Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 43
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
18
31
3
07
/2
00
2
ÉG ER Í GÓÐU SAMBANDI
Fyrsti smábíllinn með handfrjálsan búnað að staðalbúnaði.
ÉG ER YARIS MOBILE - NÁÐU MÉR NÚNA! Ég er
fáanlegur í takmarkaðan tíma með handfrjálsum búnaði, 14" álfelgum, vindskeið að aftan og skyggðum
rúðum sem staðalbúnað. Ég er alltaf í sambandi, alltaf hreyfanlegur og kosta frá aðeins 1.129.000 kr. sem
er sama verð og þegar ég er venjulegur. www.toyota.is
Handfrjáls búnaður Álfelgur Vindskeið Skyggðar rúður
ATHYGLI mín var nýlega vakin
á ummælum í ritdómi um Skóg-
ræktarritið 2002 er birtist í Morg-
unblaðinu 18. júlí síðastliðinn. Þar
ber ritdómarinn, Ágúst H. Bjarna-
son, nokkuð saman hið nýútkomna
rit við Ársrit Skógræktarfélag Ís-
lands 1948 (eins og ritið hét þá).
Hann segir þar m.a:
„54 ár eru ekki langur tími í lífi
trjáa. Engu að síður hafa mikil um-
skipti orðið í skógrækt á þessum
tíma. Í þá tíð var illvíg andstaða,
ekki sízt meðal forvígismanna
bænda, gegn skógrækt. Nú er öldin
önnur og margir bændur sjá sjálfir
gildi þessarar ræktunar. Það skyldi
þó aldrei vera, að það hafi verið
gæfa skógræktar í landinu, hvað
hún fór hægt af stað vegna andróð-
urs og því var unnt að fikra sig
áfram og gæta vel að flestu.“
Mér brá við þessi ummæli, að
forvígismenn bænda um miðja síð-
ustu öld hafi verið í illvígri and-
stöðu við skógrækt í landinu. Ann-
ars minntist ég frá mínum
uppvexti. Þá stofnuðu bændur og
ungmennafélagar héraðsskógrækt-
arfélag og deildir innan þess í flest-
um sveitarfélögum.
Mér varð einnig strax hugsað til
þess hvernig stofnun Skógræktar-
félags Íslands bar að árið 1930. Það
var á fundi búfræðikandídata
(NJF) sem tillaga um stofnun þess
var fyrst flutt. Síðan voru það Sig-
urður Sigurðsson búnaðarmála-
stjóri og með honum ráðunautar
hjá BÍ (samstarfsmenn Sigurðar)
sem beittu sér einkum fyrir stofnun
félagsins, vitanlega með stuðningi
fleiri góðra manna.
En hverjir eru forvígismenn
bænda eða hafa verið á hverjum
tíma? Ég hygg að engan ótvíræðari
samnefnara fyrir þá megi finna en
Búnaðarþing. Þar réðu kjörnir
fulltrúar bænda málum og gera enn
og þar höfðu ráðunautar Búnaðar-
félags Íslands málfrelsi og tillögu-
rétt.
Hátíðarfundur Búnaðarþings er
það varð fimmtíu ára var haldinn á
Egilsstöðum á Völlum árið 1949.
Ári síðar er ritið kom út sem vakti
þær hugrenningar ritdómarans
sem ég hef vitnað hér til.
Önnur af tveimur ályktunum
þessa hátíðarfundar fer hér á eftir:
„Búnaðarþing haldið á Egilsstöð-
um á Völlum dagana 1. og 2. sept.
1949, lítur svo á:
Að skógræktin geti verið mikil-
vægur þáttur í ræktunarmálum
landsins, til jarðvegsverndar, land-
græðslu og skjóls fyrir verðmætan
nytjagróður og að takast megi er
tímar líða, að framleiða gagnvið til
mikilla hagsbóta og eflingar efna-
legs öryggis fyrir landsmenn.
Búnaðarþing lítur svo á, að rækt-
un gagnviðarskóga hér á landi sé
mjög merkilegur og þýðingarmikill
þáttur í hagnýtingu á gróðurskil-
yrðum landsins og að með þeirri
starfsemi sé lagður grundvöllur að
nýjum atvinnurekstri
með þjóð vorri.
Með tilliti til þessa
lýsir Búnaðarþing yfir
stuðningi við skóg-
ræktarstarfsemina og
vill beita sér fyrir því,
að stjórn Búnaðar-
félags Íslands, búnað-
arsamböndin og
hreppabúnaðarfélögin
hafi ávalt náið samstarf
við Skógrækt ríkisins
og Skógræktarfélag Ís-
lands um hverskonar
fyrirgreiðslu og stuðn-
ing er miðar að eflingu
skógræktarinnar.“
Hér þarf ekki lengur að leiða til
vitni um afstöðu forystumanna
bænda til skógræktar um miðja síð-
ustu öld og svarið við spurningunni
í fyrirsögn þessarar
litlu greinar er því
ótvírætt – nei.
Það er líka alger
óþarfi að taka svo til
orða að nú sé öldin
önnur og að margir
bændur sjái nú sjálfir
gildi þessarar rækt-
unar. Þeir fjölmörgu
skógræktaráhuga-
menn í röðum bænda
sem ég man frá því
fyrir miðja síðustu
öld „sáu sjálfir“ ótví-
rætt gildi skógræktar
– þess vegna voru
þeir baráttumenn fyr-
ir aukinni skógrækt, en ekki and-
vígismenn hennar.
Voru „forvígismenn“ bænda
andstæðir skógrækt?
Jónas Jónsson
Skógur
Bændur voru bar-
áttumenn fyrir aukinni
skógrækt, segir Jónas
Jónsson, en ekki and-
vígismenn hennar.
Höfundur er fv. búnaðarmálastjóri.