Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. T UTTUGU og eitt skot til heiðurs Ólafi Ragn- ari Grímssyni, forseta Íslands, frá fallbyssum rússneska tundurspillisins Admiral Chab- anenko í Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 11. ágúst staðfesti, að um einstæðan atburð var að ræða. Hefur forseti Íslands ekki áður gengið um borð í rússneskt herskip hvorki í Reykjavíkurhöfn né annars staðar. Taldi Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands, atburðinn til marks um, að samskipti Íslands og Rúss- lands væru að verða nánari. Þá sagði Haukur Hauksson, fylgdarmaður rússnesku sjóliðanna, í samtali í dæg- urmálaútvarpinu, að komu tundurspillisins mætti rekja til frumkvæðis Ólafs Ragnars í samtali við sjálfan Vladim- ir Pútín, forseta Rússlands, þegar þeir hittust í Rússlandi að Hauki viðstöddum. Rússnesk herskip eru ekki tíðir gestir í íslenskum höfnum. Árið 1870 kom herskipið Varyag (Væringi) til Ís- lands, og var Alexíus Rússaprins, sonur Alexanders keis- ara, um borð. Prinsinn dvaldist hér í sex daga og fór með- al annars með Hilmari Finsen stiftamtmanni til Þingvalla. Tvö sovésk herskip komu til landsins árið 1969, þegar andrúmsloftið var allt annað en nú í samskiptum Íslendinga og Rússa. x x x Á sjöunda áratugnum tóku að birtast fréttir um sívax- andi umsvif sovéska flotans á hafsvæðinu umhverfis Ís- lands, einkum kafbáta. Jókst mikilvægi Keflavíkurstöðv- arinnar fyrir öryggi Vesturlanda í réttu hlutfalli við aukin umsvif Sovétmanna í lofti og á legi. Þá eins og nú var helsta flotastöð Rússa á Kólaskaga við austurlandamæri Noregs og þaðan voru herskip og flugvélar send út á Norður-Atlantshaf og heimshöfin fram hjá Íslandi. Á þeim tíma hefði verið óhugsandi að efna til knattspyrnuleiks eða keilukeppni milli sjóliða á rússnesku herskipi og bandarískra hermanna í Keflavík- urstöðinni. Á níunda áratugnum mótaði Bandaríkjastjórn flota- stefnu á Norður-Atlantshafi, sem miðaði að því að valda sovéska flotanum eins miklu tjóni og unnt yrði, eins ná- lægt stöðvum hans á Kólaskaga og frekast væri kostur. Vakti þessi stefna umræður á stjórnmálavettva Ólafur Ragnar Grímsson í hópi helstu andstæð ar hér á landi, enda var hann bæði andvígur að að NATO og dvöl bandaríska varnarliðsins á Ís hann í því efni samleið með svonefndum friðarh ingum, sem létu verulega að sér kveða á þessum Staðfesta Bandaríkjamanna og NATO gagn þenslu sovéska heraflans, réð úrslitum um hru ríkjanna. Styrkur sovéskra valdhafa fólst í her Þegar hann stóðst höfuðandstæðingnum ekki l snúning, var ekkert eftir. Þótt nú séu aðrir tímar, skiptir Kólaskagi Rú miklu og Norðurfloti hans er hinn öflugasti inn þeirra. Eystrasaltsflotinn og Svartahafsflotinn hjá sjón eftir hrun Sovétríkjanna og minni áher lögð á Kyrrahafsflotann en Norðurflotann. x x x Norðurflotinn hefur dregist saman frá hruni anna. 1989 til 1990 voru 22 tundurspillar í flotan tundurspillirinn Admiral Chabanenko einn úr h sex tundurspilla á Kólaskaga. Hann er eina ski neska flotanum af Udaloy II-gerð og var hleyp unum í skipasmíðastöð í Kaliningrad árið 1992 tekinn í notkun fyrr en í janúar 1999. Um tíma hætt yrði við fullsmíði hans vegna fjárskorts. E móðurskip rússneska flotans hefur legið í slipp skaga síðan 1996. Í nýlegu hefti af ritinu Proceedings, sem er g Bandarísku flotastofnuninni, fjallar dr. Ingema sem er meðal helstu sérfræðinga Svía á sviði ör mála, um Kólaskagann undir fyrirsögninni: Kó misst gildi sitt. Hann lýsir því meðal annars, hve Rússar haf um erfiðleikum með að halda úti kjarnorkukafb um, sem búnir eru langdrægum kjarnorkueldf Þeir voru 38 á Kólaskaga 1990 en eru nú 12. Hi vöxnu kafbátar af Typhoon-gerð hafi reynst m aðir, aðeins tveir af sex, sem smíðaðir voru, séu og á næsta ári verði líklega aðeins einn eftir. Fy bátnum af Borey-gerð hafi verið hleypt af stok VETTVANGUR Lettar og Rússar í h Eftir Björn Bjarnason S TÓRIR bílar menga. Mengun er slæm. Ef við ætlum ekki að tor- tíma öllu lífi á jörðinni með gróð- urhúsaáhrifum verðum við að leggja stóru jeppunum og aka um á litlum rafmagnsbílum í framtíðinni sem skreiðast um á sextíu kílómetra