Morgunblaðið - 31.07.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ því í ársbyrjun 2000 hefur
lögregla handtekið rúmlega 40
manns sem grunaðir eru um að
smygla fíkniefnum innvortis. Yfir-
læknir hjá Heilsugæslunni í
Reykjavík segir þetta stór-
hættulega aðferð enda geti umbúð-
ir utan um fíkniefnin auðveldlega
rifnað með alvarlegum afleið-
ingum fyrir heilsu viðkomandi.
Slíkt geti hæglega valdið dauða.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær var breskur karl-
maður handtekinn af tollgæslunni
á Keflavíkurflugvelli á föstudag en
hann reyndist vera með tæplega
hálft kíló af hassi innvortis. Megn-
ið hafði hann gleypt en um 40
grömm hafði hann falið í enda-
þarmi. Hassið var vafið inn í plast-
filmu og voru yfirleitt um 2,5–3,5
grömm í hverri pakkningu. Gera
má ráð fyrir að það hafi tekið hann
nokkra klukkutíma að gleypa svo
mikið magn. Maðurinn kom með
kvöldvélinni frá Kaupmannahöfn á
föstudag og hefur að öllum lík-
indum gleypt hassið fyrr um dag-
inn. Síðasta pakkningin skilaði sér
niður á sunnudag, tæplega tveimur
sólarhringum eftir að hún var
gleypt. Á laugardag var íslenskur
karlmaður handtekinn, grunaður
um aðild að málinu. Skv. upplýs-
ingum Morgunblaðsins var þáttur
hans ekki talinn stórvægilegur og
var honum sleppt að loknum yf-
irheyrslum. Dönsk stúlka var með
Bretanum í för og var henni einnig
sleppt að loknum yfirheyrslum og
hefur hún snúið aftur til Danmerk-
ur. Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fer með rannsókn máls-
ins.
Sést auðveldlega
á röntgenmynd
Skv. upplýsingum frá ríkislög-
reglustjóra hefur 41 verið hand-
tekinn frá árinu 2000, grunaður
um að smygla fíkniefnum innvort-
is, 24 á árinu 2000, 11 árið 2001 og
sex það sem af er þessu ári.
Telji lögregla að menn séu með
fíkniefni innvortis er haft samráð
við Heilsugæsluna í Reykjavík og
viðkomandi er sendur í röntgen-
myndatöku á Landspítalanum.
Helgi Guðbergsson, yfirlæknir hjá
Heilsugæslunni, segir að auðvelt
sé að sjá hvort menn hafi aðskota-
hluti innvortis. Margir smygl-
aranna telja hins vegar að fíkni-
efnin sjáist alls ekki og viðurkenna
seint að þeir hafi óhreint mjöl í
pokahorninu. Helgi segir þetta at-
hæfi stórhættulegt og áhættunni
megi líkja við rússneska rúllettu.
Meltingarveginum sé ætlað að
sundra því sem þangað er sett og
allt frá því fíkniefnin eru gleypt
vinnur maginn á umbúðunum. Þær
nuddast upp við meltingarveginn,
hvor við aðra og eru um leið löðr-
andi í meltingarvökvum. Það er
því er mikil hætta á að umbúðirnar
rofni og fíkniefnin berist út í blóð-
ið. Áhrifin af því eru líkust því að
viðkomandi hafi tekið of stóran
skammt fíkniefna. Sé langt á
sjúkrahús, t.d. ef smyglarinn er
staddur um borð í flugvél í milli-
landaflugi, geta eitrunaráhrifin
hæglega dregið hann til dauða.
Ástandið verður enn alvarlegra ef
nokkur fíkniefni blandast saman í
maganum en slíkt getur valdið
röngum viðbrögðum heilbrigðis-
starfsmanna.
