Morgunblaðið - 10.09.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 10.09.2002, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÓLVEIG Ólafsdóttir hef-ur starfað á vegumRauða krossins víða umheim í nokkur ár. Hún kom til starfa í Zimbabwe fyrir einu ári og verður þar eitt ár í viðbót. Margvísleg vandamál steðja að Zimbabwe og á und- anförnum misserum hefur ástand- ið versnað. Robert Mugabe, forseti Zimb- abwe, hefur fyrirskipað um 2.900 hvítum bændum í Zimbabwe að yfirgefa jarðir sínar, en hann hyggst úthluta þeim til blökku- manna. Bændurnir fengu viðbót- arfrest til að hafa sig á brott en hann rann út um síðustu helgi. „Það fer ekkert á milli mála að efnahagskreppa er í landinu. Und- anfarna tvo mánuði hef ég tekið eftir því að það er orðið miklu meira um heimilislaust fólk í Harare, höfuðborg Zimbabwe, en þetta er að öllum líkindum að- allega fólk sem kemur úr sveit- unum. Betl hefur aukist mikið. Skammt frá húsinu þar sem ég bý er stórmarkaður og þar heldur margt heimilislaust fólk til og leit- ar á fólk sem er að versla.“ – Er hungursneyð í landinu? „Hungursneyð er á ákveðnum svæðum, en í gegnum tíðina hafa Zimbabwe-búar haft það betra en flestir íbúar Afríku. Næringar- skortur hefur ekki verið stórt vandamál fram undir þetta. Flest bendir hins vegar til að matar- skorturinn eigi eftir að aukast á næstu vikum og mánuðum. Ein helsta fæðutegund Zimbabwe- manna er maísmjöl og það hefur ekki fengist í höfuðborginni í margar vikur. Matarskorturinn er samt mest áberandi í sveitunum. Hjálparstofnanir eru að reyna að koma í veg fyrir að það skapist svipað ástand í Zimbabwe og skapaðist í Eþíópíu og Sómalíu þar sem víðtæk hugursneyð reið yfir. Það stefnir hins vegar í slíkt ástand ef ekkert er að gert.“ Miklir þurrkar í Zimbabwe – Hafa þurrkar valdið miklum vandræðum í Zimbabwe? „Veðurfræðingar hafa talað um að Zimbabwe sé eina landið í sunnanverðri Afríku þar sem hægt er að tala um virkilega þurrka. Þetta hefur að sjálfsögðu valdið landsmönnum miklum erf- iðleikum. Í nágrannalöndunum hafa komið þurrkkaflar sem hafa skemmt uppskeru. Uppskerubresturinn er miklu meiri fyrir þá sök að það er talið að á þessu ári hafi verið sáð í inn- an við 40% af ræktuðu landi í Zimbabwe. Þurrkarnir koma síð- an ofan í þetta ástand. Uppskeru- bresturinn á sér því margvíslegar orsakir.“ – Hvaða orsakir eru þar helst- ar? „Það er náttúrulega stefna Mugabes forseta um landtöku og landnám. Þessi stefna hefur leitt til þess að framleiðsla á landbún- aðarvörum hefur minnkað gífur- lega mikið. Það hefur að vísu ver- ið bent á að margir af þessum hvítu bændum hafi fyrst og fremst verið í tóbaksræktun til útflutnings og að þurrkarnir hafi komið afar illa við þá ræktun. Það er engu að síður ljóst að þessi landtökustefna hefur haft áhrif á landbúnaðinn í landinu. Hún hef- ur einnig haft slæm áhrif á af- komu sjálfsþurftarbænda. Stefnan hefur haft bein áhrif á afkomu um helmings af íbúum landins. Á þessum jörðum hvítra bænda hafa í mörgum tilfellum starfað 200– 300 svartir landbúnaðarverka- menn. Þetta fólk var sjálft með smáskika á landi hvítu bændanna þar sem það ræktaði grænmeti og fleira. Það