hraða. Eða hvað? Það var allt önnur framtíðarsýn sem blasti við þegar ég heimsótti höfuð- stöðvar BMW í München fyrir nokkru og settist þar upp í gljáfægðan 750 hL sem á hraðbrautinni var ekki lengi að fara hljóð- laust langt upp yfir 200 kílómetra markið. Tólf strokka vélin undir húddinu var hins vegar ekki einungis hljóðlaus heldur var hún jafnframt laus við að menga. Eini út- blásturinn sem myndaðist við vinnslu henn- ar var vatnsgufa. Hún brenndi vetni, ekki bensíni. BMW-fyrirtækið, líkt og allir stærri bif- reiðaframleiðendur, er fyrir löngu farið að búa sig undir óhjákvæmileg endalok olíu- tímabilsins. Olíuauðlindir eru takmörkuð auðlind sem hratt hefur gengið á. Þótt þær olíulindir sem nú er vitað um muni endast í einhverja áratugi í viðbót eru jafnt bifreiða- framleiðendur sem olíufyrirtæki farin að leggja drög að því sem á að taka við. Bif- reiðafyrirtækin ætla að halda áfram að framleiða og selja bíla eftir hundrað ár. Ol- íufyrirtækin ætla að halda áfram að dreifa og selja orkugjafa eftir öld þó að þau verði þá vart nefnd olíufyrirtæki. Samstaða virðist vera um að orkugjafi framtíðarinnar verði vetni frekar en t.d. sól- arorka. Vetnisberar eru á formi vatns, ammóníaks og metanóls og með því að nýta hreint vetni fæst mengunarlaus bruni. Flestir horfa til efnarafala þegar vetnis- vélar eru annars vegar. Þróun þeirra er hins vegar skammt á veg komin ennþá, þeir eru dýrir og fyrirferðarmiklir. Verkfræðingar BMW ákváðu að fara aðra leið og endur- bættu gamla, góða sprengihreyfilinn. Vélin sem knýr 750 hL bifreiðina er því „gam- aldags“ sprengihreyfill, sem gengur fyrir vetni. Raunar gengur hún einnig fyrir bens- íni enda ekki mikið um vetnisstöðvar við þýskar hraðbrautir enn sem komið er. Ein- ungis ein vetnisstöð er starfrækt sem stend- ur og er hún við flugvöllinn í München. Þar geta tilraunabifreiðar BMW tekið eldsneyti sem og nokkrir vetnisknúnir strætisvagnar sem starfræktir eru við flugvöllinn. Það tek- ur ekki lengri tíma að fylla vetnistankinn en venjulegan bensíntank og mannshöndin kemur þar hvergi nærri. Sprengihreyfillinn hefur þann kost fram yfir efnarafalinn að tæknin er fyrir hendi og þar að auki tiltölulega ódýr. Áætlanir gera ráð fyrir að vetnisbílar BMW verði komnir í fjöldaramleiðslu á árabilinu 2008–2010 og muni einungis kosta um 10% meira en hefð- bundnir bensínsbílar. Ókosturinn við sprengihreyfilinn er hins vegar að orkunýt- ing hans er frekar léleg. Orkunýtni sprengi- hreyfilsins er um 20% en orkunýtni efnaraf- ala um 40%. V12-vélin sem knýr 750 hL skilar um 200 hestöflum. Það er um fjórð- ungi minna afl en sambærileg bensínvél myndi skila. Þar til efnarafalar slíta barnsskónum get- ur spreng bilið. Þót músík er að bruna ekki mjög við eigum fúslega að vinum þe Hraðskre hverjum Íslending sínum og smábílum verði vetn Við Ísle þessum b þjóðir. St land verð fyrirtæki sem tilra Loftið eða land Eftir Steingrím Sigurgeirsson Vegfarendur virða fyrir sér eina af vetnis FLÓÐIN Á MEGINLANDINU Flóðin miklu á meginlandi Evr-ópu eru hrikalegar náttúru-hamfarir, sem almenningur stendur varnarlaus gagnvart. Tugir manna hafa farizt í flóðunum, tugir eða hundruð þúsunda orðið að yfir- gefa heimili sín og margir eru heim- ilislausir. Ómetanleg menningar- verðmæti hafa skaddazt eða eru í hættu í sögufrægum borgum á borð við Prag og Dresden. Síðast en ekki sízt hefur á stórum landsvæðum ver- ið að engu gerð sú mikla uppbygg- ing, sem átt hefur sér stað í Austur- Þýzkalandi, Tékklandi og víðar eftir að þessi lönd losnuðu undan oki kommúnismans. Það er vissulega umhugsunarverð og ógnvekjandi staðreynd, að að- gerðir mannanna undanfarna ára- tugi og aldir hafa líkast til magnað áhrif hamfaranna. Með vaxandi þétt- býli hefur verið þrengt að stórfljót- um Mið-Evrópu, þau lögð í stokka og reistir varnargarðar til að halda þeim í skefjum. Þegar svo ofvöxtur kemur í árnar eftir stórrigningar eins og nú gerðist, verða afleiðing- arnar enn skelfilegri þegar varnirn- ar bresta, en ef árnar hefðu fengið að renna í sínum náttúrulega farvegi. Jafnframt hefur því verið haldið fram, m.a. af Klaus Töpfer, yfir- manni umhverfisstofnunar