Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 49
aldrei heyrðum við þig kvarta. Varst
mismunandi löt, eins og þú kallaðir
það. Veikindunum tókst þú af sama
æðruleysi og þú lifðir lífinu.
Margs er að minnast í gegnum tíð-
ina. Þú varst búin að vinna hér lengi
og vinna vel. Alltaf hrókur alls fagn-
aðar, þar sem við komum saman. Svo
við tölum ekki um fastan lið hér á
þorrablótunum á Kirkjuhvoli, þegar
þið Jón tjúttuðuð af hjartans lyst
eins og unglingar og við horfðum
dolfallin á. Það er stundum sagt að
maður komi í manns stað, en hér
kemur aldrei önnur Lilla. Okkur
langar að kveðja þig með þessum
ljóðlínum sem lýsa þessu svo vel:
Er dimmum skuggum yfir byggðir brá,
sló bjarma út um allan hennar glugga.
Þá bar hún hæst, er byljir skullu á,
og braust gegn þeim, sem væri
hríðarmugga.
Með fórn og elsku vann hún vegsemd þá,
er veitist þeim, sem gefa líf og hugga.
Hún fann, hvað þegn og þjóðir mestu
varðar,
var þerna guðs, en dóttir sinnar jarðar.
(Davíð Stefánsson.)
Guð geymi þig, kæra vinkona.
Innilegar samúðarkveðjur til þín Jón
minn og allrar fjölskyldunnar.
Vinnufélagar Kirkjuhvoli.
Mín kæra vinkona, Jónína Jóns-
dóttir frá Velli, eða Lilla á Velli, er
fallin frá langt um aldur fram. Lilla
fæddist að Velli en þar bjuggu for-
eldrar hennar á undan henni. Hún
bjó á Velli og í Vellinum alla sína ævi.
Þegar ég kom fyrst að Velli 1986
hitti ég fyrir fjallmyndarlega fjöl-
skyldu í næsta húsi, þau Lillu, Jón
Ben og börnin þeirra fimm, sem eru
hvert öðru myndarlegra eins og for-
eldrar þeirra. Stax tókst vinátta með
fjölskyldum okkar, og samgangur
mikill.
Árin hafa liðið og vináttuböndin
styrkst. Við Lilla tókum oft saman í
giðingar, fórum saman í útreiðartúr,
bíltúr, heyjuðum, sátum og drukkum
kaffi.
Margt var þá spjallað og mörg
gullkorn hrutu af vörum þínum. Þitt
einstaka jafnaðargeð og þitt góða
skap vakti hvað eftir annað aðdáun
mína.
Í seinni tíð, að sjá til þín á göngu-
ferð um Völlinn, og þegar fór að
nálgast kaffitíma, að sjá þig rölta yfir
Lækjartúnið í átt til mín. Þess mun
ég sakna.
Fyrir síðustu jól elduðum við sam-
an herlega máltíð heima hjá mér, þar
sem við buðum til okkar vinum okkar
í Vallarkróknum. Þá kenndir þú mér
að brúna kartöflur að jólasið. Þetta
varð til þess að fjölskylda mín taldi
mig hafa verið að lesa mér til um
eldamennsku og steig ég heldur í
áliti fyrir þessa kunnáttu þína. Og
pönnukökuuppskriftin þín hefur
heldur betur slegið í gegn.
Ég veit að þér fannst ansi fyndið
að vera að kenna öðrum eitthvað sem
þú sagðir sjálf að þú hefðir aldrei
lært, „maður gerir bara eins og mað-
ur sá gert heima á meðan einhver
annar en ég eldaði“. Elsku Lilla mín,
það hefur svo margt rifjast upp fyrir
mér síðan á föstudag að Jón hringdi
og sagði mér að nú værir þú farin.
Þínu stutta dauðastríði lauk aðeins
einum sólarhring eftir að þú varst
lögð inn á líknardeild Landspítalans.
Þú varst umvafin ást og vináttu
barna þinna og eiginmanns.
Síðusti þrír og hálfur mánuður,
síðan þú greindist með ólæknandi
krabbamein, voru bæði góðir og
slæmir.
Æðruleysi og kvíðaleysi voru þín
aðalsmerki, sátt við Guð og menn. Þú
varst sönn hetja.
En í þessu stríði voru fleiri hetjur.
