Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 35 höndum í frystihúsi á Ísafirði en sá jafnframt um heimilið af miklum myndarskap. Óvíða hefur annað eins magn af kökum verið bakað ofan í annan eins gestaskara. Í eld- húsinu hjá Önnu frænku voru allir velkomnir og þar fengu börn að sitja og sleikja innan úr skálum án þess að fá nokkurn tíma á tilfinn- inguna að þau væru fyrir. Undir stiganum í Aðalstrætinu var safn af gömlum Vikum sem endalaust var hægt að fletta og uppi á lofti voru gersemar margar og merkilegar sem leyfilegt var að grannskoða. Hjá Önnu var líka hægt að úthella sorgum sínum og segja frá ýmsu, sem ekki var hægt að segja nánari ættingjum frá. Anna skildi allt og það stafaði frá henni hlýju og vel- vild. Það er ómetanlegt að hafa átt slíka frænku. Við systkinin nutum án efa góðs af þeirri elsku sem Anna frænka bar til Sverris föður okkar. Þótt hún hafi aðeins verið á tólfta ári þegar hann kom í heiminn var hún honum sem önnur móðir og hefur eflaust fundið til ábyrgðar sinnar sem elsta barn hjónanna á Sval- barða í Ögurvík. Hún sleppti held- ur ekki hendinni af bróður sínum þegar hann fullorðnaðist. Hann hefur oft rifjað upp að á náms- árunum í Menntaskólanum á Ak- ureyri sendi „uppáhaldssystir hans og fóstra“ honum nýja skyrtu á hverjum vetri, sem kom fátækum námsmanninum vel. Sömu elsku- semi nutum við systkinin ávallt og með andláti Önnu frænku hefur Greta móðir okkar misst hlýja og trausta trúnaðarvinkonu sína. Anna Hermannsdóttir var svip- mikill persónuleiki. Ljós yfirlitum, stórbeinótt, glaðleg og nokkuð há- vær, eins og mörg systkina hennar, enda vön að þurfa að hrópa upp í vestfirskan vindinn. Þegar hún hló, sem var æði oft, kiknaði hún í hnjánum og skellti sér á lær. Henni varð aldrei svaravant og hún lét ekki eiga inni hjá sér í þeim efnum, en allt var það í góðu. Hún tók okkur systkinunum sem værum við hennar eigin og mökum okkar einnig, þegar þeir komu til sög- unnar. Börnunum okkar sendi hún jólagjafir alla tíð, sem voru þeim sérstaklega dýrmætar. Kveðjan var ávallt sú sama: „Guð geymi ykkur, elskurnar mín- ar!“ Þannig kveðjum við líka Önnu frænku okkar í dag með söknuði, en efst í huga er samt þakklæti til hennar fyrir allt sem hún gerði fyr- ir okkur og börn okkar. Það gæti ekki verið bjartara og hlýrra yfir minningu hennar í huga okkar. Dætrum hennar, tengdadóttur, barnabörnum og öðrum aðstand- endum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Bryndís, Kristján, Margrét, Ragnhildur, Ásthildur og fjölskyldur. Anna frænka, ljúfa Anna. Láttu þér líða vel því þú ein get- ur læknað mín hjartasár. Við Mjógötubörnin áttum þrjár ömmur og börnin okkar áttu lang- ömmu í Önnu Hermannsdóttur. Anna vann alla tíð verkamanna- vinnu en hegðaði sér ávallt eins og hefðarfrú í alla staði. Ef eitthvað var um að vera var Anna ávallt klædd og í fasi eins og um meiri- háttar viðburð væri að ræða, þann- ig að hvort sem haldin voru barna- afmæli eða stórveislur mætti Anna með gleði og glæsibrag og lífgaði andrúmsloftið. Hennar verður sárt saknað í hverri uppákomu hjá fjöl- skyldu