Gríðarleg
niðurlæging
Komi í ljós að menn sem lög-
reglan grunar um smygl hafi tor-
kennilega hluti innvortis eru þeir
látnir dúsa í fangaklefa þar til hin
meintu fíkniefni ganga niður af
þeim. Hinum grunuðu er útvegað
þar til gert klósett og eru þeir und-
ir strangri gæslu lögreglumanna
meðan á þessu stendur. Aðspurður
hvort ástæða sé til að halda við-
komandi á sjúkrahúsi til að
tryggja skjóta læknisaðstoð í neyð-
artilfellum, segir Helgi að slíkt
verði að meta í hvert skipti. Það
hafi verið talið nægjanlegt að
fylgst sé með þeim í fangageymslu
en kalla eftir læknisaðstoð ef
ástæða þykir til. Helgi veit þó um
eitt tilfelli þar sem smyglari var
lagður inn á sjúkrahús þar til
fíkniefnin gengu niður af honum.
Þeir sem smygla fíkniefnum inn-
vortis ýmist gleypa þau eða koma
þeim fyrir í endaþarmi eða kyn-
færum. Helgi segir að þetta sé
gríðarleg niðurlæging fyrir við-
komandi, bæði að koma efnunum
fyrir í líkama sínum en ekki síður
að þurfa að standa skil á þeim hjá
yfirvöldum. Það sé í raun með ólík-
indum að nokkur fáist til að gera
annað eins.
Smyglinu fylgir lífs-
hætta og niðurlæging
Morgunblaðið/Arnaldur
Algengt er að smyglararnir gleypi fjölda pakkninga með fíkniefnum.
Þegar þær eru komnar í meltingarveginn er mikil hætta á að umbúð-
irnar rofni, sem setur líf smyglarans í bráða hættu. Myndin er úr safni.
Frá ársbyrjun 2000 hefur 41 verið handtekinn vegna gruns um að smygla fíkniefnum innvortis
LÖGMAÐUR Þorfinns Ómarssonar,
framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs
Íslands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
hrl., sendi í gær Tómasi Inga Olrich
menntamálaráðherra bréf þar sem
hann fer fram á að ákvörðun ráðu-
neytisins um að víkja Þorfinni tíma-
bundið úr embætti verði tafarlaust
afturkölluð og að Þorfinnur taki nú
þegar aftur við starfi sínu.
Þorfinni var tímabundið vikið úr
starfi með bréfi hinn 23. júlí í kjölfar
skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem er
dagsett 22. júlí, þar sem alvarlegar at-
hugasemdir eru gerðar við bókhald
sjóðsins. „Af dagsetningu þessara
skjala og efni þeirra er ljóst að ráðu-
neytið hefur ekki gert eigin rannsókn
á atvikum málsins og ekki tekið sjálf-
stæða afstöðu til athugasemda Ríkis-
endurskoðunar áður en fyrrnefnd
ákvörðun var tekin. Þá gaf ráðuneytið
skjólstæðingi mínum ekki kost á að
tjá sig um málið eða skýrslu Ríkis-
endurskoðunar og leitaði ekki upplýs-
inga eða skýringa hjá honum áður en
honum var vikið úr starfi,“ segir í
bréfi Vilhjálms. Með þessu hafi ráðu-
neytið brotið gegn 10. og 13. greinum
stjórnsýslulaga, sem mæla á um
rannsóknarreglu og andmælarétt.
Segir engan rökstuðning
fyrir ákvörðuninni
Segir að í bréfinu þar sem Þorfinni
var tilkynnt tímabundin brottvikning
hans sé ekki að finna neinn rökstuðn-
ing fyrir ákvörðuninni. Einungis sé
vitnað í bréf Ríkisendurskoðanda.
„Niðurlagi bréfs hans er þó sleppt, en
það skiptir sköpum um niðurstöðu
Ríkisendurskoðunar og þar með
hvort ráðuneytinu er heimilt að víkja
skjólstæðingi mínum úr starfi um
stundarsakir,“ segir í bréfi Vilhjálms.
