Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKnattspyrnumaður grunaður um neyslu ólöglegra lyfja / B1 Valsmenn komnir upp í efstu deild á ný / B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað,SUÐUR UM HÖFIN frá Heimsklúbbi Ingólfs. Blaðinu er dreift um allt land. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra situr fund forsætisráð- herra Norðurlanda og Eystra- saltsríkjanna í Riga í Lettlandi á mánudag. Í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu segir að Davíð haldi frá Lettlandi til Litháens í tveggja daga opinbera heim- sókn. Í tilkynningunni kemur fram að hinn 21. ágúst verði haldinn fundur forsætisráðherra Ís- lands, lögmanns Færeyja og formanns grænlensku heima- stjórnarinnar í Þórshöfn í Fær- eyjum. Dagana 22.–23. ágúst verður Davíð í opinberri heim- sókn í Færeyjum. Davíð í opin- berri heim- sókn í Litháen og Færeyjum VÍÐTÆK leit björg- unarsveitarmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar að ítalska ferðamannin- um Davide Paita á Látraströnd í Eyja- firði bar engan ár- angur í gær. Leitin fór fram við erfiðar aðstæður, þar sem þoka var á torfæru leitarsvæðinu. 70 björgunarsveitar- menn leituðu í gær á svæðinu milli Látra- strandar og Hval- vatnsfjarðar en án ár- angurs. Í gærkvöld og nótt áttu 70 leit- armenn frá björgunar- sveitum í Skagafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og af höfuðborgarsvæð- inu að bætast í hópinn. Eru þeir allir vanir fjallamenn með útbún- að sem gerir þeim kleift að vera við leit í allt að sólarhring án ut- anaðkomandi hjálpar. Átti leit með viðbótar- liðinu að hefjast klukk- an 7 í morgun. Vísbendingar hafa borist sem gefa mynd af ferðum Paita í síð- ustu viku en þar á með- al sást hann á umferðarmiðstöðinni á Akureyri auk þess sem hann fékk far með ökumönnum milli Akureyr- ar og Grenivíkur. Hann lagði upp frá Grenivík fótgangandi síðastlið- inn laugardag og skrifaði í gesta- bók í skála á Látrum. Talið er að hann hafi síðan ætlað að ganga yfir í Keflavík, þekkta gönguleið, og enda förina í Hvalvatnsfirði en grunur leikur á að hann hafi villst af leið á Uxaskarði þar sem vara- samt getur verið fyrir ókunnuga að vera. Ítala enn saknað á Látraströnd                                            ! "       #                 $ %                !          " Davide Paita FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest úrskurð tollstjórans í Reykjavík um að hafna beiðni Land- helgisgæslunnar um niðurfellingu á aðflutningsgjöldum af nætursjón- aukum. Úrskurðurinn byggist á því að þyrlubjörgunarsveit Landhelgis- gæslunnar sé ekki björgunarsveit í skilningi laga og reglugerða sem kveða á um niðurfellingu aðflutn- ingsgjalda af björgunarbúnaði. „Okkur kemur úrskurðurinn ekki á óvart miðað við gildandi lög og reglu- gerðir. Þó var talið rétt að láta á þetta reyna og vonumst við til að í framhaldinu verði lögum breytt á þann veg að við sitjum við sama borð og björgunarsveitir í Slysavarna- félaginu Landsbjörg,“ sagði Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur og upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar. Í úrskurðinum er bent á að í tolla- lögum sé kveðið á um að tollur skuli lækka, falla niður eða endurgreiðast af björgunarbúnaði og björgunar- tækjum, enda liggi fyrir samþykki landssamtaka björgunarsveita á að búnaðurinn verði einungis nýttur til starfsemi björgunarsveita. Í reglu- gerð um undanþágu aðflutnings- gjalda er gerður fyrirvari um að und- anþága verði aðeins veitt ef samþykki samstarfsnefndar um end- urgreiðslu aðflutningsgjalda liggi fyrir en nefndin er skipuð