okkar. Hvað hún Anna var alltaf víðsýn og ung í anda og skildi margbreyti- leika lífsins vel. Hvað hún Anna gat skilið barnshugann vel, sem dæmi má nefna að pakkarnir sem börnin í fjölskyldunni fengu frá henni voru mjög oft dýrmætari börnunum og skemmtilegri heldur en dýrar gjaf- ir foreldra þeirra. Það var eins og hún héldi innsæi í heim barnanna lengur en flestir. Það er hægt að vera drottning í höll og það er hægt að vera drottn- ing í blokk. Anna Hermannsdóttir var drottning í blokk, – ljúfa Anna. Mjógötubörnin. ✝ Hulda Friðfinns-dóttir var fædd á Blönduósi 11. ágúst 1910. Hún lést 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðfinnur Jón- as Jónsson, hrepp- stjóri, f. 28. mars 1873, d. 16. septem- ber 1955, og Þórunn Ingibjörg Hannes- dóttir, f. 15. ágúst 1873, d. 22. janúar 1957. Systkini Huldu eru: 1) Gunnhildur, f. 28. mars 1906, d. 4. ágúst 1954, maki Stefán Runólfs- son, f. 22. ágúst 1903, d. 30. apríl 1961, þau voru barnlaus. 2) Sig- ríður, f. 24. desember 1907, d. 26. janúar 1992, maki (skildu) Magn- ús Óskar Magnússon, f. 10. sept- ember 1904, d. 23. júlí 1988, dæt- ur þeirra eru; Þórunn, maki Jóhann Þ. Bjarnason og eiga þau þrjú börn, auk tveggja barna- barna, og Ásdís, en hún á einn son. 3) Skafti, f. 9 september 1916, maki Sigríður Svava Run- ólfdóttir, f. 5. júlí 1920, börn þeirra eru: Runólfur, Þórunn, maki Jónas Pálsson, Inga, maki Birgir V. Sigurðsson, Gunnhild- ur, maki Guðmundur Magnússon, Friðfinnur, maki Sigríður Ingi- björnsdóttir, Einar, maki Lydía Jónsdóttir, og Páll, maki Hrund Þórarinsdóttir, en alls eiga þau 12 barnabörn. Hulda ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, en fluttist til Reykja- víkur ásamt foreldr- um sínum árið 1947. Auk almennrar skólagöngu á Blönduósi var hún veturinn 1929-30 á Héraðsskóla á Laug- arvatni. Hulda vann ýmis störf, ekki síst á heimilinu, með og fyrir foreldra sína og fjölskyldu. Á Blönduósi bjó fjöl- skyldan í Finnshúsi, en þar voru einnig í heimili hjónin Sig- þrúður, móðursystir Huldu, og Páll Sigurðsson. Þá bjuggu þar einnig um skeið, eða þar til Hulda var um sjö ára göm- ul, feðginin Jónína, móðursystir Huldu, og Hannes Guðmundsson. Á Blönduósi vann Hulda m.a. við smíðar og málningarvinnu með föður sínum og systur. Er til Reykjavíkur kom tóku við almenn verkakvennastörf. Áfram vann Hulda mikið á heimilinu, bæði við prjónaskap, en ekki síður við al- mennt heimilishald. Hún annaðist foreldra sína, en þau urðu bæði fullorðin og þurftu aðstoðar við. Hulda hélt lengi heimili með Sig- ríði systur sinni og dætrum henn- ar, og var þeim sem önnur móðir. Þær bjuggu lengi á Gunnarsbraut 34, en síðustu árin dvaldi Hulda á Hrafnistu í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus. Útför Huldu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það fór aldrei mikið fyrir Huldu frænku. Hún sótti hvorki í athygli eða upphefðir. Hún lifði ósköp fá- brotnu lífi, þar sem fjölskyldan og vinnan skipuðu stærstan sess. Hulda var alltaf að því alltaf þurfti einhver á hjálpsemi hennar að halda. Hulda mátti ekkert aumt sjá og alltaf