Morgunblaðið - 17.08.2002, Page 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nokkur orð til míns
elskulega bróður sem
nú hefur kvatt okkur
svo skyndilega. Mundi
var mín fyrirmynd allt
frá því ég man eftir mér í æsku og
fram á unglingsár. 6 ára fékk ég að
fara með honum á dansæfingar hjá
Rigmor Hansen í Gúttó og var það
upphafið að dansferli okkar bræðra
allt fram til þessa dags. Ég var
einnig 6 ára þegar ég fékk að fara
með honum á handboltaæfingu í
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og
þar með var áhuginn á íþróttunum
komin í fullan gang, þó enn liðu
nokkur ár þar til ég fékk sjálfur að
handleika boltann, þá skipti öllu
máli að vera með Munda bróður.
Síðar komu söfnunarárin, við
söfnuðum frímerkjum, leikara-
myndum, bíóprógrömmum, hasar-
blöðum og töppum af gosflöskum
sem við síðan notuðum í púkk og
hark, fjárhættuspilin góðu. Í þá
daga var sjónvarpið ekki til að
trufla og taka tíma af athafnasöm-
um drengjum sem nægði ekki sóla-
hringurinn til náms, leikja og
starfa. Á þessum árum var Mundi
gríðarlega kröftugur strákur, hann
byrjaði að selja blöð 6 ára, fór á
sjóinn 12 ára og var bæði á fiski-
bátum og togurum. Mundi og fé-
lagar hans voru með spilaklúbb og
spiluðu og tefldu, þangað elti ég
Munda og fékk að spila með ef ein-
hver hinna forfallaðist, þarna var
skák- og spilaáhuginn mikill. Tefld-
um við Mundi allt fram til hans síð-
asta dags.
Mundi fór síðan að sigla á fragt-
skipum upp úr 1960, hann kom allt-
✝ GuðmundurIngvar Guð-
mundsson stýrimað-
ur fæddist í Reykja-
vík 30. janúar 1945.
Hann varð bráð-
kvaddur í Danmörku
5. ágúst síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Árbæjar-
kirkju 15. ágúst.
af heim með nýjustu
undratækin svo sem
pínulítið vasaútvarp og
síðast en ekki síst all-
ar nýjustu plöturnar
sem voru á toppnum
úti, Brendu Lee,
Conny Francis og Elv-
is Presley, þar með
hófst rokktímabilið á
okkar heimili. Þá var
Mundi farin að greiða
í píku (spíss) með
brilljantíni og adrett,
ég hermdi eftir Munda
og setti jafnvel í mig
rúllur til að vera eins
og Mundi rokk.
Mér er minnisstæð ein gjöf frá
Munda á þessum árum en það voru
Wrangler (Blubell) gallabuxur, þær
voru alltof síðar en það skipti engu,
flottar voru þær.
Síðan óx Mundi frá mér, hann
fór í sjómannaskólann, gifti sig og
eignaðist börn og buru og sá sinni
fjölskyldu farborða með elju og
dugnaði, en alltaf var hann í góðu
sambandi við fjölskyldu og vini.
Seinni árin átti Mundi við erfið
veikindi að stríða, sem honum gekk
illa að vinna bug á. Við misstum
elsta bróður okkar fyrir tæpum
þremur árum og það var gríðarlega
erfiður tími fyrir Munda, þar sem
hann lagði allt í sölurnar fyrir
Birgi. Birgir hafði verið traustur
bróðir sem Mundi átti margt að
þakka.
Mundi var síðustu árin gífurlega
ættrækinn og þekkti öll börn og
barnabörn okkar bræðra og frænd-
systkina, hann elskaði þau öll, tók
myndir af þeim við öll tækifæri
sem gáfust og voru mörg börnin
sem felldu tár þegar þau fréttu af
andláti hans. Þess vegna var mikil
synd að Mundi skyldi ekki fá tíma
með sínum barnabörnum, hann
eignaðist barnabarn 3 vikum fyrir
andlátið og er von á öðru í næsta
mánuði.
