Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín Halldórs-dóttir Eyfells
fæddist í Reykjar-
firði á Ströndum 17.
september 1917. Hún
lést í Orlandó í Flór-
ída 20. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Kristinsson, héraðs-
læknir á Reykjarfirði
1917–1919, í Bolung-
arvík 1920–34, og á
Siglufirði 1934–59, f.
á Söndum í Dýrafirði
20. ágúst 1889, d. í
Reykjavík 18. júní
1968, og María Jenný Jónasdóttir,
f. 26. september 1895 í Reykjavík,
d. 24. febrúar 1979. Systkini
Kristínar eru Þórir, f. 27. apríl
1920, d. 12. nóv. 1990, Jónas, húsa-
smíðameistari, f. 30. júní 1921, d.
16. okt. 2001, Kári, bryti, f. 3. júní
1923, Atli, vélstjóri, f. 3. júlí 1924,
Magnús, útvarpsvirkjameistari, f.
12. des. 1925, og Markús, f. 22.
febr. 1935, d. 1. júlí 1936.
Kristín giftist 26. september
1949 Jóhanni Eyfells, listamanni
og prófessor, f. 21. júní 1923 í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Eyjólfur J. Eyfells listmálari og
kona hans Ingibjörg Einarsdóttir.
Jóhann og Kristín bjuggu á Long
Island í New York og í New Jers-
ey á árunum 1950–60, í Gaines-
ville í Flórída, 1960–64, í Kópa-
vogi 1964–69, og í Orlandó í
Flórída samfleytt frá 1969.
Kristín gekk í Verslunarskóla
Íslands 1932–35 og bjó þá hjá
Daníel Kristinssyni, föðurbróður
sínum, á Bókhlöðu-
stíg 9 í Reykjavík.
Samhliða fyrirsætu-
störfum nam hún
fatahönnun við Rud-
olf Schaefer School
of Design í San
Francisco í Kaliforn-
íu 1945–46, og var
við háskólanám í
Hofstra University
1957–60. Hún lauk
BA-prófi í sálfræði
1962 og BFA í mynd-
list 1964 frá Univers-
ity of Florida.
Hún opnaði kjóla-
verslunina Fix í Reykjavík 1938
og rak hana í nærri fjóra áratugi.
En þegar leið á sjöunda áratuginn
lagði Kristín viðskipti smám sam-
an á hilluna og sneri sér óskipt að
listsköpun. Eftir hana liggur mik-
ið safn málverka og höggmynda.
Á listamannsferli sínum tók Krist-
ín Eyfells þátt í um 100 einkasýn-
ingum og samsýningum í Banda-
ríkjunum, Íslandi, Danmörku og
víðar. Árið 1998 var haldin stór
yfirlitssýning undir nafninu
„Famous Faces“ í sýningarsal
University of Central Florida í Or-
lando á yfir 80 málverkum Krist-
ínar af áberandi einstaklingum úr
samtímasögunni, þ.á m. Ronald
Regan, Yasser Arafat, Jack Nich-
olson og Salvador Dali, en stórar
andlitsmyndir voru helstu við-
fangsefni málverka hennar síð-
ustu tvo áratugi.
Útför Kristínar var gerð frá
Kópavogskirkju 29. júlí síðastlið-
inn.
Lilla frænka var óvenju sterkur
persónuleiki sem haft hefur mikil
áhrif á líf mitt frá upphafi. Í fyrstu
minningu minni er hún svo glæsileg í
svartri dragt með barðastóran hatt.
Hún er nýkomin frá Ameríku
færandi hendi með fínan kjól handa
mér og dúkku með alvöru hár og
postulínstennur. Verslunin hennar í
Garðastræti 2 var ævintýraheimur á
sjötta áratugnum. Þar var alltaf mik-
ið um að vera. Fyrir innan voru
efnisstrangar í regnbogans litum
upp um allar hillur og konur að
sníða, sauma og bródera í kjóla með
pallíettum, perlum og semelíustein-
um. Fram í búð fullunnin varan, káp-
ur, kjólar, dragtir, hattar. Þetta var
Lillu veröld í þá daga, og á glæsilegu
heimili hennar sem var skammt und-
an í Garðastræti 8 var oft glatt á
hjalla. Þegar árin liðu og Lilla fór að
dvelja lengur í Ameríku tóku Sigrún
og Dóra smám saman við stjórn
verslunarinnar, en Lilla kom þó öðru
hvoru heim með ferskar hugmyndir
að utan og setti drift í reksturinn.
