Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 51 Fallinn er nú frá elskulegur afi minn og alnafni. Þrátt fyrir háan aldur kom fráfall hans okkur í fjölskyldunni á óvart því hann hafði alltaf verið heilsuhraustur og glaðvær maður. Þegar haft var á orði hversu vel hann liti út, stóð ekki á svari: „Já það er vegna þess að ég tek lýsi, fer í göngutúr á hverjum morgni og borða hollan og góðan mat.“ Ég gleymi heldur ekki þeim degi þegar afi hætti að reykja 64 ára og fór að stunda æf- ingar á þrekhjóli og lóðalyftingar. Þegar ég spurði hann af hverju, þá sagði hann að brekkurnar í Stykkis- hólmi væru að drepa sig og því hefði hann orðið að breyta um lífsstíl. Síðan fylgdi á eftir: „Nú missi ég heldur ekki af neinu næstu árin og ég kem til með að sjá barnabarnabörn mín,“ og brosti sínu breiðasta. Afi var alltaf mikið inn í þjóðmálum og fylgdist vel með. Í hvert skipti sem við komum í heimsókn var hellt upp á kaffi og meðlæti borið á borð. Síðan spurði hann hvernig gengi hjá útgerð- inni og álit mitt á ýmsum málum sem voru hvað mest í brennidepli þá stundina. Að því búnu áttu langafa- börnin hug hans allan, enda var hann þeim alltaf góður. Sérstaka ánægju hafði hann af því að spila á munnhörp- una sína og á öllum tímum ársins var spilandi jólasveinn settur á borð fyrir þau. Á mínum yngri árum var mikið spilað á heimili hans og var stríðni hans á stundum með ólíkundum. Hann var keppnismaður inn við bein- ið, en stríðnina frá honum fékk maður hvort heldur maður var að tapa eða vinna við spilaborðið, þannig að það var ómögulegt að verða honum reiður. Eitt sinn er ég var að skrifa ritgerð um Stykkishólm, þá sagði hann mér frá því að frostaveturinn mikla hefði Breiðafjörðurinn verið ísi lagður og allar samgöngur ómögulegar. Við þær aðstæður var lítið að hafa til hnífs og skeiðar, en til að bjarga sér hefði faðir hans fórnað brauðmylsnu í net til að veiða snjótittlinga fjölskyldunni til matar. Af þessu má ljóst vera að lífsbaráttan hefur oft verið hörð og aðstæður hans misjafnar. Þrátt fyrir erfiða tíma varð til afi sem átti gott með að lynda við alla menn og rekur mig ekki minni til þess að hafa heyrt hann tala illa um annað fólk eða vera með blótsyrði. Hann gerði mér líka grein fyrir því í upphafi minnar skólagöngu, að ég skyldi hafa jafnmikið fyrir hlutunum og aðrir og að ekki giltu neinar sérreglur fyrir afabarn frekar en önnur börn, en þá starfaði hann sem umsjónarmaður Grunnskólans í Stykkishólmi. Alltaf var sjómennskan ofarlega í huga afa, þær voru margar ferðirnar sem ég fór með honum á flóabátnum Baldri. Ógleymanlegar eru okkar góðu stundir í eldhúsinu þar sem flat- kökur með sveru hangikjöti var uppá- hald og þær runnu sérlega vel niður í magann á meðan afi sagði sögur af sjónum. Sögurnar voru sumar hverj- ar hálfskelfilegar og ég trúi ekki öðru en hann hafi kryddað þær viljandi og þá til þess eins að koma í veg fyrir að ég hagaði mér óvarlega um borð. Við fjölskyldan nutum nærveru hans eina kvöldstund í endaðan júlí sl. er hann kom til Reykjavíkur til að fara til augnlæknis. Er ég spurði hann hvernig honum hefði gengið hjá lækninum svaraði hann að bragði að ekkert væri að sér því hann sæi betur en kötturinn. Kvöldið sem við áttum með honum var yndislegt, m.a. söng