Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 21 Áform stendur fyrir ráðstefnu í Súlnasal Hótels Sögu miðvikudaginn 11. september, klukkan 10.00-16.00. Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi sjálfbærrar framleiðslu og ferðaþjónustu í sátt við umhverfið. Ráðstefnan verður túlkuð jafnharðan á íslensku og ensku. Borinn verður fram hádegisverður með bandarísku ívafi frá Norðlenska og Mjólkursamsölunni. Innritun hefst kl. 9.00 en ráðstefnan kl. 10.00 með setningu Hauks Halldórssonar,formanns Áforms. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Elín Berglind Viktorsdóttir, Hólaskóla, fulltrúi Ferðaþjónustu bænda Fundarstjóri: Magnús Stephensen, markaðsstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum. Roger Berkowich, forstjóri og aðaleigandi Legal Sea Foods Mel Coleman, forstjóri Coleman Natural Beef Jeff Tunks, yfirmatreiðslumaður DC Coast og Ten Penh Dennis O‘Donnell, verslunarstjóri hjá Whole Foods í Washington Laurie Rocke, markaðsstjóri Whole Foods í New York SJÁLFBÆR matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta Ráðstefna SJÁLFBÆR FRAMLEIÐSLA – HVERNIG ER STAÐAN HÉR Á LANDI? HVERNIG ERU BANDARÍSKIR MARKAÐIR AÐ BREYTAST? >> Ráðstefnan er öllum opin. >> Ráðstefnugjald er 3.900 kr. og innifalið eru kaffi og hádegisverður. >> Skráning til 10. september á ho@bondi.is eða í síma 563 0300. Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Leðurklætt Fiesta Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann... KURT Schoknecht aðalfram- kvæmdastjóri Alliance Capital Man- agement (ACM) Funds var hér á landi á dögunum en fyrirtækið er eitt stærsta sjóðastjórnunarfyrirtæki í heimi og er talið hið stærsta í virkri sjóðastjórnun fyrir stofnanir í Bandaríkjunum, þar á meðal lífeyr- issjóði. Kurt Schoknecht ber ábyrgð á markaðssetningu verðbréfasjóða fyr- irtækisins utan Bandaríkjanna og undir hann heyra söluskrifstofur í 14 löndum, þar á meðal hér á landi. Kurt segir að það verði sífellt mik- ilvægara að fólk sé meðvitað um hvernig það ávaxti fjármuni sína þar sem starfsævin er farin að styttast og líftíminn að lengjast. Þar með lengist eftirlaunatímabilið og digra sjóði þurfi til að duga allan þann tíma. Hann segir að fjárfesting í hlutabréf- um og hlutabréfasjóðum geti gegnt hér lykilhlutverki þar sem hlutabréf gefi aukna arðsemisvon þegar litið er til lengri tíma. „Slík fjárfesting er þó áhættusöm eins og við höfum svo rækilega verið minnt á síðustu miss- erin.“ Hvernig er staðan á mörkuðum ut- an Bandaríkjanna í dag? „Vaxtarmöguleikar eru miklir fyr- ir fyrirtæki eins og okkar. Ef horft er á hið háa hlutfall tekna sem fólk legg- ur til hliðar í sparnað í löndum utan Bandaríkjanna og litla markaðshlut- deild verðbréfasjóða í sömu löndum samanborið við Bandaríkin eru vaxt- armöguleikarnir gríðarlegir.“ Kurt segir að hlutfall sparnaðar al- mennings fyrir utan lögbundinn líf- eyrissparnað sé í kringum 5-10% í Evrópu, 15-20% í Asíu en aðeins 1% í Bandaríkjunum. Hvernig flokkast sjóðirnir sem þú hefur á þinni könnu? „Verðbréfasjóðir skiptast í hluta- bréfasjóði, blandaða sjóði með skuldabréf og hlutabréf, peninga- markaðssjóði og skuldabréfasjóði. Svo er í vaxandi mæli gerður grein- armunur á vaxtar- og virðissjóðum. Vaxtarsjóðir fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja sem talin eru geta vaxið hraðar en markaðurinn að minnsta kosti næstu 2-3 árin. Virðissjóðir leit- ast hins vegar eftir að fjárfesta í hlutabréfum þeirra fyrirtækja sem fallið hafa í verði vegna frétta um erf- iðleika, sem markaðurinn gerir oft meira úr en tilefni er til.“ Kurt segir að tíminn sem við lifum núna sé áhugaverður, markaðslægð- in sem ríkt hefur sé nú að verða sú lengsta síðan í kreppunni miklu í Bandaríkjunum en fjárfestar hafi mikið fjármagn sem bíður færis á að komast út á markaðinn. Hvað er fólk að gera við peningana sína núna? „Ég held að núna sé almennt við- urkennt að skynsamlegast sé að vera með fjármuni dreifða og að vera íhaldssamur í fjárfestingarstefnu sinni. Við teljum að það séu miklir peningar til á markaðnum sem bíða eftir að það dragi úr sveiflum. Þannig að í hlutabréfunum erum við núna að hvetja fjárfesta til að skoða eign sína þar og eftir aðstæðum skipta á milli virðissjóða og vaxtarsjóða eða vera með peninga í sjóðum sem eru sam- bland beggja.