hugsaði hún fyrst um aðra. Þannig var Hulda, ávallt vinnandi og þjónandi sínum nánustu og sínu nánasta umhverfi. Enginn var svikinn af vinnu Huldu, en mikið af hennar tíma fór í vinnu á heimilinu, bæði við al- mennt heimilishald, en einnig ýmsa prjónavinnu. Á heimili hennar í for- eldrahúsum á Blönduósi var oft margt um manninn, þótt ekki væri húspláss mikið í Finnshúsi. Og eng- um var í kot vísað sem heimsótti þær systur Huldu og Siggu, sem héldu saman heimili, lengst af á Gunnarsbraut í Reykjavík. Hulda var handlagin og smiður góður. Hún fékkst nokkuð við smíð- ar með föður sínum, sem var snikk- ari með meiru á Blönduósi. Faðir minn sagði mér að hann hefði alltaf öfundað Huldu af handbragðinu. Þá vann Hulda einnig töluvert við málningarvinnu og þá einkum í samvinnu við Siggu systur sína. Nú, ekki má gleyma prjónavinn- unni, en Hulda vann alla ævi mikið úr ull, þó einkum á seinni árum. Ég man vel eftir prjónavélinni á Gunnarsbraut, sem kurraði svo ógleymanlega í, og allri ullinni sem ýmist beið eftir því að Hulda færi höndum um hana, eða þá hún lá þar sem tilbúin ullarvara. Þau eru ófá ullarnærfötin, sem ég og mínir nánustu höfum notið góðs af, því Hulda var óspör á að gefa þau til þeirra sem þau gátu notað. Fjölskyldan var Huldu allt, og ræktarsemi og umhyggja hennar ekki hvað síst í garð foreldra sinna var mikil. Ekki má gleyma að Páll mágur móður hennar fylgdi fjöl- skyldunni suður til Reykjavíkur, og var Hulda honum betri en engin. Foreldrar Huldu urðu einnig full- orðin, en Hulda var þeim alla tíð stoð og stytta, ekki síst á efri árum. Má segja að hún hafi aldrei vikið frá þeim, nema ef frá er talinn einn vetur, þegar Hulda sótti nám á Héraðsskólanum á Laugarvatni. Í raun bjó Hulda því þannig í haginn, eftir að hún kom til Reykjavíkur, að hún valdi sér störf utan heimilis, sem gerðu henni kleift að mæta til vinnu eldsnemma og koma því snemma heim til annarra starfa. „Blönduós minn,“ sagði hún oft þegar hún talaði um átthagana og oftar en ekki voru sagðar fréttir af skyldfólkinu á Norðurlandi, sem reglulega var heimsótt. Mikill sam- gangur var alla tíð milli Finnshúss og Auðólfsstaða, en Hannes bóndi á Auðólfsstöðum, var sem uppeldis- bróðir Huldu auk þess sem þau voru bæði systra- og bræðrabörn. Guðmundur faðir Hannesar lést er hann var aðeins fárra mánaða gam- all og flutti hann því með móður sinni í Finnshús, þar sem þau bjuggu þar til fram yfir fermingu Hannesar, að þau fluttu aftur á Auðólfsstaði. Þá er Hulda um sjö ára gömul. Þessi sterku tengsl við Auðólfsstaði héldust alla tíð, og gera enn því í dag býr þar Þórunn systurdóttir Huldu. Hulda var aldrei mjög heilsu- hraust. Ung fékk hún liðagigt, sem þjakaði hana alla ævi, en einnig hrjáði hana exem og ýmiss konar ofnæmi. Ekki var á þeim tíma mikla hjálp að fá gegn þessu, en ekkert kom þó í veg fyrir eljusemi og dugnað Huldu. Síðustu árin var hún ógnar sjúklingur. Hún kunni því illa að vera öðrum háð. Henni fannst ómögulegt að fólk væri að snúast í kringum sig og því leið henni ekki alltaf vel með það, en vel var um hana hugsað á Hrafn- istu