Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 59 DAGBÓK Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Einkatímar í sjálfstyrkingu - Áhrifarík meðferð fyrir eyrnaveik börn Námskeið í Reykjavík 21.-23. ágúst 1. stig. kvöldnámskeið 31. ágúst-1. sept. 2. stig. kvöldnámskeið STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Leggðu þig fram um að breyta til í dag og njóta lífs- ins, fara til dæmis í bíó eða íþróttaleik eða -mót. Naut (20. apríl - 20. maí)  Taktu þér tíma í að koma röð og reglu á hlutina heimafyrir. Hikaðu ekki við að færa mublur úr stað eða breyta til. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Stutt ferðalag í dag mun bæði gleðja þig og uppörva. Hringdu í vandamenn, þetta er gráupplagður dagur til að rækta tengsl við þá. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hugsaði þig um tvisvar áður en þú ráðstafar peningum í dag. Láttu skynsemina ráða ferðinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Öðrum finnst kraftur þinn helst til mikill og stendur ógn af þér í dag. Fylgstu með viðbrögðum vina til að kanna hvort sú sé raunin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Njóttu þess að versla í dag, hvaðeina sem þú kaupir fyr- ir sjálfan þig eða ástvini verður fallegt og lengi þakk- að. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Rómantískt daður eflir and- ann í dag, skipuleggðu draumastund við kertaljós og blómaskraut með ein- hverjum sem þú unnir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ræddu við aðra um áform þín um breytingar sem þú vilt að líf þitt taki. Þú munt öðlast meiri frama á næstu mánuðum en undanfarinn áratug. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að komast í burtu um helgina eða gera eitt- hvað allt annað en hið venjulega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sumum hættir við að fella ást á yfirmann sinn eða ein- hvern æðri í dag, algengt er að steingeitin felli ást á sér miklu eldri. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Deilur við aðra setja þig út- af sporinu; líttu í eigin barm og athugaðu hvort þar sé að finna lausn vandans því sjaldan veldur einn þá tveir deila. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Haltu áfram þeirri viðleitni að koma röð og reglu á líf þitt. Þú hefur hvötina og kraftinn til að framfylgja áætlunum í þeim efnum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins kemur sér beint að hlutunum og er eðlilegt og jarðbundið. Orku þess skynja allir. Þótt það virðist félagslynt vill það standa vörð um einkalíf sitt og hafa það útaf fyrir sig. LJÓN Árnað heilla 95 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 17. ágúst, er níutíu og fimm ára frú Kristín Hannibals- dóttir frá Önundarfirði. Kristín bjó í áratugi á Bú- staðavegi 57 í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Kristmundssyni, sem lést árið 1982. Kristín býr nú á hjúkrunarheim- ilinu Eiri, Hlíðarhúsum 2, Grafarvogi. Hún býður ætt- ingjum og vinum í afmæl- iskaffi á Eiri sunnudaginn 18. ágúst frá kl. 15.30. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní sl. í Hafnar- fjarðarkirkju af sr. Þórhildi Ólafs þau Guðrún Halla Hafsteinsdóttir og Eðvarð Þór Gíslason. Ljósmynd/ Mynd, Hafnarfirði Þessar glaðlegu stelpur söfnuðu 3.073 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hildur Birna, Guðrún Mar- grét, Stefanía, Rannveig Sif og Ingunn. Morgunblaðið/Jim Smart 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. O-O Rge7 5. He1 a6 6. Bf1 d5 7. d3 h6 8. Rbd2 g6 9. exd5 exd5 10. d4 cxd4 11. Rb3 Bg7 12. Rfxd4 O-O 13. Be3 He8 14. Dd2 Kh7 15. Rxc6 Rxc6 16. c3 Re5 17. Bd4 Bf5 18. Df4 Dg5 19. Dxg5 hxg5 20. Ra5 b5 21. Rb7 Rc4 22. b3 Rd2 23. f3 Rxf1 24. Kxf1 g4 25. fxg4 Bxg4 26. h3 Bf5 27. Rd6 Hxe1+ 28. Hxe1 Be6 29. Rb7 Bf8 30. b4 Bf5 31. He5 Bd3+ 32. Kf2 Bc4 33. a3 Hc8 34. He3 g5 35. Hf3 Hc7 36. Rc5 a5 37. Ra6 He7 38. bxa5 He2+ 39. Kg1 He1+ 40. Kh2 Bd6+ 41. g3 f5 42. Bc5 Staðan kom upp á Lost Boys mótinu sem lauk fyrir skömmu í Amster- dam. Loek Van Wely (2645) hafði svart gegn Emil Sut- ovsky (2658). 42...d4! 