Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 26
ERLENT
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMEINUÐU þjóðirnar fá „loka-
tækifæri“ til að tryggja að Írakar
eyðileggi gereyðingarvopn sín. Ella
munu Bandaríkjamenn grípa – og
það fyrr en síðar – til hernaðar-
aðgerða gegn Írak. Munu þeir njóta
til þess liðsinnis Breta. Þetta var
niðurstaða fundar sem George W.
Bush Bandaríkjaforseti átti með
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, í Camp David í Bandaríkj-
unum um helgina, að sögn breskra
fjölmiðla.
Fullyrt er í The Independent í
gær að Blair muni skora á SÞ að
sanna gildi sitt og þvinga Írak til að
heimila vopnaeftirlit í landinu á nýj-
an leik. Segir The Times að Bush
muni síðan í ræðu, sem hann flytur á
allsherjarþingi SÞ á fimmtudag,
gefa Írökum fjórar til sex vikur til
að hleypa vopnaeftirlitsmönnum inn
í landið en í kjölfarið fengju þeir sex
mánuði til að eyða gereyðingarvopn-
um sínum.
Þetta er í samræmi við viðvaranir
Dicks Cheney, varaforseta Banda-
ríkjanna, á sunnudag um að tíminn
væri orðinn naumur; grípa yrði inn í
atburðarásina áður en Saddam
Hussein, forseta Íraks, hefði tekist
að koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Fréttaskýrendur segja að þrátt
fyrir að Bush og Blair hafi ákveðið
að gefa SÞ lokatækifæri til að stuðla
að friðsamlegri úrlausn Íraksdeil-
unnar séu þeir sammála um að ólík-
legt sé að draga muni úr spennunni
vegna Íraksdeilunnar nema til komi
brotthvarf Saddams Hussein, for-
seta Íraks, af valdastóli.
Var augljóst af ummælum banda-
rískra ráðamanna á sunnudag að
þeir telja meiri líkur á því en minni
að Bandaríkjastjórn muni þurfa að
efna til hernaðar gegn Írak. Sagði
Cheney t.a.m. í fréttaskýringaþætt-
inum „Meet the Press“ á NBC-sjón-
varpsstöðinni að tími aðgerða væri
runninn upp.
Cheney fullyrti að Írakar ynnu nú
að því af öllum krafti að koma sér
upp kjarnorkuvopnum. Greindi
hann frá því að Bandaríkin hefðu
nýverið stöðvað sendingu af álrörum
til Íraks sem notuð væru í skilvind-
ur sem framleiddu auðgað úraníum.
„Við getum ekki lengur horft
framhjá þeirri ógn sem að steðjar,“
sagði hann.
Hvorki Cheney né Condoleezza
Rice, öryggisráðgjafi Bandaríkja-
forseta, vildu tjá sig nákvæmlega
um það hversu nálægt Írakar væru
því að koma sér upp kjarnavopnum.
„Það mun ávallt ríkja ákveðin óvissa
um það hversu hratt hann [Saddam]
getur komið sér upp kjarnorkuvopn-
um. En við viljum ekki bíða staðfest-
ingar sem væri í formi kjarnorku-
skýs [eftir kjarnorkuárás],“ sagði
Rice á CNN.
„Öll okkar reynsla bendir til þess
að við höfum fram að þessu van-
metið tilraunir Saddams [til að
koma sér upp kjarnorkuvopnum],“
sagði Cheney. Kvaðst hann vonast
til að hægt yrði að greina betur frá
þessum tilraunum Saddams á næstu
vikum til að sannfæra bandaríska
þingmenn, erlenda bandamenn og
almenning allan um nauðsyn þess að
grípa til aðgerða. Þá sagði Cheney
ekki síður ástæðu til að hafa áhyggj-
ur af því að Saddam beiti á ein-
hverjum tímapunkti sýklavopnum
gegn erlendum ríkjum, hugsanlega
Bandaríkjunum.
Rifjaði Cheneys einnig upp að
áreiðanlegar, en þó óstaðfestar,
heimildir væru fyrir því að Mo-
hammed Atta, sem talinn er hafa
verið leiðtogi hryðjuverkamannanna
sem flugu farþegaflugvélum á
World Trade Center í New York og
Pentagon-bygginguna í Washington
fyrir ári síðan, hefði átt fund með
háttsettum íröskum stjórnarerind-
rekum í Tékklandi nokkrum mán-
uðum fyrir árásirnar.
