Morgunblaðið - 17.08.2002, Page 35

Morgunblaðið - 17.08.2002, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 35 S EÐLABANKI Bandaríkjanna var ánægður með sig síð- astliðinn vetur. Allt virtist benda til að lækkun á grunnvöxtum bank- ans niður í 1,75% hefði skilað ár- angri, efnahagslægðin virtist á undanhaldi. Þrátt fyrir að menn hefðu endurskoðað mat sitt á áhrifum tæknibyltingarinnar á framleiðni og hagnað og þrátt fyrir óróleika í kjölfar hryðju- verkaárásarinnar á World Trade Center töldu menn að brátt myndu bandarísk fyr- irtæki fara að fjárfesta í stórum stíl þar sem ekki væri hægt að hafna því tækifæri að taka fé að láni á 1,75% vöxtum. Þegar líða tók á vorið voru þessar vonir orðnar að engu rétt eins og Enron, WorldCom og Arthur Andersen. Skyndi- lega voru allir fullir efasemda í garð efnahagsreikninga banda- rískra fyrirtækja. Allt í einu blasti við hversu mikil hrörnun hafði átt sér stað á eftirliti og aðhaldi gagnvart fyrirtækjum á tíunda áratugnum. Gengi bandarískra hlutabréfa lækkaði 15–20% niður fyrir gengi síðasta veturs. Bilið á milli þeirra vaxta sem ríkissjóði Bandaríkjanna buðust á lána- markaði og þeirra kjara sem fyrirtækjum stóðu til boða fór breikkandi. Allt í einu hætti Seðlabanki Bandaríkjanna að hrósa sjálfum sér. Það gat vel verið að 1,75% vextir væru rétta meðalið þegar Dow Jones- vísitalan væri í kringum 10 þús- und stig en ekki þegar hún stæði í um 8.500 stigum. Fréttir af fjárfestingum fyr- irtækja hafa haldið áfram að valda vonbrigðum í sumar. Stöðugt fleiri sérfræðingar eru farnir að ræða um möguleikann á tvíbytna efnahagslægð (double-dip recession). Þrátt fyrir það hefur Seðla- banki Bandaríkjanna haldið sig til hlés. Skammtímavextirnir sem hann stjórnar hafa ekki haggast. Það var ekki fyrr en um miðjan ágúst að Seðlabank- inn fór að gefa í skyn að hugs- anlega yrðu vextir lækkaðir. Þær óformlegu og óopinberu skýringar á aðgerðarleysi bank- ans, er lekið hafa út, leggja áherslu á tvennt. Í fyrsta lagi að skammtímavextir væru þegar orðnir það lágir að allir myndu líta svo á að frekari vaxtalækk- anir væru einungis skamm- tímaaðgerð. Þeir myndu því hafa lítil áhrif á langtímavextina sem hafa mestu áhrifin á fjár- festingar fyrirtækja. Í öðru lagi þá gæti frekari lækkun vaxta hrætt markaði vegna þess hve vextir væru þeg- ar orðnir lágir. Röksemdafærsl- an er sú að ef jafnvel Seðla- bankinn telur ástandið vera það slæmt að ástæða sé til þess að lækka vexti frekar gætu fyr- irtæki brugðist við með því að draga úr fjárfestingum í stað þess að auka þær. Mat Seðla- bankans virtist vera að hann væri nær alveg (ef ekki alveg) áhrifalaus. Hann hefði gert allt sem í hans valdi stæði og þau hagstjórnartæki sem hann hefði til ráðstöfunar myndu ekki hafa áhrif á hagkerfið. Á þessu ári sátu því Banda- ríkin og Japan föst í sömu gildr- unni, lausafjárgildrunni eins og hún hefur verið nefnd, en það gerist þegar skammtímavext- irnir, sem seðlabankinn stjórn- ar, eru svo lágir og úr tengslum við heildareftirspurn að frekari lækkun hefði ekki hvetjandi áhrif. Vandi Bandaríkjanna er ekki einsdæmi. Japan hafði verið í sömu vandræðum allt frá miðjum síðasta áratug. Hins vegar er engin önnur dæmi að finna um ríki í lausafjárgildru síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hvort Bandaríkin eru í raun föst í lausafjárgildru er óvíst. Það er heldur ekki hægt að segja til um hversu lengi þetta ástand mun vara. En jafnvel þótt Bandaríkin séu einungis á mörkum þess að vera í lausa- fjárgildru og jafnvel þótt staðan breytist innan skamms þá er þetta ógnvænleg staða. Ef stjórnun peningamála hefur engin áhrif getur Bandaríkja- stjórn