Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í TILEFNI af umræðum undanfar- inna daga um tilboð fimm umbj. minna í stofnfé SPRON og samning þeirra við Búnaðarbanka Íslands hf. um það efni er nauðsynlegt að skýra fyrir almenningi lagalegar hliðar málsins, eins og þær horfa við fimm- menningunum. Samþykki fyrirfram um hæfi umsækjanda Í 10. gr. laga nr. 113/1996 um við- skiptabanka og sparisjóði er skýrum orðum á um það kveðið, að aðilar sem hyggist eignast virkan eignarhlut í viðskiptabanka (hér sparisjóði sbr. 14. gr laganna) skuli leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Við- skiptaáætlun umbj. minna féll undir þetta og þess vegna sendu þeir eft- irlitinu erindi samkvæmt þessari lagaskyldu 25. júní 2002, ásamt upp- lýsingum og gögnum sem sýndu vel viðskiptafyrirætlan þeirra. Þar skipti mestu máli samningur þeirra við Búnaðarbanka Íslands hf. sem var frágenginn og skuldbindandi fyrir báða aðila með þeim fyrirvörum sem samningurinn sjálfur greindi. Með því að senda erindi sitt með þessum hætti voru umbj. mínir að uppfylla þá kröfu sem lögin gera í þessu efni. Í 10. gr. laganna er kveðið á um, að Fjármálaeftirlitinu beri að afgreiða erindi af þessum toga innan eins mánaðar frá þeim degi, er því bárust fullnægjandi upplýsingar ásamt fylgigögnum. Orðrétt er sagt: „Berist ákvörðun Fjármálaeftirlits- ins umsækjanda ekki innan þess tíma telst það hafa samþykkt umsóknina.“ Í lagagreininni er svo ákveðið, að Fjármálaeftirlitið skuli synja um- sækjanda um leyfi ef það telur hann ekki hæfan til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs sparisjóðsins. Þó sé heimilt að fallast á umsókn, þrátt fyrir að umsækjandi teljist ekki hæfur til að eiga eignarhlutinn, gegn því að um- sækjandinn grípi til ráðstafana sem eftirlitið ákveður. Þær ráðstafanir, sem nefndar eru í lagatextanum, lúta að því að takmarka skaðleg áhrif af eignarhaldi umsækjanda í því efni sem greinin fjallar um, þ.e. eiga að tryggja heilbrigðan og traustan rekstur, þrátt fyrir þá annmarka á umsækjanda sem Fjármálaeftirlitið telur vera fyrir hendi. Af lagaákvæð- inu er alveg ljóst, að þetta stjórnvald hefur ekki nokkra heimild til að fjalla um annað en hæfi umsækjanda við meðferð á umsókn. Með bréfi 19. júlí 2002 sendi Fjár- málaeftirlitið mér skýrslu sem það hafði tekið saman í tilefni umsóknar umbj. minna. Sagði í bréfinu að skýrslan væri liður í athugun á um- sókn fimmenninganna. Endanleg af- staða til hennar yrði tekin síðar, þeg- ar frekari upplýsingar lægju fyrir um hvort fyrirætlanir umbj. minna yrðu að veruleika. Í skýrslunni var ekkert vikið að hæfi umbj. minna til að eign- ast virkan eignarhlut í sparisjóði. Efnisatriði hennar snerust um allt önnur atriði, sem komu hæfi þeirra ekkert við. Umsóknin telst samþykkt Af ákvæðum 10. gr. laga um við- skiptabanka og sparisjóði er ljóst, að Fjármálaeftirlitið hefur ekki heimild að lögum til að fresta afgreiðslu á um- sókn samkvæmt 10. gr. á þann hátt sem felst í bréfinu 19. júlí 2002. Treysti stofnunin sér ekki til að fall- ast á umsókn eða hafna henni á hún þess völ, að óska eftir frekari gögn- um, telji hún þeirra þörf, eða sam- þykkja umsókn með skilyrðum. Stofnunin hafði ekki, þrátt fyrir fyr- irspurnir bæði í upphaflegu erindi fimmmenninganna 25. júní 2002 og í bréfi sem ég sendi henni 8. júlí 2002, óskað eftir frekari gögnum um hæfi umsækjendanna. Sú frestun á af- greiðslu erindisins, sem fólst í skýrsl- unni 19. júlí 2002, stafaði ekki af því að frekari gögn vantaði um hæfi um- sækjenda. Frestunin var byggð á þeirri forsendu að stofnunin hefði vald til að fjalla um annað en hæfi þeirra, áður en