Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 31
✝ Steinunn HafdísPétursdóttir
fæddist í Keflavík 15.
október 1948. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
24. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Árni Pétur
Jónsson tollvörður, f.
22. september 1919,
d. 23. október 1999,
og Svana E. Sveins-
dóttir, f. 25. mars
1925, d. 21. maí 1999.
Systkini Steinunnar
eru: 1) Sveinn Krist-
ján, f. 22. janúar 1944, maki Guð-
rún Iðunn Jónsdóttir, f. 24. júlí
1953. Sonur þeirra er Gunnar
Hrafn, f. 11. júní 1996. Sonur
Guðrúnar er Hannes Jón, f. 13.
nóvember 1975. 2) Jenný Olga, f.
13. október 1951, maki Veigar
Már Bóasson, f. 6. ágúst 1950.
Synir þeirra eru Árni Pétur, f. 15.
mars 1979, Helgi Már, f. 4. maí
1982, unnusta hans er Ásta Guð-
mundsdóttir, f. 28. júlí 1983, son-
ur þeirra er Veigar Már, f. 9. júní
2001, og Steinar Páll, f. 6. febrúar
1987. Sonur Veigars er Daði, f.
26. janúar 1973, eiginkona hans
er Berglind Bergþórsdóttir, f. 14.
júní 1974, dætur þeirra eru Sara
Margrét, f. 10. september 1994,
og Lena Rún, f. 26. ágúst 2001. 3)
Kristín, f. 3. apríl 1968, maki
Antwan Spierings, f. 29. septem-
ber 1971. Sonur þeirra er Aaron
Johannes Pétur, f. 29. mars 2002.
Steinunn varð gagnfræðingur
frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur
1965. Hún lauk námi frá Hjúkr-
unarskóla Íslands 1971, stundaði
framhaldsnám í
skurðhjúkrun við
Landspítalann okt.
1973 til des. 1974.
Hún vann á Sjúkra-
húsi Keflavíkur
1971–1973 og síðan
á skurðstofum Land-
spítalans. Hún vann
þrjú ár á sjúkrahúsi
í Englandi auk þess
sem hún starfaði á
sjúkrahúsum í Nor-
egi. Í Bretlandi náði
hún sér í breska rík-
isviðurkenningu á
hjúkrunarnáminu.
Steinunn tók þátt í starfsemi
Leikfélags Keflavíkur og lék í
nokkrum sýningum þess.
Steinunn var mikil keppnis-
manneskja, synti 200 metra sund
fimm ára gömul, þá yngst á Ís-
landi til að gera það, og synti
heiðurssund fyrir þáverandi for-
seta Íslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson, og fékk heiðurspening
að launum. Hún var í unglinga-
landsliði kvenna í handknattleik
1966 og tók þátt í fyrsta opinbera
knattspyrnuleik kvenna á Íslandi
1970, en þá áttust við lið Keflavík-
ur og Reykjavíkur.
Það keppnisskap sem hún
ávann sér í íþróttum kom sér vel
þegar hún varð fyrir slysi við
störf á skurðstofu Landspítalans
fyrir sex árum og gat ekki unnið
sitt hjartfólgna starf frá þeim
tíma.
Steinunn var ógift og barnlaus.
Útför hennar fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Hvalsneskirkjugarði.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
(P.J. Árdal.)
Enn og aftur er maður minntur á
hverfulleika lífsins og hversu hratt
getur runnið úr stundaglasinu. Þeg-
ar ég kveð Steinunni systur mína
takast á margs konar tilfinningar,
það hellist yfir mig tómleikatilfinn-
ing en jafnframt tilfinning sem er
full af þakklæti og gleði.
Á undanförnum dögum hafa
myndir minninganna liðið hjá hver af
annarri. Æskudagarnir í Keflavík,
þegar við systkinin vorum að alast
upp í Sóltúninu, þar sem stórt leik-
svæði var í nálægð við heimilið, en
þar fóru leikir okkar krakkanna
fram. Á þessum árum voru íþrótt-
irnar, sundið, fótboltinn og þó sér-
staklega handboltinn aðaláhugamál
Steinunnar. Hún rifjaði það upp fyr-
ir stuttu og hafði gaman af þegar
strákarnir ásamt Svenna bróður
vildu ekki leyfa henni að spila fót-
bolta vegna þess að hún var stelpa.
