Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 4
Forbes fjallar um Kára Stefánsson BANDARÍSKA viðskiptatímaritið Forbes fjallar í nýjasta hefti sínu um Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og sjö aðra vísinda- menn og segir þá vera að draga læknavísindin inn í upplýsingaöldina. Segir Forbes að Kári sé að ljúka upp leyndardómum sykursýki og annarra banvænna sjúkdóma með því að rann- saka erfðaþætti heillar þjóðar. Tímaritið segir að á þessari gullöld líffræðinnar hafi vísindamenn þróað gnægtarhorn nýrra lyfja, greiningar- aðferða og nákvæmra sneiðmynda. En samt reiði læknisfræðin sig á það sem líkja megi við gamla Commodore 64 tölvu. Læknar fylgist oft með sjúk- lingum með gamaldags hætti, þ.e. blaði og penna, en nú séu breytingar í vændum. Fjallað er um Kára og Íslenska erfðagreiningu í tímaritinu. Þar segir Kári m.a. að hann vonist til að selja hugbúnað, sem verið sé að þróa innan fyrirtækisins, til sjúkrahúsa svo þau geti greint sjúklinga sína. Innan ára- tugar muni læknar geta búið til erfða- þáttamyndir af sjúklingum sínum og gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þeir fái sjúkdóma sem líklegt er að þeir fái. Talinn hafa fært lækna- vísindi á upp- lýsingaöld Hér sjást mörk afrétta hreppanna tveggja, Ásahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, ásamt því svæði sem Norðlingaöldulón myndi þekja yrði það í 575 metra hæð yfir sjávarmáli. Einnig sést að hve miklu marki fyrirhugað lón myndi ná inn á friðlandið í Þjórsárverum.                                                                                            !      "#   !      "#    !  $     $    #  %    "        #                     !   "              #&                     !   "#$% ÁSAHREPPUR hefur í aðalskipulagi sínu gert ráð fyrir Norðlingaöldulóni í 575 metra hæð yfir sjávarmáli, en í til- lögudrögum að aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er ekki gert ráð fyrir Norðlingaöldulóni, að því er fram kemur í úrskurði Skipulags- stofnunar um Norðlingaölduveitu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að Norðlingaölduveita er innan skipu- lagssvæðis Svæðisskipulags miðhá- lendis Íslands 2015, en samkvæmt því er á svæðinu blönduð landnotkun orkuvinnslu og verndunar og gert er ráð fyrir stíflu og lóni. Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps, segir að fyrirhugað Norðlingaöldulón í 575 metra hæð yfir sjávarmáli hafi verið tekið inn í aðalskipulag Ása- hrepps fyrir 2002–2014, en tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir þeim mögu- leika í skipulaginu að lónið verði í 578 metra hæð, en Skipulagsstofnun féllst á slíkt lón í úrskurði sínum. Hann segir að margt sé enn óljóst í þessum málum og ekki sé farið að ræða í hreppsnefnd hvort hreppurinn muni hugsanlega breyta aðalskipu- lagi vegna breyttra aðstæðna eftir úr- skurð Skipulagsstofnunar. „Hrepps- nefnd þarf auðvitað að fjalla um það hvort hún ætlar að breyta aðalskipu- lagi Holtamannaafréttar og rýmka það miðað við úrskurð Skipulags- stofnunar. Við munum taka þetta fyr- ir á næsta fundi hreppsins hinn 27. ágúst en þá verða athugasemdir vegna aðalskipulagsins afgreiddar,“ segir Jónas. Hann segist jafnframt tilbúinn í viðræður við Landsvirkjun og fleiri aðila um Norðlingaöldulón sem yrði 578 metrar yfir sjávarmáli og að hann telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Jónas segir ljóst að verði af gerð 578 metra Norðlingaöldulóns fari það töluvert mikið lengra inn í friðlandið en 575 metra lón myndi gera. Hins vegar sé stór hluti þess svæðis á frið- landinu sem farið verði inn á miðað við þriggja metra hækkun, áreyrar, þar sem ekki sé mikið um gróður og gæsavarp. Gert ráð fyrir stækkun friðlandsins Már Haraldsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir að fyrir sam- einingu hreppanna í vor hafi Gnúp- verjahreppur verið búinn að leggja inn til Skipulagsstofnunar drög að að- alskipulagi fyrir 2002–2014 og þar hafi ekki verið gert ráð fyrir neinu lóni, en hins vegar hafi þar verið gert ráð fyrir verndun af ýmsu tagi, þar á meðal stækkun friðlandsins. „Það verður verkefni okkar á næstu dögum og vikum að taka afstöðu til þess hvort við munum breyta einhverju í okkar tillögum. Nú liggur fyrir að við þurfum að klára þær á næstunni, en málið hefur verið í biðstöðu, meðal annars vegna þess að við höfum beðið eftir úrskurði Skipulagsstofnunar, kosninganna í vor og sumarleyfa,“ segir Már. Hann segist ekki sjá að annað sveitarfélagið