Sölukonan Lilla er mér minnisstæð
frá því ég var á unglingsárum mínum
sumarstúlka í versluninni sem þá var
við Laugaveg 20. Inn komu konur
sem vildu máta nýjustu tískuna sem
þær sáu í búðargluggunum. Ef Lilla
afgreiddi þær fóru þær oftar en ekki
ánægðar út með allt annað en þær
ætluðu í upphafi, vegna þess að Lilla
hafði fundið flík sem hæfði þeirra
persónuleika. Sú leit gat tekið dá-
góða stund og mikið spjallað og hleg-
ið þar til rétta flíkin fannst, kannski
ofan í kjallara. Undir lokin fluttist
verslunin á Skólavörðustíginn og sá
þá Alla mágkona Lillu og vinkona til
margra ára um reksturinn.
Við Róbert bróðir minn áttum því
láni að fagna að búa hjá Lillu og Jóa í
Flórída á fyrri hluta námsára okkar.
Þá var hún liðlega fimmtug og komin
vel á skrið í myndlistinni. Hún hafði
aðallega unnið með ljósmyndatækni
og skúlptúr en var nú að þreifa sig
áfram í málaralistinni. Uppi á veggj-
um birtust fyrst orkídeur og svo
undarlegar varir og augu. Þar með
var grundvöllurinn lagður að andlits-
málverkunum sem hún vann óslitið
að í þrjátíu ár eða þar til fyrir fjórum
árum. Nýlega sagði hún mér að mik-
ilvægasta ævistarfið hefði hún unnið
eftir fimmtugt.
Lilla var frábær kokkur. Á elda-
vélinni kraumaði oft heilsusamleg og
matarmikil súpa, og hjá henni voru
allar matarkistur ætíð fullar. Þótt
við værum aðeins fjögur í heimili eld-
aði hún skammta fyrir tuttugu
manns. Hún gantaðist með það að
hún væri að elda fyrir bræður sína
og stóra heimilið í Bolungarvík eða á
Siglufirði. Úr matarafgöngum bjó
hún til nýja og nýja rétti á hugvits-
samlegan hátt, en bragði, næringar-
gildi, útliti og framreiðslu matarins
gerði hún ávallt jafn hátt undir höfði.
Hún lét heldur ekkert tækifæri ónot-
að til að halda matarveislur fyrir
fjölda manns meðan við bjuggum hjá
henni.
Síðustu tvo áratugina varð mynd-
listarsköpunin aðalatriði í lífi henn-
ar. Þrátt fyrir að hún væri með ein-
dæmum félagslynd undi hún sér æ
betur við þær á margan hátt óvana-
legu aðstæður sem þau Jói höfðu
skapað sér í Flórída. Þau unnu bæði
óskipt að list sinni, svo ótrúlega sam-
hent en þó svo ólík. Þetta voru góð
og frjó ár í listsköpun þeirra beggja.
Heimsóknum þeirra til Íslands
fækkaði en síminn tengdi Lillu við
umheiminn. Þegar hún hringdi urðu
símtölin alltaf mjög löng og umræðu-
efnin voru óþrjótandi. Listir og
stjórnmál, heilsufræði og mataræði,
uppeldi og menntunarmál. Hún las
mikið og fylgdist vel með. Á Siglu-
firði hafði hún verið helsta hjálpar-
hella föður síns í annasömu læknis-
starfi hans, og á þeim tíma ætlaði
hún sér að verða læknir. Nú síðustu
árin var hún hugfangin af bylting-
unni sem orðin er í sameindalíffræð-
inni, og sagðist myndu, væri hún ung
núna, leggja fyrir sig vísindi um
erfðirnar og genin. Hún pældi alla
tíð í því hvernig hegðunarmynstur
og útlit erfast milli kynslóða og má
segja að bæði sálfræðinámið og per-
sónusköpunin í málverkunum hafi
tengst þeim áhuga hennar á rökræn-
an hátt. Þannig var ákveðið sam-
hengi í því sem hún tók sér fyrir
hendur sem kristallaðist að lokum í
málverkunum. Það var einkar
ánægjulegt að vera viðstödd fjöl-
menna opnun á yfirlitssýningu á
málverkum Lillu 1998 og sjá öll þessi
kraftmiklu verk samankomin.
