Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TIL hinnar frægu borgar Karlovy Vary í Tékklandi koma túristar til að sækja frið, baða sig í hinum þekktu böðum og lifa heilsusamlegu lífi. Einu sinni á ári, í júlí, fyllist borgin aftur á móti af kvikmyndafólki þar sem hér í borg er árlega haldin ein af fáum A-kvikmyndahátíðum sem eru í heiminum. Og friðurinn er úti fyrir borgarbúa. Setið á gólfinu Á meðal gesta í ár eru Sean Conn- ery, Michael York, Ben Chaplin og Ágúst Guðmundsson. Myndin Máva- hlátur er hér í aðalkeppninni og keppir um kristalhnöttinn á þessari A-hátíð. Á mánudag var myndin frumsýnd í aðalbíósalnum og þótt stór sé þurftu margir að sitja á gólfinu til að fá að sjá myndina. Viðbrögð kvik- myndagesta voru mjög góð, en það var eins og það færi fyrir brjóstið á sumum hversu langt aðalhetja myndarinnar, Freyja (Margrét Vil- hjálmsdóttir), gekk í að ná sínu fram. „Þurfti hún að drepa manninn sinn?“ spurði einn blaðamaðurinn á blaða- mannafundinum sem haldinn var á eftir. Kristín Atladóttir, framleið- andi myndarinnar og eiginkona Ágústs, skildi ekkert í þessari til- finningasemi blaðamanna og sagði eftir blaðamannafundinn að henni fyndist bara sjálfsagt mál að konan losaði sig við svona leiðinlegan mann. „Og veit eiginmaður þinn af þessari skoðun þinni?“ spurði blaða- maður Morgunblaðsins þá. – „Já, hann veit allt um það og passar sig á því að vera ekki leið- inlegur.“ Framleiðandinn og leikstjórinn eru ákaflega ánægðir með að alþjóð- leg frumsýning myndarinnar skuli vera í aðalkeppni þessarar A-hátíð- ar, en eftir þessa hátíð mun myndin verða sýnd víða í Evrópu. Á hátíðina mættu auk leikstjórans og framleið- andans leikkonurnar Margrét Vil- hjálmsdóttir og Ugla Egilsdóttir, sem hafa verið í uppáhaldi hjá tékk- neskum blaðamönnum. Ágúst Guð- mundsson virðist ætla að halda áfram að starfa með Uglu, því rétt áður en hann kom á hátíðina (á laug- ardaginn var) kláruðu þau tökur á litlu verkefni. Í dagblöðum þriðjudagsins birtist síðan stjörnugjöf gagnrýnendanna og var hún í samræmi við viðtökurn- ar í salnum. Þrír gagnrýnendur gefa henni fjórar stjörnur, einn gefur þrjár og sá síðasti gefur henni tvær. Þar með er Mávahlátur kominn með eina hæstu einkunnina á hátíðinni að mati gagnrýnenda. En hvaða mynd dómnefndin velur sem bestu mynd hátíðarinnar verður gert opinbert á laugardagskvöldið. Þótt karlmenn séu í meirihluta í dómnefndinni og hafi sumir vafalítið aðra skoðun en Kristín á rétti að- alsöguhetjunnar Freyju til að losa sig við leiðinlegan karlmann, þá hef- ur myndin í það minnsta þegar vakið hér jákvæða athygli sem gæti orðið henni til framgangs í Evrópu. Mávar hlæja í Karlovy Vary Karlovy Vary. Morgunblaðið. Mávahlátur: Framferði og afstaða Freyju til ómerkilegra karlmanna hefur vakið spurningar í Karlovy Vary. Kvikmyndin Mávahlátur keppir á tékkneskri kvikmyndahátíð SÖNGKONAN Madonna fer með lítið hlutverk í næstu James Bond- mynd en hún syngur jafnframt titillag myndarinnar. Að sögn Liz Rosenbergs, talsmanns Madonnu, verður atriðið með poppstjörn- unni tekið upp í London í vikunni. Madonna, sem er 43 ára, hefur þegar lokið upptökum á laginu „Die Another Day“ fyrir 20. Bond-myndina. Að sögn breska dagblaðsins Evening Standard leikur Ma- donna skylminga- kennara í myndinni. Atriði henn- ar verður klippt inn í annað atriði þar sem fram fer ein- vígi milli Pierce Brosnans, sem leikur njósnarann Bond, og óþokkans Gustavs Grav- ens. Toby Stephens leikur óþokk- ann en einvígið fer fram á einka- klúbbi í London. Madonna tekur upp myndbandið við Bond-lagið í Los Angeles í næsta mánuði. Madonna skylmist við Bond Madonna Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Kvikmyndir.is Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 395. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 12. Vit 382 ALI G INDAHOUSE 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. Bi. 14. Vit 394Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398 15 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 358.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389. Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. HJÁLP ÉG ER FISKUR! Pétur Pan 2 1/2 Kvikmyndir.is  kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Ástin stingur.  HL Mbl  HL Mbl Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 17 þúsund áhorfendur Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Bi. 14. ATH! AUKASÝNING KL .9. www.sambioin.is Sýnd kl. 6. DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. B. i. 16. Kvik ir.i bl Kvikmyndir.co Sýnd kl. 5.45, 8, 9 og 10.15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.