Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 27
verkefnasvið heilbrigðisráðuneytis-
ins. Hafsteinn segir aðspurður um
þessi atriði að sjómælingar Land-
helgisgæslunnar og Landmælingar
Íslands eigi mjög gott samstarf sín
á milli, en ekki sé raunhæft að
Landmælingar taki við sjómæl-
ingadeild Gæslunnar. „Sjómæling-
ar verður að framkvæma á sér-
hæfðan hátt með miklu öryggi þar
sem taka verður tillit til annarra
þátta en við landmælingar. Þá
verður og að hafa í huga að skip
verða að geta treyst nákvæmni sjó-
kortanna. Skipstjórnarlærðir menn
með sérmenntun í sjómælingum
annast sjómælingarnar, en þeir
vinna síðan með sérhæfðu korta-
gerðarfólki við sjókortagerðina.
Þessi þáttur er mjög mikilvægur.
Landhelgisgæslan er virkur þátt-
takandi í alþjóðlegum samtökum
um sjómælingar þar sem strangar
reglur eru um sjókortagerð. Við er-
um með samninga við Bresku sjó-
mælingastofnunina og í samtökum
með Norðurlöndunum og ýmsum
Evrópulöndum. Hins vegar tel ég
rétt að heilbrigðisráðuneytið fjár-
magni þyrlusveit lækna. Í rauninni
greiðum við sjúkrahúsunum sem
greiða svo aftur læknunum. Það er
miklu eðlilegra að heilbrigðisráðu-
neytið greiði þennan kostnað. Á
tímabili safnaðist upp 20 milljóna
króna kostnaður hjá Landhelgis-
gæslunni sem hún var látin greiða
vegna þessarar þjónustu umfram
það sem henni var ætlað í fjárlög-
um. Fyrir utan það sem ég minntist
á fyrr, er þetta ein orsök þess að
fjármál Landhelgisgæslunnar eru í
því ástandi sem raun ber vitni.“
Erum sérfræðingar
í sjóbjörgun
Hafsteinn er einnig spurður að
því hvort ekki hefði verið eðlilegt
að stjórnstöð Gæslunnar tæki þátt í
sameiningu ríkislögreglustjóra,
Flugmálastjórnar og Slysavarna-
félagsins Landsbjargar vegna leit-
ar og björgunar. „Við erum sér-
fræðingar í sjóbjörgun og
stjórnstöð okkar er fyrst og fremst
til öryggis fyrir sjófarendur,“ segir
hann. „Við teljum að mesta öryggið
sé fólgið í því að eiga samstarf við
aðra aðila án þess að vera beinlínis
hluti af þeirra starfsemi. Við vitum
að margir hjá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg, sem hafa unnið við
sjóbjörgun, eru okkur sammála í
þessu. Samkvæmt þeim upplýsing-
um sem við höfum fengið á þessi
sameiginlega stjórnstöð að vera
samræmingarstöð sem verður
mönnuð þegar á þarf að halda. Það
er hinsvegar lykilatriði í sjóbjörgun
að geta brugðist strax við neyðar-
boðum og því þarf sjóbjörgunar-
stöð að vera fullvirk allan sólar-
hringinn, alla daga ársins, svo að
hægt sé að setja af stað björgunar-
aðgerðir fyrirvara- og milliliða-
laust. Við lítum á það sem skyldu
okkar að koma sem fyrst til hjálpar
á sjó og þeirri skyldu sinnum við
best með því að Tilkynningaskylda
íslenskra skipa væri hjá Landhelg-
isgæslunni og að við myndum ann-
ast þessi mál í góðu samstarfi við
Slysavarnafélagið
Landsbjörg.“
Hafsteinn ítrekar
að lokum hlutverk
Gæslunnar í öryggis-
málum. „Stofnunin
gegnir löggæslu á
sjó, svæði sem er 758 þúsund fer-
kílómetrar en til samanburðar er
Ísland rúmlega 102 þúsund ferkíló-
metrar að stærð. Í fréttum hefur
komið fram að smygla átti eiturlyfj-
um með skútu til Íslands, og hve-
nær megum við búast við því að
reynt verði á ólögmætan hátt að
koma fólki sjóleiðina til landsins?