hann með dætrum okkar Svífur yfir Esjunni og Ó Jesú bróðir besti, enda var hann söngmaður mikill og var lengi starfandi í kór í Stykkishólmi. LÁRUS KRISTINN JÓNSSON ✝ Lárus KristinnJónsson fæddist í Stykkishólmi 15. apríl 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stykkishólms- kirkju 13. ágúst. Seinna um kvöldið fór- um við í stutta bílferð um Reykjavík og ná- grenni og þótti honum mikið koma til allra þessara nýju stóru bygginga. Elsku amma, missir þinn er mikill eftir 63ja ára hjónaband og vin- áttu. Það er von mín að góðar minningar um hann afa minn veiti þér styrk um ókomna tíð. Elsku afi, megir þú hvíla í friði og ég veit þú ert kominn í samfélag með mörgum af þínum betri vinum, en minninguna um góðan afa komum við öll til með að geyma í huga okkar í framtíðinni. Lárus Kristinn Jónsson og fjölskylda. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur. Það er svo erfitt og sárt að þurfa að kveðja en minningarnar ylja okkur. Allar ljúfu minningarnar frá Sólbergi þar sem þið, elsku afi og amma, tókuð á móti okkur með opnum örmum og hlýju. Við sátum hjá ykkur tímunum saman, drukkum gos og borðuðum nammi, sem þið pössuðuð alltaf upp á að eiga þegar von var á okkur í Hólm- inn. Við fórum aldrei án þess að vera búin að spila manna eða hlusta á þig, afi, spila á munnhörpuna sem þér þótti svo vænt um og varst algjör snillingur á. Elsku afi, þú varst alltaf svo hress og sá allra duglegasti, þó að þú værir kominn á níræðisaldur. Þegar litla systir okkar Anna Guðný var skírð, var hún skírð í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi og varst þú, afi, beðinn um að hringja kirkjuklukkunum, sem þú gerðir með glæsibrag, enda vanur að hringja klukkunum. Við biðjum góðan Guð að varðveita ömmu. Við elskum þig, afi, og kveðj- um þig með miklum söknuði. Þínar afastelpur, Inga Rún og Fanney. Ég geymi þig í hjarta mínu, stoltan, sterkan og ástríkan afa. Allt sem þú komst í snertingu við mun fylgja mér og verða mér leiðarljós í lífinu. Orð geta ekki útskýrt mikilvægi þitt eða þau áhrif sem þú hafðir á mig. Sérhvert barn ætti að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga mann eins og þig að afa. Með stríðnisglampa í aug- um og yndislega nærveru, að dansa og leika við barnabörnin. Leyfir þeim að aðstoða þig í kartöflugarðinum og blessar þau með krossmarki þegar þú býður góða nótt. Þú, sem varst alltaf með hugann hjá okkur, ert nú fyrirmynd okkar í lífinu. Mér verður hugsað til þín þegar ég heyri ættjarðarsöngvana okkar, eftir langa ferð yfir hafið. Þín verður sárt saknað. Fjallasýnin varðar leið þína til himna. Þú átt stað í hjarta mínu og þess vegna verð ég aldrei einmana. Yvonne Kristín og Xavier Þór. Lárus Kristin Jónsson þekktu allir bæjarbúar í Stykkishólmi, enda var hann einn þeirra sem settu svip sinn á bæinn. Hann var mikill Hólmari, stoltur af bænum sínum og tryggur og trúr öllum sem hann umgekkst. Hann var jafnan tilbúinn til þess að svara kalli til margvíslegra sam- félagsstarfa og allt sem honum var falið í samfélaginu leysti hann af hendi af trúmennsku. Lárus Kristinn var virkur í félagsmálum, hvort sem var í Rotarýklúbbnum, stúkunni eða Sjálfstæðisfélaginu Skildi. Þegar ég réðst til starfa, sem sveitarstjóri í Stykkishólmi, vann Lárus