43. Kg2 43. Bxd6 gekk ekki upp vegna 43...Bd5 og svartur vinnur. Framhaldið varð: 43...Bd5 44. Kf2 Bxf3 45. Kxe1 Bxg3+ 46. Kd2 dxc3+ 47. Kxc3 Be1+ 48. Kd4 Bxa5 49. Bb4 Bd8 50. Kc5 Be2 51. Rb8 Be7+ 52. Kd4 Bf6+ 53. Ke3 Bf1 54. Rd7 Bb2 55. Rf8+ Kh6 56. h4 gxh4 57. Bd6 Kg5 58. Kf3 Bc4 59. Be7+ Kh5 60. Rd7 Bc1 61. Re5 Bd5+ 62. Kf2 h3 og hvítur gafst upp. Helgarskákmót Skáksam- bands Íslands og Lands- virkjunar hefst kl. 13.00 í dag, 17. ágúst, í Ljósafoss- stöð við Sogið. Vegleg verðlaun eru í boði og öll- um er heimil þátttaka. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. LJÓÐABROT Bjössi litli á Bergi Bjössi litli á Bergi, bróðurlaus á jörð, hljóður fram til fjalla fylgdi sinni hjörð. – Stundum verða vorin vonum manna hörð. Bjössi litli á Bergi bjó við stopul skjól. Hálsinn hamrasvartur huldi vetrarsól. Inni jafnt sem úti einstæðinginn kól. Ein með öllu gömlu unga sálin hans þoldi þunga vetur, þögn og myrkur lands. Löng er litlum þroska leiðin upp til manns. – – – Jón Magnússon TÍSKAN er ekki einskorð- uð við sídd á pilsum eða hanakambinn hans Beck- hams – hún er alls staðar viðloðandi og ekki síst við spilaborðið. Tískusveiflur eru mest áberandi í hindr- unarsögnum, þar sem veik- ir tveir og fjöldjöflar af ýmsum toga hafa komið og farið í tímans rás. Þessa dagana er hins vegar eng- inn maður með mönnum nema hann spili „mini- grand“. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 1085 ♥ 1097 ♦ Á98 ♣ÁDG3 Vestur Austur ♠ Á3 ♠ G6 ♥ ÁKG4 ♥ 86 ♦ KG65 ♦ D742 ♣K86 ♣97542 Suður ♠ KD9742 ♥ D532 ♦ 103 ♣10 Spilið að ofan er frá Evr- ópumóti ungmenna. Á mörgum borðum vakti norður á einu grandi (!) til að lýsa yfir 10–12 punktum og suður stökk hindrandi í þrjá spaða. Því er ekki að neita að mini-grandið er beitt vopn. Vestur Norður Austur Suður – 1 grand Pass 3 spaðar ? Setjum okkur í spor vesturs. Á hann að láta valta yfir sig og passa, eða blanda sér í sagnir með dobli? Segjum sem svo að hann taki harðari kostinn og dobli, hvað á þá aum- ingja austur að gera? Þetta er hræðileg staða, en ungu mennirnir kunna greini- lega að taka á þessum vanda. Í leik Ísraels og Tékklands doblaði Ísr- aelinn í vestur og austur sat sem fastast. Vestur kom út með hjartaás og skipti yfir í tígul í öðrum slag. Sagnhafi tók með ás og spilaði trompi á kóng og ás. Austur hafði kallað í tígli og vestur spilaði und- an kóngnum, fékk hjarta í gegn, tók þar tvo slagi og spilaði hjarta í fjórða sinn. Austur gat yfirtrompað blindan með gosa, svo spil- ið fór tvo niður. Kannski maður haldi sig bara við 15–17 punkta grandið. Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRIDS 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 18. ágúst, verður Tryggvi Marinósson fimm- tugur. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu, Æg- isgötu 24 á Akureyri, í kvöld, laugardagskvöld. FRETTIR BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids á Akureyri Sumarbridge hefur gengið sinn vanagang hjá Bridgefélagi Akureyr- ar þótt sumarfrí spilara hafi stund- um sett mark sitt á mætingu. Hinn 23. júlí mættu 9 pör til leiks og unnu grallararnir Stefán Stefáns- son og Skúli Skúlason með nokkrum yfirburðum: 1. Stefán – Skúli ....................64,6% 2. Sveinbjörn – Sigurður .....54,9% 3. Reynir – Örlygur ..............54,2% Þrítugasta júlí mættu 8 pör og var spennan aðeins meiri en valkyrjurn- ar Brynja Friðfinnsdóttir og Ólína Sigurjónsdóttir héldu forystunni: 1. Brynja – Ólína ....................................58,9% 2. Reynir – Soffía ...................................56,5% 3. Pétur – Una ........................................55,9% Þriðjudaginn 6. ágúst (9 pör) tróndi svo enn eitt parið á toppnum en það voru hörkutólin Reynir Har- aldsson og Örlygur Örlygsson: 1. Reynir – Örlygur ...............................59,7% 2. Sveinbjörn – Sigurður .......................57,6% 3. Sveinn – Jónas ...................................55,6% Síðastliðinn þriðjudag urðu svo hin sigursælu Pétur og Una hlut- skörpust af þeim 11 pörum sem börðust: 1. Pétur – Una ........................................63,0% 2. Anton – Jónas .....................................55,9% 3. Frímann St. – Stefán St. ...................55,2% 4. Reynir – Örlygur ...............................53,7% Spilað er á þriðjudögum í sumar í Hamri, félagsheimili Þórs, kl. 19:30. Allir velkomnir og ekkert mál er að mæta stakur. Sumarbrids í Síðumúla Miðvikudagskvöldið 14. ágúst var spilaður 14 para Howell. Efstu pör (meðalskor var 156): Jóhann Stefánss. – Guðm. Baldurss. .......177 María Haraldsd. – Aron Þorfinnss. ..........174 Runólfur Jónss. – Steinberg Ríkarðss. ....172 Þórður Sigfúss. – Sævin Bjarnas. ............168 Jakob Haraldss. – Alfreð Kristjánss. ......161 Daginn eftir, fimmtudaginn 15. ágúst, mættu 22 pör í Mitchell-tví- menning. Staða efstu para varð þessi (með- alskor var 216): NS Daníel M. Sigurðss. – Ísak Ö. Sigurðss. ..268 Ragnh. Nielsen – Hjördís Sigurjónsd. ....260 Þórður Sigurðss. – Gísli Þórarinss. ..........239 Óli B. Gunnarss. – Soffía Daníelsd. ..........234 Ljósbrá Baldursd. – Matthías Þorvaldss. 221 AV Vilhj. Sigurðss. jr. – Hermann Friðrikss. 268 Páll Valdimarss. – Eiríkur Jónss. ............262 Jón V. Jónmundss. – Þorvaldur Pálmas. .261 Gestur Halldórss. – Anton R. Gunnarss. .247 Guðlaugur Sveinss. – Þórður Björnss. ....231 Allar nauðsynlegar upplýsingar um Sumarbrids 2002, lokastöðu spilakvölda, bronsstigastöðu og fleira má finna á heimasíðu Brids- sambands Íslands, www.bridge.is. Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19.00 í Síðumúla 37. Allir eru hjartanlega velkomnir í Sumarbrids og keppnisstjóri aðstoð- ar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Bridsdeild Félag eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði í Glæsibæ mánud. 29. júlí 2002. 18 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Sæm. Björnss. - Oliver Kristóferss. .........280 Alfreð Kristjánsson - Birgir Sigurðss. ....233 Halldór Magnús. - Bergur Þorvaldsson ..225 Árangur A-V: Sigtr. Ellertss. - Þórarinn Árnas. ............256 Magnús Oddsson - Björn E. Pétursson ...246 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 237 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 8. ágúst. 18 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Kristján Ólafsson - Ragnar Björnsson ....250 Sæmundur Björnss. - Oliver Kristóferss. 233 Ólafur Ingvarsson - Þorsteinn Sveinsson 223 Árangur A-V: Magnús Oddss. - Magnús Halldórss. .......283 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnss. ......259 Eysteinn Einarsson - Viggó Nordquist ...228 Í DAG verður sýndur í fyrsta sinn hjá Ingvari Helgasyni nýr og gjörbreytt- ur Nissan Double Cab-pallbíll, en op- ið er frá kl. 12–16. Við smíði pallbíls- ins nýtir Nissan sér áratugareynslu í framleiðslu og þróun á pallbílum. „Meginbreytingin frá forveranum felst í nýju og endurhönnuðu útliti, en það sem kann að þykja athyglisverð- ast er ný og geysiöflug 2.5TDI-dís- ilvél sem skilar 133 hestöflum við 3.600 snúninga og togi upp á 304 Nm við aðeins 2.000 snúninga. Er þetta um 30% aflmeiri vél en áður var í boði, og þýðir þetta jafnframt að nýr Niss- an Double Cab er um 30% aflmeiri en aðrir pallbílar í sama stærðarflokki. Með þessari nýju vél þykir ljóst að nýr Nissan Double Cab getur talist klár í hvað sem er, enda verða til sýnis hjá Ingvari Helgasyni fjölmargar út- færslur af bílnum, og þar á meðal stórglæsileg 35" breytingaútfærsla,“ segir í fréttatilkynningu. Boðið verð- ur upp á reynsluakstur. Tvær útgáfur af bílnum verða í boði; annars vegar grunngerðin sem er Nissan Double Cab, en sú gerð mun kosta kr. 2.590.000. Hins vegar er það Nissan Double Cab E sem er ríkulega búin vönduðum staðalbún- aði, en hann kostar kr. 2.835.000. Nýr Nissan Double Cab verður jafnframt til sýnis hjá hjá Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar. Breyttur Nissan Double Cab frumsýndur NÁMSKEIÐIÐ „lærðu að þekkja þinn eigin mátt“ verður haldið frá september 2002– júní 2003. Kynning á námskeiðinu fer fram þann 20. ágúst kl. 19 í Heilsuhvoli, Flókagötu 65. Yfirgripsmikið 10 mánaða námskeið verður haldið í þjálfun sálarafls og að þroska per- sónuleika. Markmið námskeiðsins er að kenna að þekkja og nýta til fulls styrk sem heilari eða meðferðaraðili og að læra að hjálpa fólki. Lærðu að þekkja þinn eigin mátt ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.