Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 20

Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú stendur fyrir dyrum fullgilding Íslands á New York sáttmálanum um viðurkenningu erlendra gerðardóma. Af því tilefni hafa Lands- nefnd Alþjóða verslunarráðsins og Landwell á Íslandi undirbúið ráðstefnu um alþjóðlega gerðardóma. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra opnar ráðstefnuna. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður er ráðstefnustjóri. Dr. Robert Briner, forseti Gerðardóms Alþjóða verslunarráðsins í París. ICC Arbitration and the New York Convention. Sigurður Tómas Magnússon, héraðsdómari. The different role of a judge and an arbitrator. Claus Bennetsen, lögmaður, Landwell í Danmörku. Development of International Arbitration in Denmark. Birgir Ármannsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri Verslunarráðs Íslands. The Court of Arbitration of the Iceland Chamber of Commerce. Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmaður, LOGOS Lögmanns- þjónusta. Arbitration versus Court proceedings. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri Dómsmálaráðuneytisins. The ratification of the New York Convention. Current status. Í lok ráðstefnunar verður efnt til móttöku í boði dómsmála- ráðuneytisins. Þátttökugjald kr. 7.500,- / kr. 6.500,- fyrir ICC félaga. Nánari upplýsingar í síma 510 7100 með faxi 568 6564 eða með tölvupósti: icc@chamber.is Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins og Landwell á Íslandi kynna: Ráðstefna um alþjóðlega gerðardóma Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 13. september n.k. kl. 13:00 í Gullteigi E in n t v e ir o g þ r ír 2 7 6 .0 0 1 Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins Frummælendur verða: TÍMARITINU Lifun hefur verið dreift með Morgun- blaðinu til kaupenda blaðsins á höfuðborgarsvæðinu einu sinni í mánuði frá því í mars á þessu ári. Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, gefur nú tímaritið út og verður því dreift til kaupenda blaðsins á öllu landinu. Tímaritið, sem fjallar um heimili og lífsstíl, er prentað í Prentsmiðju Morgunblaðsins í 55.000 eintökum og fylgir Morgunblaðinu á miðvikudög- um. Næsti útgáfudagur Lifun- ar er miðvikudagurinn 25. sept- ember. Sala á auglýsingum í tímarit- ið fer fram í auglýsingadeild Morgunblaðsins en umsjónar- menn efnis eru áfram Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir. Útgáfa á Lifun Fylgir Morgun- blaðinu einu sinni í mánuði til allra kaupenda RÁÐHERRANEFND um einka- væðingu hefur ákveðið að gengið verði til viðræðna við Samson eign- arhaldsfélag um kaup á umtalsverð- um hlut í Landsbanka Íslands hf. Samson ehf. er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Magnúsar Þorsteinssonar og Björgólfs Guð- mundssonar. Ákvörðun þessi bygg- ist á forsendum framkvæmdanefnd- ar um einkavæðingu og mati alþjóðlega bankans HSBC á þeim gögnum sem borist hafa frá þeim þremur aðilum sem nefndin hefur átt í viðræðum við að undanförnu. Jafnframt hefur verið ákveðið að hefja nú þegar frekari undirbúning að sölu á umtalsverðum hlut í Bún- aðarbanka Íslands hf. Í tilkynningu frá Samson lýsa forsvarsmenn félagsins ánægju sinni með að framkvæmdanefnd um einkavæðingu skyldi velja þá til frekari viðræðna um kjölfestuhlut í Landsbanka Íslands og munu þeir leggja sig alla fram um að samn- ingaviðræður gangi hnökralaust. Áhugi eigenda Samson á að ger- ast kjölfestufjárfestir