Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jónína Jónsdóttirfæddist á Velli í Hvolhreppi 12. maí 1939. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Valur Gunn- arsson frá Velli, f. 12.11. 1909, d. 15.4. 1977, og Jónína Ingi- björg Jónsdóttir frá Bolholti, f. 12.7. 1909, d. 21.3. 1970. Systir Jónínu er Svala, f. 30.3. 1938. Jónína giftist 25.12. 1965 Jóni Benediktssyni járnsmið, f. í Reykjavík 8.4. 1937. Þau eiga fimm börn, þau eru: Jón Valur, f. 27.9. 1961, kvæntur Önnu Bjarneyju Sig- urðardóttur; Ingi- björg, f. 15.9. 1962, sambýlismaður Hjálmar Ævarsson; Benedikt, f. 25.9. 1964; Gunnar, f. 11.10. 1966, kvæntur Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur; og Ósk- ar, f. 24.2. 1970. Barnabörnin eru ell- efu. Jónína og Jón bjuggu mestan sinn búskap á Velli en síð- ustu árin á Hvolsvelli. Útför Jónínu verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma. Eftir stutt en erfitt stríð við vondan sjúkdóm hefur þú kennt okkur að líta líf okkar öðrum augum, meta það meira. Við höfum flest uppgötvað að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Meðan á veikindum þínum stóð varstu alltaf sterk og gerðir allt til að koma í veg fyrir að við hefðum áhyggjur af þér. Þú varst svo söngelsk og þegar sungið var söngst þú alltaf manna hæst og það var svo gaman að fylgj- ast með þér, gleðin í augunum og fal- legt brosið fékk mann til að brosa með. Alltaf vildir þú öllum vel og jafnvel þegar við sögðum ófyndnustu brandara varst þú sú eina sem hlóst að þeim, bara svo okkur liði vel. Við munum seint gleyma því þeg- ar við vorum litlar og komum í heim- sókn til þín og afa á sumrin. Á kvöld- in áður en við fórum að sofa varstu vön að setja sængina okkar á ofninn svo hún yrði hlý þegar við legðumst upp í. Svo „pakkaðir“ þú okkur inn í sængina, lagðist hjá okkur og allt varð svo hlýtt og gott. Síðan kenndir þú okkur frænkunum fyrstu bænina okkar, Faðir vorið: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Við munum alltaf minnast þess hversu góð þú varst við okkur. Við erum þakklátar fyrir allt sem þú kenndir okkur og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Núna ert þú á betri stað, þar sem þér líður vel. Það er gott að vita að þú heldur verndarhendi yfir okkur, eins og þú hefur alltaf gert. Hvíldu í friði og Guð geymi þig. Þínar barnadætur, Jónína Helen Jónsdóttir og Kolbrún Sif Hjartardóttir. Elsku Lilla mín. Mig langar til að senda þér nokkur kveðjuorð með þakklæti fyrir ævina okkar. Þegar ég sagði barnabörnum mínum að þú værir mjög veik, sögðu þau mér að Jesús, María, englarnir og líka Guð myndu passa hana og vernda. Það er mín trú að þau hafi öll staðið við það. Þú varst alla tíð mikill dýravinur og náttúrubarn. Allt sem lífsanda dró laðaðist að þér, og dugmaðurinn þú hafðir gott skap. Ég man eitt sinn er fjórir menn komu með hest á bíl, í böndum. Þeir fengu að geyma hestinn í eina viku hjá okkur. Þeir vildu þó aðvara okk- ur og báðu okkur að koma ekki ná- lægt hestinum, því þeir sögðu hann bæði bíta og slá. Þú settist út í hest- hús og talaðir við hestinn. Þeir komu að vikunni lokinni með böndin sín, fjórir saman að ná í hestinn. Þeir voru þá beðnir að bíða aðeins. Á meðan fórst þú í hesthúsið, beislaðir hann og labbaðir með hann ljúfan og góðan út í bíl. Vallarkrókurinn sem við ólumst upp í var sérstaklega gott samfélag, Vallarbæirnir 1 og 