Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIKILL vilji er meðal þjóðarinnar
til að Ríkisútvarpið fái bein framlög
úr ríkissjóði á fjárlögum, að Rík-
isútvarpið verði áfram ríkisstofnun
í núverandi mynd og að fram-
kvæmdastjórn, skipuð forstöðu-
mönnum Ríkisútvarpsins fari með
æðstu stjórn stofnunarinnar, sam-
kvæmt könnun sem Gallup gerði
fyrir Ríkisútvarpið og kynnt var í
gær. Þá er mikill meirihluti mótfall-
inn því að selja RÚV.
Könnunin fjallaði um ýmis mál er
snerta stöðu og framtíð Ríkisút-
varpsins og sagði Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóri að mikilvægt
væri að fá fram viðhorf eigenda
Ríkisútvarpsins, íslensku þjóðar-
innar, um fjármögnun, rekstrarfyr-
irkomulag og stjórnun Ríkisút-
varpsins. Taldi hann könnunina
vera þarft innlegg í umræðu um
framtíð Ríkisútvarpsins, en þetta
er í fyrsta skipti sem könnun af
þessu tagi er gerð. „Við munum að
sjálfsögðu kynna hana fyrir stjórn-
völdum, fyrir ráðherrum í ríkis-
stjórn sem um þessi mál fjalla, Al-
þingi og öðrum þeim aðilum sem
þar koma við sögu en jafnframt að
almenningur í landinu, eigendur
stofnunarinnar, fái að fylgjast með
því sem hér kemur fram,“ sagði
Markús Örn.
Þorsteinn Þorsteinsson, for-
stöðumaður markaðssviðs RÚV,
sagði svörin mjög afdráttarlaus í
flestum tilfellum og því ættu þau að
hjálpa stjórnvöldum að breyta Rík-
isútvarpinu á þann veg sem fólkið í
landinu vill.
1.416 krónur sanngjarnt
afnotagjald á mánuði
41% aðspurðra vildi að tekjuöflun
Ríkisútvarpsins yrði þannig háttað
að stofnunin fengi bein framlög úr
ríkissjóði á fjárlögum. Þá vildu 33%
að áfram yrðu innheimt afnotagjöld
eins og nú tíðkast og vildu 26% að
nefskattur yrði lagður á hvern ein-
stakling frá 18 ára aldri og fyrir-
tæki.
Að meðaltali fannst aðspurðum
sanngjarnt að borga 1.416 kr. af-
notagjald á mánuði en þegar þeir
sem ekkert vildu borga á mánuði
voru undanskildir var meðaltalið
1.993 krónur. 29% vildu ekkert af-
notagjald borga, 14% vildu borga
lægri upphæð en 1.500 krónur á
mánuði, 39% vildu borga 1.500–
2.400 krónur og 18% fannst sann-
gjarnt að borga 2.500–6.000 krónur
á mánuði. Afnotagjaldið er í dag
2.250 krónur á mánuði fyrir út-
varps- og sjónvarpsnotkun. Af þeim
29% sem ekkert vildu borga í af-
notagjald vildu 63% að stofnunin
fengi bein framlög á fjárlögum, 10%
vildu að afnotagjöld yrðu áfram
innheimt og 27% að nefskattur yrði
lagður á.49% vildu að Ríkisútvarpið
yrði áfram ríkisstofnun og var
mestur stuðningur við þetta í elsta
hópnum og hjá lágtekjufólki. Þá
vildi 31% að Ríkisútvarpið yrði gert
að hlutafélagi í eigu ríkisins og 21%
var fylgjandi sjálfseignarstofnunar-
fyrirkomulaginu.
Afgerandi andstaða við að selja
Ríkisútvarpið kom fram í könnun-
inni. 73% voru mótfallin því að selja
Sjónvarpið, 85% því að selja Rás 1
og 67% voru andvíg sölu Rásar 2.
Var ungt fólk hlynntara sölu RÚV
en þeir sem eldri eru. „Mér finnst
mjög eftirtektarvert hversu lítinn
hljómgrunn það á samkvæmt þessu
að Rás 2 verði seld. Í ljósi þess
áróðurs sem haldið hefur verið uppi
árum saman fyrir því að það verði
gert,“ sagði Markús Örn. Hann
sagði að þetta hefði komið honum
hvað mest á óvart úr niðurstöðum
könnunarinnar.
