Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ás- kell og Condick I koma í dag. Vechtborg og Pos- eidon fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Henri Kosan kemur og fer frá Straumsvík í dag. Novator og Ozern- itsa fóru í gær. Eldborg fer í dag. Mannamót Árskógar. Myndlist byrjar mánudaginn 16. sept. kl. 16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga kl. 10 frá Hraunseli, rúta frá Firðinum kl. 9.50. Or- lofsferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst, rúta frá Hraun- seli kl. 9 stundvíslega mánud. 19. ágúst. Or- lofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning upplýsinga gefnar í Hraunseli kl. 13–17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu, www.feb.is. Hringferð um Norðausturland laugardaginn 17. ágúst. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Sunnudagur: Dans- leikur kl. 20 í Ásgarði, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda hefst aftur eftir sumarfrí, framhald kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. Mið- vikudagur: Gönguhrólf- ar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Þjórsárdalur, Veiðivötn, Fjallabaks- leið nyrðri, 27.–30. ágúst. Nokkur sæti laus. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. september í 3 vikur og til Tyrklands 30. sept- ember í 12 daga fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmarkaður fjöldi. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félags- ins er flutt í Faxafen 12, s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Á mánudag vinnustofur opnaðar kl. 9–16.30, m.a. tréútskurður í umsjá Hjálmars Th. Ingimundarsonar. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 15.30 dans hjá Sigvalda. Veitingar í Kaffi Bergi. Glerskurður byrjar um miðjan september. Mið- vikudaginn 21. ágúst er ferðalag í Rangárþing, leiðsögn staðkunnugra, kaffihlaðborð í Hlíð- arenda, Hvolsvelli, skráning hafin. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17, hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað verð- ur á Listatúni í dag, laugardag, kl. 10.30. Mætum öll og reynum með okkur. Vesturgata. Ferð til Vestmannaeyja mið- vikudaginn 21. ágúst. Lagt af stað frá Vest- urgötu kl. 10.30. Siglt með Herjólfi fram og til baka. Skoðunarferð um eyjuna. Þriggja rétta kvöldmáltíð og gisting ásamt morgunverði á hótel Þórshamri. Athug- ið, greiða þarf farmiða í síðasta lagi fyrir 19. ágúst. Nánari upplýs- ingar í síma 562 7077, allir velkomnir. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5 og í Kirkju óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Eldri borgarar, Vest- fjarðaferð dagana 28.– 31. ágúst, farið frá Hall- grímskirkju kl. 10, gist í Flókalundi, á Hótel Ísa- firði og Reykjanesi, heimferð um Stein- grímsfjarðarheiði, í Hrútafjörð og þaðan yf- ir Holtavörðuheiði og heim. Uppl. og skráning hjá Dagbjörtu í s. 693 6694, 510 1034 og 561 0408, allir velkomn- ir. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Vegna for- falla eru örfá sæti laus í ferð í Skagafjörð 23.–25. ágúst. Upplýsingar hjá Ólöfu í s. 554 0388 eða Birnu í s. 554 2199. Minningarkort Minningarkort Félags eldri borgara, Selfossi, eru afgreidd á skrifstof- unni í Grænumörk 5 miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482 1134, og í versl- uninni Írisi í Miðgarði. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581, og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551 7193, og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningakort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, s. 555 0383 eða 899 1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu, verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði. Kortið kostar 500 kr. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552 4994 eða 553 6697. Minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, s. 520 1300, og í blóma- búðinni Holtablóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkj- unni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67, og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104, og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíró- þjónusta). Í dag er laugardagur 17. ágúst, 229. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Orð dagsins: Og ég veit, að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jóhannes 12, 50.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI ferðaðist töluvertum landið í sumar og hafði gaman af. Þar sem ferðalagið var nokkuð samfellt og gist í tjaldi alla jafna þurftu Víkverji og fjölskylda hans oft á þjónustu sundlauga að halda. Er skemmst frá því að segja að flestar eru þessar laugar til fyr- irmyndar og sannkölluð nautn að baða sig í þeim. Ein þessara sundlauga, sem virkilega var gaman að heimsækja, var sundlaugin á Húsavík, sem ný- lega hefur öll verið tekin í gegn og það svo vel að Víkverji hefur sjald- an komið í jafn þrifalega og skemmtilega uppbyggða laug. Sömuleiðis má nefna sundlaugina í Hveragerði sem þrátt fyrir nokk- urn aldur gæti sómt sér vel við hvaða lúxushótel sem er. Sund- laugin og sundlaugarhúsið eru hönnuð með þeim hætti að Víkverji fær alltaf á tilfinninguna að hann sé kominn til sólarlanda þegar hann sækir þessa laug heim. Þeir sem hafa séð um viðhald þessa mannvirkis eiga sannarlega hrós skilið. LENGI væri hægt að telja uppgóðar laugar á landsbyggðinni. Þrátt fyrir það finnast í sundlauga- flóru hennar einnig svartir sauðir. Víkverji getur ekki látið hjá líða að nefna sundlaugina á Reykjanesi á Vestfjörðum sem hann slysaðist til að heimsækja eftir meðmæli vinar sem sagði hana svo sérstaka að ekki mætti láta hana framhjá sér fara. Vissulega er laugin sérstök fyrir margra hluta sakir. Ber þar fyrst að nefna sundlaugarstæðið, sem er svo opið að hrikaleg fjöllin, sem ein- kenna þennan landshluta, blasa við svo unun er á að horfa. Hins vegar er viðhaldi og þrifnaði verulega áfátt svo það þarf sann- kallað hugrekki til að hafa sig ofan í laugina. Grænt slý flýtur á vatninu og sömuleiðis einhvers konar olíu- brák sem hugsanlega má rekja til líkama laugargesta. Ekkert rennsli virðist vera í þessari laug, sem vek- ur spurningar um sóttkveikju- hættu. Og þegar upp úr er komið er farið inn í flísalagða búningsklefa, sem einhverju sinni hafa verið ágætir en eru vegna óþrifnaðar varla mönnum bjóðandi. Víkverji greinir ekki frá þessu hér af illgirni heldur finnst honum mikil synd að laug, sem gæti verið ágætis aðdráttarafl fyrir ferða- menn vegna náttúrunnar í kring, skuli vera vanrækt á þennan hátt. Vissulega eru fáir íbúar í sveitar- félaginu sem um ræðir en varla er það afsökun fyrir því að sniðganga algerlega reglur um hreinlæti á al- mennum baðstöðum. x x x VÍKVERJI hlakkar mikið til aðheimsækja miðborgina á Menningarnótt í dag og í kvöld og njóta allra þeirra uppákoma sem þar verða í boði. Þetta kvöld er sannarlega lofsvert framtak og hef- ur unnið sér sess í huga borgarbúa sem ómissandi hluti sumarsins. Þetta er ekki síður góður vett- vangur fyrir listamenn af öllum stærðum og gerðum til að koma sjálfum sér og list sinni á framfæri og sýnist Víkverja af dagskrá sem dreift var með Morgunblaðinu í gær að Menningarnóttin í ár verði ekki eftirbátur fyrri nátta. Vonandi hangir hann svo þurr! Flutningabílstjórar sýni tillitssemi MÉR hefur lengi verið þyrnir í auga hve gjarnir bílstjórar á malarflutn- ingabílum eru á að aka um með malarhlöss sín án þess að verja nálæga um- ferð fyrir lausri möl sem hrunið getur af bílunum. Ég veit að í því er fólgin einhver fyrirhöfn fyrir þá að breiða dúk yfir hlössin, en sú fyrirhöfn er hjóm eitt samanborið við þann fjárhagslega skaða sem möl og sandur getur valdið á lakki og rúðum bifreiða. Skemmst er einnig að minnast banaslyss sem varð þegar steinn aftan af flutningabíl kastaðist inn um bílrúðu fólksbíls sem fyrir aftan fór svo ökumað- urinn lést. Að því ég best veit eru