Eftir heilablóðfall sem hún fékk
fyrir hálfu þriðja ári varð hún háð
eiginmanni sínum með alla hluti en
hann annaðist hana af einstakri hug-
ulsemi og ást til síðasta dags. Þrátt
fyrir þær aðstæður missti hún aldrei
húmorinn og gerði oft grín að sjálfri
sér um leið og hún var þakklát fyrir
að hafa fengið gott skaplyndi í
vöggugjöf. Þótt hún eignaðist engin
börn sjálf fann hún sig í ömmuhlut-
verkinu. Börn okkar Róberts bróður
og Ingólfs, sonar Jóa, sem öll kölluðu
hana Lillu ömmu, sakna hennar nú
sárt eins og við öll hin. Ég þakka
henni samveruna, stuðninginn og öll
góðu heilráðin og votta Jóa mína
dýpstu samúð.
Kristín Magnúsdóttir.
Frænka mín Kristín Halldórsdótt-
ir Eyfells er látin. Eftir stendur mik-
ill árangur verka hennar í gegnum
tíðina og kynstur góðra minninga. Á
bernskuárum mínum var Lilla
frænka, eins og mér er tamt að kalla
hana, önnum kafin í viðskiptalífinu.
Það var gaman fyrir lítinn strák að
koma í heimsókn í kjólabúðina Fix
sem þá iðaði af lífi. Lilla stofnaði Fix
21 árs gömul og var með margt
saumakvenna og afgreiðslufólk í
fullu starfi. Minnisstæð er mér einn-
ig ferð okkar Lillu til Siglufjarðar að
heimsækja afa og ömmu, Halldór
héraðslækni og Jenný konu hans.
Við flugum í flugbát og lentum á firð-
inum og var það mín fyrsta flugferð.
Lilla útskrifaðist úr Verslunar-
skóla Íslands 1935. Síðan fór hún til
San Francisco að nema fatahönnun
við Rudolf Schaefer School of De-
sign. Kynntist hún þar eftirlifandi
manni sínum, Jóhanni Eyfells, lista-
manni, sem þá stundaði nám við Uni-
versity of California í Berkeley. Þau
giftu sig árið 1949 og fluttust til New
York þar sem Jóhann starfaði sem
arkitekt og hönnuður í nokkur ár.
Með brennandi áhuga á að víkka
sjóndeildarhringinn gekk hún þá í
Hofstra University á Long Island og
lagði stund á margvísleg fræði,
þ.á m. jarðfræði, sálfræði og mynd-
list. Þegar Jóhann hóf framhalds-
nám í arkitektúr og höggmyndalist
við University of Florida 1960 hélt
Lilla námi sínu áfram og tók BS-próf
í sálfræði 1962 og BFA-próf í mynd-
list 1964 frá sama skóla. Eftir það
bjuggu þau hjón á Íslandi í nokkur
ár eða til 1969 er Jóhanni bauðst pró-
fessorsstaða við listadeildina í Uni-
versity of Central Florida, Orlandó.
Hafa þau búið þar síðan.
Í Orlandó hófst nýtt skeið í lífi
Lillu þar sem listin var allsráðandi.
Varð þá til mikið safn listaverka,
bæði skúlptúrar og olíumálverk.