2, Bakkavöllur, Árgilsstaðabæirnir 1 og 2, Kotvöllur og Markarskarð. Pabbi var mikill tónlistarmaður með syngjandi gott skap og fann alltaf skoplegu hliðarn- ar á öllu í kringum sig. Mamma var mikill bóndi í sér en missti heilsuna alltof fljótt. Lilla mín! Ég var að rifja það upp þegar pabbi og Sigurjón frændi á Bakkavelli æfðu okkur að syngja saman raddað í kór, Maggi, Bói, Nína, Dista, ég og þú. Þegar svo komu gestir, sem var reyndar yfir- leitt daglega, urðum við að fara inn og syngja fyrir fólkið. Eins á jólum var farið á milli bæja, farið í leiki og mikið sungið. Í sumar þegar við vorum að tala um lífið og tilveruna varst þú að rifja það upp, þegar við vorum litlar. Þá hafði ég alltaf passað þig og varið fyrir öllu sem þér fannst hættulegt. Mér fannst þetta alltaf svo sjálfsagt, því ég var jú ári eldri. Stóra gleðin þín í lífinu voru mað- urinn þinn og börnin ykkar fimm, að ég tali nú ekki um þegar barnabörn- in fóru að koma. Þegar þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm í vor varst það þú sem barst þig best. Elsku Lilla mín, við Assi og börnin þökkum þér fyrir samveruna. Um leið vottum við Jóni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Svala. Það er skammt stórra högga á milli. Þú veiktist fyrir þrem mánuð- um og nú ertu öll. Í örfáum orðum vil ég minnast hennar frænku minnar sem var svo mörgum góðum kostum gædd. Allar þær minningar sem ég á úr æsku þegar ég kom með foreldr- um mínum og síðar með son minn til fjölskyldunnar á Velli í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu. Ég vil þakka fyrir allar góðu móttökurnar, sönginn og undirspilið. Minnisvarði hennar sem eftir stendur eru synirnir og dóttirin, þau eru dugmikil, glæsileg og góð. Vertu blessuð og sæl, elsku frænka mín, og megi góður guð styrkja eftirlifandi eiginmann, börn, barnabörn og tengdabörn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún Viktoría. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Sannindin í þessum hendingum úr ljóði Tómasar Guðmundssonar koma mér í hug þegar nágranni og góð vin- kona, hún Jónína, sem ég kýs að kalla Lillu, á Velli er öll. Allt of snemma lauk hún sínu ferðalagi hér á jörð en við sem eftir stöndum vitum að sá sem mikið eign- ast mun líka mikið missa. Lilla fæddist að Velli í Hvolhreppi 12. maí 1939. Allan sinn aldur ól hún í þeirri sveit og hún unni þessu svæði og þar vildi hún búa. Umhverfið í Vallarkróknum bar öll merki gömlu bændamenningar- innar. Þar bjó hver að sínu, heimilin voru mannmörg og nágrannarnir hjálpuðust að, glöddust og hryggð- ust saman. Ingibjörg, móðir Lillu, veiktist illa af liðagigt þegar systurnar Lilla og Svala voru enn á unglingsaldri. Féll það þá fljótlega í hlut Lillu að taka að sér umsjón heimilisins. Því hlutverki gegndi hún með prýði og samvisku- semi eins og öllu sem hún tók að sér. Þótt margt hafi nú breyst í ís- lensku bændasamfélagi og bæjar- hlöðin í Vallarkróknum ómi ekki lengur af leikjum margra barna breyttist hún Lilla ekki. Hún var alltaf sama trausta og falslausa kon- an sem ég kynntist fyrir 40 árum. Hún fór ekki varhluta af dýrstu gjöfum þessa heims því að hún eign- aðist góðan og trúfastan maka, hann Jón Benediktsson, sem fylgdi henni af stakri natni og kærleika til hinstu stundar. Það er eins og Tómas segir í ljóð- inu: Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Börn þeirra Lillu og Jóns eru fimm að