Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 27
Vika símenntunar
í Rafiðnaðarskólanum
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · www.raf.is
Fyrir þá sem vilja ná árangri
Við tökum virkan þátt í eflingu símenntunar og verðum
þátttakendur í Viku símenntunar vikuna 8. - 14. september.
Á Degi símenntunar, fimmtudaginn 12. september, verður
Opið hús í Rafiðnaðarskólanum. Verið velkomin í kaffi, vöfflur
og fróðleik. Það verður eitthvað að gerast allan daginn frá
kl. 10:00 til 18:00 m.a. ókeypis námskeið og kynningar.
DAGSKRÁ Á OPNU HÚSI
10:00 – 12:00
SharePoint Team Services,
best varðveitta leyndarmálið í Office.
Öryggismál í Windows 2000,
tæknilegar nýjungar í öryggismálum W2K.
Mismunandi gagnaflutningur,
hver er munurinn á ISDN, ADSL o.s.frv.
12:00 – 13:00
Kynning á námsframboði skólans.
Kynning á sérfræðinámi og alþjóðlegum vottunum.
Kynning á meistaraskóla og réttindum rafiðnaðarmanna.
14:00 – 16: 00
Prófaðu Office XP,
hvað er nýtt, hvað er gagnlegt?
Vafrað um vefinn,
Internetið fyrir byrjendur.
Sigrastu á tölvufælninni,
námskeið fyrir alvöru byrjendur.
16:00 – 18:00
Brellur og brögð í Office,
vinnusparandi leiðir og faldir möguleikar.
Öryggismál í Windows 2000,
tæknilegar nýjungar í öryggismálum W2K.
Mismunandi gagnaflutningur,
hver er munurinn á ISDN, ADSL o.s.frv.
Virkjaðu þátttakendur
...á fundinum, í hópnum eða í kennslustofunni.
Tryggið ykkur sæti á ókeypis námskeið í síma 568 5010.
Einnig er hægt að mæta á staðinn og taka þátt í þeim
námskeiðum sem eru í gangi.
Gestum okkar á Opnu húsi og á Fræðsluhátíð í Smáralind
laugardaginn 14. september bjóðast mjög hagstæð tilboð.
LO
G
I
NÝLEGA var opnuð sýningin
Grasrótin í Nýlistasafninu. Er það sú
þriðja í árlegum viðburði safnsins
þar sem helstu straumar nýrrar kyn-
slóðar myndlistarmanna eru kynntir
almenningi. Alls taka 12 listamenn
þátt í sýningunni. Hafa þeir nýlega
útskrifast með BA gráðu eftir
þriggja ára nám í Listaháskóla Ís-
lands, lokið sambærilegu námi er-
lendis eða eru þar í framhaldsnámi.
Valið á listamönnunum kemur ekki
sérlega á óvart. Flestir hafa verið
virkir í sýningarhaldi og jafnvel tekið
áður þátt í sýningum í Nýlistasafn-
inu. Er því um unga listamenn að
ræða sem hafa þegar staðsett sig í
„grasrótinni“ um nokkurt skeið.
Grasrót er mjög teygjanleg í ís-
lenskum listheimi því fæstir mynd-
listarmenn fá tækifæri til að vaxa
upp úr moldinni og verða því með
tímanum að ofvaxinni rót. Ekki
vegna lítilla hæfileika heldur vegna
lélegs aðhalds. Ísland eitt og sér er
ekki fýsilegur kostur fyrir framsæk-
inn myndlistarmann að búa við og
brennur hann fljótt út við lítt hvetj-
andi aðstæður. Segir það margt um
listpólitíkina hérlendis að eini „Ís-
lendingurinn“ sem er sýnilegur í hin-
um alþjóðlega listheimi er Ólafur El-
íasson, fæddur, uppalinn og skólaður
í Danmörku og hefur því aldrei þurft
að lifa við íslenskar aðstæður til að
stunda listsköpun sína. Haldist
ástandið óbreytt er óhætt að segja að
sýnendur „Grasrótarinnar“ séu þá
þegar komnir á toppinn í íslenskum
listheimi.
Grasrótin þetta árið eru þau Ásdís
Sif Gunnarsdóttir, Guðni Gunnars-
son, Gunnhildur Hauksdóttir, Halla
Kristín Einarsdóttir, Helgi Þórsson,
Ingibjörg Magnadóttir, Margrét O.
Leopoldsdóttir, Magnús Logi Krist-
insson, Markús Þór Andrésson, Páll
Banine, Ragnar Kjartansson og
Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Mynd-
bönd eru mest áberandi tjáningar-
miðillinn á sýningunni, sem er nokk-
uð í takt við það sem gengur og gerist
í hinum stóra heimi, en myndbönd
hafa verið ráðandi á flestum stórsýn-
ingum samtímalistar undanfarin ár.
Nýta listamenn „grasrótarinnar“
miðilinn á einfaldan og skýran hátt
þótt verkin séu í grunninn mjög ólík.
Verk Gunnhildar Hauksdóttur,
„Fræðsla“, er ágætur inngangur að
sýningunni. Er það gerningur og
myndbandsverk þar sem listakonan
leiðir gesti um sýninguna og kennir
þeim hvernig eigi að horfa á myndlist
svo upplifun geti átt sér stað. Upp-
lifun er viðfangsefni Ásdísar Sif
Gunnarsdóttur, en hún hefur skapað
myndbandsverk sem sýnir óljósar
landslagsmyndir ásamt upptöku af
samtali tveggja manneskja sem eru
yfir sig numdar af hrifningu. Inn á
milli landslagsmyndanna birtast
myndrammar úr kvikmyndinni „La
Belle Noiseuse“, sem fjallar um list-
málara sem kominn er til ára sinna
og reynir að fanga „meistaraverkið“ í
hinsta sinn með aðstoð ungrar fyr-
irsætu. Markús Þór Andrésson vinn-
ur með landslagshefðina á athyglis-
verðan hátt í verkinu „Kom hér“.