74% nefndu Ríkisútvarpið (Út-
varpið og Sjónvarpið) þegar það var
spurt hvaða fjölmiðil það teldi vera
mikilvægastan fyrir þjóðina.
Fréttahlutverkið er mikilvægasta
hlutverk RÚV samkvæmt niður-
stöðum könnunarinnar. 83% nefndu
það sem mikilvægast, næstmikil-
vægast eða þriðja mikilvægasta
hlutverkið. 61% nefndi öryggishlut-
verkið, 45% menningarhlutverk,
43% fræðsluhlutverk, 32% afþrey-
ingu, 16% málverndun og 8% jafn-
ræðis- eða lýðræðishlutverk.
Sögðust 40% ánægð með dagskrá
Sjónvarpsins, 33% óánægð og 27%
hvorki né. 67% voru ánægð með
dagskrá Rásar 1, 13% óánægð og
21% hvorki né. 66% voru ánægð
með dagskrá Rásar 2, 11% óánægð
og 24% hvorki né.
Könnunin var gerð í síma dagana
19. ágúst–2. september. Hringt var
í 1.200 manna slembiúrtak fólks á
aldrinum 16–75 ára úr þjóðskrá og
var svarhlutfallið 70%.
Ríkisútvarpið fái bein
framlög á fjárlögum
!" # $
GEIR Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, myndi ekki setja
sig upp á móti hugmyndum um að
lögregla tilkynni fyrirfram hvar hún
ætlar að vera við hraðamælingar.
Hann vill að lögreglan sé eins sýni-
leg og mögulegt er og segir slæma
aðstöðu til hraðamælinga valda því
að ökumenn haldi sumir að lögregl-
an liggi í leyni.
Í netútgáfu danska blaðsins Poli-
tiken var greint frá því að dóms-
málaráðherra Danmerkur, Lene
Espersen, vildi að lögregla upplýsti
ökumenn um hvar vænta mætti
hraðaeftirlits á vegum. Á Netinu
yrði greint frá staðsetningu hraða-
myndavéla svo að lögregla yrði ekki
sökuð um að liggja í leyni og sekta
ökumenn. Framkvæmdastjóri
danska umferðarráðsins er ekki sér-
lega hrifinn af þessari hugmynd og
telur hann ráðherrann hugsa meira
um hag ökufantanna en þeirra 125
sem árlega láta lífið í hraðaksturs-
slysum í Danmörku.
Geir Jón er þeirrar skoðunar að
lögregla eigi að vera eins sýnileg við
umferðareftirlit og kostur er en
hugmyndir á borð við þær sem
danski dómsmálaráðherran hefur
lagt fram hafa þó ekki verið skoð-
aðar sérstaklega hjá embættinu. Að-
spurður segir hann að lögreglan í
Reykjavík liggi ekki í leyni við um-
ferðareftirlit en hann skilji þó vel að
sumum ökumönnum finnist svo
vera. Skýringin sé sú að aðstaða til
hraðaeftirlits í höfuðborginni sé
bágborin og því velji lögreglumenn
staði sem jafnvel geti talist vafasam-
ir. Til dæmis leggi þeir stundum
undir brúm þar sem þar eru hellu-
lagðar umferðareyjur til að forðast
að valda skemmdum á gróðri. Þá sé
slökkt á ljósum lögreglubílanna því
að ella sé hætta á að þau trufli öku-
menn. Þetta valdi því að ökumenn
haldi að lögreglan sé að leynast og
bendir á að jafnvel þótt lögreglubíl-
arnir séu mjög vel sýnilegir mælist
fjölmargir ökumenn á of miklum
hraða. „Við þurfum ekki að fela okk-
ur til að ná einhverju í kassann ef
menn halda það,“ segir hann.
Stundum notast
við ómerkta bíla
Varðandi ljósamyndavélar segir
Geir Jón að gatnamót með slíkum
myndavélum séu merkt. Stundum
er þó engin myndavél í kassanum og
segist hann ekkert sjá athugavert
við að greint verði frá því á Netinu
hvar myndavélarnar eru hverju
sinni. Geir Jón segir að lögregla eigi
að öllu jöfnu að vera rækilega sýni-
leg við umferðareftirlit. Lögregla
notist þó stundum við ómerkta bíla
en þeir eru einkum settir til höfuðs
ökuföntum sem stunda háskalegt
akreinasvig.