Hún tók þátt í um 100 einka- og sam-
sýningum í Bandaríkjunum, á Ís-
landi og víðar. Hin stóru andlitsmál-
verk af þekktum persónum úr
samtímasögunni eru sérlega áhrifa-
mikil og spegla innri mann þess mál-
aða í túlkun Lillu. Dæmi um þetta
má sjá á vefsíðu þeirra hjóna,
www.eyfellsandeyfells.com. Kristín
og Jóhann voru sannkölluð listahjón,
samstiga í öllu en jafnframt með
skýrar mismunandi áherslur í list-
inni.
Lilla var kjarnmikil kona með
ákveðnar skoðanir á flestu. Hún var
hörð af sér og bjóst við því sama af
mér og öðrum nákomnum. Hún var
ætíð í góðu skapi og hrókur alls fagn-
aðar á mannamótum. Þá geislaði af
henni líf og gleði.
Lilla hafði mikil og góð áhrif á
mig. Frá barnæsku hvatti hún mig til
dáða og sérlega til náms. Með einu
sannfærandi símtali kom hún mér að
í Menntaskólanum á Akureyri, sem
þá átti að heita lokaður fleiri nem-
endum. Með þessu ásamt margvís-
legum öðrum stuðningi lagði hún
grunninn að náms- og vísindaferli
mínum.
Lilla hélt góða skapinu og andleg-
um skýrleik fram á síðustu stund
þrátt fyrir erfiða sjúkdómslegu síð-
ustu tvö árin þar sem Jóhann ann-
aðist hana að öllu leyti. Það var enn
jafngott að tala við hana um marg-
vísleg áhugamál hennar svo sem
mataræði, heilsurækt, pólitík og list-
ir. En stundum sagði hún að best
væri nú að þessu færi að ljúka. Hún
fékk hægt andlát nýverið og er þar
með gengin mikil og góð kona.
Róbert Magnússon.
Hún Lilla amma eins og ég kallaði
hana alltaf er einhver magnaðasta
manneskja sem ég hef kynnst. Þrátt
fyrir að ég hafi ekki hitt hana í nokk-
ur ár minnti hún reglulega á sig.
Hún hringdi í okkur á Skólavörðu-
stíginn nánast annan hvern sunnu-
dag og ræddi við okkur öll um heima
og geima. Hún vildi alltaf vita hvað
væri að gerast í lífi okkar, hún vildi
fylgjast með. Símtölin urðu oft á tíð-
um ansi löng því hún vildi fá að heyra
í öllum meðlimum fjölskyldunnar.
Þegar ég hafði sagt henni það helsta
sem hafði drifið á mína daga fór hún
að setja mér lífsreglurnar. Hún
fræddi mig um siði og venjur á hin-
um ýmsu sviðum. Hún sagði mér að
standa mig vel í skólanum, vera góð-
ur við fjölskyldu mína og vini og að
ég ætti að fara skynsamlega með
peninga. Svo skipti hún stundum
rækilega um gír og fór að tala um
viðkvæm málefni án þess að blikna.
Hún sagði mér til dæmis oft að fara
varlega með áfengi og að ég ætti sko
að passa mig á að vera ekki að barna
einhverjar stelpur úti í bæ. Svona
var hún Lilla, það varð ekki af henni
skafið. Ég hlustaði alltaf af mikilli at-
hygli á það sem hún hafði fram að
færa og tel mig hafa lært mikið af
henni. Hún Lilla var nefnilega svo
heilsteypt manneskja á öllum svið-
um. Ég fór í nokkrar heimsóknir til
þeirra hjóna í Flórída. Þá sýndi Lilla
ávallt allar sínar bestu hliðar og sá til
þess að mér leiddist ekki í eina mín-
útu. Hún galdraði fram ótrúlega góð-
an mat úr eldhúsinu, oftar en ekki úr
afgöngum. Hún var nefnilega svo
nægjusöm. Ég fór til dæmis eitt sinn
að kaupa mér föt í Orlando. Eftir að
hafa farið búð úr búð án þess að
finna eina einustu flotta flík sagði
Lilla að hún ætlaði að fara með mig í
bestu fatabúð borgarinnar, Hjálp-
ræðisherinn. Mér leist nú ekki á blik-
una, ef ég væri ekki hrifinn af föt-
unum sem Orlando-búar vildu eiga,
hvernig væru þá fötin sem þeir vildu
ekki eiga? En viti menn, ég hef lík-
lega aldrei komið í betri fataverslun.