Hefur hann smíðað lítinn kofa og
skreytt með gjafapappír og litlum
fjallamálverkum. Í kofanum er
gestabók sem gestir geta ritað ferða-
sögu sína í eins og tíðkast í sæluhús-
um víðsvegar um landið. Líkt og
Markús er Páll Banine í útilegu í
verki sínu „Hotel California“ sem
hann byggir á sígildu popplagi sem
listamaðurinn hefur óbeit á. Páll
tjaldar í einu horni safnsins og hefur
komið fyrir rauðleitu ljósi inni í tjald-
inu sem flöktir í vatnsgárum svo
skapast suðræn sólseturstemmning.
Í öðru horni safnsins er innsetning
Ingibjargar Magnadóttur, „Stóra
málverkið mitt og ég að tala á bak við
slæðu“. Er verkið formalískara en
önnur verk á sýningunni. Þykir mér
það ljóður hve illa heyrast orðaskil úr
hátalaranum innan slæðunnar.
Skúlptúr-innsetning Sirru Sigrúnar
Sigurðardóttur er án titils. Ljónshöf-
uð hangir fyrir framan spegil og til
móts við höfuðið standa tveir sirk-
ussökklar. Detta mér helst í hug
búddískar og indverskar dæmisögur,
en í þeim er ljón tákn fyrir raunveru-
legt eðli manna. Einfalt og prýðilega
framsett rýmis-ljósmyndaverk
Guðna Gunnarssonar, „Án titils
(Hlaupið á vegg)“, er í anda hug-
myndalistar áttunda áratugarins og
sýnir myndröð af listamanninum
hlaupa á vegg í safninu. Veggur spil-
ar einnig mikilvægan þátt í vel
heppnuðu verki Helga Þórssonar, en
það er lítið módel af járnbrautarlest
sem ekur í hringi inn og út um göng í
veggnum. „Míní-kamera“ er fest á
lestina og geta sýningargestir séð
ferðalag hennar hinum megin við
vegginn á sjónvarpskjá. Kurteisi er í
hávegum höfð í myndbandsverkum
Margrétar O. Leopoldsdóttur, „Eftir
mínu höfði“, sem hneigja sig fyrir
sýningargestum er þeir koma upp á
aðra hæðina. Þar hljóma líka ætt-
jarðarsöngvar í myndbandsverkinu
„6 sýnishorn“ eftir Höllu Kristínu
Einarsdóttur. „Vandræðaástand“ er
bráðsmellið myndband sem sýnir
Magnús Loga Kristinsson fremja
gerning í hollenskum sjónvarpsþætti
og þurfa svo að líða kjánalegar
spurningar sjónvarpsmanns að gern-
ingi loknum. Ragnar Kjartansson er
líka á gamansömum nótum í umfjöll-
un um dauðann í verki sínu „Allir
dánir“. Hefur listamaðurinn klætt
sig í svart og tekið sér ljá í hönd til að
hræða hóp barna á leikjanámskeiði.
Er uppákoman sýnd á myndbandi
ásamt líkkistuþrykki á flauel.
Góð skrá fylgir sýningunni á
margmiðlunardiski með viðtölum við
listamennina. Ekki hafa allir sýnend-
ur fundið sér þungamiðju til að vinna
út frá og í einstaka tilfellum velti ég
því fyrir mér hvort ekki séu aðrir
listamenn sem eiga betur skilið að
vera fulltrúar grasrótarinnar í ár. Er
þó sýningin í heildina ánægjuleg
upplifun og vænti ég þess að nýju
ræturnar komi til með að næra flóru
íslenskrar myndlistar enn frekar á
næstu árum.
Blómlegar
rætur
Titillaust verk eftir Helga Þórsson.
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Sýningin er opin frá miðvikudögum til
sunnudags frá 13-17 og stendur til 29.
september. Aðgangur ókeypis.
BLÖNDUÐ TÆKNI
TÓLF UNGIR MYNDLISTARMENN
Jón B. K. Ransu
HELGI Þorláksson sagnfræðingur
heldur fyrirlestur í hádegisfundaröð
Sagnfræðingafélags Íslands í Nor-
ræna húsinu á þriðjudag kl. 12.05–
13. Fyrirlesturinn er haldinn í sam-
starfi við Borgarfræðasetur. Erindið
nefnist „Upphaf og ekkert meira.
Þéttbýlisvísar á Íslandi fram á 19.
öld“. Eiginleg og varanleg bæjar-
myndun varð ekki á Íslandi fyrr en á
19. öld en sums staðar var þó þétt-
býlt. Í fyrirlestrinum verður kannað
af hverju bæir urðu ekki til á Íslandi
á fyrri öldum og dregnar fram líkleg-
ar ástæður þess.
Helgi Þorláksson er prófessor í
sagnfræði við Háskóla Íslands.
Fundurinn er öllum opinn. Upplýs-
ingar um dagskrá hádegisfundanna
er að finna á heimasíðu Sagnfræð-
ingafélags Íslands http://www.aka-
demia.is/saga og Borgarfræðaseturs
http://www.borg.hi.is.
Sagnfræð-
ingar þinga
í hádeginu