Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖGUR umferðaróhöpp hafa orðið á gatnamótum Langatanga og Skeið- holts í Mosfellsbæ síðan þau voru opnuð í sumar og biðskyldumerking- um þar breytt. Bæjarverkfræðingur segir hafa dregist að koma fyrir hraðahindrun á Langatanga austan megin við gatnamótin. Lífleg umræða hefur verið á heimasíðu Mosfellsbæjar um gatna- mótin undanfarnar vikur, þar sem íbúar í bænum hafa gagnrýnt breyt- ingarnar og þá sérstaklega það að Bogatangi og Skeiðholt hafi verið gerð að aðalgötum í stað Langatanga áður. Samkvæmt upplýsingum, sem Gylfi Guðjónsson, varaformaður um- hverfisnefndar bæjarins, lagði til í þá umræðu hafa alls orðið 16 umferð- aróhöpp við Langatanga það sem af er árs, sem flest teljast minniháttar. Hörðustu árekstrarnir hafi hins veg- ar verið við umrædd gatnamót. Tryggvi Jónsson bæjarverkfræð- ingur staðfestir að samkvæmt upp- lýsingum hans hafi fjögur umferðar- óhöpp orðið á umræddum gatna- mótum. Hann segir að erfitt virðist fyrir íbúa bæjarins að venjast breyt- ingunum, jafnvel þótt þær hafi verið vel auglýstar og settar hafi verið upp sérstakar merkingar áður en komið er að gatnamótunum. Hann segir að dregist hafi hjá verktaka að koma fyrir hraðahindrun á Langatanga austan megin við gatnamótin en vestan megin við þau sé slík hindrun, sem dragi úr hraða ökumanna áður en komið er að gatnamótunum. „Ég veit svo sem ekki hvort það leysi vandamálið. Ef fólk hugsar lítið í um- ferðinni lendir það í óhöppum á gatnamótum, þau eru helstu óhappa- staðirnir. Það er kannski ekki mikið meira sem við getum gert nema þá að loka gatnamótunum og það er alla vega ekki það sem stendur til að gera.“ Fjögur óhöpp á gatnamótunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Mosfellsbær SÍÐASTA vetur tóku nemendur nokkurra grunnskóla Reykjavík- ur þátt í verkefni sem ber yf- irskriftina Lesið í skóginn. Af- rakstur verkefnisins er nú til sýnis í Café Flórunni í Grasa- garðinum, en það fólst í skóg- arferðum þar sem nemendur lærðu að skoða skóginn og njóta hans. Auk þess lærðu þeir að nýta þann efnivið sem þar er að finna. Síðan var farið með efni- viðinn í smíðastofurnar og margs konar hlutir búnir til. „Verkefnið byggist á þeim grunni að nemendur læri sam- hliða um vistfræði skógarins og nýtingu hans. Nemendur læra þannig að meta það sem skóg- urinn hefur fram að færa og um- gangast hann af kunnáttu og ábyrgð,“ segir í frétt frá aðstand- endum verkefnisins, það er sam- starfsverkefni Skógræktar rík- isins, Grunnskóla Reykjavíkur, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Kennaraháskóla Ís- lands, Skógræktarfélags Reykja- víkur og BYKO. Ólíkar námsgreinar tvinnaðar saman í skóginum Í fréttinni segir ennfremur að skógarsvæði innan borgarmark- anna hafa verið nýtt í verkefninu og þangað hafa nemendur sótt sér fróðleik og hráefni. Verkefnið byggist á þverfaglegri vinnu nemenda og kennara í ólíkum námsgreinum svo sem í nátt- úrufræði, smíði og almennri kennslu. Í ferðunum er tvinnuð saman fræðsla um vistkerfið, eig- inleika trjáa og nýtingu skógar- ins. Athygli nemenda er vakin á fegurð skógarins og þeir yrkja ljóð, flytja tónlist, kveikja eld, baka brauð og velja sér