Hún gafst samt ekki upp og fékk að
spila í einum leik og viti menn þar
skoraði hún mark og þá varð ekki
aftur snúið, hún fékk að vera með.
Hún sýndi það og sannaði að hún gaf
þeim ekkert eftir. Þessi kraftur,
þrjóska og dugnaður kom snemma
fram og átti eftir að fylgja henni
systur minni fram á síðasta dag.
Steinunn var ung þegar hún tók
þá ákvörðun að læra hjúkrun og varð
það hennar starfsvettvangur. Seinna
fór hún í framhaldsnám og lærði
skurðstofuhjúkrun. Árið 1982 hélt
hún til Englands ásamt Þórunni vin-
konu sinni sem lést fyrir nokkrum
árum en þær fóru utan til að læra
ensku og að starfa við hjúkrun. Þar
náðu þær sér í breska ríkisviður-
kenningu á hjúkrunarnáminu. Stein-
unn var í Bretlandi í nokkur ár en
eftir heimkomuna fór hún að vinna á
skurðstofu Landspítalans og var síð-
ustu starfsárin yfirhjúkrunarfræð-
ingur á hjartaskurðdeild. Hún unni
hjúkrunarstarfinu af heilum hug og
það var tekið eftir því hversu góður
hjúkrunarfræðingur hún var.
Það var systur minni mikið áfall
þegar hún varð fyrir slysi á vinnu-
stað sem leiddi til þess að hún gat
ekki lengur unnið það starf sem stóð
hjarta hennar næst. Hún þurfti að
standa í málaferlum til að ná fram
rétti sínum, en varð þeirrar gleði að-
njótandi stuttu eftir að hún greindist
með krabbamein að vinna málið fyrir
héraðsdómi. Ekki auðnaðist henni
þó að sjá málið endanlega í höfn þar
sem það er nú í Hæstarétti en vísa
ein sem birtist í bændablaðinu ný-
lega um þetta mál vakti hjá henni
hlátur og hafði hún mikið gaman af.
Það var okkur öllum mikið áfall að
Steinunn skyldi greinast með
krabbamein fyrir fimm mánuðum.
Hún háði stutta baráttu en sýndi
ótrúlegan styrk og baráttuvilja, það
hvarflaði ekki að neinu okkar sem
næst henni stóðu að svo stutt væri í
kveðjustundina.
Við systurnar bjuggum í nágrenni
hvor við aðra í mörg ár, hún var
heimagangur á mínu heimili og eftir
að hún kom heim frá Bretlandi bjó
hún hjá mér í eitt ár. Hún var ekki
bara frænka heldur líka vinur
drengjanna minna. Öll jól og áramót
dvaldi hún á heimili mínu, hún hafði
það hlutverk fyrir hvert aðfanga-
dagskvöld að sauma fyrir fyllinguna
í jólagæsina en þar gaf hún fag-
mönnum ekkert eftir. Hún var við-
stödd fæðingu strákanna og tók þátt
í uppeldi þeirra allra. Við Veigar
þurftum aldrei að hafa áhyggjur ef
við vildum skreppa í burtu hvort sem
það var innanlands eða utan þá flutti
hún bara inn eða strákarnir til henn-
ar. Þannig mynduðust órjúfanleg
tengsl á milli hennar og fjölskyldu
minnar. Það mun taka okkur öll
langan tíma að átta okkur á því að
stundirnar með henni verða ekki
fleiri en við erum rík að eiga sjóð af
yndislegum minningum sem munu
ylja okkur um ókomin ár.
Það er ekki hægt að ljúka þessum
skrifum án þess að minnast á hversu
mikill dýravinur hún var. Hundurinn
hennar, hún Perla, var vinur hennar,
maður skynjaði svo mikinn kærleika
og vináttu á milli þeirra. Steinunn
vildi helst alltaf hafa Perlu nálægt
sér, hún talaði við hana eins og
manneskju og hundurinn virtist
skilja það sem sagt var við hann og
jafnvel höfðum við það á tilfinning-
unni að tíkin skynjaði líðan hennar í
veikindunum. Nokkrum dögum fyrir
andlátið fór Steinunn með okkur
Veigari í sumarbústað í Vaðnesi og
dvaldi með okkur í nokkra daga.