Við slíka atburði gegnir Landhelg-
isgæslan mikilvægu hlutverki.“
ð hugsan-
ipanna sé
r 19 mán-
egir hann
úðar. Nú-
mánuðir.
hugsa sér
slu á hafi
en nú er.
u gerð
stur
mtíðar, má
eitt 500
ip, annað
riðja rúm
æti verið
g, en eins
Landhelg-
rðskip og
við höfum
æri í fram-
ær þyrlur
u og eru
eftirlits-
verkefni
arast við
r í áður-
urskoðun-
æri að sjó-
i þeirrar
érhæfð á
Landmæl-
ætti fjár-
kna undir
þurfa
tæk
lgis-
ein
ækkun
Gæsl-
í stað
m.
laðið/Golli
gun og
dur.“
Sjóbjörgunarstöð
þarf að vera full-
virk allan sólar-
hringinn
orsi@mbl.is
Þ
AÐ ríkir eflaust tog-
streita á mörgum
heimilum núna rétt
fyrir verslunarmanna-
helgi. Unga fólkið vill
gjarnan fara á útihátíðir en for-
eldrar eru yfirleitt ekki eins hrifnir
af þeirri hugmynd, því hætturnar
geta leynst víða og margt ber að
varast. En hvenær eru unglingar
tilbúnir til að fara á útihátíðir og
hvað geta foreldrar gert til að fyr-
irbyggja að börn þeirra láti freist-
ast af vímuefnum? Halldóra Ingi-
bergsdóttir og Stefán H.
Stefánsson eru meðlimir í For-
eldrahópi Vímulausrar æsku og
þekkja vel til þessara málefna, en
Foreldrahópur Vímulausrar æsku
samanstendur af foreldrum barna
sem hafa leiðst út í notkun vímu-
efna.
Stefán segir að allir foreldrar,
hvort sem þeir eru í foreldrahópi
Vímulausrar æsku eða ekki, þurfi
að vera á varðbergi fyrir versl-
unarmannahelgi. Það sé staðreynd
að vímuefnaneysla eigi sér stað á
sumum hátíðum, þótt aðeins lítill
hluti fólks neyti fíkniefna og marg-
ar hátíðir séu til fyrirmyndar. „Við
getum tekið hátíðina í Galtalæk
sem dæmi og séð að þetta er ekki
alvont,“ bendir hann á.
Halldóra leggur áherslu á að það
þurfi snemma að byrja að huga að
þessum málum. „Ég held að það sé
mjög mikilvægt að við sem for-
eldrar ræðum á jákvæðum nótum
við unglingana okkar. Þeir eru allir
mjög skynsamir. Flestir þeirra
falla nú ekki í freistni en því miður
of margir. Við þurfum að gera það
hluta af uppeldinu að reyna að fá
krakkana eitthvað með okkur um
verslunarmannahelgi,“ segir hún.
Hún segir að verslunarmannahelg-
ina þurfi að undirbúa í tíma. Það
þýði lítið að ákveða það nokkrum
dögum áður að nú ætli fjölskyldan
ið að verða meðvitaðra um vímu-
efnavandann. „Þetta er vand-
meðfarið. Það er erfitt að banna
barninu sínu að fara á útihátíð fyrr
en það verður átján ára. Þau sem
yngri eru hópast oft saman þar
sem ekki eru skipulögð hátíðahöld
og þá er ennþá meiri voði vís því
þar er engin gæsla,“ heldur hún
áfram.
Foreldrar kaupa
sér falskan frið
En hvað ráðleggja Halldóra og
Stefán foreldrum sem eiga börn og
unglinga sem sækjast eftir því að
fara á útihátíð nú um versl-
unarmannahelgina? „Fyrst og
fremst þurfum við að vera í góðu
sambandi við unglingana okkar til
þess að við getum fengið þau með
okkur og reynt að gera versl-
unarmannahelgina að skemmti-
legri fjölskyldustund,“ segir Hall-
dóra.
Stefán telur það mikilvægt að
foreldrar kaupi ekki áfengi fyrir
börnin sín. Hann segir sjónarmiðið
um að þau útvegi sér áfengi hvort
sem er mjög sterkt hjá mörgum en
bendir jafnframt á að kippa af bjór
eða vodkapeli fyrir versl-
unarmannahelgi dugi kannski
föstudaginn og þá leiti þau annarra
leiða. „Með þessu eru foreldrar að
kaupa sjálfum sér falskan frið. Þeir
eru ekki að gera neinum greiða.
Það er bannað samkvæmt lögum
að fólk 20 ára og yngra kaupi
áfengi og við eigum ekki að vera
fyrirmynd í því að brjóta lög. Við
eigum ekki að taka þátt í því að
kaupa áfengi fyrir börnin okkar
fyrr en þau mega kaupa það sjálf,“
undirstrikar Stefán.