Jón Ben vakti yfir þér og vék aldrei
frá þér, lærði að elda mat og var vak-
inn og sofinn yfir velferð þinni. Miss-
ir hans er mikill þar sem þú varst
ávallt rauði þráðurinn í lífi hans.
Börnin þín fimm bera þér einstakt
vitni, öll komin til manns, góðir og
gegnir einstaklingar eins og til var
stofnað.
Missir ykkar allra er mikill. En
minningin um góða eiginkonu, móð-
ur og ömmu mun verma ykkur öllum
um ókomin ár.
Arndís Erla Pétursdóttir, Velli.
✝ Helga Bjarna-dóttir frá Beinár-
gerði í Vallahreppi á
Fljótsdalshéraði
fæddist í Gíslastaða-
gerði í sömu sveit
19. nóvember 1919.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Egilsstöð-
um 7. ágúst síðastlið-
inn.
Helga var gift
Benedikt Sigfússyni
frá Vallaneshjáleigu,
f. 18. ágúst 1920, d.
6. febrúar 1997. Þau
hófu búskap á Eyj-
ólfsstöðum í Vallahreppi 1942, en
fluttu síðan í Kolstaðagerði í
sömu sveit. Vorið 1949 fluttu þau
í Beinárgerði og keyptu þá jörð
árið 1955. Börn Helgu og Bene-
dikts eru: 1) Birna Jónína, f.
1940. Hún á eina dóttur. 2) Sigfús
Guðbergur, f. 1942, kvæntur
Margréti Ásgeirsdóttur, nú látin,
börn þeirra eru
fjögur. Núverandi
kona Sigfúsar er
Hugrún Kristjáns-
dóttir. 3) Klara, f.
1945, hennar sam-
býlismaður er
Tryggvi Sigur-
björnsson. 4) Jó-
hannes Óskar, f.
1946. Þórhallur, f.
1952, d. 2000. Hans
kona var Sigríður
Guðmundsdóttir og
þeirra börn eru
fimm. Þau skildu.
Seinni sambýliskona
hans var Elín Björg Valdórsdótt-
ir. 5) Gunnar, f. 1960. Hans sam-
býliskona er Kristín Hrönn Sæv-
arsdóttir og á hún fjögur börn.
Barnabarnabörnin eru ellefu tals-
ins og eitt barnabarnabarnabarn.
Útför Helgu fer fram frá Valla-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Úr hverju vildir böli bæta,
brosið var sem skin af sól.
Vildir hugga, verma og kæta,
veita hrjáðum líkn og skjól.
Göfugt allt og gott þú kenndir,
góða elsku mamma mín, –
bættir allt og blíðu sendir.
Björtust allra’ er minning þín.
(Þuríður Briem.)
Þessi orð segja allt um hug okkar
systkinanna er við nú kveðjum móð-
ur okkar. Guð veri með þér, elsku
mamma.
Systkinin frá Beinárgerði.
Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur verið þrýstar
í alvöru augnabliksins
– kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.
Það bregst ekki.
(Ingibjörg Haraldsdóttir.)
Þetta hljóðláta og hógværa ljóð
Ingibjargar Haraldsdóttur um kon-
ur kemur upp í huga minn, þegar ég
nú kveð í hinsta sinn þá konu sem
skipað hefur hvað stærstan sess í lífi
mínu, ömmu mína Helgu Bjarna-
dóttur.
Amma var ekki kona sem barst
mikið á í lífinu. Hennar hugur og
kraftar voru helgaðir heimilinu og
fjölskyldunni og á þeim vettvangi
var það hún sem aldrei brást. Dugn-
aður hennar, hlýja og fórnfýsi voru
einhvern veginn svo sjálfsögð að
stundum tókum við varla eftir því.
Allt var frágengið og fyrir öllu séð
og aldrei nein háreysti. Samt var
persóna hennar og nærvera svo
sterk að engum sem henni kynntist
gat dulist að þar var engin með-
almanneskja á ferð. Amma var hetja
sem vann sínar dáðir í hljóði í sínum
litla heimi, sem var samt svo stór og
mikilvægur þeim sem í honum lifðu
og hrærðust. Hún gekk hægt og
hljótt um þennan heim og brást
aldrei.
Ömmu get ég þó ekki minnst án
þess að minnast afa míns, Benedikts
Sigfússonar, sem einnig er látinn,
því svo samofin eru þau í huga mér.
Ég á þeim mikið að þakka því þau
veittu mér heimili og ómælda ást í
uppvexti mínum, og lífsviðhorf
þeirra og gæska hafa reynst mér
dýrmætt veganesti í lífinu.