Þetta gerði hún meira af vilja en
mætti, en dugnaðurinn og sjálfstæð-
ið sem hún ætíð sýndi kom þarna
ríkulega í ljós. Hún tókst á við veik-
indi sín heima og dvaldi ekki á
sjúkrahúsi nema í fáar klukkustund-
ir.
Það er gæfa mín að hafa átt systur
eins og Steinunni en jafnframt mín
mikla sorg að hafa misst hana svona í
blóma lífsins. Þessa styrku stoð sem
alltaf var til staðar í lífi mínu. Við
Veigar sendum hjartans þakklæti
fyrir allt sem hún gerði fyrir okkar
fjölskyldu. Minningin um systur,
mágkonu og frænku verður ljós í lífi
okkar.
Hve ljúft er þá að lifa og dreyma
líta yfir farinn veg,
minningarnar mun ég geyma
meðan lífs ég andann dreg.
Þín systir
Jenný.
Þegar við í dag kveðjum ástkæra
frænku okkar, hefur myndast tóma-
rúm í hjörtum okkar. Við hefðum
viljað fá að hafa hana svo miklu leng-
ur hjá okkur og finnst hún hafa farið
allt of fljótt. En við huggum okkur
við allar þær yndislegu minningar
sem við eigum um hana.
Hún var einstök manneskja hún
frænka okkar, hún átti ekki bara
stóran þátt í uppeldi okkar strák-
anna heldur var hún mikill vinur
okkar.
Hún var stöðugt að kenna okkur
og maður gat talað við hana um allt
milli himins og jarðar. Það var nefni-
lega svo gott að hún gat alltaf út-
skýrt hlutina þannig að maður skildi
þá. Ef einhverjum okkar leið illa þá
fórum við til hennar, ræddum málin
og komum alltaf út með bros á vör.
Hún var hjúkrunarkona af lífi og
sál og við vorum afar stoltir af því að
eiga hjúkku fyrir frænku. Þegar við
vorum veikir þá var hún mætt á stað-
inn og sat hjá okkur en umhyggja
hennar var einstök. Hún var svo góð
manneskja og var alltaf tilbúin til að
hjálpa öllum sem leituðu til hennar.
Sá yngsti okkar, Steinar Páll, heit-
ir í höfuðið á frænku og við vitum að
henni þótti gott að eiga nafna en við
vitum það líka að við vorum allir
strákarnir hennar. Hún átti það til
að kalla okkur syni sína og við mát-
um það mikils.
Það er komið að kveðjustund, í
okkar huga var hún hetja. Við trúum
því að hún sé nú með ömmu og afa en
það eru ekki nema þrjú ár síðan við
kvöddum þau með stuttu millibili.
Við biðjum guð að varðveita
frænku og gefa okkur öllum aðstand-
endum styrk á þessum erfiðu tímum.
Hvar sem lítið kærleikskorn,
kann að festa rætur,
þar fer enginn út í horn,
einmana og grætur.
(R. Gröndal.)
Strákarnir þínir
Árni Pétur, Helgi Már
og Steinar Páll.
Elsku Steinunn frænka. Nú hefur
þú kvatt þennan heim og okkur lang-
ar að þakka þér samveruna með
nokkrum orðum.
Sumir segja að guð taki þá góðu til
sín fyrst. Það að guð skuli hafa tekið
þig frá okkur núna rennir stoðum
undir þá kenningu. Þú varst nefni-
lega góð í gegn.
Þú varst stoð og stytta svo margra
í okkar fjölskyldu og alltaf var auð-
sótt að leita til þín, hvort sem það var
vegna vandamála, greiða eða að láta
búa um fótboltameiðsl. Þú varst
læknari í víðasta skilningi þess orðs
og ekki furða að þú skulir einmitt
hafa valið þér stafsvettvang við að
lækna fólk, það var þér í blóð borið.
Þú varst mikilvægur hlekkur í
fjölskyldu okkar og tókst okkur allt-
af sem þínum eigin þó svo að við vær-
um ekki blóðskyld. Þú verður alltaf
Steinunn frænka í okkar huga og
þannig munum við minnast þín með
hlýhug um ókomna tíð.
Við þökkum þér samveruna og
vonum að þér líði vel á nýjum stað.