Í umræddu niðurlagi bréfs Ríkisend-
urskoðanda segir að skrifstofustjóra
sjóðsins hafi verið falið að annast í
auknum mæli þá þætti í rekstri sjóðs-
ins sem snúa að bókhaldi, afstemm-
ingu og vörslu gagna. Í kjölfar þess
hafi orðið „gjörbylting til batnaðar“ á
þessum atriðum á síðustu misserum.
Segir Vilhjálmur að með vísan til
þessarar niðurstöðu Ríkisendurskoð-
anda sé ljóst að ákvörðun ráðuneyt-
isins sé ekki í samræmi við 3. mgr. 26.
greinar laga um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins sem segir að hafi
embættismaður fjárreiður eða bók-
hald með höndum megi veita honum
lausn um stundarsakir ef ætla megi
„að víst þykir að óreiða sé á bókhaldi
eða fjárreiðum, bú hans er tekið til
gjaldþrotaskipta eða hann leitar
nauðasamninga“.
Vilhjálmur segir að fyrir atbeina
Þorfinns hafi verið bætt úr þeim
ágöllum sem voru á bókhaldi og
vörslu fylgiskjala hjá Kvikmynda-
sjóði. Þá komi fram í bréfi ríkisend-
urskoðanda að Þorfinnur hafi gert
„trúverðuga grein“ fyrir útgjöldum
sjóðsins að fjárhæð 363.000, en reikn-
ingar fyrir þessari fjárhæð eru glat-
aðir.
Þá sendi Vilhjálmur með bréfinu
afrit úr fundargerð stjórnar Kvik-
myndasjóðs 23. nóvember 1999 en
þar greindi Þorfinnur frá auknu álagi
í starfsemi stofnunarinnar, bæði
vegna aukinna verkefna og skýrari
reglna í almennum ríkisrekstri, og
lagði til að ráðinn yrði fjármálastjóri
við stofnunina, þ.e. bæði fyrir Kvik-
myndasjóð og Kvikmyndasafn.
Breytir í raun engu
Tómas Ingi Olrich menntamálaráð-
herra segir að bréf lögmanns Þor-
finns breyti í raun engu. „Málið er
komið í lögformlegan farveg og það er
núna fyrir nefnd sem á að meta
ástæður fyrir lausn um stundarsakir.
Það er hlutverk nefndarinnar enn-
fremur að láta álit sitt í ljós hvort rétt
hafi verið staðið að því að víkja emb-
ættismanninum frá störfum um
stundarsakir,“ segir ráðherra.
Hann segist ósammála því að ráðu-
neytið hafi brotið rannsóknarreglu og
á andmælarétti Þorfinns. „Miðað við
afdráttarlausa niðurstöðu Ríkisend-
urskoðunar um að um bókhaldsóreiðu
hafi verið að ræða, og eins og þeir
kalla það viðvarandi hirðuleysi í að
halda bókhaldsgögnum til haga, taldi
ég mig ekki hafa stöðu til annars en
að veita Þorfinni lausn frá starfi um
stundarsakir og vísa málinu í raun til
rannsóknar samkvæmt lögum.“
Brottvikning Þorfinns Ómarssonar verði afturkölluð
Telur ráðuneytið hafa
brotið rannsóknarreglu
MIKIÐ gekk á í fyrrinótt þegar
færanlegt hús með tveimur
kennslustofum, sem er í eigu
menntamálaráðuneytisins, var flutt
frá Laugalækjarskóla í Reykjavík
á lóð Menntaskólans í Kópavogi við
Digranesveg. Framkvæmdir
standa yfir við viðbyggingu
menntaskólans sem kalla á þetta
bráðabirgðahúsnæði.
