Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 64

Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 64
64 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2 og 4. Vit 398 1/2 Kvikmyndir.is HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. Sýnd kl. 2, 3, 4 og 5. Ísl. tal. Vit 418 Ný sérstök útgáfa! Nú í fyrsta sinn í kvikmyndahúsum með íslensku tali.  Kvikmyndir.is   SK Radíó X Líkar þér illa við köngulær? Þeim líkar ekkert vel við þig heldur! Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. Bi. 14. Vit 417 Sýnd kl. 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12. Vit 422 Sýn d á klu kku tím afr est i Frumsýning Rómantísk gamanmynd úr raunveruleikanum sem fjallar um íslenskan mann, Jón Gnarr, sem verður ástfangin af Kíverskri stúlku. Frá sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn. www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Kvikmyndir.is DV 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is 27 þúsund áhorfendur  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 16.  DV HL. MBL Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10. B. i. 12. Frumsýning Ben affleck Morgan Freeman SV Mbl ÓHT Rás 2 Hluti af ágóða myndarinnar rennur til Hjálparstofnunnar Kirkjunnar. Sýnd kl. 3.45, 6, 8 og 10.30. Vit 417 Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.05. Frumsýning 27.000 kjarnorkusprengjur Einnar er saknað Maður eins og ég er rómantísk gamanmynd úr raunveru- leikanum. Frá sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn. Hvað myndir þú gera ef þú gætir stöðvað tímann? Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 10. B.i. 16. DV Mbl RadíóX  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Sýnd kl. 7. NÝVERIÐ lauk Morrison við gerð síns stærsta og persónulegasta verks, niðurrifs- og uppbygging- arverksins The Invisibles en sex ár tók að ljúka þeirri myndasöguröð. Í dag situr hann við stjórnvölinn á New X-men og því sem hann kall- ar sitt öfgafyllsta verk hingað til, The Filth. Félagsraunsæisrit framtíðarinnar Viðtalið hefst á sígildu nótunum þegar Morrison er spurður hvað hann sé að gera hér á Íslandi. ,,Mér var boðið hingað til lands til að vera viðstaddur Menning- arnóttina þar sem ég ætla að halda fyrirlestur um myndasögur í Borg- arbókasafninu,“ útskýrir hann. „Ætlunin er að fjalla um mynda- sögur sem áhrifamikinn miðil í heiminum í dag og hvers vegna fólk er aftur farið að taka þær al- varlega eftir mögur ár undanfarið. Táknmyndir myndasagna hafa náð inn á almennan markað og þá sér- staklega í gegnum kvikmyndir. Köngulóarmanninum er klínt á annan hvern strætó til dæmis. Fólk er að þjálfast í því að með- taka hina furðulegustu hluti. Þeir sem hafa áhuga, leita í uppruna þessara táknmynda og það skilar þeim inn í heim myndasagnanna. Mikil áhersla er lögð á ofurmennið í auglýsingum og kvikmyndum auk þess sem nútíma tækni eins og klónun hefur fært okkur nær þeirri heimsmynd sem felur í sér ofurmennið. Ég lít því á mynda- sögur og jafnvel ofurhetjusögur sem nokkurs konar félagsraunsæ- isrit morgundagsins. Hér er ekki endilega um að ræða háfleygar vís- indaskáldsögur því nútíminn er að verða okkar vísindaskáldsaga.“ Morrison hefur reynslu af því að sjá hugmyndir sínar endurnýttar við miklar vinsældir. Sögur herma að leikstjórar kvikmyndarinnar The Matrix hafi verið undir mikl- um áhrifum frá fyrstu Invisibles- blöðunum og sumar raddir tala jafnvel um ritstuld. Morrison seg- ist þó minnstar áhyggjur hafa af því. Matrix sé hans uppáhaldskvik- mynd og hann sé bara hæstánægð- ur með tengslin. ,,Ég hefði þó vilj- að að fólk vissi að hugmyndirnar sem komu fram í Matrix væru upprunnar í Invisibles og gæti þá kynnt sér mína hlið á þessari sögu. En fyrst og fremst finnst mér sallafínt að þeir