það afgreiddi erindi þeirra um hæfi. Ekki þarf að hafa mörg orð um hagsmuni, sem umsækjandi hefur af því að fá erindi svarað innan þess frests, sem lögin greina. Þar er að sjálfsögðu um veigamikla hagsmuni að ræða, sem snerta samningsstöðu hans gagnvart viðsemjendunum um hlutina, í þessu tilviki bæði öðrum stofnfjáreigendum og Búnaðarbanka Íslands hf. Viðskiptin geta orðið í uppnámi, ef svar fæst ekki, auk þess sem slíkt veldur því að umsækjandi fær ekki eignarhald á því sem hann vill kaupa á meðan. Þá er frestur á svari einnig til þess fallinn að valda honum auknum kostnaði. Verði um- sókn, sem frestað hefur verið, synjað, hefur rétti hans til málsskots til kærunefndar samkvæmt 17. gr. laga nr. 87/1998 um eftirlit með fjármála- starfsemi verið slegið á frest. Það er alveg ljóst að lögin leyfa ekki að farið sé á þennan hátt með hagsmuni hans. Af framansögðu er ljóst, að með því að afgreiða ekki umsókn umbj. minna með samþykki eða synjun fyr- ir 25. júlí 2002 telst Fjármálaeftirlitið hafa samþykkt hana. Þessa afstöðu tilkynnti ég Fjár- málaeftirlitinu með bréfi 22. júlí 2002, áður en fresturinn rann út. Í bréfa- skiptum í kjölfarið var fjallað um valdsvið eftirlitsins. Taldi eftirlitið sig mega fjalla um annað og meira en hæfi umsækjanda. Í bréfi mínu til Fjármálaeftirlitsins 26. júlí 2002 sagði svo um þetta (í svarinu kemur fram á hverju Fjármálaeftirlitið hafði byggt sjónarmið sín um útvíkkun á valdsviði): Um valdsvið Fjármálaeftirlitsins „Sú afstaða, að yður sé heimilt í til- efni af umsókn samkvæmt 10. gr. laga nr. 113/1996, að fjalla um önnur atriði en hæfi umsækjanda, er að mati umbj. minna augljóslega röng. Greinin fjallar aðeins um hæfi. Skylt er að afla samþykkis Fjármálaeftir- lits fyrirfram um að umsækjandi telj- ist hæfur. Þér hafið talið yður heimilt að víkka valdsvið yðar samkvæmt greininni þannig, að yður sé í tilefni af umsókn heimilt að fjalla um „hvort öflun eignarhlutans sam- ræmist lögum“. Virðist felast í þessu ráðagerð um, að yður sé heimilt að synja erindi frá hæf- um umsækjanda ef þér teljið að „öflunin“ sam- rýmist ekki lögum. Á þennan hátt virðist sem þér túlkið ákvæði grein- arinnar svo, að stofnun- in sé orðin úrskurðar- aðili um hvers kyns réttarágreining, sem upp kann að koma vegna viðskipta með hluti í bönkum og spari- sjóðum og ekki nóg með það, afla verði úrskurðar frá yður um þau efni fyrirfram! Þessa sérkennilegu afstöðu virðist þér í fyrsta lagi byggja á því, að upp- talning 6. mgr. 10. gr. laga nr. 113/ 1996 sé ekki tæmandi (innskot: þar eru talin upp atriði sem m.a. skuli hafa hliðsjón af við athugun á hæfi). Komi þetta fram í orðalagi ákvæð- isins og ummælum í greinargerð frumvarps sem varð að lögum nr. 69/ 2001. Er þá ályktun yðar sú, að þess- ar röksemdir dugi til að víkka út vald- heimild yðar úr því að fjalla aðeins um hæfi umsækjanda yfir í að mega fjalla um „hvort öflun eignarhlutans samræmist lögum“. Þetta er hrein fjarstæða. Hvergi í texta ákvæðisins er að finna nokkra stoð fyrir þessari útvíkkun á valdsviði yðar. Og í grein- argerðinni, sem þér nefnið, er orða- lagið í athugasemdunum um upptaln- ingu 6. mgr. svofellt: „Þrátt fyrir að þau viðmiðunaratriði eigi að gefa vís- bendingu um hversu vel umsækjand- inn er til þess fallinn að eiga virkan eignarhlut í viðskiptabanka eða sparisjóði er hins vegar ekki um að ræða tæmandi upptalningu heldur upptalningu á þeim atriðum sem al- mennt séð er eðlilegt að hafa hliðsjón af. Vera kann að ástæða sé til að draga hæfi einstakra umsækjenda í efa vegna annarra atvika en þar greinir.