Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 25 KRÓNAN hefur verið að styrkj- ast eins og sumir höfðu gert ráð fyr- ir. Hækkun á gengi krónunnar und- anfarna daga gaf tækifæri til lækkunar stýrivaxta Seðlabanka, en var ekki notað. Umræða um vænt- anlegar framkvæmdir á Austurlandi og vexti hefur lent á villigötum. Út- flutnings- og samkeppnisiðnaðurinn þolir tæplega að gengi krónunnar hækki umfram gengisvísitölu 128- 132. Þetta allt er tilefni þessara greinaskrifa. Peningamálastjórn er viðkvæmur línudans. En Seðlabankinn er nú bundinn af nýjum verðbólgumark- miðum sem bankinn hefur sett sér og ber því að lækka stýrivexti við þær aðstæður sem nú eru. Vanga- veltur eða spákaupmennska um; „ef bankinn lækki vexti of hratt þá verði kanski þensla“ er peningamálastjórn með gömlu aðferðinni. Ákvarðana- taka á nú að vera hiklaus miðað við ríkjandi aðstæður á hverjum tíma. Þannig geta sett markmið náðst fyrr. Sérstaða verslunar- og þjónustufyrirtækja Íslensk verslunar- og þjónustufyr- irtæki hafa sérstöðu umfram erlend fyrirtæki sem vill gjarnan gleymast: 1. Stærri vörulagerar, vegna fjar- lægða til annarra landa (og inn- anlands). 2. Minni veltuhraði á lagerum vegna fámennis. 3. Lág eiginfjárstaða fyrirtækja, (= há skuldastaða) Fjármagnskostnaður sem hluti af vöruverði er langtum hærri hérlend- is en erlendis. Bónus hefur sannað þessa kenningu, með rekstri lág- vöruverslana, með miklum veltu- hraða. Við stjórnun peningamála með verðbólgumarkmið þarf Seðla- bankinn að taka taka mið af þessum sérstöku aðstæðum hérlendis. Séu aðilar innan bankans í vafa um þetta getur bankinn látið fagfyrirtæki gera ítarlega skoðanakönnun um áhrif vaxta á vöruverð hérlendis og erlendis. Þá fæst fagleg niðurstaða. Hugarflug um hækkun vaxta Ótímabærar vangaveltur um að „hækka verði vexti, ef ráðist verður í framkvæmdir á Austurlandi“ var af- leitt innlegg í nýja peningamála- stjórn með verðbólgumarkmiðum. Forsvarsmenn Seðlabanka eiga að forðast yfirlýsingar sem innifela ágiskanir sem kunna að valda rang- hugmyndum. Seðlabankinn mun væntanlega – á næstu árum – öðlast reynslu við stjórnun peningamála með verð- bólgumarkmiðum á framkvæmda- tímum. Nýjar framkvæmdir – með innstreymi á erlendu fjármagni – munu strax hækka gengi krónunnar, miðað við reynslu síðustu missera. Þetta gefur Seðlabanka tækifæri til að lækka stýrivexti, til að halda gengi stöðugu. Slík ákvörðun sam- rýmist vel verðbólgumarkmiðum sem er markmið um stöðugleika. Lækki vextir við nýtt innstreymi fjármagns getur útflutnings- og samkeppnisiðnaðurinn tekist á við aukna samkeppni á framkvæmda- tímum í stað þess að lenda í tap- rekstri eins og oft hefur gerst. Lækkun vaxta við slíkar kringum- stæður hentar einnig hagsmunum verktaka og þjónustufyrirtækja sem líka takast á við aukna samkeppni á framkvæmdatímum, en þurfa að halda verðlagi stöðugu. Ótti um verðbólgu við nýtt innstreymi fjár- magns til arðbærra verkefna er því órökréttur. Með röngum viðbrögð- um er eflaust hægt að „tala vexti upp“ með gömlu aðferðinni – valda verðbólgu – og kenna svo auknum framkvæmdunum um klúðrið. Ár- inni kennir illur ræðari. Þessi misskilningur minnir sterk- lega á delluna um að; „aukinn afli í sjávarútegi valdi þenslu“ eins og Þjóðhagsstofnun heit- in reiknaði, – oft – mjög – skakkt. Aukinn afli á að geta virkað svona; auknar tekjur = meira framboð af fjármagni á mörkuð- um = hækkað gengi krónu miðað við nú- verandi fyrirkomulag = möguleikar á lækk- uðu einingaverði á lánsfé = lækkaðir stýrivextir Seðla- banka = rökrétt pen- ingamálastjórn. Þetta eru svipuð áhrif og nýtt innstreymi fjár- magns af auknum arðsömum fram- kvæmdum, enda til framkvæmda stofnað til að auka hagvöxt og bæta lífskjör með því að fjölga arðsömum störfum. Ef aukinn afli; „veldur verðbólgu“, ... er þá minni afli „árangur“ og ... aflabrestur „hagkvæmastur“? Hvar lærðu einhverjir að reikna svona þvælu? Til hvers værum við að byggja virkjun og álver ef framkvæmdin veldur verðbólgu og aukin fram- leiðsla á áli meira veseni!? Athugull maður sagði, að misskilningur væri einhver alversti skilningur sem hægt væri að leggja í hlutina. Sá sami hefði hvatt þá sem reikna svo til að fara í langt frí og hvíla sig svo vel á eftir. Ný stefna Seðlabanka um verðbólgumarkmið þýðir að gömlu ráðin, sem ekki dugðu áður, eigi að fara í skúffu. Seðlabanki verður að sýna að hann hafi kjark til að framkvæma nýja stefnu. Bankanum ber að lækka stýrivexti strax og koma þeim sem fyrst á svipað stig og í helstu viðskiptalöndum, en halda samt gengi og verðlagi stöð- ugu. Þetta er alveg eins hægt hér- lendis og erlendis. Nýjar fram- kvæmdir með innstreymi á fjármagni er nýtt og kærkomið tæki- færi til að lækka vexti og ná settum verðbólgumarkmiðum og reka flest- ar atvinnugreinar með nauðsynleg- um hagnaði. Atvinnulífið þarf nú nauðsynlega hagnað til að jafnvægi náist og lánsfé hætti að sogast í taprekstur sem leiðir til keðjuverk- unar. Seðlabanki lækki stýrivexti Kristinn Pétursson Vextir Seðlabankinn er nú bundinn af nýjum verð- bólgumarkmiðum sem bankinn hefur sett sér, segir Kristinn Péturs- son, og ber því að lækka stýrivexti við þær að- stæður sem nú eru. Höfundur rekur fiskverkun í litlu sjávarþorpi. kristinn@gunnolfur.is Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna Trúlofunar- og giftingahringir 20% afsláttur www.gunnimagg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.