skyldu velja svona svalt efni til umfjöllunar,“ segir hann hlæjandi. Sérstaða myndasögunnar Blaðamaður spyr þá hvers vegna hann hafi valið sér myndasögur sem miðil. „Myndasögur eru sterkur og lif- andi tjáningarmáti. Sá sterkasti fyrir utan tölvuleiki mundi ég segja og ég býst við að færa mig meira í þá áttina þegar fram líða stundir. Myndasögur hafa töfra- mátt og dulúð og rétt er að benda á að löngu fyrir tilkomu ritmálsins voru menn farnir að mála myndir á hellisveggi til að tákna umheiminn og ég sé myndasögur sem beina þróun af þessum fyrstu tilraunum mannsins til að tjá sig með ending- arbetri hætti en orðum og tákn- máli. Það er því eitthvað frumstætt við myndasögur sem höfðar beint til okkar elstu skynjunarferla. Myndasögur hafa líka gríðarlega skamman framleiðslutíma. Höf- undar geta unnið úr upplýsingum úr sínu daglega lífi og komið því til lesenda á tveimur til þremur mán- uðum en bækur og kvikmyndir krefjast mun lengri yfirlegu.“ Þótt það segi sig nú eiginlega sjálft þá leikur blaðamanni forvitni á því að skilja muninn á mynda- sögum og öðrum bókum að útgáfu- hraða undanskildum. „Myndasögur eru beinskeyttari miðill,“ segir Morrison að bragði. „Einhver sagði að lýsingar á til- finningum í bókum krefðust venju- lega nokkurra blaðsíðna lýsinga á veðurfarinu eða einhverju viðlíka og ég er nokkuð sammála því. Myndasagan þarf ekki á slíku að halda. Myndirnar tala sínu máli og þegar þær eru fléttaðar saman við texta skapar það magnaða heild sem lýsir sjálfri sér“. Skriftir og ritskoðun Þar sem myndasögur Morrisons eru af kröftugra taginu er for- vitnilegt að vita hvort hann hefur fulla stjórn á því sem þar kemur fram eða hvort hann þarf að lúta ritskoðun á einhvern hátt. ,,Það fer að vissu leyti eftir því sem ég er að skrifa á hverjum tíma,“ svarar Morrison. „X-men er í eigu Marvel-útgáfufyrirtækisins þannig að ég er að fjalla um sköp- unarverk sem eru í annarra eigu. Ég ljæ þeim mína rödd en hug- myndirnar sem þar koma fram eru spakari en þær sem ég birti í In- visibles og The Filth. Síðarnefndu sögurnar byggjast á eins konar út- ræslu á minni heimspeki þar sem allt kemur fram sem ég þarf að segja en síðan eru þær unnar fyrir breiðari lesendahóp í myndasögum eins og X-men. Ég hef í raun verið furðulega laus við ritskoðun. Ein sagan í Invisibles vísaði í bókina 120 dagar í Sódómu eftir Marquis de Sade og þar þurfti ég að draga úr grafískri hörku myndmálsins. Mér var ekki leyft að sýna börn í þeim aðstæðum sem sagan fjallar um og ekki heldur nærmyndir af kynfærum. Það truflar mig þó ekki mikið þar sem allir miðlar þurfa að sætta sig við einhvers konar höml- ur og myndasögur eru sá miðill þar sem mest er leyft í þessa veru. Í rauninni þarf ég ekki meira frelsi í skrifum mínum. Í The Filth eru sögur sem eru nánast klámfengnar en þær hafa fengið að rúlla sökum þess að sagan er góð og grófleik- inn er nauðsynlegur hluti sögunn- ar en ekki sýndur að tilefnislausu. Ofbeldi og kynlíf er stór liður í okkar lífi og til þess að túlka þenn- an raunveruleika er nauðsynlegt að fjalla um þessa þætti en aðeins upp að því marki að það þjóni sög- unni.“ Heimspekibrjál Umfjöllun um heimspeki Morri- sons væri efni í heila bók og enda- laust væri hægt að velta sér upp úr mismunandi túlkunum. En telur hann að skrif hans geti í raun haft Geimverur og galdrar Skotinn Grant Morrison er án efa einn af þekktustu og vinsælustu myndasöguhöfund- um nútímans. Það eru gömul sannindi að listamenn séu allt öðruvísi en verk þeirra gefa til kynna og Morrison reyndist hinn við- kunnanlegasti er Heimir Snorrason ræddi við hann og tók tafsi hans með stökustu ró. Morgunblaðið/Jim Smart Grant Morrison Grant Morrison er einn fremsti myndasöguhöfundur samtímans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.