
Sigurðsson alþingismaður.
Um kvöldið verður haldinn
dansleikur í Selskógi við Eg-
ilsstaði að gömlum sið, en
sjálfstæðismenn stóðu þar
fyrir skemmuböllum á árum
áður. Hljómsveitirnar KRÓM
og Remus leika þar fyrir
dansi fram á nótt.
Tjaldstæði verða gjaldfrjáls
í Selskógi og aðgangur að há-
tíðinni er ókeypis. Henni lýk-
ur á sunnudag.
Hristingur af
íþróttum og ærsl-
um alla helgina
Sumar-
hátíð
ÚÍA
á Egils-
stöðum
Egilsstaðir
♦ ♦ ♦
SUÐURNES