Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 25
www.lyfja.is
Andlit haustsins 2002
Mineralites
Seiðandi, sindrandi, ómótstæðilega heillandi. Láttu augu,
varir og neglur sindra í dýrum steindalitum á borð við
granat, tígrisauga og kvarts.
Láttu ljós leika um andlitið með Mineralites Creme Patina
í tveimur mismunandi gerðum fyrir andlit eða augu.
Steindasindur - allt safnið...
Komdu í verslanir Lyfju og kannaðu alla möguleika.
Förðunarráðgjafi frá Estée Lauder verður í
Lyfju Lágmúla þriðjudaginn 10. sept. kl. 12-17 og í
Lyfju Laugavegi miðvikudaginn 11. sept. kl. 12-17.
www.esteelauder.com
AFGÖNSK kona heldur á mynd af
Ahmad Shah Masood, hinum þjóð-
sagnakennda leiðtoga Norður-
bandalagsins, sem ráðinn var af
dögum 9. september í fyrra. Þús-
undir Afgana minntust þess í gær
að ár var liðið frá því Masood var
myrtur af meintum útsendurum al-
Qaeda. 13 ára gamall sonur hans,
Ahmad, kom í gær fram á sam-
komu, sem haldinn var á leikvang-
inum í Kabúl en hann var notaður
fyrir aftökur í tíð Talibanastjórn-
arinnar. Tók hann þar við heilla-
óskum allra helstu frammámanna í
landinu og fjölmenntu konur mjög
en Masood studdi réttindi þeirra.
Reuters
Minntust
Masoods
SKÁKMÓTIÐ „Rússland gegn
heiminum“ hófst í Moskvu í fyrra-
dag og bar þá helst til tíðinda, að
þeir Garrí Kasparov og Anatolí
Karpov urðu að lúta í lægra haldi
fyrir andstæðingum sínum.
Rússar fóru heldur halloka á
sunnudag en réttu hlut sinn nokk-
uð í gær í þriðju og fjórðu umferð.
Í fimmtu umferðinni í gær skildu
liðin jöfn og var staðan þá 25,5
vinningar heimsins á móti 24,5
Rússa. Á sunnudag tapaði Kasp-
arov fyrir Úkraínumanninum
Vassílí Ívantsjúk og Karpov tap-
aði fyrir Ísraelanum Ilia Smirin.
Kasparov bætti svo um betur í
gær er hann tapaði fyrir Judit
Polgar frá Ungverjalandi, einu
konunni á mótinu. Það er FIDE,
Alþjóðaskáksambandið, sem held-
ur mótið. Tími á hverja skák er 25
mínútur og 10 sekúndur að auki
fyrir hvern leik.
„Rússland og heimurinn“
Kasparov og Karpov
töpuðu fyrstu skák
Moskvu. AFP, AP.