hafi meiri hagsmuna að gæta á Norðlingaöldu en hitt og telur að málið snúist fremur um mat sveit- arfélaganna á aðstæðum og hags- munum. Már segir að Gnúpverjahreppur hafi á sínum tíma gert athugasemdir við svæðisskipulagið á miðhálendinu og bent á að blönduð landnotkun stæðist ekki í skipulagi og því yrðu menn að velja annaðhvort verndun eða virkjun. Samvinnunefnd miðhá- lendisins hafi fallist á þessa túlkun hreppsins og í matsskýrslunni komi fram að nefndin telji að breyta þurfi svæðisskipulaginu því taka þurfi af- stöðu til þess hvort þarna eigi að vera verndar- eða virkjunarsvæði. Það sé ljóst að nefndin líti á það sem spurn- ingu sem þurfi að fá svör við. „Ef þær tillögur sem við höfum sett fram í drögum að okkar aðalskipulagi verða ofan á verður þetta verndarsvæði,“ segir Már. Hann segir að hreppurinn muni skoða úrskurð Skipulagsstofnunar nánar og taka mið af honum í þeirri vinnu sem fram undan er við gerð aðalskipulags hreppsins. „Ég hef þó ekkert séð í honum sem breytir þeim forsendum sem við höfum gengið út frá. Þetta mun skýrast hjá okkur á næstu vikum,“ segir Már. Misræmi er í aðalskipulagi hreppanna við Norðlingaöldu Annar hrepp- urinn reiknar ekki með lóni í skipulagi FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORÐLINGAALDA hefur verið mikið í fréttum upp á síðkastið. Örnefnið er æva- gamalt, að sögn Hauks Jó- hannessonar jarðfræðings. Hann segir að nafnið sé tengt ferðum manna af Norðurlandi suður. „Þetta er líkt og Norð- lingaholtið hér í Reykjavík. Tengt ferðum Norðlendinga suður, væntanlega í verið og annað slíkt. Norðlingar eru norðanmenn,“ segir hann. Norðlingaaldan er á Sprengisandsleið. Haukur segir að það sé fjórðungsalda sem bendi í sömu átt, aðeins norðar. Hann bendir á að Norðlinga-örnefnið sé víða að finna á þessari leið og nefnir sem dæmi Norðlingavað. „Þetta er hluti af Sprengi- sandsleið enda er staðurinn rétt við Sóleyjarhöfðann, þar sem þeir fóru yfir Þjórsá,“ bætir hann við. Aðspurður hvaðan alda komi segir Haukur að það sé einnig hefðbundið ævagamalt nafn og finnist víða á þessum slóðum. Hann segir að alda þýði lág, ávöl hæð. „Ég veit ekki betur en heimamenn hafi notað nafnið Norðlingaalda jafnvel öldum saman. Þetta er ævagamalt nafn og ég efast um að það sé hægt að rekja aldur þess nán- ar. Það er erfitt að finna rætur þess líkt og með Norð- lingaholtið hér,“ bendir hann á. Tengist ferðum Norð- lendinga suður Örnefnið Norðlingaalda MARGIR áttu erindi í Laugardals- höllina í Reykjavík í gærkvöld til að skrá sig í ýmis tilbrigði Reykjavík- urmaraþonsins sem fram fer í dag. Var góð hálftímabið eftir skrán- ingu þegar mest var að gera. Fólk þurfti hins vegar ekki að láta sér leiðast meðan beðið var því að hægt var að bregða sér í pastaveislu sem orðin er hefð við skráninguna í hlaupin. Hlauparar verða ræstir í Lækjargötunni, fyrst maraþon- hlauparar klukkan 11. Klukkan 11.45 hefst upphitun fyrir aðra og klukkan 12 verður skemmtiskokk- urum hleypt af stað en þeir fara þrjá eða sjö kílómetra vegalengd. Klukkan 12.10 er síðan komið að þeim sem hlaupa 10 km eða fara þá vegalengd á línuskautum, svo og þeim sem hlaupa hálfmaraþon. Morgunblaðið/Jim Smart Margir hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið í dag MEÐALVERÐ á öllum tegundum ávaxta nema vínberjum hefur lækkað frá því í febrúar að því er kemur fram í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun hefur gert. Þetta gildir einnig um flestar teg- undir grænmetis. Meðalverð á nýjum íslenskum kartöflum, gulrótum, gulrófum og kínakáli hefur hinsvegar hækkað verulega en slíkt er algengt í byrj- un uppskerutímans. Hækkun á gulrótum er þannig úr 336 krónum í 489 og á gulrófum úr 124 í 236. Sem dæmi um lækkun má nefna að verð á íslenskum tómötum hefur lækkað úr 699 krónum í 184 og ag- úrkur úr 511 krónum í 199. Þá hef- ur meðalverð á jarðarberjum lækk- að úr 1.452 krónum í 917, meðal- verð á kíví úr 327 í 247 krónur, græn paprika hefur lækkað úr 457 krónum í 263 en paprikur með öðr- um lit hafa lækkað minna. Frá því í febrúar sl. hefur Sam- keppnisstofnun gert mánaðarlegar verðkannanir til þess að fylgjast með verði á grænmeti og ávöxtum. Fyrsta verðkönnun stofnunarinnar var gerð fyrir afnám tolla í 11 mat- vöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Meðalverð úr þeirri könn- un hefur verið notað til saman- burðar á verðþróun á þessum markaði. Meðalverð á ávöxtum hef- ur lækkað frá febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.