Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 22

Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. keypti 40,1% hlutafjár í Tanga hf. á föstudag, alls að nafnverði rúmar 353,7 milljónir króna. Félagið átti engan hlut fyrir í Tanga. Viðskipti með hlutabréf í Tanga í Kauphöll Íslands sl. föstudag námu 738,3 milljónum króna að markaðs- virði. Lokaverð bréfanna var 1,72 þann daginn en meðalverð viðskipta dagsins var 2,06. Sé miðað við það var alls skipt með 358,4 milljónir króna nafnverðs. Fjórir hafa tilkynnt Kauphöllinni um sölu hlutafjár á föstudag og eiga viðkomandi engan hlut í félaginu eftir viðskiptin. Þetta eru Sjólaskip hf. og mæðginin Marinella Haraldsdóttir, Guðmundur Jónsson og Haraldur Jónsson. Þeir Guðmundur og Harald- ur eiga báðir sæti í stjórn Tanga hf. og Sjólaskipa hf. Guðmundur og Haraldur seldu hvor um sig rúmar 50,2 milljónir að nafnverði, eða 5,7%, á verðinu 2,08. Söluverð hvors þeirra hefur því num- ið 104,5 milljónum króna. Sjólaskip seldu rúmar 25,3 milljón- ir að nafnverði, eða 2,87%, á verðinu 2,08. Söluverðið nemur því tæpum 52,7 milljónum króna. Marinella seldi tæpar 65 milljónir króna að nafnverði, eða 7,37% hluta- fjár, en gengi var ekki gefið upp. Sé gert ráð fyrir sama gengi hefur sölu- verðið numið rúmum 135 milljónum króna. Alls var því tilkynnt um sölu 190,8 milljóna króna að nafnverði, eða 21,64% hlutafjár. Tengdir aðilar eiga 15,4% Þeir eigendur Tanga, samkvæmt hluthafalista í lok júní, sem tengjast framangreindum seljendum eru dán- arbú Jóns Guðmundssonar útgerðar- manns sem á 65 milljónir að nafnvirði (7,37%) auk Ragnheiðar Jónsdóttur og Berglindar Jónsdóttur sem hvor um sig á 35,2 milljónir að nafnvirði (3,99%). Stærstu hluthafar fyrir kaupin voru Vopnafjarðarhreppur með 21,34%, Skiphólmi með 9,07% og Pét- ur Stefánsson ehf. með 7,46%. Þá er hlutur Vátryggingafélags Íslands skráður 3,14%. Morgunblaðið náði ekki tali af Elf- ari Aðalsteinssyni, forstjóra Hrað- frystihúss Eskifjarðar, í gær en yf- irlýsingar mun vera að vænta frá félaginu í dag varðandi kaupin í Tanga. Í hálffimm-fréttum Búnaðarbank- ans í gær segir að ekki liggi ljóst fyrir hvort Hraðfrystihús Eskifjarðar hyggur á frekari fjárfestingu í Tanga með yfirtöku í huga. „Rekstur þessara fyrirtækja fellur vel saman enda er stærstur hluti starfseminnar í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Samanlögð aflahlut- deild fyrirtækjanna í loðnu er um ríf- lega 10%, ríflega 10% í norsk-íslensku síldinni og ríflega 24% hlutdeild í kol- munna. Samanlögð velta fyrirtækj- anna á síðasta ári nam rúmum 5,8 mö.kr.“ Eykur áhuga á Hraðfrystihúsi Eskifjarðar „Ljóst er að margir hafa haft auga- stað á Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. sem öflugu uppsjávarfyrirtæki inn í hóp sameinaðra fyrirtækja og ættu kaupin á Tanga að auka frekar á þennan áhuga. Framlegð af rekstri Hraðfrystihússins hefur verið góð eða 34% fyrir allt sl. ár og 36,5% á fyrri hluta þessa árs. Stærstu hluthafar í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar eru Hólmi ehf. með 37,5% hlut, Grandi með 20,8% hlut, Tryggingamiðstöðin með 7,4% og Skeljungur með 7,2% hlut,“ segir í hálffimm-fréttum. Lokaverð hlutabréfa í Tanga var 1,70 í