í Landsbanka Íslands kom fyrst fram í bréfi sem sent var framkvæmdanefnd um einkavæðingu 27. júní sl. Í því bréfi voru verðhugmyndir tilgreindar og líta aðstandendur Samson á þær sem helstu forsendur viðskiptanna. Áhuginn og forsendurnar voru ítrekuð í bréfum hinn 25. júlí, 2. september og 6. september. Órætt um verð og um hve stóran hlut er að ræða Að sögn Björgólfs Thors Björg- ólfssonar hefur Samson ehf. ekki borist formlegt bréf um að hefja eigi viðræður við þá um kaup á um- talsverðum hlut í Landsbankanum en þeim hafi verið tilkynnt að þeir fái bréfið í hendur í dag. Fyrr geti þeir ekki litið á sig sem væntanlega kaupendur. Björgólfur Thor segir að þeir séu ánægðir með að einkavæðingar- nefnd skuli hafa ákveðið að hefja viðræður við þá en ekki sé þar með sagt að þeir séu búnir að kaupa Landsbankann. Þeir hafi ekki enn fengið nægar upplýsingar um áætl- anir bankans til næstu ára eða hvaða áhrif sala á 45% eignarhlut í VÍS muni hafa á afkomu hans. Eins eigi eftir að ræða um hversu stóran hlut sé að ræða, verð og hvernig greiðslum verði háttað. Öll þessi at- riði verði skoðuð á faglegum nótum með aðstoð sérfræðinga. Í lok júlí síðastliðins tilkynnti einkavæðingarnefnd að ákveðið hefði verið að ganga til viðræðna við þrjá hópa fjárfesta um kaup á að minnsta kosti fjórðungshlut í Landsbanka Íslands. Þeir sem um ræðir eru Kaldbakur hf., Björgólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þor- steinsson og Björgólfur Guðmunds- son og Eignarhaldsfélagið Andvaka, Eignarhaldsfélagið Samvinnutrygg- ingar, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Ker hf., Samskip hf. og Samvinnulífeyr- issjóðurinn. Forstjóri Kers útilokar ekki áhuga á Búnaðarbankanum Þessi ákvörðun einkavæðingar- nefndar kom í kjölfarið á að auglýst var eftir tilboðum í að minnsta kosti fjórðungshlut í bæði Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands, en ríkið á nú 55% í Búnaðarbanka og 48% í Landsbanka. Hvatinn að þeirri auglýsingu var áhugi sem Björgólfur Thor og félagar höfðu sýnt á að kaupa umtalsverðan hlut í Landsbankanum, en vegna jafnræð- issjónarmiða taldi ríkið eðlilegt að gefa fleirum kost á að gera tilboð í bankann í stað þess að ganga þegar til viðræðna við þennan eina hóp fjárfesta. Geir Magnússon, forstjóri Kers, er einn þeirra sem tekið hafa þátt í viðræðum við einkavæðingarnefnd fyrir hönd þess hóps fjárfesta sem Ker á aðild að. Í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi sagðist Geir ekki vilja tjá sig um þá niðurstöðu sem orðin væri þar sem honum hefði ekki borist hún með form- legum hætti og hann hefði ekki haft tækifæri til að ræða við aðra úr hópnum. Aðspurður um hugsanleg kaup í Búnaðarbankanum sagði hann að sá hópur fjárfesta sem Ker á aðild að hefði ekki útilokað að fjárfesta í Búnaðarbankanum, en að áherslan hefði verið á Landsbank- ann. Kári Arnór Kárason, varaformað- ur stjórnar Kaldbaks, er meðal þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd þess félags. Kári Arnór sagði í gærkvöldi að engin formleg tilkynning hefði enn borist frá einkavæðingarnefnd og hann þekkti því ekki forsendur ákvörðunarinnar og gæti ekki tjáð sig um niðurstöð- una. Hann sagði viðræðurnar hafa gengið ágætlega fyrir sig og meðal annars snúist um fjárhagslega getu tilboðsgjafa. Könnun hefði leitt í ljós að þeir hefðu allir þrír haft næga fjárhagslega getu og hefðu því verið beðnir að leggja fram til- boð sín fyrir helgi. Kári Arnór sagði Kaldbak