Elsku Jenný, Sveinn, Kristín og
fjölskyldur, þið hafið misst mikið á
stuttum tíma en huggið ykkur í sorg-
inni við það að minning þeirra sem
eru farnir lifir áfram með okkur og
með nýju einstaklingunum í fjöl-
skyldunni. Guð veri með ykkur, og
öðrum aðstandendum Steinunnar.
Daði Þór Veigarsson,
Berglind Guðrún
Bergþórsdóttir.
Steinunn vinkona okkar og starfs-
félagi hefur kvatt eftir stutta en
snarpa baráttu. Við sem störfuðum
með Steinunni á skurðdeild Land-
spítalans við Hringbraut viljum
minnast hennar með nokkrum orð-
um.
Steinunn, eða Steina eins og hún
var jafnan kölluð, hóf störf á deild-
inni 1987 en starfaði áður sem skurð-
hjúkrunarfræðingur í Englandi og á
skurðdeild kvennadeildar Landspít-
alans. Með Steinu fengum við skurð-
hjúkrunarfræðing með mikla
reynslu, sem lagði allt í starf sitt og
hlífði sér hvergi. Hún var vakin og
sofin yfir því hvernig hún gæti sem
best leyst verkefni sín og lagði á sig
ómælda vinnu í því skyni. Um nokk-
urra ára skeið sinnti Steina krefjandi
umsjón með hjartaaðgerðum á deild-
inni og var það henni mikið kapps-
mál að standa undir þeim kröfum
sem það gerði til hennar. Steina varð
fyrir slysi við vinnu sína 1996 sem
batt enda á starfsferil hennar. Við
starfsfélagarnir höfðum áhyggjur af
því hvernig Steinu tækist að sætta
sig við breyttar aðstæður og þá sér-
staklega þar sem við vissum að vinn-
an var svo stór þáttur í lífi hennar.
Steina átti eftir að koma okkur á
óvart. Hún tókst á við breyttar að-
stæður sínar með óbilandi kjarki og
bjartsýni, þótt vafalaust hafi hún átt
sínar erfiðu stundir. Með sama hætti
mætti hún örlögum sínum er hún
greindist með krabbamein í byrjun
ársins. Hún ætlaði að berjast og
halda í bjartsýnina og það gerði hún.
Þó svo við vissum að hverju stefndi
kom andlát Steinu okkur á óvart, því
hún kvartaði aldrei heldur smitaði
okkur af bjartsýni sinni.
Eins og áður er getið um varð
Steina að hætta störfum á skurð-
deildinni árið 1996, en hún var þó
alltaf ein af okkur stelpunum á
skurðstofunni. Hún tók í gegnum ár-
in þátt í ýmsum gleðistundum hjá
okkur og það var sjálfsagt að muna
nú eftir að láta Steinu vita þegar eitt-
hvað stóð til. Einnig fylgdumst við
með baráttu hennar fyrir því að fá
viðurkenningu á rétti sínum til slysa-
bóta og samglöddumst henni þegar
hún hafði sigur í því máli. Það er því
sárt til þess að hugsa að hún fékk
ekki notið baráttu sinnar heldur féll
fyrir þeim vágesti sem leggur svo
marga að velli.
Það fór ekki framhjá okkur að fyr-
ir utan vinnuna snerist líf Steinu og
hugsun um Jenný systur og fjöl-
skyldu hennar. Jenný og strákarnir
voru henni ávallt efst í huga. Það er
erfitt að kveðja og það sækja að okk-
ur ýmsar spurningar um lífið og til-
veruna. Við geymum með okkur dýr-
mætar og ljúfar minningar sem
munu lifa með okkur sem þekktum
Steinu um ókomin ár.
Hugur okkar og samúð er hjá
systkinum Steinu og fjölskyldum
þeirra og við biðjum guð að styrkja
þau.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Fyrir hönd starfsfólks skurðdeild-
ar 12-CD Landspítalanum við
Hringbraut,
Herdís Alfreðsdóttir
deildarstjóri.
Í september 1968 kom saman í
Hjúkrunarskóla Íslands á fimmta
tug ungra kvenna, bjartsýnar og
glaðar með óráðna framtíð. Allar
stefndu þær að sama marki, en það
var að verða hjúkrunarkonur. Hjá
þessum ungu og bjartsýnu konum
speglaðist fjölbreytileiki manneskj-
unnar og mannlífsins í hnotskurn.