Ég keypti ótrúlegt magn af notuðum
gallabuxum á einn dollar stykkið,
jökkum á þrjá dollara o.s.frv. Þótt ég
hafi brosað breitt eftir þann versl-
unarleiðangur brosti enginn breiðar
en Lilla því hún var svo ánægð með
hvað ég hafði gert góð kaup auk þess
sem henni fannst fötin sem ég hafði
keypt öll svo flott, enda var hún með
algjöra tískudellu, komin hátt á átt-
ræðisaldurinn. Lilla var líka frábær
listamaður, það efast enginn um það.
Stóru andlitsmálverkin hennar eru
hreinir gullmolar. Eitt þeirra er
heima hjá okkur og hafa ófáir vinir
mínir haft orð á því hversu ótrúlega
flott sú mynd er. Vonandi munu þau
verk fá að njóta sín á góðu safni í
framtíðinni.
Ég ætla að láta þessi fátæklegu
orð duga þótt hægt væri að skrifa
margar bækur um þessa stórkost-
legu manneskju. Ég vil þó að lokum
minnast á eitt. Lilla talaði mikið um
ömmur mínar og fór ekki leynt með
aðdáun sína á þeim. Hún sagði alltaf
við mig: „… já Jói minn, hún amma
þín er sko one hell of a girl.“ Þar hitti
hún naglann á höfuðið líkt og svo oft
áður. Ég hugsaði þó alltaf að þetta
ætti nú líka við um hana. Því hún
Lilla amma var sko „one hell of a
girl“.
Elsku Jói afi minn, ég votta þér
mína dýpstu samúð.
Jóhann Bjarni Kolbeinsson.
Kristin Halldórsdóttir Eyfells,
eða Lilla eins og hún var alltaf köll-
uð, var sjálfstæðismaður af gamla
skólanum. Hún trúði á frelsi einstak-
lingsins, einkaframtakið og mann-
auðinn en var fráhverf forsjárhyggju
hvort heldur af þjóðfélagslegum eða
guðlegum toga. Lilla var gagnrýnin í
hugsun og tók sérhvert viðfangsefni
allt að því vísindalegum tökum. Hún
setti vart ofan í sig matarbita ára-
tugum saman án þess að ganga fyrst
ítarlega úr skugga um næringargildi
hans og efnasamsetningu. Innkaup á
aðskiljanlegustu neysluvörum voru
iðulega grundvölluð á umfangsmikl-
um rannsóknum og samanburði milli
fjölda verslana á verðlagi, gæðum og
þjónustu. Heimilisrekstur hennar og
líferni var hugmyndarík tilraun í
nýtingu hráefna og endurvinnslu.
Eðlislæg vísindaleg nálgun Lillu við
lífið leiddi smám saman til þess að
henni tókst oftar en ekki að finna
skynsamlegustu leiðina í úrlausn
margvíslegustu viðfangsefna dag-
legs lífs jafnt á sviði sálfræði, fé-
lagsfræði, lífeðlisfræði sem fagur-
fræði. Eina forsjárhyggjan sem Lilla
trúði á var vissan um að greiningar
hennar og ráðleggingar væru nærri
sanni og oftast réttar. Ekki var laust
við að sá lífsstíll sem hún mótaði
ásamt eiginmanni sínum, Jóhanni
Eyfells, í flestu markaður af nyt-
semi, þolgæði og sjálfsstjórn í bland
við sérstakan höfðingsskap og lífs-
fögnuð, hefði á vissan hátt trúarlegt
inntak og bæri að líta á sem uppeld-
islegt fordæmi öðrum til eftir-
breytni.
Að verða meistari í daglegu lífi
krefst þess að einstaklingurinn sé á
jörðinni, sé jarðbundinn í besta
skilningi þess orðs. Það sama á við
um árangur í hvers kyns listsköpun.