efnivið til að vinna úr. Á sýningunni í Café Flórunni er svo afrakstur skógar- ferðanna til sýnis. Nemendur tóku þátt í opnunardagskránni á sunnudag með margvíslegum hætti m.a. með því að baka brauð og sýna færni sína í að tálga. Sýningin mun standa í tvær vikur. Nemendur sýna verk sín Lesið í skóginn í Grasagarðinum Sýnishorn úr smiðju nemend- anna má finna á sýningunni í Café Flóru næstu daga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendurnir lásu upp skógarljóð við opnun sýningarinnar sem þau sömdu í tengslum við verkefnið Lesið í skóginn. Laugardalur BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar hefur samþykkt álykt- un þar sem lýst er verulegum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríkir í heilsugæslu- málum í bæjarfélaginu. Segir í ályktuninni að um „óþolandi ástand“ sé að ræða. „Á sama tíma og yfir 5.000 bæjarbúar eru án heimilis- læknis, sem er alls óviðun- andi, stefnir í mikla óvissu um frekari læknisþjónustu á heilsugæslustöðinni á Sól- vangi vegna deilu lækna stöðvarinnar við heilbrigðis- yfirvöld um kjara- og rétt- indamál,“ segir í ályktuninni. Ávallt hafi verið lögð áhersla á öfluga heilsugæsluþjónustu í bæjarfélaginu og því verði „ekki lengur búið við það óþolandi ástand sem ríkt hef- ur um allt of langt skeið“. Leggur bæjarstjórnin ríka áherslu á að allri óvissu um læknisþjónustuna á Sólvangi verði eytt hið fyrsta og jafn- framt verði bætt úr brýnni þörf fyrir bætta heilsugæslu og læknisþjónustu í bænum með fjölgun heilsugæslu- lækna. Skorar bæjarstjórn því á heilbrigðisyfirvöld að taka nú þegar af festu á mál- unum. Áhyggjur vegna heilsugæslu Óþol- andi ástand Hafnarfjörður REGLUBUNDNAR mælingar verða gerðar á skolpmengun í skurðum í Bessastaðahreppi næstu þrjú árin. Hreppsnefnd ákvað þetta á síðasta fundi sínum. Þá var samþykkt að hefja forhönnun á næstu áföngum í uppbyggingu frá- veitu sveitarfélagsins. Að sögn Gunnars Vals Gísla- sonar sveitarstjóra er fráveitumál- um þannig háttað í sveitarfélaginu að vegna flatlendis séu ekki mögu- leikar á sjálfrennsli til sjávar og því verður að dæla öllu skolpi frá byggðinni. „Við erum búnir að gera vinnuáætlun frá 1996 í frá- veitumálum og höfum tekið viss skref þar en ekki öll. Nú eru næstu áfangar að forhanna og kostnaðarreikna það sem eftir er. Þannig geta menn gert sér grein fyrir hvað næstu verkáfangar kosta, hvernig þeir geta litið út og hvaða framkvæmdum öðrum þeir geta samræmst.“ Var þetta sam- þykkt á fundinum að hans sögn. Meira fé til málaflokksins Þá samþykkti hreppsráð að leggja til við stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að taka til umræðu á næsta landsþingi þess fráveituframkvæmdir sveitarfélaga með sérstakri hliðsjón af vanda minni sveitarfélaga að sinna lög- boðinni skyldu á þessu sviði. „Markmið umræðunnar verði að ná samstöðu meðal sveitarfélag- anna um að knýja á ríkisvaldið að veita meira fé til þessa málaflokks, sérstaklega með tilliti til skorts á framkvæmdafé í minni sveitar- félögum og þar sem náttúrulegar aðstæður gera framkvæmdir kostnaðarsamari,“ segir í sam- þykktinni. Næstu áfangar fráveitu forhannaðir Bessastaðahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.