Mundi var hress og bjartsýnn í
síðustu göngu okkar stífluhringinn
í Elliðaárdalnum, hann gaf álftar-
ungunum, við skoðuðum laxagöng-
ur og að sjálfsögðu heilsaði Mundi
öllum sem á vegi okkar urðu, hann
var glaður í bragði, var á leiðinni til
Danmerkur í brúðkaup Birgis
bróðursonar okkar, en hann átti því
miður ekki afturkvæmt þaðan.
Sonur minn dró fram bréf sem
hann átti í fórum sínum sem Mundi
hafði skrifað honum, þegar hann
átti um sárt að binda vegna andláts
vinar síns, þetta var fallegt bréf og
sýndi hvað Mundi var góður dreng-
ur. Hvíl í friði bróðir.
Aðstandendum og vinum Munda
votta ég samúð mína.
Arnar Sigurbjörnsson.
Í dag er kær vinur kvaddur.
Mundi, eins og hann var alltaf kall-
aður, fluttist í Vogana er hann var
tíu ára gamall, síðan höfum við
fylgst hvor með öðrum. Í byrjun
var leikvöllurinn Langholtsvegur-
inn og nágrenni. Oft var farið niður
í Keili, gerðir tunnuflekar og haldið
út á Elliðavoginn og veiddur koli,
sem var hertur og étinn síðar.
Æskudagarnir liðu fljótt við leik og
störf, en Mundi var oft á Súg-
andafirði á sumrin. Fjórtán ára fór
Mundi á sjóinn, á togarann Guð-
mund Júní. Veturinn eftir var farið
á héraðsskólann á Núpi í landspróf,
þar sem vð vorum herbergisfélagar
ásamt tveim öðrum. Lærdómurinn
síðan hvíldur og haldið til sjós, á
fiskiskip, á millilandaskip og síðar í
stýrimannaskólann, sem við klár-
uðum 1967. Á stýrimannaskólaár-
unum kynntist Mundi Gullý sinni,
sem síðar varð eiginkona hans, eft-
ir það var alltaf talað um Munda og
Gullý saman. Mundi stundaði síðan
sjóinn í nokkur ár, en hvarf í land á
milli.
Mundi var mikil félagsvera, og
hafði gaman af mannfögnuðum
hvers konar. Skemmtistaðir eins og
Röðull voru um tíma vinsælir.
Munda þótti gaman að hafa vín um
hönd, en bara í hófi. Mannfagnaðir
enduðu venjulega á blávatni. En líf-
ið var ekki bara leikur. Mundi fékk
sinn skammt af erfiðleikum og
veikindum. Mundi gekk í Oddfell-
owregluna og hafði mikla ánægju
af veru sinni þar. Eftir að við báðir
vorum komnir í land, höfum við tal-
ast við í síma eða hist næstum dag-
lega, en það voru nokkuð margir
sem Mundi hafði samband við dag-
lega. Nú að leiðarlokum þakka ég
Munda samfylgdina, sem hefur var-
að í 48 ár.
Kæri Pálmi, Hrefna, Gullý, Salli
og aðrir ástvinir. Við Guðlaug send-
um ykkur innilegar samúðarkveðj-
ur.
Hafliði.
Það hvíldi drungi yfir starfs-
staðnum okkar daginn sem Frið-
björn sundþjálfari færði okkur þær
fréttir að Guðmundur væri dáinn.
Grafarvogslaug var síðasti starfs-
staður Guðmundar og hafði hann
heimsótt okkur kátur og hress að
vanda í vikunni á undan, hann var á
leiðinni til Danmerkur. Yfir kaffi-
bolla sagði hann okkur frá ferðinni
og var mikill hugur í honum, en
engan grunaði að hann ætti ekki
afturkvæmt.
Guðmundur hóf störf hér í laug-
inni í ágúst 1998 og starfaði hér
fram á mitt ár 2001 þegar hann lét
af störfum af heilsufarsástæðum.
Viðskiptavinir Grafarvogslaugar
muna flestir eftir Guðmundi, sem
var ræðinn um þjóðfélagsmálin og
náði persónulegu sambandi við
stóra hópa af fólki sem stundaði
laugina. Hann var ánægður með
sinn starfsstað og gekk jafnvel um
með fólki til að sýna þeim mann-
virkið og það gekk enginn út úr
karlaklefanum án þess að vera
kvaddur og honum þakkað fyrir
komuna. Þessi jákvæða framkoma
Guðmundar er nokkuð sem aðrir
mættu taka sér til eftirbreytni og
er það á þessum nótum sem við
geymum Guðmund í huga okkar.