einungis haft áhrif á efnahagsmál með stefnu sinni í ríkisfjármálum, breytingar á skattheimtu og opinberum út- gjöldum hafa áhrif á heild- areftirspurn. Sá lærdómur sem við getum dregið af áratug- unum eftir heimsstyrjöld- ina síðari er hins vegar að Bandaríkjastjórn, með sínu flókna og gamaldags nítjándu aldar stjórnkerfi, getur ekki brugðist nægi- lega skjótt við til þess að nýta ríkisfjármál sem hagstjórn- artæki. Það tekur einfaldlega of langan tíma að koma skatta- og útgjaldabreytingum í gegnum þingið og skriffinnskukerfið. Bandaríkin í lausafjárgildru eru því ríki sem hefur engin nothæf hagstjórnartæki til umráða. Tvívegis frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari hafa ráða- menn, að minnsta kosti banda- rískir ráðamenn, talið sig hafa ráðið leyndarmál hagsveifln- anna og lært hvernig eigi að stjórna nútímaiðnvæddu eða póst-iðnvæddu hagkerfi. Fyrra skiptið var þegar hin keynes- íska ofurtrú á eftirspurnar- stjórnun náði hámarki á sjö- unda áratugnum. Síðara skiptið var þegar hinn óháði, ópólitíski og tæknikratavæddi seðlabanki undir stjórn Alans Greenspans tókst að jafna út hagsveiflur í um áratug á tíunda áratugnum. Þetta síðara tímabil virðist hafa verið jafntímabundið og hið fyrra. Fyrir áttatíu árum færði John Maynard Keynes rök fyrir því að ríkisstjórnir bæru ábyrgð á því að halda uppi fullri atvinnu og stöðugu verðlagi. Hann taldi að gullfótarkerfi áranna fyrir heimsstyrjöldina fyrri hefði ekki verið eins vel heppnað og menn vildu vera láta. Hinn góða árangur mætti rekja til sam- spils heppilegra aðstæðna og lítlar líkur væru á að það myndi gerast aftur. Keynes var bjartsýnismaður og trúði því að ríkisstjórnir gætu lært að ná tökum á hag- sveiflum. Honum myndi bregða í brún ef hann sæi heiminn í dag: hið stöðugt háa atvinnu- leysi Evrópu, stöðnun í um ára- tug í Japan og Bandaríkin án neinna stjórntækja til að takast á við óvæntar slæmar fréttir í efnahagsmálum. Verður efnahags- lægðin í Bandaríkj- unum tvíbytna? Eftir J. Bradford DeLong ’ Bandaríkin í lausa-fjárgildru eru því ríki sem hefur engin not- hæf hagstjórnartæki til umráða. ‘ © The Project Syndicate Höfundur er hagfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley og fyrrverandi aðstoðarfjármála- ráðherra Bandaríkjanna. angi og var ðinga henn- ðild Íslands slandi. Átti hreyf- m árum. nvart út- un Sovét- aflanum. lengur ússa enn nan flota n eru svipur rsla er nú i Sovétríkj- num, nú er hópi aðeins ipið í rúss- pt af stokk- en ekki lá við að Eina flug- p á Kóla- gefið út af ar Dörfer, ryggis- óla hefur fi átt í mikl- bátum sín- flaugum. inir risa- isheppn- u í notkun yrsta kaf- kkunum í nóvember 1996 en SS-N-28-eldflaugin, sem hann átti að flytja, hafi reynst ónýt. Nú sé sagt, að 12 Borey-kafbátar eigi að koma til sögunnar 2005 en það verði líklega ekki fyrr en 2010 og telji Norðmenn, að þeir verði í Norð- urflotanum, en komi ekki í stað Delta III-kafbátanna í Kyrrahafsflotanum. Delta IV-kafbátar reynist Rússum best undir langdrægar kjarnaflaugar og þeir eigi heima- höfn í Gadzhievo, utan við Múrmansk. 940 kjarnaoddar séu í Norðurflotanum en 240 í Kyrrahafsflotanum. Þegar spennan var mest á Norður-Atlantshafi vegna útþenslu sovéska flotans, var reiknað með því, að Banda- ríkjamenn yrðu jafnvel að beita kjarnorkuvopnum í Bar- entshafi til að halda honum í skefjum. Nú er málum þann- ig háttað, að talið er, að bandarískir kafbátar af Los Angeles-gerð, búnir stýriflaugum með hefðbundnum sprengjuoddum, gætu grandað öllum rússneska Norð- urflotanum. Bandaríkjamenn geti þess vegna beint kjarn- orkuvopnum sínum annað. Dygði að nota 150 Tomahawk- stýriflaugar