tölu, öll sérlega vel af guði gerð og hafa hlotið mannkosti for- eldra sinna í vöggugjöf. Að lokum vil ég votta Jóni og af- komendum öllum samúð mína. Minningin mun lifa um góða og heil- steypta konu. Ólöf Kristófersdóttir. Kveðja frá Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli Látin er um aldur fram heiðurs- konan Jónína Jónsdóttir, Lilla á Velli, eins og hún var oftast nefnd. Jónína vann á Kirkjuhvoli um langt árabil og var ákaflega vel liðin af öllum, samviskusöm, dugleg og góður starfskraftur. Hún var trún- aðarmaður starfsfólks í mörg ár og fulltrúi þess í stjórn heimilisins og segir það hve vel henni var treyst til góðra verka. Jónína hafði lengi átt við heilsuleysi að stríða en stundaði vinnu sína af dugnaði þangað til síð- astliðinn vetur er hún greindist með krabbamein sem hún tókst á við af æðruleysi og með góðum stuðningi fjölskyldu sinnar. Ekki er hægt að minnast starfa Jónínu fyrir Kirkjuhvol án þess að geta eiginmanns hennar, Jóns Bene- diktssonar, með þakklæti. Hann er þúsundþjalasmiður og hefur heimilið notið góðs af því og margar ferðirnar kom hann á Kirkjuhvol til að stilla og laga tól og tæki, taka upp skemmtan- ir á myndbönd o.fl. Einnig voru þau hjón virk í félagsstarfi heimilisins og minnast þeirra margir á þorrablót- um er þau dönsuðu saman glöð og ánægð hvort með annað. Að leiðarlokum eru Jónínu færðar hjartans þakkir fyrir samstarfið og öll kynni, eiginmanni, börnum og fjölskyldunni allri vottuð samúð – góð kona er gengin. Elsku Lilla mín. Þá ertu búin að kveðja okkur í hinsta sinn. Þegar þú fórst í vetrarfríið í mars og ætlaðir að nota tímann og láta laga smáveg- is, sem þú hafðir dregið allt of lengi, óraði okkur ekki fyrir því, að þú kæmir ekki aftur. Við erum ekki búnar að átta okkur á því hér á Kirkjuhvoli, að þú eigir ekki eftir að heilsa okkur á morgnana með bjarta brosinu þínu. Alltaf glöð og kát, sama hvernig þér leið. Þú varst búin að stríða lengi við liðagigtina, en JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR ✝ Kristín Péturs-dóttir fæddist í Kvíum í Grunnavík- urhreppi 9. septem- ber 1914. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 3. ágúst síðastliðinn. Eiginmaður Kristín- ar var Adolf Davíðs- son, d. 1. september 1999. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Arnar, f. 18.3. 1936, búsettur á Akureyri. 2) Númi Sveinbjörn, f. 12.5. 1938, búsettur á Akureyri. Hann á fjögur börn, fjögur barnabörn og eitt barnabarnabarn. 3) Helga, f.15.8. 1948, búsett í Lúxemborg. Hún á tvö börn og tvö barnabörn. Þau Kristín og Adolf bjuggu á Ak- ureyri alla tíð, lengst af í Hlíðar- götu 10, en síðustu fjögur árin bjó Kristín á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri. Útför Kristínar var gerð frá Akureyrarkirkju 15. ágúst. Með þessum línum vil ég kveðja og minnast elskulegrar tengdamóður minnar Kristínar Pétursdóttur er lést 3. ágúst síðastliðinn á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar. Einhvern veg- inn datt mér ekki í hug er ég kvaddi hana fyrir þremur vikum með þeim orðum, sjáumst svo aftur í október, að það væri í síðasta skipti er ég hitti hana í lifanda lífi, þó svo að ég vissi raunar vel að þetta gæti gerst hvenær sem væri. Maður er víst sjaldnast tilbúinn er að þessum kaflaskiptum kemur. Ég kynntist Kristínu fyrir nær 35 árum, er ég kynnist dóttur hennar og varð síðar hennar tengdasonur. Hún