Þau afi og amma byrjuðu sinn bú-
skap með tvær hendur tómar um
1940 en með dugnaði og samheldni
tókst þeim að eignast jörðina Bein-
árgerði á Völlum þar sem þau
bjuggu meðan líf og heilsa leyfðu.
Þau unnu þessari jörð afar heitt og
var það ósk þeirra beggja að fá að
leggjast þar til hinnar hinstu hvílu.
Þar eiga þau sér nú friðsælan beð
við hlið sonar síns í skjóli gömlu
reyniviðartrjánna í grafreitnum
heima.
Með dauða ömmu er lokið langri
göngu sem ekki var alltaf létt. Hún
átti við mikið heilsuleysi að stríða þó
lengi héldi hún í vonina um að kom-
ast aftur á fætur. Sú von brást og
urðu það henni sár vonbrigði. Með-
an afi lifði stóð hann eins og klettur
við hlið hennar og tók mikinn þátt í
umönnun hennar. Dauði hans var
henni mikið áfall og ekki var áfallið
minna þegar sonur þeirra, Þórhall-
ur, lést. Það var óhjákvæmilegt að
sorgin og veikindin settu mark sitt á
þessa sterku konu. Hún var bundin
við hjólastól og öðrum háð um allt.
Þetta var henni mikil raun en þrátt
fyrir það tókst hún á við þetta allt af
hljóðri þolinmæði eins og henni var
líkt.
En amma hafði ræktað garðinn
sinn vel og hún átti samheldna og
ástríka fjölskyldu sem reyndi eftir
mætti að létta henni lífið með ein-
stakri ræktarsemi. Þau sex ár sem
hún dvaldi á sjúkrahúsinu á Egils-
stöðum fékk hún mikið af heimsókn-
um og varla leið sú helgi sem hún
var ekki sótt og henni gert kleift að
heimsækja sitt gamla heimili. Þess-
ar heimsóknir voru henni afar mik-
ilvægar.
Við elskuðum hana öll og virtum
mikið. Yngstu meðlimir fjölskyld-
unnar vöndust á að faðma og kyssa
þessa fallegu gráhærðu konu í hjóla-
stólnum og í hvert sinn er litlar
hendur vöfðust um háls hennar og
hlýjar varir snertu vanga hennar,
ljómaði hún og blíða brosið lék um
varir hennar. Það vildi svo vel til að
yngsti afkomandinn, Benedikt
Nökkvi, kom í heimsókn rétt fyrir
andlát langalangömmu sinnar og
gladdi það hana mikið. Hún hafði
orð á því hversu myndarlegur hann
væri og hve fallegt blik væri í aug-
um hans.
Afi og amma eru bæði farin,
hringnum er lokað og ég er tilbúin
að kveðja þessar tvær manneskjur
sem ég elskaði svo mikið. Við barna-
börnin hefðum ekki getað óskað
okkur betri ömmu og afa.
Sérstakar þakkir vil ég að lokum
færa öllu starfsfólki Sjúkrahússins á
Egilsstöðum sem annaðist ömmu
allt til síðustu stundar.
Stefanía Ósk.
HELGA
BJARNADÓTTIR
! "#$%&""
# ' "
' (
# %&"" )
!
*+!,
" #
$% ! &
' ))
! '
"
))
! *
!
"
" !
+# !
,""
-# ! + !
. ! +# ! /)! !
0
, #
"1
#
!+# !2
# 03
..3
' ,# * #
4"5#'
)(
#
( - ." /% ," )! "#$%&""
! "
( -%&""
,"
( - , 0 %&""
"(
( -
0 .", %&""
1",
# , )
6
!
(
2
3* ,
-4 5
!&6
#
" 1
# (
$
..3
(! )&
1 7(%
# %&""
&7 ')1 ! (4 ,"-$%&""
0 " 1
&,)
( ! "&%&""
(% ! )
( '&
%&""
8//48 ( 8//48 )
(
'
90 ,
: "(1
*#& % (
,! 7
2
#(
.
8""" ",
#!# (
0
33
9 / ;( , < %&""
"7 '& ;( , %&""
&/7(% (# ;( %&""
( - ;(
! ( ." ;(
4 48 4 4 48 )
3,
(#&/&
8((/
, "
#8 , -
, &7 , - %&""
&, - )
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.