Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                !"    "#  $ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HÉR á eftir fer smáathugasemd við grein sem birt er í Staksteinum Morgunblaðsins sl. miðvikudag en á uppruna sinn úr Vísbendingu. Það ætti að vera alkunna þeim sem fjalla um viðskipti í fjölmiðlum að við síðustu endurreisn Samvinnu- ferða-Landsýnar var það m.a. Gild- ing hf., sem kom að rekstri Sam- vinnuferða með innspýtingu fjár- magns og varð þannig einn aðal- eigandi félagsins. Það voru því ekki samvinnufélög eða verkalýðsfélög sem þar voru að viðhalda einhverri ímyndaðri fyrri reisn eins og lagt er útaf í viðkomandi grein. Væntanlega hefur það verið gert á grundvelli þess að hægt væri að hagnast vel á aðgerðinni. Má í því sambandi benda á að Gilding hf. var stofnuð af mörg- um helstu forkólfum íslensks at- hafnalífs undir forystu Þórðar Magnússonar, fv. framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Eimskips. Markmið Gildingar hf. mun hafa ver- ið að skila eigendum sínum arði sem mældur væri í tugum prósenta á ári, þótt ekki tækist það sem skyldi og eigendur, á endanum, skriðu í skjól ríkisins hjá Búnaðarbankanum eftir stutta tilvist félagsins, en stórfellt tap. Greinarkorn það sem Staksteinar vitna í úr Vísbendingu virðist, eins og stundum hefur komið áður fyrir hjá því ágæta blaði, byggt á trúarbragðaviðhorfum til forms at- vinnurekstrar, þar sem allt sem rek- ið er af ríkinu eða samtökum eins og samvinnufélögum er í besta falli gall- að en í versta falli ónothæft. Það má taka undir það að allar ákvarðanir um fjárfestingar þurfa að byggjast á væntingum um eðlilega arðsemi. Það er svo annað mál hvað telst eðlilegt endurgjald. Hitt er al- veg jafnljóst, að það er alltaf áhætta í að stofna og reka fyrirtæki, hvert sem formið er. Æskilegt væri að þeir sem rita greinar um viðskipti gætu áttað sig á að sama aðferðin eða leið- in hentar ekki öllum. Með vinsemd, GUÐSTEINN EINARSSON, Borgarnesi. Smáathugasemd Frá Guðsteini Einarssyni Á ÁRUM áður, meðan við Íslending- ar ókum eftir malarvegum um bless- að landið okkar, í rigningu eins og um nýliðna verslunarhátíð, og það dróst á langinn að menn þvæðu ferðarykið af bílum sínum, kom fyrir að til áminn- ingar væri orðið „sóði“ skrifað með fingri á bílrúðurnar. Mér kom þetta orð í hug er ég hjól- aði árla dags um hverfið mitt og svip- aðist um. Hvarvetna blasti við miklu alvarlegri sóðaskapur en ferðaryk, allar tegundir sælgætisumbúða fuku til og frá og söfnuðust fyrir í hornum og skúmaskotum. Mest bar á þessu í kringum söluturna og verslanir á og meðfram göngustígum borgarinnar. Er ég hjólaði um verslanahverfið í Fellunum hvellsprakk slangan á framhjólinu, það voru flöskubrot á gangstígnum. Hverjir eru þeir and- legu fátæklingar sem sá slíkum slysa- gildrum? Hvað um blessuð börnin sem eru þarna að leik? Ég rölti til baka og leiddi hjólið og tók þá ennþá betur eftir ruslinu á leið minni og fór að hugleiða þetta ömurlega og áþol- andi ástand. Í heita pottinum við sundlaugina okkar gat ég ekki orða bundist og fór að ræða þetta mál við sundfélagana sem allir tóku í sama streng, þetta væri gjörsamlega óþolandi. „Sendu Mogga pistil um málið,“ sagði einn. Ég tók með mér plastpoka í næsta sinn er ég þurfti að rölta í búð og tíndi í hann ruslið á stígnum. Þar kenndi margra grasa, stórra og smárra. Brátt varð pokinn fullur og ég tróð honum í næsta ruslaílát. Eru þau annars ekki víða of lítil, og of fá, kannske of sjaldan tæmd? Ég leit inn í sælgætisverslun rétt hjá Gerðu- bergi og svipaðist þar um eftir rusla- ílátum, þau voru engin utandyra en tvö innan þeirra. Ég spurði af- greiðslustúlkuna hverju þetta sætti. „Það þýðir ekkert að hafa ruslaílát ut- andyra, krakkarnir hvolfa bara úr þeim,“ sagði stúlkan. Jæja er svo komið að okkar ágæta æskufólk bregðist þannig við áskor- unum um „Hrein torg fögur borg“ og „Látum ekki okkar eftir liggja“? Þá er það veggjakrotið, það er öm- urlegt að horfast í augu við þann sóðaskap og skemmdir á eigum ann- arra og þetta virðist endalaust látið viðgangast. Ég dáist að Gunnari, for- stöðumanni Breiðholtslaugar, sem ég hef horft á fara jafnóðum út með málningarfötu og mála yfir sóðaskap- inn með eigin hendi. Ég ætla samt engan veginn að kenna unga fólkinu einu saman um hvernig komið er fyrir okkur Reyk- víkingum. Ég hef horft á fullorðið fólk tæma úr öskubökkunum sínum út um bílgluggana er stöðvað er á rauðu ljósi. Hvílíkur viðbjóður. Við höfum líka öll séð fjölda af hvítum klessum undir fótum okkar fyrir utan dyr sundlauganna og jafnvel kirkjudyr okkar. Þessu skyrpa jórturdýr út úr framenda sínum áður en þau ganga í guðs hús. Er furða þótt ég tali um sóðaskap. Ungur nemur hvað gamall temur. Ég held það sé kominn tími til að spyrna við fæti, mál er að linni. Auðvitað bera hinir fullorðnu ábyrgð á sjálfum sér og afkvæmum sínum. Okkur ber að axla þá ábyrgð, af fullri alvöru. Nýlega var ég á mjög fjölmennri flugsýningu í Oshkosh í Bandaríkjun- um, tugþúsundir gengu þar um sýn- ingarsvæðið daglega. Hvergi nokk- urs staðar sást fjúkandi eða liggjandi rusl. Hvernig er umhorfs hjá okkur eftir þjóðhátíðina 17. júní eða útihá- tíðirnar í ágústbyrjun? Ég legg til að snarlega verði komið á viðurlögum við ofangreindum sóða- skap, samfélagsþjónustu til aukins skilnings þeirra ungu, þau seku látin hirða upp ruslið í sínu hverfi undir eftirliti en fjársektir á staðnum og stundinni handa þeim eldri sem margfaldist við endurtekin afbrot. Leita mætti eftir aðstoð sjálfboða- liða við þessa sjálfsögðu hreingern- ingu. Ég skora á borgaryfirvöld að bregðast við þessu ákalli. VALDIMAR ÓLAFSSON, Lundahólum 3, Reykjavík. Sóðar Frá Valdimar Ólafssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.