Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Leiðsögunám
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast
Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim, sem
áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra
ferðamanna á ferð um Ísland.
Stuðst er við námsskrá menntmálaráðuneytisins um
viðurkennt leiðsögunám.
Helstu námsgreinar:
Ferðalandafræði Íslands. Helstu viðkomustaðir ferðamanna
í máli og myndum.
Saga landsins, atvinnuvegir, stjórnmál, bókmenntir
og listir.
Mannleg samskipti og hópasálfræði.
Skipulagðar ferðir, afþreyingaferðir og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á
hinum ýmsu sviðum.
Kennt er 3 kvöld í viku, en auk þess er farið í vettvangsferðir á
laugardögum.
Bíldshöfða 18, sími 567 1466
Opið til kl. 22:00
Nú er rétti tíminn tilað panta nýjaeldhúsinnréttinguog fá hana uppTÍMANLEGA fyrir jól
V
ilt
u
ek
ki
losn
a við óþarfa stress?
G
et
um
líka
tekið þá gömlu
niður
ELDASKÁLINN Brautarholti 3 • 105 Reykjavík Sími: • 562 1420
Persónulega eldhúsið
Reykjanesbær
Höfum til sölu litla og þægilega efnalaug á sérstaklega hagstæðu
verði. Öll tæki til staðar og í mjög góðu standi. Dúkaleiga. Hægt að
markaðssetja fyrirtækið mun betur. Þægileg, sjálfstæð vinna. Laus
strax.
Vantar þig örugga vinnu? Engin hætta á uppsögn. Vilt þú þéna sjálf-
ur af þinni þekkingu og vinnusemi? Er með tvö mjög góð fjölskyldu-
fyrirtæki sem allir þekkja í bænum og gefa góðar tekjur. Upplýsingar
aðeins á skrifstofunni. Spennandi dæmi.
Heildverslun
Heildverslun með heimsþekkt merki óskar eftir meðeiganda. Þarf að
hafa 10 millj.
HRÚTFIRÐINGAR réttuðu fé sitt í
nýrri rétt, sem byggð hefur verið í
landi Hrútatungu. Það var bjart yfir
mönnum þegar Morgunblaðið bar að
garði og enginn barlómur í mönnum.
Göngur gengu nokkuð vel og nú var
gist í nýjum skála á afréttinum, en
Húnaþing vestra keypti sæluhúsið á
Holtavörðuheiði og flutt austur á af-
réttinn síðla síðasta vetrar.
Gunnar Sæmundsson, bóndi í
Hrútatungu, sagði byggingu réttar-
innar hafa gengið vel, gamla réttin
var rifin í sumar og ný byggð síðla
sumars. Vann hann við verkið, ásamt
ýmsum fleiri sveitungum. Kostnað-
arverð er rúmar þrjár milljónir
króna, en áætlun var upp á um fjórar
milljónir. Sveitarsjóður Húnaþings
vestra greiðir um 40% hluta, en
bændur hinn hlutann. Nýja réttin
leysir af hólmi rétt, sem byggð var
árið 1906, þá með torf og grjótvegg-
um að utan, en timbur í dilkum og al-
menningi. Sú rétt var síðan endur-
gerð uppúr miðri öldinni, með
timburumgjörð. Elsta réttin sem
Gunnar veit um í sveitinni var hins
vegar við Réttarfoss, sem er í Hrúta-
fjarðará, innan við Grænumýrar-
tungu. Sú rétt var að mestu náttúru-
smíð. Gunnar sagði það sína skoðun,
að réttin væri mun meira en staður
til nota í einn dag. Mikill fjöldi fólks
kæmi í sveitina í tengslum við réttir,
þarna væru fjölskyldumót og einnig
færðist í vöxt að útlendingar sæktu í
réttir. Nú komu t.d. 20 Hollendingar
og mynduðu allt í bak og fyrir. Einn-
ig kæmi mikill fjöldi ungmenna og
barna í réttir og ímyndin skipti því
miklu máli í minningum um sveitina.
Umgjörðin yrði því að vera sveitinni
til sóma.