Kristinn við barnaskólann og stóð vaktina þar við ystu dyr árvökull hvort heldur yfir velferð skólabarnanna sem og kenn- ara og skólans sem stofnunar. Lárus Kristinn tók daginn jafnan snemma, var morgunhani eins og sagt er. Það var á vísan að róa með gott kaffi hjá Lárusi Kristni á kennarastofunni í gamla skólanum eldsnemma hvern virkan dag. Hann sá um að draga fána að húni á fánastöngum í Hólmgarði og við byggingar bæjarins. Fáir voru líklegri til að gæta þess að fánalögin væru í heiðri höfð. Það var einstök til- viljun að föstudaginn 2. ágúst þegar Lárus Kristinn lést var Hólmurinn fánum skrýddur vegna setningar Unglingalandsmóts UMFÍ sem hald- ið var í Stykkishólmi. Hann hefði vafalaust glaðst og fyllst stolti hefði hann átt þess kost að horfa frá húsinu sínu við Höfðagötu yfir íþróttasvæðið og verða vitni að því er yfir fimm þús- und manns tóku þátt í glæsilegri setn- ingarhátíð. Síðdegis þann sama dag var hinsvegar fáni dreginn í hálfa stöng við mörg hús í Hólminum til að minnast góðs borgara. Blessuð sé minning vinar míns Lárusar Kristins. Við Hallgerður og börnin okkar öll minnumst hans með virðingu og söknuði. Eftirlifandi eiginkonu hans Guðmundu Jónasdóttur sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sturla Böðvarsson. Með hverju árinu fækkar þeim er settu svip sinn á Stykkishólm eftir miðja öldina sem leið. Ég hef víst oft áður getið þess að það sem einkenndi Hólminn á þeim tíma var óvenju mik- ið af fjölfróðu úrvalsfólki. Flest áhugasvið manna áttu þar glæsilega fulltrúa, greint fólk sem hafði mennt- ast og mannast í þeirri óformlegu stofnun sem Árni prófastur Þórar- insson kallaði háskóla alþýðunnar á Snæfellsnesi. Heillamaðurinn Lárus Kristinn Jónsson var einn í þessum hópi og skipaði sess sinn með sóma. Nú hefur hann axlað sín skinn og kvatt „fólk og frón“. Lárus Kristinn var mikill Hólmari. Hann þekkti staðinn og íbúana flest- um betur og þótti vænt um hvort tveggja. Ungur hafði hann barist við erfiðan sjúkdóm og komið úr þeirri raun reynslunni ríkari. Hann var mannvinur og vildi stuðla að gróandi þjóðlífi. Þess vegna lagði hann hverju því máli lið sem hann taldi til heilla horfa. Hann var lærður klæð- skeri en starfaði lengst af sem um- sjónarmaður Barna- og miðskólans – síðar Grunnskólans – í Stykkishólmi. Þar var hann í nánum tengslum við kennara og nemendur og hafði vissu- lega áhrif til góðs. Hann var aðvent- isti en kvaddi samt með klukkna- hringingu venjulega þjóðkirkjumenn til guðsþjónustu á helgum og hátíð- um. Við Lárus Kristinn unnum saman í skólanum í Stykkishólmi. Hann var prýðilegur starfsmaður, samvisku- samur og athugull. Það var notalegt að vita af honum á staðnum og honum fylgdi jafnan hlýja og ró. Fljótt varð hann heimilisvinur okkar og jafn- velkominn gestur hvenær sólarhrings sem var. Eftir að við fluttum úr Hólminum varð okkur tíðum hugsað vestur. Eitt fagurt sumarkvöld datt okkur í hug að skreppa þangað með börnin til að njóta breiðfirskrar sumardýrðar. Við hringdum í Lúðvíg skólastjóra og héldum síðan af stað. Seint mun ég gleyma hversu stórfenglegt útsýnið er þegar komið er norður úr Kerling- arskarði. En þó að kvöldfagurt væri þetta sinn er annað ógleymanlegra. Lúðvíg og Lárus Kristinn voru komn- ir upp eftir til að fagna