ökumenn skyldugir til að ganga svo frá varningi sem þeir flytja að ekki hrynji af bílunum, en bíljstórar virð- ast oft ekki gera sér grein fyrir að án þess að breiða dúk yfir hlassið er mikil hætta á að möl og sandur fjúki yfir aðvífandi bíla. Reyndar sá ég fyrst fyr- ir nokkrum dögum nokkra malarflutningabíla sem höfðu breitt yfir farg sitt, og eiga þeir bílstjórar hrós skilið fyrir. Ég hvet al- menna ökumenn til að flauta við malarflutninga- bílstjórum sem aka um með nakin hlöss, til að minna þá á þá tjónhættu sem þeir bjóða heim. Ökumaður. Einstök þjónusta ÞAÐ kom upp smá vanda- mál í bílnum mínum um daginn, en afgreiðslu- mennirnir Óskar, Óli og Tómas voru fljótir að bjarga því sem bjarga þurfti fyrir mig. Bíllinn var dreginn inn á verk- stæði Essó og þar tóku herramennirnir Tómas og Óli á móti mér og sinntu starfi sínu mjög vel. Mér finnst fólk of sjaldan fá hrós fyrir gott verk og langaði að þakka þeim þre- menningunum kærlega fyrir mig. Viðskiptavinur Essó. Frábær þjónusta hjá Víkurprjóni VIÐ hjónin vorum stödd í sumarbústað undir Eyja- fjöllum um verslunar- mannahelgina. Okkur datt í hug, á sunnudeginum í rigningunni, að skreppa til Víkur og kaupa okkur sokka. Ég keypti þarna nokkuð mörg pör, en þeg- ar heim var komið tók ég eftir að ég hafði gleymt sex pörum, eða einum pakka af sokkum, í búð- inni. Ég hringdi þriðjudag- inn eftir helgina og tók maðurinn sem svaraði mér mjög vel, – spurði hvorki um kvittun né annað slíkt. Hann sagði ekkert mál að senda sokkana og voru þeir komnir heim að dyr- um næsta dag, án nokkurs vesens. Ég vil þakka kærlega fyrir þessa þjónustu, fyrir utan hvað sokkarnir eru frábærlega sterkir og góð- ir. Ágústa. Mjög góð þjónusta hjá Úrvali-Útsýn MÓÐIR mín fór að heim- sækja systur sína í Dan- mörku á dögunum, en svo illa vildi til að hún missti af flugvélinni. Hún vill þakka starfsmanni Úrvals-Útsýn- ar sem útvegaði henni sæti í annarri vél, sem hún gat haldið áfram að ferðast með til Billund. Farþegi. Færum verslunar- mannahelgina til ÉG HEF veitt því athygli að á verslunarmannahelgi eru dagarnir teknir að styttast. Þannig er t.a.m. alltaf myrkur á myndum af bálkestinum á Þjóðhátíð í Eyjum. Væri nokkru á því að tapa að færa þessa há- tíðarhelgi til, svo að hún yrði t.a.m. í byrjun júlí? Þá væru líkur á betra veðri, en ekki hvað síst meiri birta yfir nóttina, sem von- andi myndi verka til að draga úr kynferðisglæp- um, þar sem þau ómenni sem slíkt stunda gætu ekki lengur stundað iðju sína í skjóli myrkurs. Óli. Embla er fundin KISAN Embla sem týnd- ist frá Skólavörðustíg á dögunum er komin í leit- irnar. Eigandi hennar vildi koma á framfæri þakklæti til þess sem kom áleiðis ábendingu um hvar Emblu væri að finna. Rauðs farsíma saknað RAUÐUR Nokia-sími var skilinn eftir á róluvellinum við Vesturgötu, miðviku- daginn 7. ágúst sl. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við eiganda í síma 564 5075 eða 699 0557. Lyklar í Galtalæk LYKLAR á hring fundust í Galtalæk um verslunar- mannahelgina. Einn lykill- inn virðist vera bíllykill og er með svartan plasthaus. Sá sem saknar lyklanna er beðinn að hafa samband í síma 692 1279. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT: 1 kuldaskjálfta, 4 stilltur, 7 Gyðingar, 8 samsinn- um, 9 skýra frá, 11 lögun, 13 hugboð, 14 kjánar, 15 raspur, 17 svanur, 20 eld- stæði, 22 manna, 23 nabb- inn, 24 nagdýr, 25 mál. LÓÐRÉTT: 2 óslétt, 2 minnist á, 3 numið, 4 áreita, 5 hljóð- færi, 6 kvæðið, 10 hátíð- in, 12 nestispoka, 13 hvít- leit, 15 gangfletir, 16 gjafmild, 18 dáin, 19 áma, 20 árna, 21 tarfur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 vitskerta, 8 volar, 9 gamla, 10 góu, 11 terta, 13 rymja, 15 mótum, 18 kamar, 21 áll, 22 kapal, 23 aftan, 24 grunnfæra. Lóðrétt: 2 illur, 3 sarga, 4 elgur, 5 tæmum, 6 hvít, 7 gata, 12 tíu, 14 yla, 15 maka, 16 tapar, 17 málin, 18 klauf, 19 mætir, 20 röng. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.