Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 1
191. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 17. ÁGÚST 2002
JÓHANNES Páll II. páfi kom í
gær í heimsókn til föðurlands síns,
Póllands, og er þetta í níunda sinn
sem hann fer þangað eftir að hann
var kjörinn páfi árið 1978. Hann
fór að þessu sinni til heimaborgar
sinnar, Kraká, en þar var hann
erkibiskup áður en hann varð páfi.
Hann veifar hér til aðdáenda sinna
á Belice-flugvelli við komuna í
gær. Karol Wotyla, eins og páfinn
hét áður en hann varð eftirmaður
Péturs postula í Róm, er nú orðinn
82 ára gamall og mjög heilsutæp-
ur. Er talið að hann þjáist m.a. af
Parkinsonsveiki.
Reuters
Páfinn á heimaslóðum
DALAI Lama, andlegur leið-
togi Tíbeta í útlegð, fær ekki að
koma til Rússlands, eftir því
sem talsmaður rússneska utan-
ríkisráðuneytisins greindi frá í
gær. Er þetta í annað sinn á
innan við ári sem Dalai Lama
er meinuð landvist í Rússlandi.
Sagði talsmaðurinn, Borís
Malakhov, að rússnesk stjórn-
völd hefðu áhyggjur af því að
hin áformaða heimsókn hefði
pólitískan tilgang.
„Er við íhuguðum þetta
þurftum við auðvitað að taka
tillit til afstöðu Kína, en stjórn-
völd þar líta pólitíska starfsemi
Dalai Lama mjög neikvæðum
augum,“ sagði Malakhov og dró
þar með enga dul á ástæðu
landvistarneitunarinnar.
Fulltrúar búddista í Rúss-
landi mótmæltu ákvörðuninni.
Rússland
Dalai Lama
vísað frá
Moskvu. AP.
JOHN Prescott, aðstoðarforsætis-
ráðherra Bretlands, sagði í gær, að
„skoðanaskipti“ um hugsanlega árás
Bandaríkjamanna á Írak ættu sér
stað innan stjórnarinnar en neitaði
því, að mikill klofningur væri meðal
ráðherranna.
„Það er enginn alvarlegur ágrein-
ingur innan stjórnarinnar,“ sagði
Prescott en í sumum fjölmiðlum er
fullyrt, að til „uppreisnar“ geti kom-
ið í Verkamannaflokknum hyggist
Tony Blair forsætisráðherra krefj-
ast stuðnings við stefnu George W.
Bush Bandaríkjaforseta í Íraksmál-
um.
Mark Seddon, ritstjóri tímaritsins
Spectator, telur að Robin Cook,
fyrrverandi utanríkisráðherra, sé
líklegur til að fara fyrir uppreisn-
inni en náinn vinur Cooks ber það
til baka. Hann staðfesti hins vegar,
að Cook hefði miklar áhyggjur af
hugsanlegri árás á Írak. Þá er það
haft eftir Gordon Brown fjármála-
ráðherra, að hann óttist, að stríð í
Írak geti haft mjög alvarleg áhrif á
efnahagslífið í heiminum.
Blair er sá evrópskur leiðtogi,
sem helst hefur stutt Bush en marg-
ir Bretar efast um lögmæti þess að
ráðast á Írak án umboðs frá Sam-
einuðu þjóðunum. Aðeins 28%
breskra kjósenda styðja hugsanlega
árás.
Í Bandaríkjunum er líka vaxandi
ágreiningur um árás á Írak, ekki
síst meðal repúblikana sjálfra.
Vaxandi ágreiningur um Írak
í Bretlandi og Bandaríkjunum
Blair sagður
eiga á hættu
„uppreisn“
London. AFP.
Vaxandi kurr/28
ÞÚSUNDIR íbúa Dresden, höfuð-
borgar Saxlands, þurftu í gær að
flýja heimili sín er flóðið í Saxelfi náði
sögulegu hámarki. 33.000 Dresden-
búar höfðust í gær við í bráðabirgða-
skýlum, er flóðvatnið umlukti sögu-
frægar byggingar borgarinnar og
stefndi í að valda óbætanlegu tjóni á
þeim, þótt vonir stæðu til að takast
myndi að forða listaverkum sem þær
hýsa frá varanlegum skaða.
Liðsmenn björgunarsveita gáfust í
gær upp á því að dæla mórauðu flóð-
vatninu upp úr kjallara hins glæsi-
lega Semper-óperuhúss, sem byggt
var á 19. öld og miklu hafði verið til
kostað að endurbyggja eftir eyði-
leggingu síðari heimsstyrjaldar.