gömlum vin- um. Við fundum að við vorum velkom- in. Eiginkonu Lárusar Kristins og öðrum ástvinum vottum við Björg djúpa samúð og biðjum þeim allrar blessunar. Við minnumst góðs vinar með hlýhug og virðingu. Ólafur Haukur Árnason. Vinur minn í áratugi, Lárus Krist- inn, hefur kvatt þetta jarðlíf. Við- burðaríkri lífsgöngu er lokið. Hólm- urinn verður svo sannarlega svipminni fyrir vikið. Kiddi var gegn- heill Hólmari, hér fæddist hann, hér var hans starfsvettvangur, hann lagði alla ævi fjölmörgum félögum lið og hér í Stykkishólmi lauk hans göngu. Tryggð hans við bæinn var öllum samferðamönnum augljós. Ævigangan var orðin býsna löng en Lárus Kristinn var þó alltaf tilbúinn að takast á við nýja hluti. Hann var ný- lega kominn á Dvalarheimilið og virtist sæll og ánægður. Fréttin af andláti hans kom okkur Hólmurum á óvart. Við sem mættum honum brosandi upp á hvern dag væntum þess að eiga sam- fylgd með honum miklu lengur. Ég kynntist Lárusi Kristni fljót- lega eftir komu mína til Stykkishólms fyrir 60 árum. Samvinna okkar var mikil á mörgum sviðum, ekki síst í stúkustarfinu og í félagsstarfi ung- mennafélagsins. Hag barnastúkunn- ar bar hann ætíð fyrir brjósti, tók virkan þátt í fundarstörfum og sem húsvörður skólans sá hann til þess að stúkustarfið ætti þar alltaf inni. Já- kvætt hugarfar og bros mætti öllum sem með honum störfuðu. Lárus Kristinn átti við veikindi að stríða á æskuárum og þau veikindi reyndust honum erfið. Menjar þeirra bar hann alla ævi en veikindunum lauk með „sigri lífsins“ eins og hann orðaði það svo oft við mig. Kiddi var lærður klæðskeri og við þá atvinnugrein var hann oftast kenndur. Allt frá unga aldri vildi hann standa á eigin fótum og þrátt fyrir hremm- ingar í æsku var hann dugmikill til vinnu. Hann var lengi matsveinn á bátum, húsvörður við Barna- og mið- skólann í Stykkishólmi og meðhjálp- ari og hringjari við kirkjuna. Margar góðar minningar átti Lárus Kristinn frá þessum þjónustustörfum og jafnt Hólmarar sem aðkomumenn kynnt- ust þessum góða dreng í gegnum þau. Hann kvæntist Guðmundu Jónas- dóttur frá Hellissandi og eignuðust þau sjö börn. Af þeim komust fjögur til fullorðinsára. Heimili þeirra á Sól- bergi var æskuheimili Lárusar Krist- ins. Þangað kom ég oft í heimsókn á seinni tímum. Ég vil að lokum þakka vini mínum fyrir öll okkar góðu samstarfsár. Óska ég honum velfarnaðar á nýjum vegum, bið honum allrar blessunar og sendi ástvinum hans einlægar sam- úðarkveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. =     2       2          #) :   :    "( "  "    !"     "  "    "  !,,9,,,; 8""7(    $ "(7/($ (4 "E (%% ()     4%&""   48 " % 48  - F (  - 48 ) 9   2       2     :      :      "               9,+   ,  '    2      ""  !    / )!     / )!   #     '   '   >#   --   / 0 %&""  &(/4 "* #&   ,  #&%&""  &$    ,  0),  #&%&""  $  ) &    ,  #&  0  *4 %&""     4  48  4  4  48 ) 9   2       2     :      :     "      -  -  - ,:,,! * ,:,,; ,(# % E 1# ) ; -  ,,  ,   ;((1, -" %&""  /% ,  <  #8 ,%&""  @$(7  ')0  %&"" ) <       2       2    : :          "   ! "     "  A  ,,);+* 3 -1 )  ( "#& 1#  ,&(  5G !&6  ) '   2  "  /   !+# ! # 2#  5  ; -      &7   -#8      (  -#8     (%  -#8      0 (    %&"" )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.