í þessu skyni eða 7% af 2.000 slíkum flaugum Bandaríkjamanna. Dörfer telur ólíklegt, að Rússar muni leggja áherslu á að efla herafla sinn á norðurslóðum, þeir hafi nóg með að halda honum í horfinu. Einkum sé fjarlægt, að Norð- urfloti Rússa ógni siglingaleiðum yfir Atlantshaf og ein- angri þar með Skandinavíuskaga frá Vesturlöndum. Grein sinni lýkur Ingemar Dörfer með þessum orðum: „Höfuðáherslan og hugsanlegur spennupunktur hefur færst sunnar – til Eystrasaltslandanna og stöðu þeirra sem fullvalda ríkja og framtíðaraðila að Evrópusamband- inu og NATO.“ x x x Ef enn ríkti andrúmsloft kalda stríðsins, væri það ekki talin tilviljun, að rússneskt herskip væri í Reykjavík- urhöfn á sama tíma og Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettands, kæmi í opinbera heimsókn og flytti erindi um réttmæti þess, að land sitt fengi aðild að NATO. Lettlandsforseti tók þátt í hringborðsumræðum um NATO og hlutverk smáþjóða í Þjóðmenningarhúsinu. Þar spurði Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri/ grænna og andstæðingur NATO, Vike-Freiberga, hvern- ig friðarhreyfingum liði í Lettlandi. Forseti Lettlands var ekki í neinum vafa um eðli og tilgang hinna svonefndu friðarhreyfinga frá áttunda og níunda áratugnum. Lettar hefðu ekki mikinn áhuga eða skilning á starfsemi þeirra, eftir að hafa mátt þola, að áróðri þeirra var troðið ofan í kokið á þeim af kommúnistum og marxistum undir stjórn Rússa. Friðarhreyfingar eins og þær, sem Kolbrún spurði um, væru enn svo nátengdar sovéska ánauðartím- anum í huga Letta, að ekki væru miklar líkur á því, að menn tækju mark á málflutningi þeirra í bráð. Vaira Vike-Freiberga taldi rússnesk stjórnvöld ekki lengur andmæla stækkun NATO með inngöngu Eystra- saltsríkjanna á þeirri forsendu, að hún ógnaði öryggi Rússlands, þótt Vladimir Pútín Rússlandsforseta þætti hugmyndin ekki góð. Er þess vænst, að leiðtogafundur NATO í Prag í nóvember næstkomandi ákveði að bjóða Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Slóvakíu, Slóveníu, Búlg- aríu og Rúmeníu aðild að bandalaginu. x x x Heimsókn rússneska tundurspillisins og Lettlands- forseta í byrjun vikunnar staðfesta enn hinar miklu breytingar, sem hafa orðið í öryggismálum síðustu ár. Breytingarnar snerta ekki aðeins þróun flotamála í Rúss- landi eða frelsi og stjórnarhætti Letta heldur einnig af- stöðu þeirra, sem á sínum tíma voru andvígir þátttöku Ís- lands í varnarsamstarfi vestrænna ríkja innan NATO. Sumir þeirra hafa horfið frá villu síns vegar, aðrir halda enn í þá skoðun, að Íslendingum og öðrum frjálshuga þjóðum sé best að gæta ekki öryggis síns sameiginlega með aðild að NATO. Landafræðin breytist ekki, hvað sem öðru líður. Í ljósi hennar og strauma í öryggismálum þurfum við Íslend- ingar eins og aðrir að gæta hagsmuna okkar. Spenna kann ef til vill að magnast við Eystrasalt verði Eystra- saltsríkjunum þremur veitt aðild að NATO. Rússar eiga þó ekki að hafa neitunarvald um stækkun bandalagsins, enda beinist hún ekki gegn neinum heldur er til þess fall- in að treysta öryggi, frið og frelsi aðildarríkjanna. heimsókn bjorn@centrum.is gihreyfilstæknin hins vegar brúað tt allt hljómi þetta sem framtíðar- ekki langt í að vetnisbifreiðir fari hér um götur. Þær bifreiðar verða g frábrugðnar þeim bifreiðum sem m að venjast. Þeir hjá BMW játa ð það dugi ekki að bjóða viðskipta- irra upp á annað en þeir eru vanir. eiða og öfluga bíla. Og dettur ein- í hug að Bandaríkjamenn – eða þá gar – muni leggja stóru jeppunum g aka um á litlum og undarlegum m? Líklegra er að jepparnir stóru nisknúnir. endingar munum líklega finna fyrir breytingum fyrr en margar aðrar