bæði hafa sýnt Landsbanka og Búnaðar- banka áhuga í upphafi þótt áhuginn á Landsbanka hefði verið meiri. Nú sagðist hann reikna með að rætt yrði við þá fjóra sem eftir standa um kaup á hlut í Búnaðarbankan- um, þ.e. þá tvo sem ekki verður rætt frekar við um Landsbankann auk hinna tveggja sem ekki var rætt við vegna Landsbankans, en það eru Íslandsbanki og hópur fjár- festa undir forystu Þórðar Magn- ússonar. Ákveðið hefur verið að ræða við Björgólf Thor Björgólfsson, Magnús Þor- steinsson og Björgólf Guðmundsson um kaup á stórum hlut í Landsbankanum Engin ákvörðun enn um hvort af kaupum verður Morgunblaðið/Kristinn Forsvarsmenn Samson lýsa yfir ánægju sinni með að vera valdir til frekari viðræðna um kjölfestuhlut í Landsbanka Íslands. BJARNI Haukur Þórs- son leikari og fram- leiðandi, kunnastur fyrir uppfærslu leik- ritsins Hellisbúans í Gamla bíói og víðar, hefur fest kaup á hlut í fyrirtækinu Nord- iska Strakosch Teater Forlaget sem er stærsta umboðsfyrir- tæki á sviði leikrita og söngleikja á Norður- löndum. Stærsti hluthafi fyrirtækisins er Norð- maðurinn Fred Olav Johannessen frá Björgvin en hann er þekktur kaupsýslumaður og fram- leiðandi í Noregi. Fred Olav er jafnframt stjórnarformaður fé- lagsins. Fyrirtækið er með aðalskrif- stofur í Kaupmannahöfn og útibú í Helsinki í Finnlandi og hjá því starfa 15 manns. Stofnandi fyrirtækisins og fyrri eigandi er Hanne Villum Hansen en að sögn Bjarna Hauks Þórs- sonar er hún vel þekkt í dönsku listalífi og er t.d. góð vinkona Margrétar Dana- drottningar. Öll verk Astrid Lindgren Bjarni segir að fyrirtækið hafi um- boð fyrir verk fjölda þekktra leikrita- og söngleikjaskálda, t.d. eigi það rétt á öllum verkum sem byggð eru á sögum Astrid Lindgren. Alls hefur félagið 600-700 titla í heildsölu. Sem dæmi um fleiri höfunda sem félagið hefur umboð fyrir eru Arthur Miller, Tenn- essee Williams, Berthold Brecht og Andrew Lloyd Webber, auk fjölda norrænna höfunda, þ. á m. Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir og Hávar Sigurjónsson. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru öll þjóðleikhús og borgarleikhús á Norðurlöndum auk frjálsra fram- leiðenda. Meðal verka sem seld hafa verið til Íslands á síðustu ár- um eru Grease, Með vífið í lúk- unum, Hver er hræddur við Virg- ininu Wolf?, Full Monty söng- leikurinn og Festen. Ætlaði sjálfur að kaupa fyrirtækið Aðspurður um hvernig það hafi komið til að hann keypti sig inn í fyrirtækið segir Bjarni það hafa verið vegna tengsla sem hann hafði myndað í Noregi við ýmsa aðila í bransanum. „Annars var ég sjálfur búinn að ganga lengi með þá hugmynd í maganum að kaupa þetta fyrirtæki, en Norð- mennirnir urðu fyrri til. Áður höfðu bandarísk og frönsk stór- fyrirtæki sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið en fyrri eigandi vildi ekki selja þeim af ýmsum ástæð- um. Hún var að bíða eftir tilboði frá réttum aðilum.“ Bjarni segir að hlutur sinn í fyrirtækinu sé ekki stór en nógu stór „til að sitja í stjórn“ eins og hann orðar það. Hann segir fyr- irtækið í traustum og góðum rekstri. Aðspurður um frekari tengsl fyrirtækisins við íslenska mark- aðinn sagði Bjarni að hann vonaði að aðkoma sín að fyrirtækinu ætti eftir að nýtast íslensku leikhúsi og íslenskum framleiðendum vel. Bjarni Haukur Þórsson kaupir hlut í umboðsfyrirtæki Umboð fyrir verk fjölda þekktra leikritahöfunda Bjarni Haukur Þórsson Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.