Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 52

Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TIL hinnar frægu borgar Karlovy Vary í Tékklandi koma túristar til að sækja frið, baða sig í hinum þekktu böðum og lifa heilsusamlegu lífi. Einu sinni á ári, í júlí, fyllist borgin aftur á móti af kvikmyndafólki þar sem hér í borg er árlega haldin ein af fáum A-kvikmyndahátíðum sem eru í heiminum. Og friðurinn er úti fyrir borgarbúa. Setið á gólfinu Á meðal gesta í ár eru Sean Conn- ery, Michael York, Ben Chaplin og Ágúst Guðmundsson. Myndin Máva- hlátur er hér í aðalkeppninni og keppir um kristalhnöttinn á þessari A-hátíð. Á mánudag var myndin frumsýnd í aðalbíósalnum og þótt stór sé þurftu margir að sitja á gólfinu til að fá að sjá myndina. Viðbrögð kvik- myndagesta voru mjög góð, en það var eins og það færi fyrir brjóstið á sumum hversu langt aðalhetja myndarinnar, Freyja (Margrét Vil- hjálmsdóttir), gekk í að ná sínu fram. „Þurfti hún að drepa manninn sinn?“ spurði einn blaðamaðurinn á blaða- mannafundinum sem haldinn var á eftir. Kristín Atladóttir, framleið- andi myndarinnar og eiginkona Ágústs, skildi ekkert í þessari til- finningasemi blaðamanna og sagði eftir blaðamannafundinn að henni fyndist bara sjálfsagt mál að konan losaði sig við svona leiðinlegan mann. „Og veit eiginmaður þinn af þessari skoðun þinni?“ spurði blaða- maður Morgunblaðsins þá. – „Já, hann veit allt um það og passar sig á því að vera ekki leið- inlegur.“ Framleiðandinn og leikstjórinn eru ákaflega ánægðir með að alþjóð- leg frumsýning myndarinnar skuli vera í aðalkeppni þessarar A-hátíð- ar, en eftir þessa hátíð mun myndin verða sýnd víða í Evrópu. Á hátíðina mættu auk leikstjórans og framleið- andans leikkonurnar Margrét Vil- hjálmsdóttir og Ugla Egilsdóttir, sem hafa verið í uppáhaldi hjá tékk- neskum blaðamönnum. Ágúst Guð- mundsson virðist ætla að halda áfram að starfa með Uglu, því rétt áður en hann kom á hátíðina (á laug- ardaginn var) kláruðu þau tökur á litlu verkefni. Í dagblöðum þriðjudagsins birtist síðan stjörnugjöf gagnrýnendanna og var hún í samræmi við viðtökurn- ar í salnum. Þrír gagnrýnendur gefa henni fjórar stjörnur, einn gefur þrjár og sá síðasti gefur henni tvær. Þar með er Mávahlátur kominn með eina hæstu einkunnina á hátíðinni að mati gagnrýnenda. En hvaða mynd dómnefndin velur sem bestu mynd hátíðarinnar verður gert opinbert á laugardagskvöldið. Þótt karlmenn séu í meirihluta í dómnefndinni og hafi sumir vafalítið aðra skoðun en Kristín á rétti að- alsöguhetjunnar Freyju til að losa sig við leiðinlegan karlmann, þá hef- ur myndin í það minnsta þegar vakið hér jákvæða athygli sem gæti orðið henni til framgangs í Evrópu. Mávar hlæja í Karlovy Vary Karlovy Vary. Morgunblaðið. Mávahlátur: Framferði og afstaða Freyju til ómerkilegra karlmanna hefur vakið spurningar í Karlovy Vary. Kvikmyndin Mávahlátur keppir á tékkneskri kvikmyndahátíð SÖNGKONAN Madonna fer með lítið hlutverk í næstu James Bond- mynd en hún syngur jafnframt titillag myndarinnar. Að sögn Liz Rosenbergs, talsmanns Madonnu, verður atriðið með poppstjörn- unni tekið upp í London í vikunni. Madonna, sem er 43 ára, hefur þegar lokið upptökum á laginu „Die Another Day“ fyrir 20. Bond-myndina. Að sögn breska dagblaðsins Evening Standard leikur Ma- donna skylminga- kennara í myndinni. Atriði henn- ar verður klippt inn í annað atriði þar sem fram fer ein- vígi milli Pierce Brosnans, sem leikur njósnarann Bond, og óþokkans Gustavs Grav- ens. Toby Stephens leikur óþokk- ann en einvígið fer fram á einka- klúbbi í London. Madonna tekur upp myndbandið við Bond-lagið í Los Angeles í næsta mánuði. Madonna skylmist við Bond Madonna Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Kvikmyndir.is Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 395. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 12. Vit 382 ALI G INDAHOUSE 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. Bi. 14. Vit 394Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398 15 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 358.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389. Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. HJÁLP ÉG ER FISKUR! Pétur Pan 2 1/2 Kvikmyndir.is  kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Ástin stingur.  HL Mbl  HL Mbl Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 17 þúsund áhorfendur Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Bi. 14. ATH! AUKASÝNING KL .9. www.sambioin.is Sýnd kl. 6. DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. B. i. 16. Kvik ir.i bl Kvikmyndir.co Sýnd kl. 5.45, 8, 9 og 10.15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.