Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENGIN aðstaða er fyrir skólastarf í húsnæði Klébergsskóla á Kjalarnesi þrátt fyrir að skóli eigi að hefjast þar eftir rúma viku þar sem verktaki við nýbyggingu og endurbætur á eldra skólahúsnæði hefur ekki staðið við verkáætlun. Formaður Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar segir málið hafa klúðrast. Foreldrafélag og foreldraráð Klé- bergsskóla buðu blaðamönnum í heimsókn í skólann í gær þar sem þeim var sýnt skólahúsnæðið sem töluvert er í land að verði tilbúið und- ir skólastarf. Skólahúsnæðið saman- stendur af gömlu skólahúsi, sem hef- ur verið lokað af heilbrigðisyfir- völdum, kennsluálmu, sem að hluta er færanlegar kennslustofur og við- byggingu sem er ekki lokið. Að sögn Sigþórs Magnússonar skólastjóra er forsagan sú að í des- ember í fyrra var foreldrum og starfsfólki skólans greint frá því að á þessu ári stæði til að glerja og klæða nýbygginguna en meira yrði ekki gert að sinni. Foreldrar hafi verið ósáttir við þau málalok enda hafi húsnæðismál skólans verið í ólestri um árabil. Eftir undirskriftasöfnun þar sem krafist var frekari aðgerða, hafi verið samþykkt að ljúka skrif- stofuálmu nýbyggingarinnar í sum- arbyrjun. „Vinnu þar átti að vera lok- ið um miðjan júní. Þá áttum við að flytja skrifstofuna þangað og verk- takarnir áttu að fara í að ganga frá kennslustofunum. Við vorum búin að tala um að við þær aðstæður hefði verið í lagi að því verki lyki í kring um 18. ágúst því þá hefðum við haft tvo daga til að ganga frá þessum tveimur stofum fyrir kennsluna,“ segir Sigþór. Ekki hægt að komast í kennslugögn Þessi áætlun stóðst hins vegar ekki og í gær greindi Morgunblaðið frá því að nýr verktaki hafi verið fenginn að málinu sem Sigþór segir vera allt of seint. Þegar gengið er um húsið blasir við að búið er að ryðja út úr eldri stjórnunarhluta hússins og koma gögnum þaðan fyrir í hrúgu í einni kennslustofunni. Stjórnunar- álman í nýbyggingunni er ekki tilbú- in og kennslustofur eru þaktar þykku iðnaðarryki. Lóð skólans er ófrágengin, húsgagnastaflar þekja sameiginleg rými í kennsluálmunni og loks er gangur, sem átti að tengja kennsluálmuna og stjórnunarálmuna ekki tilbúinn. „Það er engin launung á því að við höfum margsinnis reynt að ýta á verkið og að því væri haldið áfram,“ segir Sigþór. „Því miður höfum við ekki alltaf fengið svör sem okkur lík- aði og jafnvel verið gefið í skyn að okkur kæmi þetta ekki nægilega mikið við af því að verkið væri í svo góðum höndum hjá Fasteignastofu borgarinnar. Staðan í dag er sú að það er ekkert húsnæði hér sem ég get sest niður með mínum kennurum að hefja undirbúning fyrir skóla- starf. Það er heldur ekki hægt að fara í nein gögn því þau eru öll í köss- um og ekki hægt að koma þeim fyrir af því að það húsnæði sem þau eiga að fara í er ekki tilbúið. Aðstaða nem- enda er ekki fyrir hendi þannig að við getum ekki einu sinni sest niður og unnið í henni.“ Þá bendir hann á að tölvur, sem geymi mikið af gögnum skólans, séu ótengdar þannig að ekki sé einu sinni hægt að útbúa stunda- töflu fyrir veturinn. Lélegt aðhald og eftirlit Síðustu tvo daga hefur Sigþór stefnt kennurum sínum 30 kílómetra leið á Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur til að funda með þeim og í gær- morgun var haldinn fundur með kennurum, varaformanni fræðslu- ráðs í fjarveru formanns, fræðslu- stjóra og yfirmanni Fasteignastofu. „Þar var farið yfir stöðuna eins og hún er í dag og meðal annars lögð áhersla