Ritter til liðs við Íraka
Írakar fengu hins vegar óvæntan
stuðning um helgina en þá ávarpaði
Bandaríkjamaðurinn Scott Ritter,
sem fór fyrir vopnaeftirliti SÞ í Írak
fram til 1998, íraska þingmenn í
Bagdad. Ritter fordæmdi stefnu
stjórnar George W. Bush í málefn-
um Íraks og sagði hann hótanir
hennar um einhliða hernaðarað-
gerðir gegn Íraks í andstöðu við
stofnsáttmála SÞ. „Sannleikurinn er
sá að Írak ógnar ekki nágrannaríkj-
um sínum á neinn hátt og hegðar
sér ekki þannig að menn þurfi að
hafa af því áhyggjur. Það er ekki
hægt að réttlæta hernaðaraðgerðir
gegn Írak,“ sagði Ritter. Hann var-
aði Íraka hins vegar við, sagði að
þeir yrðu að heimila vopnaeftirlit í
landinu. Þeir yrðu að leggja sitt af
mörkum til að koma í veg fyrir að
stríð brytist út.
SÞ fá „lokatækifæri“
til að leysa Íraksdeiluna
Varaforseti Bandaríkjanna segir
stutt í að Írakar eignist kjarnavopn
London, Washington, Mílanó, Bagdad. AFP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti er ekki sami maðurinn og hann
var fyrir hryðjuverkaárásina á
Bandaríkin 11. september sl. Árás-
in hefur ekki aðeins haft augljós
áhrif á stefnu stjórnar Bush og
áhersluatriði heldur er ljóst að for-
setinn er gagntekinn af því verk-
efni, sem sagan hefur lagt á herðar
honum.
Bush hefur alltaf verið trúaður
maður. Nánir samstarfsmenn for-
setans segja atburðina 11. sept-
ember sl. hins vegar hafa gert
hann enn trúræknari. Mun Bush
vökna um augu í hvert skipti sem
hann heyrir fólk biðja þess, að Guð
vaki yfir honum. Er hann þakk-
látur þeirri ástúð sem hann er
sagður telja að slík bæn feli í sér.
Þá segja þeir, sem til þekkja, að
Bush stundi nú líkamsrækt sem
aldrei fyrr – og var hann þó vel á
sig kominn fyrir – en þannig
bregst hann við þeirri streitu, sem
því fylgir að vera forseti Banda-
ríkjanna við erfiðar aðstæður. Hef-
ur þeirri kenningu einnig verið
varpað fram að Bush reyni ómeð-
vitað að setja markið hátt í íþrótta-
iðkun sinni enda vilji hann sanna
fyrir sjálfum sér að hann búi yfir
þeim aga sem þarf á ögurstundu.
Kunnugir segja að Bush sé sér
meðvitandi um það sem aldrei áður
að því fylgi persónuleg áhætta að
vera leiðtogi stórveldis. Æðruleysi
einkenni hins vegar hugarástand
hans. Forsetinn mun nýverið hafa
verið minntur á að ávallt eru til
einhverjir sem gjarnan myndu
vilja ráða forseta Bandaríkjanna af
dögum. Hann yppti öxlum og
sagði: „Það er ekki mitt verk að
hafa áhyggjur af því.“
Stríð breytir fólki
Samstarfsmenn forsetans segja
að Bush hafi þroskast mjög á því
ári sem liðið er frá árásunum. For-
setinn er sagður alvarlegri í lund,
jafnvel þó að hann njóti þess enn
að slá á létta strengi, hafi meira að
segja gaman af því að fíflast og
láta kjánalega. „Það breytir öllum
að þurfa að taka þátt í stríði,“ seg-
ir Ron Kaufman, sem var pólitísk-
ur ráðgjafi George Bush eldri þeg-
ar Persaflóastríðið var háð. „Stríð
breytir ekki aðeins lífssýn þinni
heldur einnig áhugamálum. Sumir
kalla þetta þroska en breytingin
ristir enn dýpra en það. Á hverjum
degi þarftu að takast á við hluti
sem gætu skipt sköpum.“
Bush var alltaf rogginn í fasi en
undanfarið ár hefur hann öðlast
frekari trú á eigin getu og vissu
um réttmæti þeirra aðgerða sem
hefur þurft að fyrirskipa. And-
stæðingar hans kalla þetta hroka;
benda á að hann vilji helst að leynd
hvíli yfir öllu og að hann hafi reitt
bandamenn sína til reiði með ein-
hliða ákvörðunum.
Þá hefur forsetinn neyðst til að
treysta undirmönnum sínum fyrir
mikilvægum málum og var Bush
þó ávallt duglegur við að útdeila
verkefnum: sumir hafa jafnvel vilj-
að meina að hann sé einfaldlega
latur. „Forsetinn hefur þurft að
láta aðra um verkefni sem undir
eðlilegum kringumstæðum hefðu
lent inni á borði hjá honum,“ segir
Andrew Card, starfsmannastjóri
Hvíta hússins. Eru umbætur á
menntakerfinu nefndar sem dæmi
um þetta.