“ Hvernig hefur sjóðum ykkar vegn- að í þessari lægð sem verið hefur? „Það er mjög breytilegt eftir sjóð- um og löndum. Allt í allt erum við sátt við árangurinn fyrir utan Bandaríkin og við höfum haldið okkar markaðs- hlutdeild stöðugri. Fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa verðbréfasjóðir okkar verið meðal þeirra þriggja söluhæstu í Evrópu, eins og kom fram í frétt í Financial Times nýlega.“ Er fólk misþolið gagnvart sveiflum á verðbréfamarkaðnum á milli landa? „Þolið er mismunandi eftir mörk- uðum. Í dag er fólk almennt að verða þolinmóðara. Menn sjá að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að verða ríkur á einum degi á hlutabréfamark- aðnum og það kallar á meiri þolin- mæði og agaðri fjárfestingarstíl. Ef bornir eru saman mismunandi hlutar í heiminum þá er munur á Asíu og Evrópu hvað þetta varðar. Asíubúar eru ekki eins þolinmóðir. Þeir kaupa og selja mun örar og hafa virkari við- skipti en Evrópubúar og það býður vissri hættu heim fyrir Asíubúa.“ Þetta fjármálaumhverfi er hálf- gerður frumskógur. Hvernig á fólk að geta vitað hvar gæðin liggja? „Það er mjög erfitt að setjast niður og ætla sér að velja úr þeim 9.000 bandarísku sjóðum sem í boði eru eða þeim 3.000 evrópsku. Því er mjög mikilvægt fyrir fólk að fá álit ráð- gjafa sem leiðir það í gegnum þessa mörgu valmöguleika og velja eitt- hvað sem hæfir markmiðum viðkom- andi fjárfestis. Við leggjum megin- áherslu á að fólk taki upplýstar fjárfestingarákvarðanir.“ Hefur fyrirtækið orðið fyrir áföll- um vegna hneykslismála og hruns stórfyrirtækja í Bandaríkjuum og í Evrópu? „Við erum eitt stærsta sjóðastýr- ingafyrirtækjum í heimi og fjárfest- um í öllum helstu fyrirtækjum. Að sjálfsögðu höfum við orðið fyrir áföll- um eins og aðrir. Þessi mál snerust að mestu leyti um gagnrýnisverða stjórnunarhætti og óheilindi og það er erfitt að sjá fyrir. Nú er kominn meiri stöðugleiki í umhverfið, meiri agi og meira eftirlit með upplýsinga- gjöf og bókhaldsskilum og ég tel að það muni virka vel fyrir framtíðina. Síðustu mánuðir hafa vissulega verið erfiðir fyrir fjárfesta og að sjálf- sögðu líka fyrir fyrirtæki eins og ACM sem er með 389 milljarða doll- ara í eignum.“ Hvað finnst þér um ný fyrirtækja- lög Bush forseta? „Allt það sem fær fjárfesta til að trúa á markaðinn að nýju er af hinu góða.“ Hverjir eru helstu samkeppnisað- ilar ykkar? „Það er mjög mismunandi, bæði eftir löndum og tegundum sjóða. Fyrir utan Bandaríkin eru það helstu innlendu bankarnir sem eru stærstu samkeppnisaðilar okkar. Bankarnir í löndum utan Bandaríkjanna ráða yfir 70-80% af dreifileiðum fjármagnsins þannig að það þarf að reyna að vinna með þeim til að fá að nota þessar dreifileiðir.“ Er samdráttarskeiðinu að ljúka? „Ég held að ástandið geti ekki orð- ið verra en það er orðið nú þegar. Það eru mörg jákvæð teikn á lofti. Fjár- festar hafa mikið fjármagn sem bíður eftir að komast inn á markaðinn og vextir í Bandaríkjunum eru lágir. Við þurfum aðeins að fá eitt stutt stöðugt tímabil þar sem flökt verður lítið til að menn komi aftur inn af fullum krafti. Við hjá ACM verðum tilbúnir til að taka fullan þátt á markaðnum þegar það gerist.“ Fjárfestar bíða átekta Kurt Schoknecht, framkvæmdastjóri All- iance Capital Management (ACM) Funds, sagði Þóroddi Bjarnasyni frá því hvernig hegðun fjárfesta hefur breyst í ljósi langs samdráttarskeiðs á mörkuðum og hvernig þróunin verður á næstu mánuðum. Morgunblaðið/Þorkell „Það er mjög erfitt að setjast niður og ætla sér að velja úr þeim 9.000 bandarísku sjóðum sem í boði eru eða þeim 3.000 evrópsku.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.