gær, sem er lítilsháttar breyting frá lokaverði föstudagsins, en alls námu viðskipti gærdagsins 404 þús- undum króna. HRESK kaupir 40% í Tanga VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Vaka á Siglufirði gaf í gær Þormóði ramma- Sæbergi hf. lokafrest til kl. 16 þann dag til að gera upp vangreidd laun sjómanna á þeim rækjuskipum fyr- irtækisins sem ísa aflann um borð. Í fréttatilkynningu frá Vöku segir að félagið hafi ítrekað krafist þess að Þormóður rammi-Sæberg hf. gerði upp við þessa sjómenn í samræmi við gerðardóminn frá 30. júní 2001. „Hinn 11. júlí sl. féll félagsdómur sem tók af allan vafa um það hvernig gera ætti upp við þessa sjómenn. Þrátt fyrir að Þormóður rammi–Sæberg hf. hafi sent Verkalýðsfélaginu Vöku tilkynn- ingu um að þau laun sem vangreidd hafa verið yrðu greidd eftir 16. ágúst, þá hefur fyrirtækið enn ekki staðið í skilum,“ segir í tilkynningu Vöku. Skýringin komin Ólafur Marteinsson framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma-Sæbergs hf. segist þegar hafa gefið Vöku skýr- ingu á drættinum á greiðslunni og þess vegna undrast hann að Vaka, eitt verkalýðsfélaga á landinu eins og hann orðar það, skuli fara fram með slíku offorsi gegn þeim. „Það er beðið eftir lögfræðiáliti frá Samtökum at- vinnulífsins en málið snýst nú um það að ef Alþýðusamband Íslands, ASÍ, vinnur mál sitt gegn ríkinu sem höfð- að var vegna lagasetningar á kjara- deilu útgerðarmanna og sjómanna í fyrra, þá verður félagsdómur ógildur rétt eins og gerðadómurinn.“ Ólafur segir að lögfræðiálitið eigi meðal annars að varpa betur ljósi á það hvort greiðslurnar verði greiddar með fyrirvara um niðurstöður ASÍ- málsins eða með öðrum hætti. Signý Jóhannesdóttir formaður Vöku segist ekki telja skýringu Ólafs fullnægjandi. „Ég gef ekkert fyrir þetta lögfræðiálit sem þeir eru að bíða eftir og ég get ekki skilið að nokkur lögfræðingur geti sagt þeim að þeir megi brjóta lög. Félagsdómur er endanlegur. Honum verður ekki áfrýjað og mönnum ber að fara eftir honum,“ sagði Signý í samtali við Morgunblaðið. Verkalýðsfélag setti Þormóði ramma-Sæ- bergi hf. úrslitakosti AUK þess að fjármagna tilboð auð- kýfingsins Philips Green í Arcadia, mun einn af stærstu bönkum Bret- lands, HBOS, eiga 8% hlut í fyrirtæk- inu ef tilboðinu verður tekið. Tals- maður bankans segir á fréttavef Times að HBOS verði óvirkur hlut- hafi og muni styðja Philip Green. Í sömu frétt er haft eftir Philip Green að engin illindi séu á milli hans sjálfs og Baugsmanna. Í samtali við Morgunblaðið tekur Jón Ásgeir undir það og segir samkomulagið við Green gott um þessar mundir. Í nýjasta Sunday Times er hins vegar lífleg frásögn af samskiptum þeirra Philips Green og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í aðdraganda þess að stjórn Arcadia samþykkti tilboð Green í félagið. „Hann er með axlasítt hár og höku- topp, klæðist alltaf svörtu og dvelur á tískuhótelinu Sanderson. Af þessum ástæðum er ekki að undra að hann hafi ekki getað sannfært banka um að fjármagna 700 milljóna punda yfir- töku.“ Þannig er Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, stjórnarformanni Baugs, lýst í blaðinu og er vísað til þess þegar Baugur gerði tilboð í Arcadia upp á eigin spýtur um áramótin. Þetta varð til þess að Jón Ásgeir bað Green um aðstoð. Og Green rifjar upp: „Það var búið að fara illa með þá og ég bauðst til að leggja fram fé, en það var of seint.