“ Hér er aðeins verið að skýra það, sem augljóst er af lagatextanum, að upptalningin sé ekki tæmandi um þau atriði sem hafa beri hliðsjón af við mat á hæfi umsækjanda. Í öðru lagi nefnduð þér í bréfinu 19. júlí 2002 að þessi útvíkkun yðar á valdsviði samkvæmt 10. gr. laga nr. 113/1996 eigi stoð í ákvæði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eft- irlit með fjármálastarfsemi, þar sem segir að Fjármálaeftirlitinu beri að fylgjast með að starfsemi eftirlits- skyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir og að starfsemin sé að öðru leyti í sam- ræmi við heilbrigða og eðlilega við- skiptahætti. Þetta ákvæði, sem hefur að geyma grundvöllinn undir al- mennri starfsemi stofn- unarinnar, veitir ekki neina slíka stoð við af- greiðslu erindis sam- kvæmt 10. gr. Ákvæðið fjallar um almennt eft- irlit með starfsemi fjár- málastofnana en ekki lögskipti aðila sem hyggjast eiga viðskipti með eignarhluta í slík- um stofnunum, hluta- fjár í hlutafélögum eða stofnfjár í sparisjóðum. Ef ætlunin hefði ver- ið að fá Fjármálaeftir- litinu þær víðtæku heimildir til umfjöllun- ar fyrirfram um lög- skipti milli manna, sem þér nú teljið yður hafa, hvers vegna var það ekki tekið fram í 10. gr. laganna? Á Íslandi er stjórnsýslan lögbundin. Það er líka talið sérstaklega nauðsynlegt að mæla fyrir í settum lögum um hvers kyns takmarkanir á frelsi manna til eigna sinna og æðis. Leyfi ég mér að vísa um þessi atriði til fyrri bréfa minna til Fjármálaeftirlitsins í þessu máli, þar sem að þessu var vikið í öðru samhengi. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið, er það eindregin afstaða umbj. minna, að valdheimild yðar samkvæmt 10. gr. laga nr. 113/1996 sé bundin við umfjöllun um hæfi um- sækjanda.“ Um „öflun eignarhlutans“ Í þessu bréfi mínu til Fjármálaeft- irlitsins var síðan vikið að efni þeirra athugasemda sem frá Fjármálaeftir- litinu höfðu komið og lutu að „öflun eignarhlutans“ eins og stofnunin hafði orðað það. Þar sagði svo: „Eftir að þér, í greinargerðinni 19. júlí 2002, hafið tekið yður það vald sem að framan greinir, fjallið þér um efnisatriði, sem þér teljið yður mega fjalla um við afgreiðslu umsóknarinn- ar á þeim grundvelli. Þar verður einnig að gera athugasemdir við greinargerðina. Fyrst skal það sagt, að fallist er á þá skoðun yðar, að Búnaðarbanka Ís- lands hf. verði skylt að láta fara fram mat á markaðsvirði sparisjóðsins við það tímamark er bankinn hyggst breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Þetta felst beint í 3. mgr. í grein 37A laga nr. 113/1996. Margt af því sem sagt er um þetta í greinargerð yðar er augljóst og eðlilegt. Þar er hins vegar líka að finna orðalag, sem ekki er alveg auðvelt að átta sig á hvað eigi að merkja og sumir, sem um hafa fjallað á opinberum vettvangi, hafa túlkað með afar sérkennilegum hætti. Hér er átt við orðin „Í því verði á stofnfjárhlutum sem fram kemur í tilboði umsækjenda til stofnfjáreig- enda verður að telja að felist vísbend- ing um mat á heildarverðmæti spari- sjóðsins í breyttu umhverfi…“ og nokkru síðar „Í framkomnum áform- um hefur ekki verið sýnt fram á hlut- deild sjálfseignarstofnunarinnar í verðmætisaukningu sparisjóðsins.