Stephen Hess, sem starfaði að
stefnumótun í tíð forsetanna
Dwights D. Eisenhowers og Rich-
ards M. Nixons, segir árásirnar 11.
september hafa falið Bush sérstakt
verkefni – nokkuð sem ekki kemur
fyrir alla forseta. „Þess er
skemmst að minnast að greyið
hann Bill Clinton þráði ekkert
frekar en geta skilið eftir sig ein-
hverja arfleifð, fékk hins vegar
ekki til þess tækifæri.“
Undirmenn Bush í Hvíta húsinu
taka svo djúpt í árinni að líkja
verkefni forsetans við þá ábyrgð
sem forsetar eins og Abraham Lin-
coln og Franklin D. Roosevelt
þurftu að axla. „Allir forsetar hafa
ákveðna verkefnaskrá [er þeir
komast til valda] en þeir eru hins
vegar alltaf fórnarlömb duttlunga
sögunnar,“ segir Karl Rove, einn
helsti ráðgjafi Bush. „Sagan gerir
til þeirra kröfur, lætur þá þurfa að
takast á við stríð, kreppu eða átök
– eða þá að hún lætur þá lifa ró-
lega tíð.“
Má segja að sagan hafi gefið
Bush tækifæri til að brjótast und-
an því oki sem felst í því að hafa
verið kosinn forseti með miklum
naumindum og við undarlegar að-
stæður. Gerðu atburðirnir 11. sept-
ember að verkum að almenningur í
Bandaríkjunum fylkti sér á bak við
forseta sinn.
Rætt hefur verið um að dagar
„ríkisbáknsins“ séu liðnir en nú
fullyrða fréttaskýrendur að nýtt
ráðuneyti heimavarna, sem vonast
er til að komist senn á koppinn,
marki umfangsmestu breytingar á
stjórnkerfinu bandaríska frá því að
Harry Truman umbylti leyniþjón-
ustumálum. Þar sé áætlað að 170
þúsund manns vinni.
„Viljum trúa því að hann
sé vandanum vaxinn“
Segja enn aðrir sérfræðingar að
Bush hafi fært út valdsvið forseta
Bandaríkjanna meira en nokkur
forvera hans hefur gert frá því í tíð
Roosevelts. Hann hafi ekki aðeins
ákveðið að koma á fót nýju ráðu-
neyti heldur kynnt Bush-kenn-
inguna svokölluðu, sem felur í sér
réttmæti forvarnaárása á óvissu-
og hættutímum. Þá hafi löggæslu-
yfirvöld fengið auknar heimildir til
að beita sér eins og þau lystir, svo
hafa megi hendur í hári hryðju-
verkamanna.
Hvað utanríkismálin varðar er
augljóst að Bush hefur þurft að
breyta stefnu sinni algerlega.
Hann var áður á móti tilraunum af
hálfu Bandaríkjanna í þá veru að
stuðla að uppbyggingu í öðrum
löndum [e. nation-building] en heit-
ir því nú að styðja vel við bak
nýrra stjórnvalda í Afganistan. Þá
hefur forsetinn þurft að leiða hug-
ann að því hvað taki við í Írak, ef
Saddam Hussein verður hrakinn
þar frá völdum, en flestir eru sam-
mála um að stuðla þyrfti að stöð-
ugleika í landinu, og þannig í Mið-
Austurlöndum öllum, í kjölfar
stjórnarskipta – koma í veg fyrir
uppnám, óreiðu, borgarastríð.
Og Bush, sem aldrei var mikill
stuðningsmaður þróunarhjálpar,
hefur nú lofað þeim ríkjum stuðn-
ingi sem þurfa að kljást við ísl-
amska öfgamenn eða annars konar
hryðjuverkahópa. Paul Begala,
sem starfaði í Hvíta húsinu í for-
setatíð Clintons, segir að flestir
kjósendur styðji Bush í því verk-
efni, sem hann tekst nú á hendur,
en að margir hafi þó engu að síður
efasemdir um hæfni forsetans.
„Við hvetjum hann áfram. En jafn-
vel stuðningsræður okkar hljóma
stundum hræsnislega,“ sagði Beg-
ala. „Við höfum öll ákveðið að Bush
sé vandanum vaxinn því innst inni
þurfum við að trúa því að hann sé
það. Það vekur með okkur ótta-
kennd að leiða hugann að því að
hann sé það kannski ekki.“
Reuters
Árása hryðjuverkamanna á Bandaríkin fyrir ári verður minnst með
margvíslegum hætti víða um heim. Hér eru starfsmenn Borgar-
safnsins í Zagreb í Króatíu að koma fyrir myndum af forsíðum 50
dagblaða með frásögn af atburðinum.
Breyttur maður
eftir 11. september
George Bush Bandaríkjaforseti er sagður gagntekinn af
verkefninu sem sagan hefur lagt á herðar honum
Washington. AP.