Hver og ein hafði sín sérkenni, sína
sýn á lífið og tilveruna og hver og ein
naut virðingar og aðdáunar allra
hinna. Ein af þessum ungu konum
var Steinunn Hafdís Pétursdóttir
eða Steina P. eins og við kölluðum
hana jafnan.
Þær sem bjuggu á heimavistinni
kynntust mjög vel og var hún í þeim
hópi. Á þessum tíma þegar margar
höfðu ekki einu sinni bílpróf átti
Steina bíl og var óspör á að bjóða
okkur í styttri og lengri ökuferðir og
eftirminnilegt er sumarfrí norður í
land í maímánuði eitt árið. Steina var
kát og lífsglöð og ófeimin að láta
skoðanir sínar í ljós. Trygglynd var
hún og vinur vina sinna. Í skólanum
var hún félagslynd og oftast tilbúin
að taka þátt í gríni og glensi. Eft-
irminnilegt er framlag hennar til
leiklistarinnar á árshátíð skólans eitt
árið.
Fljótlega eftir útskrift hóf hún
nám í skurðhjúkrun. Þar nutu sín vel
nákvæmni og skipulagshæfileikar
hennar. Skurðhjúkrun var hennar
starfsvettvangur, bæði hér heima og
erlendis og vitum við að hún var eft-
irsóttur skurðhjúkrunarfræðingur,
enda harðdugleg og ósérhlífin. Fyrir
nokkrum árum varð Steina fyrir því
óláni að slasast á fæti og varð
óvinnufær eftir það. Þar sem starfið
var henni mikilvægt, var þetta henni
mjög þungbært, en hún tók því með
ótrúlegu æðruleysi. Eins var fyrir fá-
einum mánuðum, þegar hún greind-
ist með illkynja sjúkdóm sem leiddi
til dauða hennar langt um aldur
fram.
Steina lét sig ekki vanta þegar
hollsysturnar komu saman af ýms-
um tilefnum. Ferðin til Prag sl.
Haust í tilefni 30 ára útskriftar úr
HSÍ er okkur efst í minni. Í þessari
ferð áttum við yndislegar stundir
saman með Steinu. Af þessum stóra
hópi er hún sú fyrsta sem fellur frá
og verður hennar sárt saknað.
Systkinum Steinu og fjölskyldum
þeirra vottum við dýpstu samúð.
Guð blessi minningu hennar.
Hollsystur
úr Hjúkrunarskóla Íslands.
Þá er baráttu og þrautum Steinu
okkar lokið. Krabbinn kom eins og
eldibrandur og sigraði á aðeins örfá-
um mánuðum. Við kynntumst Steinu
fyrir rúmum ellefu árum þegar við
fluttum í Sporhamrana og urðum ná-
grannar.
Fljótt mynduðust vináttutengsl
sem styrktust með ári hverju. Þegar
við fórum í burtu í lengri eða
skemmri tíma fórum við algerlega
áhyggjulaus því allt var í góðum
höndum Steinu. Var hún einn besti
vinur okkar og bar þar aldrei skugga
á.
Steina lærði hjúkrun og var það
ævistarf hennar þar til hún lenti í
vinnuslysi árið 1996. Eftir það var
hún öryrki. Það hlýtur að vera ótrú-
lega erfitt að vera allt í einu kippt út
af vinnumarkaðinum og öðru tilheyr-
andi. Aldrei kvartaði hún blessunin,
heldur var hún alltaf tilbúin til að
hugga, styrkja og hjálpa öðrum.
Fljótlega eftir slysið eignaðist hún
tíkina Perlu, þá aðeins tveggja mán-
aða gamla. Hún létti Steinu lífið mik-
ið á hennar þrautagöngu. Perla er
svo vel upp alin að undrum sætir.
Í dag kveðjum við Steinu í hinsta
sinn með söknuði og trega um leið og
við þökkum fyrir að hafa fengið að
kynnast henni og þekkja hana.
Elsku Jenný, Kristín, Svenni,
strákarnir og aðrir aðstandendur,
Guð gefi ykkur styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Blessuð sé minning Steinu.
Guðrún og Jón Óli.
STEINUNN HAFDÍS
PÉTURSDÓTTIR
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram.
Formáli
minningar-
greina