Halldóra segir það jákvætt að
foreldrar vinahópa hafi samband
sín á milli og jafnvel samráð áður
en unglingunum sé hleypt á útihá-
tíð. „Ein vinsælasta setning barna
og unglinga er „það mega allir
nema ég“. „Oft er það þannig að
það fékk í rauninni enginn leyfi
upphaflega en það var pressað á
foreldrana með þessari setningu,“
bendir Stefán á og bætir við að ef
börnin fari á hátíð sé mikilvægt að
þau hafi samband við foreldrana
reglulega.
„Fólk tekur áhættu með því að
fara á útihátíðir. Það er ýmislegt
annað en vímuefnahættan, til
dæmis nauðganir og fleira. Það er
mikið af fólki, það er komið myrk-
ur og margt getur gerst. Þau þurfa
að passa sig og halda hópinn. En
það er ekki nokkur spurning að
þeim mun yngri sem þau eru þeim
mun meiri hætta er á ferðum er
kemur að vímuefnum. Aðalatriðið
er samt að það sé gott samband á
milli foreldra og unglinga,“ segir
Halldóra. „Að þau treysti hvert
öðru,“ bætir Stefán við.
safni í sig kjarki með efnum. „Ég
held að krökkum, sem eru með
gott sjálfstraust, góðan bakgrunn
og eru vel upplýst, sé treystandi til
að fara á svona útihátíðir en jafn-
framt held ég að þau færu síður.
Það er ekki algilt en ég held að
stór hópur sé ekki tilbúinn til að
fara á þessar hátíðir,“ bætir hún
við.
Vímuefnaneysla skapar
stöðuga sorg
Hún segir að foreldrar verði að
reyna að sýna börnunum sínum
eins lengi og hægt er hversu annt
þeim sé um að ekki fari illa fyrir
þeim. „Þegar þau eru komin ofan í
pyttinn er mjög erfitt fyrir mörg
þeirra að snúa til baka. Eitt og eitt
fiktar en alltof mörg sökkva of
djúpt og eru annaðhvort alltof
lengi eða koma sér aldrei út úr því.
Það er ekki spurning að hættan er
meiri eftir því sem þau byrja fyrr,“
segir hún og Stefán tekur í sama
streng.
Halldóra segir ekkert hræði-
legra fyrir fjölskyldur en að börnin
leiðist út í neyslu. Skemmtilegustu
árin fari í eintóma sorg. „Það er
engin sorg sem ég get lagt að
jöfnu, án þess að ég sé að gera lítið
úr annarri sorg. Þegar aðstand-
andi deyr er útför og á eftir reynir
maður að muna eftir góðu minn-
ingunum. En ef maður á barn í
neyslu árum saman er maður stöð-
ugt í sorg og nær ekki að losna
undan henni,“ lýsir hún.
Stefán heldur áfram og bendir á
að öll stórfjölskyldan sé undirlögð.
„Ef makinn lendir í þessari óham-
ingju er hægt að skilja við hann ef
út í óefni fer en þú skilur aldrei við
börnin þín.“
Halldóra ítrekar nauðsyn þess
að foreldrar séu vel vakandi fyrir
hættunum sem leynast víða. Hún
telur að sem betur fer sé þjóðfélag-
að gera eitthvað saman eingöngu
vegna þess að unglingarnir höfðu
hugsað sér að fara á útihátíð. Hún
leggur jafnframt áherslu á að eitt-
hvað skemmtilegt þurfi að vera í
boði, til dæmis fljótasigling eða
sumarbústaðarferð, og ef fjöl-
skyldan stefnir á utanlandsferð sé
upplagt að stíla inn á að hana beri
upp á verslunarmannahelgi.
18 ára aldurinn ekki nefndur
að ástæðulausu
„Það er voðalega erfitt að standa
í stríði við ungling sem vill fara á
útihátíð og banna það því þeir leita
sinna leiða. Það er auðvitað ekki
hægt að alhæfa neitt því þeir eru
svo misjafnir,“ bendir hún á og
segir að það geti verið erfitt að tala
um fyrir þeim.
Aðspurð hvenær þau telja að
ungt fólk sé reiðubúið að fara ein-
samalt á útihátíðir segja þau að
það sé mjög mismunandi. „Í um-
ræðunni undanfarið hefur verið
talað um 18 ára aldur og sá aldur
er náttúrlega ekki nefndur að
ástæðulausu. Ungt fólk er svo mis-
jafnlega þroskað en ég held að
hvert ár komi öllum til góða og sér-
staklega þegar kemur að því að
standast vímuefnafreistinguna,“
segir Stefán.