í Reykjavík, þar sem hún bjó síðustu árin. Lítil og létt á fæti, falleg með grátt hár, glettin, glampi í augum, strok á vanga, auminginn litli, sagði hún gjarnan við börnin, umhyggju- söm og áhugasöm um sína nánustu. Hlaðið veisluborð, alla daga vik- unnar, opið hús, alltaf. Þetta eru minningar mínar um Huldu. Hulda var sem önnur móðir syst- urdætra sinna, þeirra Þórunnar og Ásdísar, og því færi ég og fjöl- skylda mín, þeim og fjölskyldum þeirra, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um Huldu er hlý, full af þeim kærleika sem Hulda átti svo mikið af. Hulda var í raun þjónn kærleikans. Hún helgaði líf sitt þjónustunni við aðra. Kærleika sinn og hjálp gaf hún öllu sam- ferðafólki sínu og víst er, að kynni mín og kærleikur Huldu hafa gert mig að ríkari manni. Hulda átti stóran sess í hjarta okkar allra systkinanna og var pabba og mömmu ákaflega kær. Guð blessi minningu Huldu Friðfinnsdóttur. Páll Skaftason. Til að byggja þá Reykjavík, sem landsmenn eiga nú á nýrri öld, var víða sótt til fanga. Í Norðurmýrinni fengu mannanöfn úr Njálu nýtt hlutverk þar sem götur hverfisins voru skírðar hetjunöfnum, s.s. Skarphéðinsgata og Gunnarsbraut. Byggðir landsins fengu sína full- trúa í húsunum við þessar götur og margir Húnvetningar í Reykjavík- urferð muna hlýjar viðtökur og glaðværð við kaffiborð í húsinu Gunnarsbraut 34. Þar hjálpaðist að meðfædd elskusemi og ættrækni systranna Huldu og Sigríðar, sem þar bjuggu ásamt dætrum Sigríðar. Hulda Friðfinnsdóttir átti rætur í húnvetnsku dölunum, en æskuár hennar liðu við Blönduós, þar sem Friðfinnur hreppstjóri Jónsson reisti fjöldskyldu sinni hús, sem rómað var fyrir gestrisni og gesta- komur eins og hús systranna síðar við Gunnarsbrautina. Við Blönduós batt Hulda hlýjan hug og rifjaði oft upp bjartar myndir frá staðnum. „Blönduós minn“ nefndi hún þorpið oft og hlýjublær kom í rödd hennar. Þessi mynd af Huldu og Blöndu- ósi skýrðist betur í huga mér þegar Hulda varð mér og fjölskyldu minni samferða norður fyrir 10–12 árum. Það var vor, leysing í ám og lækj- um og fögnuður í hugum okkar að fara norður að finna ættingja og vini. Kannske hef ég verið sjö ára eða svo þegar ég fyrst fór til Reykja- víkur og kom þá til þessarar elsku- legu frænku minnar og móttökurn- ar þar í húsinu fengu mann til að gleyma umferðinni og húsamergð- inni, nokkru sem óneitanlega kveikti ugg í ungri sál, nýkominni úr kyrrð sveitarinnar. Gæska, alúð og átthagatryggð eru orð sem einkennandi voru fyrir Huldu. Hún sinnti fjölskyldu sinni, batt tryggð við ættingja sína og átti stóran þátt í að gefa húsi þeirra í Norðurmýrinni þessa sterku hlýju, sem við nutum sem þangað komum. Ingi Heiðmar Jónsson. Þá er komið að kveðjustund. Löngum starfsdegi Huldu Frið- finnsdóttur er lokið og hún kvaddi á friðsælan og kyrrlátan hátt eins og líf hennar allt var. Hún vann störf sín öll af ósérhlífni og trú- mennsku. Hulda átti við veikindi að stríða lengst af en samt var lík- aminn ótrúlega sterkur og hún gerði ekki miklar kröfur um verald- legan auð þótt störfin væru oft erf- ið. Fíngerð, hvíthærð