tjórnvöld hafa stefnt að því að Ís- ði fyrsta vetnissamfélagið og stór- hafa sýnt áhuga á að nota Ísland aunavettvang. Þorsteinn I. Sigfús- son, prófessor og stjórnarformaður Ís- lenskrar nýorku, segir að lítið og sveigjan- legt samfélag á borð við Ísland eigi auðveldara með að skipta um orkugjafa en stærri samfélög. Á síðastliðnum hundrað ár- um hafi Íslendingar raunar tvívegis skipt um orkugjafa, fyrst með vatnsorkunni í byrjun síðustu aldar, svo yfir í jarðvarma eftir stríð og nú séu yfirvofandi umskipti yfir í vetnisorku. Umskiptin yfir í vetnissamfélag munu lík- lega taka hálfa öld. Þau munu hins vegar hefjast innan skamms. Árið 2003 er stefnt að því að þrír strætisvagnar smíðaðir af Daiml- er-Chrysler og knúðir efnarafali verði teknir í notkun af Strætó bs. sem hluti af hinu svo- kallaða ECTOS-verkefni (Ecological City Transport System eða Vistvænar almenn- ingssamgöngur). Níu aðrar evrópskar borg- ir hafa nýlega ákveðið að reka vetnisstræt- isvagna í tilraunaskyni. Alls eru því um þrjátíu vagnar í smíðum hjá Daimler- Chrysler þessa stundina og gæti þessi aukna eftirspurn valdið einhverjum töfum. Skeljungur hyggst byggja vetnisstöð í Reykjavík en Shell Hydrogen er aðili að ECTOS-verkefninu. Smám saman munu svo vetnisvagnarnir verða allsráðandi í almenn- ingssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og vetnisknúnir leigubílar og loks einkabílar fara að sjást á götunum. Þá mun skipaflotinn einnig ganga fyrir vetni þegar fram í sækir. Í gangi er þróunarverkefni á vegum Ís- lenskrar nýorku sem heitir NAVIGEN (Naval Hydrogen) þar sem verið er að hanna efnarafal í skip. Hvað vetnisnotkun varðar eigum við lík- lega fárra kosta völ þar sem birgðir jarðar af kolefnisorkugjöfum fara þverrandi. Við Ís- lendingar munum hins vegar standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum á öðrum sviðum. Þótt við munum kannski ekki sjá mikinn ytri mun á bensín- og vetnisbílunum er grund- vallarmunur á bensínorku og vetnisorku. Ol- ía er orkugjafi sem fyrirfinnst í náttúrunni. Vetni er ekki orkugjafi heldur orkuberi og hvergi er neinar vetnislindir að finna hér á landi (nema kannski nokkuð magn í borhol- um á háhitasvæðum). Vetni verður því að framleiða og umhverfisávinningurinn verð- ur lítill ef sú framleiðsla fer fram með bruna kolefna. Sumir líta til kjarnorku sem lausn á vandanum við vetnisframleiðslu en aðrir telja að sólarorka verði ofaná. Það er til dæmis athyglisvert að olíuþjóðirnar við Persaflóa hafa sumar sýnt þessu mikinn áhuga. Þær horfa fram í tímann og sjá helstu auðlind sína olíuna hverfa. Í eyðimörkum Arabíu er fátt annað en sandur og sól en sól- ina væri hægt að beisla til vetnisframleiðslu. Valið sem Íslendingar standa frammi fyr- ir er hvort við eigum að flytja inn vetni eða framleiða það sjálfir. Þorsteinn segir að til að knýja bíla- og bátaflota landsmanna þurfi tvær Búrfellsvirkjanir. Því gætum við þurft að velja um það í framtíðinni hvort við ætl- um að vera óháð öðrum þjóðum varðandi eldsneyti eða vera útflytjendur á áli. Vetnið gæti komið frá hverflum í vatnsorkuverum eða gufuhverflum. Gufuaflið kann að verða ofan á enda nær ótæmandi auðlind. Óhjá- kvæmilegt er hins vegar að eitthvert land fari undir virkjanir, hvort sem um verði að ræða vatnsafls- eða gufuvirkjanir. Náttúru- verndarsinnar gætu því staðið frammi fyrir erfiðri siðferðislegri spurningu. Er réttlæt- anlegt að virkja til að vinna hreinan orku- gjafa er myndi nær útrýma útblæstri koltví- sýrings? Viljum við loftið eða landið? dið? APsbifreiðum BMW þegar hún var til sýnis í Los Angeles á síðasta ári. sts@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.