Halldóra undirstrikar að á hátíð-
um myndist mikil spenna í kring-
um áfengi og fíkniefni og hvort
krakkarnir láti freistast fari heil-
mikið eftir því hvernig þeir séu
búnir undir það andlega. Sumir
hafi tekið ákvörðun um að prófa
ekki neitt en á þessum stöðum
þurfi kannski ekki mikið til að þeir
láti freistast. „Staðirnir auka
áhættuna. Þetta er eins og múg-
sefjun og öllu skiptir að verða ekki
útundan,“ lýsir Stefán.
Halldóra telur að ungt fólk með
lítið sjálfstraust sé í meiri hættu en
aðrir á að leiðast út í neyslu, það
Foreldrar úr Foreldrahópi Vímulausrar æsku
Verslunarmannahelgina
þarf að undirbúa í tíma
Morgunblaðið/Jim Smart
Halldóra Ingibergsdóttir og Stefán H. Stefánsson.
Verslunarmanna-
helgin á sér bæði
ljósar hliðar og dökk-
ar og ber margs að
gæta. Foreldrar úr
Foreldrahópi Vímu-
lausrar æsku eiga
nokkur heilræði fyrir
áhyggjufulla foreldra
og aðra sem vilja
tryggja að allir komi
heilir heim.
YFIRVÖLD á Norðurlöndunum
hafa að undanförnu verið að bregð-
ast við vandamálum vegna svokall-
aðra nauðungarhjónabanda sem
tíðkast stundum meðal innflytj-
enda. Hér á landi hefur þó ekki
borið á nauðungarhjónaböndum en
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra segir samt ástæðu til að gefa
þróun mála í nágrannalöndunum
gaum.
Sérstök umræða um nauðungar-
hjónabönd var tekin upp á árlegum
fundi norrænna dómsmálaráðherra
fyrr í sumar og segir Sólveig slík
hjónabönd lýsa sér í því að innflytj-
endur, t.d. frá Pakistan, hafa samið
um hjónabönd dætra sinna við for-
eldra pilta. Stúlkunum er síðan til-
kynnt um ráðahaginn án þess að
samþykkis þeirra hafi verið aflað.
„Þetta getur átt við í þeim tilvikum
þar sem bæði hjónaefnin búa í Nor-
egi, og eins þegar aðeins annað
þeirra er búsett þar, en hitt í Pak-
istan,“ segir Sólveig. „Þess eru
dæmi að stúlkur hafi verið sendar
til þorpa í upprunaríki foreldranna
þar sem lífsvenjur og kjör eru öld-
um á eftir því sem þekkist í Noregi.
Það hefur einnig verið sérstakt
vandamál að slíkir hjúskaparsamn-
ingar eru oft gerðir þegar stúlk-
urnar eru langt undir lögaldri. Það
segir sig sjálft að stúlkur, sem að-
lagast hafa norsku samfélagi en
hafa verið neyddar í hjónaband
með þessum hætti, hafa stundum
leitað til yfirvalda. Um leið hafa
þær auðvitað lent upp á kant við
fjölskyldu sína. Norðmenn hafa
brugðist við þessum vanda með því
að gera nauðungarhjónabönd refsi-
verð þannig að milliganga um slíkt
sæti opinberri ákæru. Einnig að
ákært verði eftir barnaverndarlög-
um þar sem við á.“
Sólveig segir að fram hafi komið
á fundi dómsmálaráðherranna, að í
Svíþjóð sé einnig leitast við að
vernda ungar stúlkur gegn nauð-
ungarhjónaböndum og í Danmörku
er verið að endurskoða viðurlög við
þeim, þar sem talsvert beri á
vandamálinu. „Meðal annars hefur
komið til álita þar í landi að aft-
urkalla dvalarleyfi aðstandenda,“
segir Sólveig. Í Finnlandi eru
nauðungarhjónabönd ekki vanda-
mál þótt Finnar hafi hert kröfur
um hjónabönd sem gengið er í er-
lendis og m.a. er ekki viðurkennt
að hægt sé að ganga í hjónaband
án þess að bæði hjónaefnin séu við-
stödd hjónavígsluna. „Við vitum
ekki um nein dæmi um nauðung-
arhjónabönd á Íslandi, en það er
sjálfsagt að fylgjast með þróun
mála á Norðurlöndunum, þar sem
þetta hefur verið raunverulegt
vandamál í allnokkurn tíma,“ segir
Sólveig.
Nauðungarhjónabönd gerð refsiverð í Noregi
Fylgjast þarf með þróun mála