fulltrúum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og bíla- og vélanefndar ráðuneytis- ins. Ráðuneytið taldi að skilyrðið um samþykki nefndarinnar, þar sem fulltrúar björgunarsveitanna eiga sæti, fæli í sér afmörkun þeirra björgunarsveita sem geta sótt um niðurfellingu á aðflutningsgjöldum. Aðeins þær sveitir sem starfi innan Landsbjargar geti sótt um slíka nið- urfellingu. Landhelgisgæslan hefur þegar fest kaup á sex nætursjónaukum auk sérstakra hjálma sem þeir eru festir á. Að auki þarf að kaupa svonefnt Hoffman-box sem er notað til að stilla sjónaukana og varahluti í þyrl- urnar til að hægt sé að breyta lýs- ingu í stjórnklefum þeirra en núver- andi lýsing truflar sjónaukana. Gert er ráð fyrir að breytingar á lýsingu kosti alls um 16 milljónir en sú upp- hæð gæti breyst eitthvað. Áætlaður heildarkostnaður við kaup á nætur- sjónaukunum er 36 milljónir króna og hafa rúmlega 24 milljónir safnast til kaupanna. Þyrlusjóður Stýri- mannaskólans í Reykjavík hefur gef- ið fjórtán milljónir, Kvenfélagið Ald- an og Sjóvá-Almennar hf. hafa gefið eina milljón hvor, Rauði krossinn hefur lagt fram eina milljón og 50 þúsund og framlag dómsmálaráðu- neytisins nemur sjö milljónum. Stefnt er að því að taka nætursjón- aukana í notkun í haust. Fjármálaráðuneytið fellir ekki niður aðflutningsgjöld af nætursjónaukum Landhelgisgæslan vonast til að lögum verði breytt GUÐRÚN Kristinsdóttir Lund, 10 ára, og Rut Tómasdóttir, 7 ára, voru í heimsókn í Marteinstungu í Holtahreppi í vikunni og brugðu sér að sjálfsögðu í fjósið. Ekki var annað að sjá en að nautgripirnir væru ánægðir með þessa heimsókn. Það er helst af kúbændum að frétta að sala á mjólkurafurðum hefur verið góð á síðustu misserum og því er þörf fyrir aukna fram- leiðslu á nýju kvótaári sem hefst um næstu mánaðamót. Heild- arkvótinn verður því aukinn um tæplega 2%. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsókn í fjósið FIMMTUGUR karlmaður var lagður inn á Landspítala – há- skólasjúkrahús eftir að hann var sleginn niður í Tryggvagötu um hálftvö í fyrrinótt. Vegfarandi tilkynnti um árásina og þegar lögregla kom á staðinn lá mað- urinn í götunni með áverka á andliti. Maðurinn mundi ekki eftir at- vikum en vitnið gat gefið grein- argóða lýsingu á árásarmannin- um. Lögregla taldi sig kannast við árásarmanninn og var lýst eftir honum. Bíll hans fannst nokkru síðar við Hamraborg í Kópavogi og þar var hinn grun- aði handtekinn um áttaleytið í gærmorgun. Hann var yfir- heyrður hjá lögreglunni í Reykjavík í gær. Handtekinn grunaður um líkamsárás MAGNÚS Stefánsson, alþingismað- ur Framsóknarflokksins og formað- ur umhverfisnefndar Alþingis, hyggst kalla nefndina saman til fundar við fyrsta tækifæri til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin í kjöl- far úrskurðar Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu. ,,Þessi úrskurður er ítarlegur og vandaður og að baki hans liggur mik- il fagleg vinna færustu manna. Ég geri engar athugasemdir við niður- stöðuna í þessum úrskurði,“ segir Magnús. Fyrir liggur að úrskurður- inn verður kærður til ráðherra og hefur Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra ákveðið að víkja sæti þegar þar að kemur þar sem hún telur sig vanhæfa í ljósi ummæla sem hún við- hafði um málið fyrir hálfu öðru ári. Magnús segir að þetta verði áreið- anlega tekið til umræðu í umhverf- isnefnd og segist telja það mjög ein- kennilegt að ráðherra, sem hefur tjáð sig um eitthvað í almennri þjóð- félagsumræðu, teljist vanhæfur þeg- ar málið komi til kasta hans löngu síðar. Umhverf- isnefnd verður köll- uð saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.