Samein- uðu þjóðanna, að iðnríkin í Mið-Evr- ópu beri að hluta til sjálf ábyrgð á hamförunum, með því að útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi haft áhrif á veðurfar. Ekkert er beinlínis sannað í því efni, en vísindamenn hafa þó fært rök fyrir því að gróður- húsaáhrifin geti m.a. ýtt undir það að flóð á borð við þau, sem nú ganga yfir miðhluta álfunnar, verði tíðari og ofsafengnari. Margir óttast að flóðin muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efna- hagslífið á þeim svæðum, sem urðu harðast úti. Ljóst er að mikið upp- byggingarstarf þarf að koma til. Við Íslendingar erum ekki óvanir því að glíma við óblíða náttúru. Þegar ham- farir hafa dunið yfir, t.a.m. snjóflóð- in á Vestfjörðum og eldgosið á Heimaey, höfum við notið stuðnings velviljaðra nágrannaþjóða, m.a. sumra þeirra sem nú hafa orðið fyrir áföllum. Við ættum því að taka vel óskum um hjálp og stuðning við fórnarlömb flóðanna. TENGSL KLÁMS OG VÆNDIS Þrýstingur um að banna einka-dans á nektardansstöðum eða næturklúbbum í fleiri sveitarfélög- um en Reykjavík og Akureyri hefur aukist, og að undanförnu hafa þessi mál verið ofarlega á baugi í Kópa- vogi, auk þess sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, lýsti ný- verið þeirri skoðun sinni að bann á einkadansi bryti í bága við lög þrátt fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi komist að annarri niðurstöðu. Í gær birtist hér í blaðinu grein eftir Sig- rúnu Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi, þar sem hún minnir á að í „skýrslu um vændi á Íslandi og félagslegt um- hverfi þess, sem út kom árið 2001, kom fram að bæði skipulagt og óskipulagt vændi færi fram á nekt- arstöðum í Reykjavík“. Sigrún, sem efast um að önnur lögmál gildi um nektarstaði í Kópavogi en í Reykja- vík, lagði fyrir skömmu fram tillögu um að undirbúin yrði breyting á lögreglusamþykkt Kópavogs þar sem einkadans yrði bannaður á nektarstöðum. Tillögunni var frest- að og sagði Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, hér í blaðinu 10. ágúst sl. að hann teldi einkadans eiga að vera leyfilegan „í stað þess að banna þessa starfsemi og þvinga í undirheimana, sem stuðli að vændi og eiturlyfjaneyslu“, eins og segir í fréttinni. Það sjónarmið sem Gunnar setur hér fram snýr að grundvallarþátt- um í allri umræðu um klám og vændi, en því miður virðist stað- reyndin vera sú að vændi og eitur- lyfjaneysla tengist slíkri starfsemi hvort sem hún er leyfileg eða óleyfi- leg. Það sem hins vegar skiptir meginmáli í þessu sambandi er að ef slík starfsemi er leyfileg felst í því óyggjandi samþykki samfélagsins fyrir því að það sem þar viðgengst sé siðferðilega réttlætanlegt og af- leiðingarnar þar af leiðandi sömu- leiðis. Eins og Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, sagði hér í blaðinu 23. júní sl. eru það „oft sömu konurnar sem eru í klámiðnaðinum og vændisiðnaðin- um“. Því eru náin tengsl á milli klámiðnaðarins og vændis enda bendir Rúna á að þau samtök sem barist hafa gegn klámi og vændi á Norðurlöndum telja þetta einungis tvær mismundandi myndir af því sama, kynferðisofbeldi. Sýnt hefur verið fram á að klám á borð við einkadans er gróðrarstía fyrir vændi, þar sem engin leið er að fylgjast með þeim athöfnum sem þar fara fram. Það hlýtur því að vera hlutverk yfirvalda að koma í veg fyrir að vændi þrífist undir því yfirskini að um einkadans sé að ræða. Klámiðnaður, engu síður en vændi, felur í sér félagslega og sið- ferðilega þætti sem tæpast er hægt að horfa framhjá með því að vísa til markaðslögmála frjálsra viðskipta, hreinlega vegna þess að í báðum til- fellum er verið að hlutgera, mark- aðsvæða og selja aðgang að líkama á óviðeigandi og niðurlægjandi máta. Og þar að auki oft og tíðum líkama þeirra sem minnst mega sín vegna félagslegra aðstæðna sinna eða eru neyddir til að taka þátt í háttseminni. Það er því mjög brýnt að þau mörk sem samfélagið dregur á þessu sviði séu skýr og að ákvæði í lögum komi ekki í veg fyrir að yfir- völd sveitarfélaga geti stemmt stigu við klámiðnaði og vændi í sínum sveitarfélögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.