á mikilvægi þess að stjórn- endur stofnana, skólastjórar væru alltaf hafðir með í ráðum en það hef- ur ekki verið í lagi í þessu tilfelli. Fyrsta skref í lausninni, sem er nú í sjónmáli, er að það verði haldinn fundur þar sem ég sem skólastjóri, verktakinn og forstöðumaður Fast- eignastofu koma saman. Við þrír þurfum að setjast niður til að átta okkur á því hver staðan er, hver sé forgangurinn, hvað þurfi að gera til að hér komist á skólastarf og hvaða tímasetningar menn sjái fyrir sér í því sambandi. Þetta átti náttúrlega að vera búið að gera fyrir löngu.“ Aðspurður hverju sé um að kenna að svona hafi farið segir Sigþór þrennt koma til. „Það eru peningarn- ir, ómögulegur verktaki og afskap- lega lélegt aðhald og eftirlit af hálfu Fasteignastofu, ég get ekkert skafið af því. Ef aðhaldið og eftirlitið hefði verið í lagi þá hefð- um við kippt þess- um byggingaverk- taka út fyrir löngu.“ En hvað bíður svo barnanna sem eiga að byrja skóla- starf eftir rúma viku? „Þegar stórt er spurt í alvarleg- um málum verður oft lítið um svör,“ segir Steinþór. „Ég verð að segja eins og er að ég reyni þessa dagana að taka einn dag í einu. Næsta skref er að halda þennan fund og reyna að átta okkur á því hvað kemur út úr honum. Við höfum reynt hér, bæði með skipulagi skólastarfs og öðru, að bjarga málum undanfarin tvö haust. Við tókum t.d. upp haustferðir með nemendum, ekki bara af því að það væri gott mál heldur vegna þess að það var enginn skóli til að fara inn í. Það leysir hins vegar ekki málið núna því þá höfðum við þó eitthvað húsnæði hér til að undirbúa starfið fyrir kennarana.“ Oft ótrúlega mikið gert síðustu dagana Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, tekur und- ir áhyggjur starfsliðs skólans af hús- næðismálum. „Ég fór þarna í gær [fyrradag] og var nú ansi brugðið. Þó veit maður að menn geta gert krafta- verk og ég fékk tölvupóst í byrjun vikunnar um það að þetta yrði í lagi. Staðreyndin er hins vegar þessi að þetta mál og þessi framkvæmd í sumar hefur klúðrast.“ Hann bendir á að verktakinn hafi ekki staðið í skilum en búið sé að grípa í taumana og ráða nýjan verk- taka að framkvæmdinni. Aðspurður hvort eftirliti borgarinnar með fram- kvæmdinni sé um að kenna segir Stefán: „Ég veit ekki hvort það sé eftirlitið eða úrræðin sem gripið var til sem bregðast. Niðurstaðan talar sínu máli: þetta hefur tafist úr hömlu og er alveg óviðunandi – það er alveg rétt hjá fólkinu. Ég verð hins vegar að vona það og trúa því að það sem þeir segja manni í dag standist. Þessi starfshópur sem var myndaður í morgun, skólastjóra, byggingafull- trúa og verktaka, á eftir að funda núna frá degi til dags og reyna að bjarga málunum fyrir horn. En þetta er náttúrlega ekki nógu gott.“ Hann segir peningum ekki um að kenna að svona hafi farið, enda hafi verið búið að veita fjármagni til verksins. En er þá ekki óvissa um hvað mætir börnunum þegar skólinn á að hefjast. „Já og nei. Þeir segjast ætla að klára þetta. Það trúa því nú fáir sem koma þarna núna en það er nú oft gert ótrúlega mikið síðustu dagana. Það er alveg ljóst að þeir verða að halda gríðarlega vel á spöð- unum til að það takist. Ef ég væri foreldri þarna væri ég með miklar áhyggjur af þessu og ég tek alveg undir það. En sé ekki að það stefni í neitt neyðarástand fyrir börnin þó mér þyki þetta afskaplega leiðinlegt gagnvart kennurunum sem eiga núna að vera að hefja störf.