Flóðhæð Saxelfar reis upp fyrir
níu metra í gær, sem er það mesta frá
því mælingar hófust. Fyrra met var
8,76 m, en það mældist árið 1845.
Talsmenn borgaryfirvalda greindu
frá því í gær að búizt væri við því að
flóðið næði hámarki í dag, laugardag.
Vatnsmassinn sem nú berst niður
með Saxelfi og hefur skapað neyðar-
ástand í bæjum og borgum er við ána
standa, er upprunninn í Tékklandi,
þar sem hann olli m.a. miklum spjöll-
um í höfuðborginni Prag. Í Magde-
burg, sem er um 200 km niður með
fljótinu, norðar í austurhluta Þýzka-
lands, hefur um 20.000 manns verið
gert að búa sig undir að yfirgefa hús
sín. Kennslubyrjun eftir lok sumar-
leyfa var frestað í skólum í fjölda
sveitarfélaga sem að Saxelfi liggja.
Hundruða milljarða tjón
„Við eigum von á því að yfirborðið
hækki í 9,5 m á næstu fimm tímum
[sem er nærri fimm sinnum meira en
meðalrennsli í ánni], og fari þá smám
saman að lækka aftur,“ sagði Matth-
ias Rössler, menningarmálaráðherra
þýzka sambandslandsins Saxlands.
Eftir fund með stjórnendum lista-
safna borgarinnar sagði hann tjónið
stefna í að verða gríðarlegt. Allt í allt
muni að hans sögn verða þörf á allt að
tveimur og hálfum milljarði evra,
andvirði um 210 milljarða króna, til
að gera við skemmdir í Dresden
einni, ef flóðið í ánni rénar ekki fljótt.
Heildartjónið í Saxlandi gizkaði hann
á að yrði tvöfalt meira.
Lögregla, slökkviliðs- og björgun-
arsveitarmenn og sjálfboðaliðar
kepptust við að hlaða sandpokavirki
og bjarga listaverkum úr hættu á
vatnsskemmdum í listaverkasöfnum
eins og hinni frægu Zwinger-höll og
Albertinum-safninu.
Í Prag meinuðu yfirvöld enn íbú-
um húsa í miðborginni að snúa aftur
til heimila sinna, þar sem hætta er á
að hús og hallir hrynji eftir að
flóðvatnið gróf undan undirstöðum
þeirra. Þetta gæti líka gerzt í
Dresden.
Fjöldi látinna vex
Staðfestur fjöldi þeirra sem hafa
látið lífið í flóðunum í Mið- og Austur-
Evrópu undanfarna viku er nú kom-
inn í 103, eftir að tékknesk yfirvöld
fundu lík tveggja drukknaðra manna.
Í Saxlandi hækkaði í gær opinber
tala yfir fjölda fórnarlamba flóðanna
Þýzkalands megin landamæranna í
12.
Gerhard Schröder, kanzlari
Þýzkalands, bauð í gær ríkisstjórn-
arleiðtogum Austurríkis, Tékklands
og Slóvakíu, auk forseta fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, á fund um viðbrögð við flóða-
hörmungunum í kanzlarahöllinni í
Berlín á sunnudaginn.
Talsmenn framkvæmdastjórnar
ESB sögðu það í gær of snemmt að
meta hvort flóðin og sá kostnaður
sem af þeim hlýzt muni spilla fyrir
möguleikum þýzkra stjórnvalda á að
standa við skilyrði stöðugleikasátt-
mála Efnahags- og myntbandalags-
ins (EMU), sem takmarkar mjög
svigrúm aðildarlandanna til að reka
ríkissjóð með halla. Fari hallinn upp
fyrir 3% af landsframleiðslu á við-
komandi land yfir höfði sér sektir.
Fulltrúar þýzku stjórnarinnar ósk-
uðu í gær eftir viðræðum við fram-
kvæmdastjórnina um áhrif flóðanna
á ríkisfjármálin. Staða þeirra er nú
slík, að lítið má út af bregða til að
hallinn fari upp fyrir 3%-mörkin.
Mesta flóð sögunnar í Saxelfi veldur gríðarmiklu tjóni í Dresden og víðar í Þýzkalandi
Stefnir í
óbætanleg-
an skaða
Reuters
Íbúar í Dresden vinna að byggingu sandpokavirkja til að verja byggingar í miðborginni fyrir flóðinu í Saxelfi.
Neyðarástandi var lýst yfir í Saxlandi vegna flóðanna, sem eru hin mestu frá því mælingar hófust.
Dresden, Prag. AP, AFP.