Lögreglan á að
vera sýnileg við
umferðareftirlit
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn
ÍTALSKA herskipið San Giusto sem
nú liggur við Miðbakka í Reykjavík-
urhöfn er átta þúsund tonn, 133
metra langt, 25 metra breitt og rist-
ir sex metra. Skipherrann er Paolo
Sandalli og segir hann skipið jöfn-
um höndum notað til hernaðar-
aðgerða, sem aðstoðar- og björg-
unarskip og til þjálfunar nýliða í
her Ítalíu og stendur slík þjálfun yf-
ir um þessar mundir.
„Skipið er mjög fjölhæft og verk-
efni þessi margvísleg því bæði er
það stórt og mikið og vel búið til
ólíkra verkefna,“ segir skipstjórinn
en í lok mánaðarins lýkur þjálf-
unartíma nýliða sem verið hafa á
skipinu frá því í júlí. Það eru nem-
endur sem hófu fimm ára nám í her-
skóla í fyrra en hluti þess fer fram í
San Giusto.
Eins og fyrr segir er skipið stórt
og mikið og ber það m.a. þrjár þyrl-
ur, allt að 34 létta skriðdreka og
ýmis önnur farartæki sem nota má
til að flytja hermenn á land og alls
um 170 tonn af ýmsum búnaði og
tækjum. Auk venjulegrar aðstöðu
fyrir áhöfn er í skipinu eins konar
lítill spítali og tannlæknastofa og
starfa um borð tveir læknar og einn
tannlæknir.
Skipið verður til sýnis almenningi
í dag og á morgun milli klukkan 14
og 17. Það heldur af stað áleiðis til
Írlands að morgni fimmtudags en
það er síðasti viðkomustaðurinn áð-
ur en haldið verður til Ítalíu á ný.
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölmargir gestir skoðuðu ítalska herskipið í gær en það verður til sýnis í dag og á morgun milli kl. 14 og 17.
Herskip í heimsókn
STJÓRN kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í nýju
Norðvesturkjördæmi hefur
samþykkt að leggja til við að-
alfund ráðsins síðar í mánuð-
inum að haldið verði prófkjör
hinn 19. nóvember nk. vegna
þingkosninganna í vor.
Þórólfur Halldórsson,
sýslumaður á Patreksfirði, er
formaður kjördæmisráðsins.
Hann segir við Morgunblaðið
að prófkjör sé undantekning
frá þeirri almennu reglu
flokksins að stilla upp á fram-
boðslista. Stjórnin hafi ákveð-
ið prófkjörsleiðina og leggja
þá tillögu fyrir aðalfund, sem
fram fer í Snæfellsbæ helgina
28. til 29. september nk. Á
annað hundrað flokksmenn
eru í kjördæmisráðinu og að
sögn Þórólfs verður það undir
þeim komið hvort þessi leið
verði farin og þá hvort próf-
kjörið verði opið eða ekki.
Þingmenn gefa kost á sér
Að sögn Þórólfs liggur fyrir
að fimm þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins í kjördæmunum
þremur sem sameinast í
Norðvesturkjördæmi, þ.e. af
Vesturlandi, Vestfjörðum og
Norðurlandi vestra, muni gefa
kost á sér áfram til þingsetu.
Þetta eru Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra og Guðjón
Guðmundsson af Vesturlandi,
Einar Kristinn Guðfinnsson
og Einar Oddur Kristjánsson
af Vestfjörðum og Vilhjálmur
Egilsson af Norðurlandi
vestra. Sigríður Ingvarsdótt-
ir, sem tók sæti Hjálmars
Jónssonar af Norðurlandi
vestra, stefnir á framboð fyrir
flokkinn í Norðausturkjör-
dæmi þar sem hennar höfuð-
vígi, Siglufjörður, mun til-
heyra því kjördæmi í næstu
kosningum.
Þórólfur segir að miðað við
fylgi flokksins í kjördæmun-
um þremur í síðustu kosning-
um megi reikna með þremur
öruggum þingsætum þó að
vissulega sé stefnt að betri ár-
angri miðað við útkomu Sjálf-
stæðisflokksins í síðustu sveit-
arstjórnarkosningum á þeim
stöðum sem kjördæminu til-
heyra.
Tillaga
um próf-
kjör 19.
nóvember
Sjálfstæðisflokk-
urinn í Norð-
vesturkjördæmi