Húsið, sem er 40 tonn að þyngd,
felldi niður einn ljósastaur á leið-
inni, taka þurfti niður hátt í 30 um-
ferðarskilti, umferðarljósum var
snúið, og á áfangastað sprakk á
hjólbörðum vörubílsins að framan
er hann rakst utan í festingar á
skilti sem hafði verið fjarlægt.
Sjálft húsið skemmdist ekki á leið-
inni, en það er um 20 metra langt,
nærri átta metrar á breidd og tæp-
ir fimm metrar á hæð. Fjarlægja
þurfti forstofu utan á húsinu fyrir
flutninginn.
Að sögn Guðmundar Adolfssonar
húsasmíðameistara, sem ásamt sín-
um mönnum bjó kennsluhúsið til
flutnings og mun koma því fyrir á
lóð MK, tók það eina átta tíma að
koma húsinu í Kópavoginn. Farið
var eftir Laugalæk, Kirkjusandi,
Sæbraut, upp á Miklubraut til að
sleppa við brúna við Ártúnsbrekku,
eftir Reykjanesbraut upp á
Smiðjuveg, þá Skemmuveg, Ný-
býlaveg, Dalveg og loks eftir
Digranesvegi að menntaskólanum.
Vöruflutningabíll frá GG hf.
flutti húsið og tveir kranar frá GP-
krönum ehf. lyftu húsinu, sem híft
var niður af vörubílspalli í gær-
kvöldi.
Til marks um þunga verkefnisins
segir Guðmundur að „löpp“ á öðr-
um krananum hafi skilið eftir sig
eins metra djúpa holu á lóð Lauga-
lækjarskóla. Hann segir flutning
sem þennan vera „stórmál“ þótt
sumir vilji halda öðru fram. Til
allrar hamingju hafi verkið gengið
stóráfallalaust fyrir sig og húsið
óskemmt á eftir, enda sérlega
byggt og undirbúið til flutnings.
Morgunblaðið/Hjörtur Þ.
Færanlega kennsluhúsið komið á lóð Menntaskólans í Kópavogi í fyrri-
nótt, en það var híft niður af vörubílspalli í gærkvöldi.
Fjörutíu tonna hús flutt úr Laugalæk
Hjólbarðar sprungu
og ljósastaur féll
STEFÁN Haukur Jóhannesson,
fastafulltrúi Íslands í Genf, hefur
verið tilnefndur til að gegna for-
mennsku kærunefndar til að úr-
skurða í deilu aðildarríkja Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar (WTO)
vegna ákvörðunar Bandaríkja-
stjórnar um að leggja verndartolla
á innflutt stál.
Evrópusambandið og sjö aðild-
arríki WTO, Brasilía, Kórea, Japan,
Kína, Sviss, Noregur og Nýja-Sjá-
land, hafa lagt fram kæru
á hendur Bandaríkjastjórn
fyrir meint brot á samn-
ingsskuldbindingum gagn-
vart Alþjóðaviðskipta-
stofnuninni.
Fréttatilkynning þessa
efnis barst frá utanríkis-
ráðuneytinu í gær. Í
kærunefndinni sitja, auk
fastafulltrúa Íslands, tveir
aðrir úrskurðaraðilar,
Margaret Liang frá Singa-
púr og Mohan Kumar frá
Indlandi. Reynt er að velja
fulltrúa í kærunefndir í
samræmi við stöðu þeirra
og samskipti innan WTO
og eiga þeir engra hags-
muna að gæta í meðferð
málsins. Málið er mjög
viðkvæmt og þess vegna
eru nefndarmenn bundnir
trúnaði.
Íslendingur formaður kærunefndar
Stefán Haukur
Jóhannesson
KONAN, sem skorin var á háls
á sunnudagskvöld, losnaði úr
öndunarvél í gær og er komin
til meðvitundar.
Skv. upplýsingum frá gjör-
gæsludeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi líð-
ur henni vel eftir atvikum og er
hún ekki lengur talin í lífs-
hættu.
Komin til
meðvitundar