Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 29 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 „FRELSIÐ er kóróna lífsins og verðmætast verðmæta, frelsið til að mega skoða himininn, frelsið til að mega liggja í grænum hvammi við læk, frelsið til að sjá stúlku áleingdar, frelsið til að sýngja …“ Í þessi orð Halldórs Laxness úr Fegurð himins vísa ungir hljóðfæraleikarar sem halda tónleika í Salnum í kvöld kl. 20.00 undir yfirskriftinni Stríðstónar. Hljóðfæraleikararnir eru Nicole Vala Cariglia sellóleikari, Freyja Gunn- laugsdóttir klarínettuleikari, Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru tvö verk, Píanótríó nr. 2 í e-moll op. 67 frá 1944 eftir Dimitri Sjostakovitsj og Kvart- ett fyrir endalok tímans frá 1941 eftir Olivier Messiaen. Árni Heimir segir verkin bæði sterk. Fólki finnist þau sjaldan flutt, en svo sé ekki, – þau séu leikin þó- nokkuð oft. „Fólk virðist bara hafa svo endalausa þörf fyrir að heyra þau aftur, sem er ekkert skrýtið. Mig langaði að setja þessi tvö verk saman á tónleika vegna þess að þau eru svo nálægt hvort öðru í tíma, samin ’41 og ’44, og bæði við svipaðar kring- umstæður. Bæði eru andóf gegn stríði, mannvonsku og böli í heimin- um og tónskáldin bjuggu bæði við frelsissviptingu þegar þau sömdu þau.“ Fangarnir besti áheyrendahópurinn Messiaen var í stríðsfangabúðum nasista þegar hann samdi Kvartett fyrir endalok tímans, en Árni Heimir segir að þar hafi gilt aðeins önnur lögmál en í útrýmingarbúðum. Í það minnsta var fangabúðastjórinn það velviljaður, að þegar hann frétti af tónskáldi og hljóðfæraleikurum inn- an sinna veggja útvegaði hann Mess- iaen nótnapappír og hljóðfæraleikur- unum hljóðfæri. Tónleikum var slegið upp í fangabúðunum í janúar 1941. „Þetta voru gífurlega frum- stæðar kringumstæður, en samt sem áður sagði Messiaen seinna, að þessir 5.000 fangar hefðu verið besti áheyr- endahópur sem hann hefði haft um ævina. Hljóðfæravalið réðst af því á hvaða hljóðfæri fangarnir spiluðu, og þetta var fyrsta verkið sem samið var fyrir þessa hljóðfæraskipan, og í rauninni líka fyrsta verkið þar sem Messiaen finnur sína eigin rödd. Þarna kristallast í fyrsta skipti þau ólíku áhrif sem hann varð fyrir í tón- listinni, bæði í sambandi við rytma og notkun á tólftónakerfi, en líka áhrif frá indverskri tónlist. Þessir ótrúlega hægu kaflar eru líka partur af þessu; þar sem hann lætur tímann nánast stöðvast.“ Árni Heimir segir nafn verksins oft þýtt sem Kvartett um endalok tímans, en það sé ekki rétt þýðing. „Þetta er kvartett fyrir enda- lok tímans; Messiaen er að semja tónlist sem á að spila þegar heimur- inn ferst; undirleikur við ragnarök.“ Ullað á Stalín Tríóið eftir Sjostakovitsj er annað tveggja stórra kammerverka með pí- anói sem hann samdi í seinni heims- styrjöldinni og Árni Heimir segir að þau séu bæði „stórir bitar“ fyrir pí- anóleikarann. Hann segir að á meðan verk Messiaens búi yfir trúarlegri sannfæringu sé verk Sjostakovitsj bæði dekkra og örvæntingarfyllra, en um leið ótrúlega djarft. „Að hann skyldi þora að gera í tónlistinni það sem hann gerði, vitandi afstöðu yf- irvalda gagnvart sér, er djarft. Dirfskan er gegnumgangandi í öllum köflunum, en sérstaklega í þeim síð- asta þar sem hann notar tvö gyðinga- stef og klezmeráhrifin eru mjög aug- ljós. Stjórnvöld höfðu verið á móti honum alveg frá 1936, þegar Stalín skrifaði frægan leiðara í Prövdu, þar sem hann kallaði óperu tónskáldsins, Katarínu Ismaílóvu, kaos í stað tón- listar. Uppfrá því óttaðist Sjostak- ovitsj hreinlega um líf sitt. En með því að nota gyðingastef, þegar gyð- ingahatur var jafn áberandi og var í Sovétríkjunum, sérstaklega meðal ráðamanna, var Sjostakovitsj hreint og beint eins og að ulla framan í Stal- ín með þessu verki og lagði um leið líf sitt og feril í svo mikla hættu, að manni finnst það eiginlega ótrúlegt að verkinu skyldi vera jafn vel tekið og raunin varð. Áheyrendur tóku verkinu mjög vel, en stjórnvöld áttu líka eftir að taka það upp á sína arma, og Sjostakovitsj fékk svo Stalínverð- launin 1945 fyrir þetta verk. Það sýn- ir manni að þessir menn höfðu ná- kvæmlega engan skilning á tónlist og því sem Sjostakovitsj var að gera.“ Árni Heimir segir hópinn hafa haft mikla ánægju af að æfa þessi verk. „Við höfum öll ákveðnar skoðanir og erum frekar dramatískir spilarar. Það hentar þessari tónlist vel.“ Nicole Vala Cariglia sellóleik- ari, Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari, Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Stríðstónar í Salnum Furðudýr í ís- lenskum þjóð- sögum hefur Björk Bjarnadótt- ir þjóðfræðingur tekið saman. Guðrún Tryggva- dóttir mynd- skreytti. Bókin kemur út sam- tímis á íslensku, ensku og þýsku. Bókin geymir þjóðsögur sem veita innsýn í hinn fjölbreytilega og æv- intýralega sagnaheim fyrr á tímum þegar hafmeyjar seiddu menn í djúpið, skrímsli byltu sér í sjó og vötnum og landvættir vöktu yfir hverjum landsfjórðungi. Á síðum bókarinnar spretta meðal annars fram marbendill, fjörulabbi, bjarn- dýrakóngur, nykur, Urðarboli og Katanesdýrið, að ógleymdum Lag- arfljótsorminum ógurlega. Sögurnar hafa verið styttar og færðar til nú- tímahorfs og eru glæsilega mynd- skreyttar. Útgefandi er Bókaútgáfan Salka. Bækurnar eu 48 bls., prentaðar í Danmörku. Verð: 1.990 kr. Þjóðsögur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.