Listin lifir á yfirborðinu en dýptin er
handan við yfirborðið. Sæki listræn
viðleitni öll á dýptina verða í besta
falli úr henni uppskrúfuð gervivís-
indi, en sukki listsköpunin eingöngu
í stílbrögðum umbúðanna verður út-
koman síbyljuhnoð sem fyrr en varir
fer upp í kok. Þau verk sem ná því að
verða listaverk eru alveg sérstaklega
jarðnesk, eru meira „hér “ en aðrir
áþreifanlegir hlutir. Af þessum sök-
um getur þetta „hér“ sýnst svo djúpt
að halda mætti, í töfrabirtu lista-
verksins, að eitthvað hljóti þrátt fyr-
ir allt að vera fyrir handan. Ef Lilla
hefði lesið þessar hugleiðingar hefði
hún verið vís til að varpa fram einni
af sínum uppáhaldsvinnutilgátum:
„Þetta er bara búll!“ Og gefið mér
síðan góð ráð. Listsköpun hennar
var og er samt, að mínu mati, óvana-
lega mikið „hér“. Þetta kemur til af
því að Lilla var fyrst og fremst
greinandi og sjáandi en ekki sveim-
hugi á höttunum eftir góðum hug-
myndum. Eins og við var að búast
nálgaðist hún listsköpunina með
báða fætur á jörðinni og tók efnivið
sinn svo föstum tökum að yfirborð
verka hennar var í stöðugu uppnámi.
Í höggmyndum sínum frá sjöunda
áratugnum krufði hún mannslíkam-
ann svo óvægið að einungis innri
byggingin varð eftir, bein og leggir
sem hanga saman á liðamótum í mis-
flóknum hrúgum. Í stórum olíumál-
verkum af andlitum áberandi sam-
tímamanna og útvalinna vina – en
eftir Lillu liggja vel á annað hundrað
slík málverk frá síðustu þremur ára-
tugum – vofir alltaf yfir að hún fari
inn úr yfirborðinu. Maðurinn er ekki
bara það sem við sjáum, jafnvel
finnst okkur að hann sé miklu meira
það sem falið er bak við yfirborðið og
við sjáum aldrei. En í vissum skiln-
ingi er maðurinn og hlutirnir í heim-
inum samt ekkert annað en bara það
sem við blasir. Þetta er ein sú mót-
sögn sem listsköpunin er í stöðugri
glímu við. Andlitsmyndir Lillu eru á
sífeldum þönum inn og út úr yfir-
borðinu. Eftir að hún hefur dregið
upp kunnuglegt útlit einstakling-
anna er hreinlega eins og hún taki til
við að kryfja andlitin með óvæntum
skurðum og byrji að fletta húðinni af
að hluta, en hætti svo við í miðju kafi
áður en hún fer alla leið. Þetta gerir
það að verkum að andlitsmyndir
hennar eru oft yfirþyrmandi, ögr-
andi og spennuþrungnar, eiga það
jafnvel til að skjóta fólki skelk í
bringu sem síst vildi hafa þessi verk
yfir sófum sínum. Þær sýna mann-
eskjuna á mörkum yfirborðsins, á
þeim mörkum þar sem útlitið virðist
vera að byrja að flettast af og hverfa
úr augsýn; – en einmitt þarna er
nærvera hlutanna jafnan mest. Lilla
er nú sjálf, eftir langa og góða ævi, á
þessum sömu óræðu mörkum og list-
sköpun hennar dansaði gjarnan á í
gegnum árin. Andlitsmyndir hennar
munu í framtíðinni gefa okkur ljóslif-
andi innsýn í kröftugan og sjálfstæð-
an persónuleika hennar. Ég votta
eftirlifandi eiginmanni Lillu, Jó-
hanni Eyfells, og öðrum aðstandend-
um hennar dýpstu samúð mína við
andlát hennar.
Hannes Lárusson.
KRISTÍN
HALLDÓRSDÓTTIR
EYFELLS