“ Viðræðum Baugs og Arcadia var slitið í febrúar sl. en bæði Green og Baugur höfðu áfram áhuga. Sunday Times greinir svo frá að Baugsmenn hafi haldið áfram að þræða banka í London í vor og á sama tíma hafi Green látið í veðri vaka við Stuart Rose, forstjóra Arcadia, að hann myndi vilja kaupa fyrirtækið, en Rose og Green hittust m.a. í fimm- tugsafmæli Green þar sem Tom Jon- es skemmti gestum! Green var ekki skemmt Í byrjun ágúst hittust Green og Jón Ásgeir og gerðu uppkast að samningi um að skipta Arcadia á milli sín og fjármögnun frá HBOS var tryggð. Baugur átti að fá að kaupa Miss Selfridge, Top Shop og Top Man, þ.e. merkin sem höfða til yngri fatakaupenda, fyrir 250 milljónir punda. Sett var fram óformlegt tilboð upp á 365 pens á hlut 19. ágúst en Green var gert ljóst að hann þyrfti að bjóða betur. Við tók erfið vika þar sem Green, Baugsmenn, ráðgjafar og bankamenn funduðu stíft til að tryggja fjármögnun nýs tilboðs. Greint er frá að miðvikudaginn 28. ágúst hafi Green tekið eftir því að Jón Ásgeir virtist úr jafnvægi og hvarf af og til úr fundarherberginu til að hringja í höfuðstöðvarnar. En Jón Ásgeir hafi þvertekið fyrir að nokkuð væri að. Að kvöldi sama dags var tilboðið upp á 408 pens lagt fram. Daginn eftir bárust Green fréttir af því að lögregla hefði gert húsleit hjá Baugi sama kvöld og tilboðið var lagt fram. Hon- um var ekki skemmt. Hann vissi að hvort sem um eitthvað saknæmt væri að ræða eða ekki, væri orðspor hans sjálfs í hættu. Þetta fimmtudagskvöld var hald- inn neyðarfundur í húsakynnum BHS, verslun Green, við Oxford- stræti. Fundurinn fór fram á hálf- rökkvuðu lokuðu kaffihúsi. Til að byrja með voru þar Green og ráðgjaf- ar hans, þ. á m. Bob Wigley hjá Merr- ill Lynch sem hafði ráðlagt Green við tilboðið í Woolworths keðjuna sl. vor. Þegar Íslendingarnir komu að glerhurðinni við aðalinnganginn mættu þeir ísköldu augnaráði Green sem að lokum gaf lífverði sínum merki um að hleypa þeim inn, eins og einn fundarmanna lýsir aðstæðum fyrir Sunday Times. Green er sagður hafa verið afar reiður og ásakað Ís- lendingana um lygar og undirferli. Fundinum lauk snögglega en var haldið áfram á hótelherbergi Green síðar um kvöldið. Þá tóku Íslending- arnir lögfræðing með sér, og ekki að undra, segir Sunday Times. Lögfræðingurinn reyndi að full- vissa Green og hans menn um að ekk- ert væri að og Baugur hefði komið hreint fram. Komið var fram á nótt og föstudagsblöðin komin. Green veifaði fyrirsögnum sem ekki studdu mál- stað Baugsmanna, heldur sögðu þvert á móti að lögreglurannsóknin setti yfirtökutilboðið í Arcadia í hættu. Íslendingarnir yfirgáfu þá fundinn. Hugmynd um að stofna tvö fyrirtæki Á föstudagsmorguninn gaf Arcadia út yfirlýsingu þess efnis að stjórnin myndi ekki íhuga neinn samning sem gengi út á að selja hluta verslananna til Íslendinganna. 