“ Skólalóðin er ófrágengin og gamla skólahúsinu hefur verið lokað af heilbrigðisyfirvöldum. Nýja stjórnunarálman sem átti að vera tilbúin í júní síðastliðnum. Þar sem hiti var settur á bygg- inguna of seint er enn of mikill raki í henni til að hægt sé að koma þar fyrir innréttingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigþór Magnússon skólastjóri er hér innan um kennslubækur og önnur gögn úr stjórnunarálmu skólans. Eins og staðan er núna er engin fundaraðstaða fyrir kennara í skólanum og tölvurnar eru óstarfhæfar. Húsnæði Klébergs- skóla í ónot- hæfu ástandi Formanni fræðsluráðs er brugðið yfir stöðunni í skólanum Kjalarnes KENNARALIÐI Bessastaðahrepps barst veglegur liðsauki fyrri part vikunnar þegar sextíu kennarar hvaðanæva af landinu komu saman í Álftanesskóla. Tilgangurinn var að sækja sér innblástur fyrir vet- urinn en um var að ræða námskeið, sem Álftanesskóli stóð fyrir, í breyttum áherslum í stærðfræði- kennslu. Að sögn Sveinbjörns Markúsar Njálssonar skólastjóra eru for- sendur námskeiðsins þróunarverk- efni sem skólinn hefur tekið þátt í á undanförnum þremur árum. „Þetta byrjaði með átaki á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar í breyttum áherslum í stærðfræði. Þá þróaðist það þann- ig hér að það varð til sérstök sér- greinastofa í stærðfræði þar sem safnað var saman hlutbundnum stærðfræðigögnum. Síðan var unn- ið með markvissum hætti með þessi gögn á þann hátt að hver bekkjar- deild fer inn í þessa stofu að lág- marki einu sinni í viku.“ Í stofunni leysa börnin ýmiss kon- ar þrautir og komið er upp nokkurs konar stöðvahring, eins og sumir kannast við úr líkamsræktartímum, þar sem unnið er með stærðfræði- hlutina. „Klukka er stillt á ákveðinn tíma og þegar hún hringir fer nem- andinn í næsta verkefni,“ segir Sveinbjörn. „Okkur fannst kominn tími til að við miðluðum af því sem við höfum verið að byggja upp. Því sóttum við um í Endurmennt- unarsjóð og fengum styrk til að halda svona námskeið og aug- lýstum það þannig að það yrði að hluta til fyrir kennara hér en líka einhverja sem hefðu áhuga á að sækja þetta hjá okkur. Undirtekt- irnar voru svo góðar að við þurftum að endurskipuleggja námskeiðið og vorum því með þrjá tuttugu manna hópa. Það hreinlega kúffylltist og hér voru kennarar alls staðar að af landinu.“Námskeiðinu lauk á mið- vikudag en það stóð yfir í þrjá daga. Það var miðað við yngsta stig og miðstig grunnskólans en í Álfta- nesskóla eru 1.–7. bekkur. „Meðal annars var fjallað um það hvernig lestrarörðugleikar og stærðfræði tengist, við fjölluðum um bráðger börn og stærðfræði, stærð- fræðigögn og hugmyndafræði Montessori og síðan vorum við með stærðfræðistofuna, stöðvahringi og loks þrautalausnirnar. Þannig fór hver hópur í gegn um sex efn- isflokka á þessum þremur dögum.“ En hvað þýðir það fyrir skólann að standa fyrir námskeiði sem þessu og fá svona góðar und- irtektir? „Það eflir sjálfið að það sem við erum að gera sé þess virði að sýna það og segja frá því,“ segir Sveinbjörn. „Þetta er svolítið „kikk“ fyrir okkur eins og maður segir á góðu máli.“ Hann bætir því við að reyndar hafi undirbúningur fyrir skólastarf vetrarins staðið yf- ir á fullu á meðan námskeiðið var en „maður getur alltaf á sig blóm- um bætt“, segir hann og hlær. Sextíu kennarar sóttu kennslunámskeið í stærðfræði í Álftanesskóla í vikunni Stærðfræði í stöðvahringBessastaðahreppur Kennarar á námskeiðinu sækja án efa innblástur fyrir kennsluna úr þeim stærðfræðiþrautum sem þeir glímdu við í Álftanesskóla í vikunni. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.