Réttað í nýrri rétt
Hvammstangi
Ljósmynd/Karl Á. Sigurgeirsson
Gunnar bóndi í Hrútatungu í nýju réttinni.
STÓRFRAMKVÆMDIR hafa
staðið yfir við sjóvarnargarðinn í
Grímsey undanfarnar fjórar vikur.
Sæfari, ferja Grímseyinga, hefur
lagst skipti eftir skipti að bryggju,
hlaðin risagrjóti sem sótt er í námu
á Árskógsströnd.
Mikið af grjóti hefur líka verið
sprengt hér á flugvallarsvæðinu og
stærstu steinarnir hirtir en grjót í
Grímsey er lélegt þar sem það er
mikið sprungið og má við litlu
hnjaski.
Lengi hafði staðið til að styrkja
og efla sjóvarnargarðinn en eftir
vestan áhlaupið mikla síðasta vetur
var farið á fulla ferð og bættur
varnargarður settur í fyrsta sæti
hvað framkvæmdir snerti í eyjunni.
Alls eiga 280 risasteinar að mynda
garðinn en slíkur öldubrjótur er
ákaflega þýðingarmikill fyrir höfn
og athafnasvæði. Um 80 risasteinar
eru ókomnir enn. Sæfari kemur
með milli 12 og 17 hnullunga í ferð
þannig að rúmur mánuður er í það
að þessu stóra verki ljúki. Verktaki
er Árni Helgason frá Ólafsfirði en
Siglingamálastofnun borgar stærsta
hluta framkvæmdanna. Síðan er
það bara áframhaldandi vinna við
höfnina, því sjóvarnargarðurinn er
aðeins einn áfangi af mörgum,
sögðu sveitarstjórnarmennirnir
Garðar Ólason og Brynjólfur Árna-
son.
Sjóvarnar-
garður end-
urbættur
Grímsey
Morgunblaðið/Helga Mattína
Garðar Ólason og Brynjólfur Árnason við sjóvarnargarðinn í Grímsey.
SÍLDARVINNSLAN HF. hefur
selt frystitogarann Barða NK til
Namibíu og mun skipið verða afhent
nýjum eigendum 11. september
næstkomandi.
Barði var keyptur til Neskaup-
staðar árið 1989 frá Ísafirði en skipið
hét áður Júlíus Geirmundsson ÍS.
Það verður Snæfugl SU sem mun
fylla skarð Barða en Síldarvinnslan
eignaðist Snæfugl á síðasta ári þegar
félagið keypti stóran hlut í Skipa-
kletti á Reyðarfirði.
Snæfugl mun fljótlega halda til
Póllands þar sem skipið verður sand-
blásið, málað og lagfært.
Reiknað er með að Snæfuglinn
sem þá mun bera nafnið Barði NK
verði tilbúinn á veiðar eftir einn og
hálfan til tvo mánuði.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Afla landað úr síðustu veiðiferð Barða NK.
Barðinn
seldur til
Namibíu
Neskaupstaður
640 ÞÁTTTAKENDUR voru í Brú-
arhlaupi Selfoss sem fór fram í 12.
sinn á laugardag og hófst á Ölfus-
árbrú. Þátttakendur ýmist hlupu
eða hjóluðu. Hjólreiðamenn fóru 5
og 12 kílómetra en hlaupararnir
2,5, 5,0, 10 og 21,5 kílómetra. Gott
veður var á meðan hlaupið fór fram
eins og reyndar hefur verið öll árin
sem hlaupið hefur farið fram og
hefur það sýnt sig að fyrsta helgin í
september er nokkuð pottþétt hvað
veðurblíðu varðar. Fyrsta hlaupið
var haldið 1991 í tengslum við 100
ára afmæli Ölfusárbrúar og er orð-
inn fastur liður sem íþrótta-
viðburður og bæjarviðburður á Sel-
fossi. Alls koma um 40 manns að
framkvæmd hlaupsins. Ræsir að
þessu sinni var Einar Njálsson bæj-
arstjóri Árborgar.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ölfusárbrú full af fólki eftir að rásmerki var gefið.
640 voru
með í Brú-
arhlaupi
Selfoss
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050