Við vottum aðstandendum Guð-
mundar innilegrar samúðar á þess-
um erfiðu dögum.
F.h. starfsfólks í Grafarvogslaug,
Hafliði Halldórsson
forstöðumaður.
GUÐMUNDUR
INGVAR
GUÐMUNDSSON
Það kom mér heldur
á óvart þegar tengda-
dóttir Gunnu hringdi í
mig og sagði mér að
hún væri búin að
kveðja þennan heim. Nei, mér
fannst það ekki geta verið, hún sem
var svo hress og kát.
Mikið þótti mér það leiðinlegt að
geta ekki tekið á móti henni þegar
hún var hér síðast stödd í bænum,
vegna veikinda minna. En hún
sagði: ég kem bara aftur áður en
langt um líður, svo dillaði í henni
hláturinn sem smitaði alla sem voru
í kringum hana.
Ég man hvað mér þótti alltaf
gaman að koma að Starrastöðum og
rabba við þau hjónin. Palli var gam-
ansamur og nokkuð stríðinn en
Gunna ákveðin og stjórnaði öllu vel.
GUÐRÚN
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Guðrún Krist-jánsdóttir fædd-
ist á Krithóli í Lýt-
ingsstaðahreppi 11.
júlí 1913. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Skagafjarðar hinn
17. júlí síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Mælifells-
kirkju 27. júlí.
Ég dáðist oft að henni
hvað hún hafði alltaf
gott lag á öllu og hvað
hún hélt öllu í góðu
standi þótt hún hefði
fimm stráka að hugsa
um.
Ég kom oft til
þeirra hjóna eftir að
þau fluttu á Sauðár-
krók og nokkrum sinn-
um eftir að Páll dó og
síðast í fyrrasumar
kom ég til Gunnu og
gisti ég hjá henni eina
nótt. Það var mér mik-
il ánægja að vera hjá
henni þennan tíma því eins og æv-
inlega var hún alltaf hress og kát.
Þegar ég yfirgaf hana sagði hún:
„Þú kemur nú aftur næsta sumar,“
en því miður varð ekkert af því.
Hún tók alltaf fagnandi á móti mér
frá fyrstu tíð.
Elsku Gunna mín, hafðu þökk
fyrir allan þinn kærleika í minn
garð.
Ég á eftir að sakna þín en eftir
stendur minning um góða vinkonu.
Börnum hennar, tengdabörnum og
barnabörnum votta ég samúð mína.
Bið Guð að blessa ykkur öll.
Oddný Guðnadóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
9
2
:
:
"
(
,;**<90 ,
, ( 8"=> 1# )
; -
(1#&(-%&"" 0 ,"-$
" 1#&(- : %&""
4 48 4 4 48 )
5-
,+!))
!,,;
- ?
/)! /
2
#
.
4#8
%"%&"" 0 ((
/% )
%"
/% '&
%"
)
%"
)
%"
, - %&"" )
9
2
::(
"
(
@A,
"8/
()
; -
, /%
"&7 (# ! "
, &7 : ( ! "#$%&""
@." &7 ," %&""
&7 %&"" 3 &(-
&7 %&"" ,?
( -
, 67.&7 ! /# /67
& 4#8 &7 %&""
& &7 %&""
0 ! "#$%&"" &
%"
/% , ! " %&""
! ", %&"" &,"-$
4 48 4 4 48 )
<
2
2
(
:
"
3<, ';,,
0 -(8"B
4?)
, - 7
( - /%
"" ((" ( /%%&""
( (("%&"" ,
,
( -%&"" /% /%
(
( - ((%9 / %&""
C
( - ""
$ %&""
4 48 )
9
2
:
:
"
(
!"
" "
"
+ ,,,,; : 8"
, )
7 ( %&""
, & %&""
' $9 "
( ! "&%&""
%&"" *4 /
%&"" D ,
,/$ ! " ((%& %&""
#8 &
4 48 4 4 48 )