20% eignarhlutur Baugs í Arcadia var orðið vandamál fyrir Green. Samninga við Baug þurfti að bera undir aðra hluthafa til að fá álit þeirra á hvort Baugur fengi einhvers konar forgangsmeðferð. Baugur vildi ekki ennþá framselja hlutabréf sín til Green nema hann lof- aði að selja Baugi vissar verslanir. Um mánaðamótin fékk Green þá hugmynd að stofna tvö fyrirtæki vegna yfirtökunnar og bjóða Baugi að kaupa annað þeirra með öllum merkj- unum sem Baugur vildi. Baugur og Merrill Lynch fengu að heyra af þess- ari áætlun og lögfræðingar byrjuðu að búa til samninga þessa efnis. „Vík- ingarnir (Baugur) sögðu svo að þeir gætu ekki fjármagnað kaupin á þeim merkjum sem þeir vildu og þeir yrðu að fá lán hjá mér,“ er haft eftir Green í Sunday Times. Síðastliðinn miðvikudag komst Green að þeirri niðurstöðu að það væri ómögulegt að semja við Íslend- ingana á þann hátt að hagsmunir hans sjálfs væru tryggðir og hann væri ekki að veita Baugi forgang. Hann setti fram úrslitakosti eins og áður hefur verið lýst, Baugur myndi selja hlutabréfin eða ekkert yrði af samningum. Á miðvikudagssíðdegi samþykktu Baugsmenn svo að selja sinn hlut en fengu engin loforð um að geta keypt verslanir í framtíðinni. „Ég sagði Jóni að hann væri hepp- inn. Hann tapaði slagnum en hagn- aðist um 75 milljónir punda á hluta- bréfunum... Hann fær tíu af tíu mögulegum fyrir þrautseigju – en tvo af tíu mögulegum fyrir tækni,“ hefur Sunday Times eftir Green að lokum. Litríkur og skapmikill Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs, segir frásögn Sunday Times af atburðarásinni dá- lítið ýkta. „Philip Green er vissulega litríkur persónuleiki og skapmikill. En þarna er aðeins fært í stílinn hvað viðbrögð hans varðar, en ég var þó ekki alltaf til staðar,“ segir Jón Ás- geir. „Þetta er þó fjörugasta samn- ingalota sem ég hef lent í hingað til.“ Jón Ásgeir segir Green vilja hafa alla þræði í hendi sér og sem dæmi um það er að þegar vinna við Arcadia- tilboðið stóð sem hæst, vildi hann einnig stýra innkaupum hjá BHS. „Hann er mjög vel tengdur í við- skiptalífinu í London. Hann safnaði öllum saman á skrifstofuna sína og bankastjórarnir biðu t.d. frammi á gangi.“ Jón Ásgeir segir varðandi frásögn af hugmynd Greens um tvö fyrirtæki og því að Baugur hafi ekki getað fjár- magnað sinn hluta, að þar sem verið var að tala um fyrirframfjármögnun, hefði Baugur ekki haft neitt í hönd- unum til að fjármagna út á. Þess vegna hefði Green þurft að fjármagna yfirtökutilboðið, skipta fyrirtækinu svo upp og þá hefði Baugur getað fjármagnað sinn hluta. Baugur mun áfram hafa sérleyfi (franchise) fyrir Top Shop og Miss Selfridge á Íslandi og segir Jón Ás- geir að það muni ekki breytast. „Ef eitthvað er, gefur þetta meiri tæki- færi til framtíðar. Green veit hver lét hann fá lykilinn að Arcadia og hann mun meta það. Við komum með hug- myndina inn á borð til hans og allar upplýsingar á sínum tíma.“ Sunday Times með líflega frásögn af samskiptum Philips Green og forsvarsmanna Baugs Annar litríkur, hinn þrautseigur Mikið hefur gengið á í samskiptum Philips Green og forsvars- manna Baugs undan- farna daga. Steingerður Ólafsdóttir las Sunday Times og heyrði í Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Morgunblaðið/Sverrir Top Shop og Top Man voru tvær af þeim verslunarkeðjum sem Baugur hafði augastað á í samningaviðræðunum við Philip Green. steingerdur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.