tók mér strax eins og eigin syni, þó trúlega með ákveðinni varfærni í byrjun sem eðlilegt var, þar sem um einkadótturina var að ræða. Ég fann strax að hún var sérlega traust og góð kona sem vildi öllum vel og öllum gott gera, en ætlaðist hvorki til endur- gjalds né þakklætis. Kristín var full af fróðleik, bæði frá gamla tímanum fyrir vestan, nútím- anum og var mjög ættfróð. Hún fylgdist vel með fram á síðasta dag horfði á sjónvarp, hlustaði á útvarp og las blöðin. Síma notaði hún óspart og var ekki feimin við hann þar til á síð- asta ári er hún datt og brotnaði, náði sér þó furðuvel af því áfalli en komst þó ekki upp á lag með að nota símann eins og áður. Hún gat ekki hringt sjálf, þetta hlýtur í raun að hafa verið mikið áfall fyrir hana. Áður hringdi hún reglulega til frændfólksins fyrir vestan og austan, til dóttur sinnar í Lúxemborg, í synina, ömmubörnin og aðra ástvini eftir þörfum. Sérlega er mér minnisstæð ferð er tvö af börnum hennar, svo og við tengdabörnin og fleira frændfólk hennar að vestan fórum fyrir tveimur árum á æskuslóðirnar í Jökulfjörðum. Það var henni mikið metnaðarmál að tækist vel, hafði enginn af okkur kom- ið í Kvía áður, en Kristín vísaði veg í gegnum síma. Hún mundi þetta allt eins og hún væri nýbúin að vera á svæðinu, hún hefði náttúrulega helst viljað vera með ef heilsan hefði leyft. Þetta fannst mér í raun alveg stór- kostlegt hjá henni og dáist að. Kristín fylgdist vel með sínu fólki í stórfjölskyldunni, vissi nokkuð hvar hver var í heiminum hverju sinni. Öll afmæli mundi hún og þá kom síminn sér vel aftur. Börnum, ömmubörnum og tengdabörnum þurfti að gefa gjafir á afmælum og jólum, stjórnaði hún þessu og fylgdi eftir að rétt væri að staðið. Eftir að við hjónin fluttum til út- landa, sem er orðið langt síðan, kom- um við og börnin nokkuð reglulega til Íslands og þá lá leiðin um Akureyri ef þess var nokkur kostur. Vorum við þá ávallt á heimili Kristínar og Adólfs. Mér er minnisstætt hversu henni fannst mikilvægt að gera vel við okk- ur og aðra gesti þó svo að iðulega vildi hún draga úr ágæti veitinga sinna. Trúlega hefur það verið erfitt alla- vega í byrjun, fyrir hana að sjá á eftir dótturinni svo langt frá heimahögun- um sem raun varð á þó svo að aldrei heyrði ég hana minnast á það. Að endingu vil ég þakka Kristínu fyrir allar samverustundirnar og hlýjuna, þær voru mér góðar og lær- dómsríkar. „Takk fyrir mig.“ Að lok- um bið ég góðan guð að taka vel á móti tengdamóður minni og styrkja börn hennar, fjölskyldur þeirra og ykkur öll. Blessuð sé minning Krist- ínar Pétursdóttur. Hermann Friðriksson. Elsku amma mín. Þá er komið að því að bréfberinn geti nú ekki komið póstinum mínum lengur til þín. Helst af öllu vildi ég halda í hönd- ina á þér, kúra í hálsakotinu og hlusta á þig spila á munnhörpuna þína eins og þú gerðir þegar ég var yngri og þekkti ekki sorgina. En nú ert þú komin til afa. Þið eruð sameinuð á ný. Það er kalt, rigning og glugginn minn hefur fellt tár síðan að þú kvaddir. Ég sakna að sjá þig brosa, en mér mun ávallt líða vel þegar ég hugsa um þig. Ég geymi minningarn- ar okkar sem gimstein í mínu hjarta. Elsku amma mín, ég bið englana þína og afa að passa þig. Ég naut hverrar stundar sem ég átti með þér, ég sakna þín. Þín Lilja Björk. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur greina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.