með fléttuna í hnút í hnakkanum, geislandi af góð- vild og glettni, þannig munum við Huldu föðursystur best. Hún var yngst þriggja dætra foreldra sinna og var sex ára þegar þær eignuðust bróður. Hún minntist þess oft hve afbrýðisöm hún var þá, þegar þetta litla kríli fékk að kúra uppí hjá mömmu en hún ekki. Þarna hefur hún líklega tekið út skammtinn sinn af afbrýðisemi, því óeigin- gjarnari og umhyggjusamari mann- eskja er vandfundin. Hugur hennar var hjá okkur hinum og hún vildi velgengni og velferð okkar sem mesta. Hulda hafði gömlu gildin í háveg- um þar sem aðstoð við þá sem þess þurftu var meira en sjálfsögð. Æskuheimilið á Blönduósi var mót- að af þessum hugsanahætti, þar sem blandaðist saman sjúkrahús og gistiheimili og gestir og gangandi áttu skjól. Fólk úr nágrannasveit- um átti erindi við lækni, kaupmann eða yfirvaldið í þéttbýlinu og þá var iðulega gengið úr rúmum ef fæð- andi kona eða sjúklingur þurfti frekar á rúminu að halda. Stundum hefur það eflaust dregist að fólk yrði ferðafært, en það var ekki talið eftir. Hulda stofnaði aldrei eigið heimili en annaðist aldraða foreldra og síðan aðra ættingja á meðan kraftar entust, og sinnti öllum af ást og kærleika. Þótt hún eignaðist sjálf aldrei börn átti hún öll börn í ættinni, hún fylgdist með þeim í leik og síðar störfum. Hún átti allt- af mola í lítinn munn og það var vinsælt að mæla hæð sína við henn- ar því allir höfðu stækkað mikið síðan síðast. Hulda var gjafmild og þannig nutu ungir sem aldnir þess að prjónavélin gekk lengi og vel og hún bæði seldi og gaf prjónaskap langt fram á níræðisaldur. Hún var einstaklega verklagin, stundaði smíðar með föður sínum, svo og málningarvinnu utan dyra sem inn- an. Handavinna, einkum prjóna- skapur, ber vitni um natni og vand- virkni. Eftir að til Reykjavíkur kom varð gestagangurinn mikill á Gunn- arsbrautinni og fólk frá „Blönduósi mínum“, eins og hún sagði alltaf, sem og aðrir ættingjar og vinir nutu gestrisni hennar. Hulda hafði yndi af söng og spil- aði sér til ánægju á fyrri árum, oft upp úr „fjárlögunum“ eða þá úr sálmasöngbókinni. Allt sem lífs- anda dró átti Huldu að og blóm og annar gróður var ekki undanskil- inn. Í minningunni voru alltaf blómstrandi litrík blóm í öllum gluggum hjá Huldu. Hún geislaði af lífsgleði og glettni og það er ekki langt síðan þau systkinin, hún og Skafti, eini eftirlifandi úr systkina- hópnum, gerðu góðlátlegt grín að ellinni og hvernig hún hefði leikið þau. Þannig tókst henni með léttu geðslagi að umbera erfiðleika og sársauka á langri ævi. Hulda var mjög þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana og einhvern veginn var það alltaf svo að þegar heim var farið eftir heimsókn til hennar var maður ríkari sjálfur en áður, þótt ætlunin hefði verið að gera eitthvað fyrir hana. Okkur sem kynntumst Huldu gaf hún dýrmætar minning- ar sem við munum varðveita í hjarta okkar. Við viljum ekki síst fyrir hönd barna okkar þakka Huldu fyrir alla hennar gæsku. Hvíl í friði. Þórunn, Inga og fjölskyldur. HULDA FRIÐFINNSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.