“ Þessi orð hafa einhverjir túlkað sem svo, að í samningi um hærra verð en framreiknað stofnverð fyrir hluti stofnfjáreigendanna felist einhvers konar viðurkenning á, að annað eigið fé sparisjóðsins sé meira virði en fram kemur í matinu sem stjórn SPRON lét fram fara. Þetta getur ekki hafa vakað fyrir Fjármálaeftir- litinu með umræddum orðum, enda fær sjónarmiðið ekki með nokkru móti staðist. Það hefur klárlega engin áhrif á markaðsvirði sparisjóðsins í sjálfu sér, þó að nýr stofnfjáreigandi komi fyrir gamlan. Það sem Búnaðar- bankinn er að kaupa, eru stofnfjár- hlutir með þeim aðildum að stjórn sjóðsins, sem þeim fylgja samkvæmt lögum og samþykktum sjóðsins. Þær aðildir eru allar hinar sömu og fyrir viðskiptin. Hann kaupir bara það sem stofnfjáreigendur eiga. „Öðru eigin fé“ sparisjóðsins koma þau viðskipti ekkert við. Forsendur fyrir viðskipt- unum liggja alveg fyrir. Engin leið er að draga af þeim þá ályktun, að Bún- aðarbankinn hafi með tilboði sínu lýst því, að hann telji annað eigið fé spari- sjóðsins meira virði en metið var. Hin tilvitnuðu orð í greinargerð Fjár- málaeftirlitsins „hlutdeild sjálfseign- arstofnunarinnar í verðmætisaukn- ingu sparisjóðsins“ geta þar að auki samkvæmt efni sínu aðeins átt við að- stöðuna, eins og hún verður ef og þegar Búnaðarbankinn ákveður að breyta sparisjóðnum í hlutafélag, því fyrr verður engin sjálfseignarstofnun til. Í samningi umbj. minna við bank- ann felst engin skuldbinding eða ákvörðun bankans um slíkt, þó að bankinn hyggi sjálfsagt á slíka breyt- ingu við eitthvert síðara tímamark, sem hann þá ákveður sjálfur. Orðin koma því þeim samningi ekkert við, þó að þau hafi verið rangtúlkuð á þann veg. Markaðsverð sparisjóðsins í heild mun, svo sem skylt er, verða metið að nýju miðað við nýjar for- sendur í rekstrinum, ef og þegar að því kemur að Búnaðarbankinn breyti sparisjóðnum í hlutafélag. Í þessu samhengi skal svo haft í huga, að fyr- irætlanir núverandi stjórnar SPRON um breytingu í hlutafélag fólu í sér framlag til sjálfseignarstofnunar með fjárhæð sem miðaðist við fyrirliggj- andi mat sem stjórnin hafði látið gera samkvæmt lögum. Sé gert ráð fyrir að kaup Búnaðarbankans séu til þess fallin að auka markaðsvirði spari- sjóðsins við nýtt mat samkvæmt grein 37A í lögunum, eins og Fjár- málaeftirlitið sýnilega telur, er aug- ljóst, að sjálfseignarstofnunin verður ekki verr sett en verið hefði án þess- ara viðskipta. Má vera að ekki sé við Fjármálaeftirlitið að sakast, þó að þátttakendur í almennum umræðum um málið hafi kosið að rangtúlka orð greinargerðarinnar að þessu leyti. Í öðru lagi er sagt í greinargerð- inni 19. júlí 2002, að í 18. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og spari- sjóði felist, að stjórn sparisjóðs beri „í hvert sinn að taka sjálfstæða ákvörð- un um samþykki eða synjun hvers framsals og meta hvernig hagsmun- um sparisjóðsins verði fyrir komið eftir framsal, m.a. með hliðsjón af eðli og tilgangi sparisjóða“. Fundur stofnfjáreigenda geti ekki gefið stjórninni almenn fyrirmæli um þetta í samræmi við fyrirliggjandi tillögu til fundar stofnfjáreigenda. Síðan er einnig sagt, að við ákvörðun um fram- sal beri stjórn sparisjóðs að gæta hagsmuna sparisjóðs umfram hags- muni stofnfjáreigenda og beri meðal annars að hafna framsali „ef ekki er sýnt fram á að sparisjóðurinn, þ.e. sá hluti hans sem ekki er stofnfjáreign, muni njóta þeirrar verðmætisaukn- ingar sem í áformunum felast“. Hagsmunir sparisjóðs Það er að mati umbj. minna rangt, að fundur geti ekki gefið stjórn al- menn fyrirmæli af þessu tagi, sér- staklega þegar fyrir liggur í hvaða samhengi umrædd viðskipti með stofnfjárhlutina eiga sér stað. Umbj. mínir hafa þó í hyggju að fara eftir hugmyndum Fjármálaeftirlitsins um þetta. Verður fallið frá þessari tillögu á fundinum. Hitt atriðið sem hér um Greinargerð lögmanns fimm stofnfjáreigenda í SPRON Jón Steinar Gunnlaugsson Hér fer á eftir í heild greinargerð sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., lögmaður fimm stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, hefur tekið saman. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.