er lítið talað um að þessir menn eru hraktir frá sinni vinnu og í Zimbabwe eru reknar nokkurs konar flóttamannabúðir þar sem þetta fólk safnast saman og hefur hvorki í sig né á. Þetta fólk er því nánast á vergangi í dag. Það hafa verið nokkur dæmi um að þessir verkamenn hafa gengið á fund héraðshöfðingja og beðið hvíta bóndanum griða og í sumum tilvikum hefur það skilað árangri. Einn vina minna fékk leyfi til áframhaldandi búsetu eftir að verkamennirnir tóku málið upp við héraðsstjórnina þrátt fyrir að hann hefði fengið bréf upp á að hann yrði að yfirgefa jörð sína.“ – Hvaða fólk er þetta sem fær landi úthlutað? Eru það aðallega stuðningsmenn Mugabes? „Samkvæmt reglum geta allir sótt um að fá landi úthlutað. Ég þekki ekki þessar reglur til hlítar, en það er t.d. talsvert um að strákar, innan við þrítugt, frá Harare hafi fengið jörð. Einnig hafa ýmsir úr liði forsetans fengið jörð. Það eru hins vegar alls ekki eingöngu fyrrverandi hermenn sem fá jarðir.“ Lítil uppskera vegna vanþekkingar – Er ekki eitt af vandamálunum að mikil þekking á landbúnaði fer burtu með hvítu bændunum sem eru hraktir af jörðum sínum? „Jú, það hefur verið talað um það, en þekkingu á landbúnaði hefur farið hrakandi í álfunni sem heild á undanförnum árum. Í Malaví á vanþekking á landbúnaði mjög stóran þátt í því hversu lítil uppskeran er. Uppskeran fer minnkandi og það er ekki endi- lega veðurfarið sem á þar stærst- an hlut. Alnæmi hefur líka haft mjög alvarleg áhrif. Afar stór hluti vinnuaflsins er veikur. Heil kynslóð hefur horfið og hefur því ekki getað flutt þekkinguna milli kynslóða. Þegar við vorum að kynna okk- ur aðstæður í Malaví í apríl og maí urðum við þess áskynja hvað ræktunartæknin er léleg. Oft eru það aðallega börn sem vinna á ökrunum vegna þess að foreldr- arnir eru fallnir frá. Ræktunar- þekkingin flyst því ekki á milli kynslóða. Í Zimbabwe eru það fyrst og fremst verkamennirnir á jörðum hvítra bænda sem kunna til verka. Þetta fólk er hins vegar hrakið í burtu.“ – Fær þetta fólk þá ekki landi úthlutað? „Nei, þetta fólk er oft fákunn- andi og hefur sig yfirleitt ekki í það að sækja um land áður en umsóknarfrestur rennur út. Fólk- ið sem fær landi úthlutað er frek- ar fólk frá Harrare, oft fólk sem á einhverja peninga. Það er í fæst- um tilfellum komin reynsla á það til hvers þessi stefna á eftir að leiða.“ Margir hafa hagnast vel – Mér skilst að Zimbabwe hafi lengi verið eins konar matarkista Afríku. Eru þessar jarðir sem um er deilt ekki góðar landbúnaðar- jarðir? „Jú, þetta er gott land, en það má ekki gleyma því að það er búið að leggja mikla vinnu í að gera þetta land að ræktarlandi. Það er enginn sem horfir framhjá því að það var hvíti maðurinn sem hafði frumkvæði að því að brjóta þetta land til ræktunar. Hvítu menn- irnir hröktu hins vegar svarta íbúa af landinu, sem hverju stunduðu sjálfsþu skap. Síðan deila menn u þetta frumkvöðlastarf mannsins, sem braut la ræktunar, veiti þeim rétt til landsins.“ – Fara bændurnir s verið hraktir af jörðum þaðan slyppir og snauðir? „Málið er ekki svo Vissulega tapa menn fjá þegar þeir fara frá eignum En þetta er sú stétt ma hefur safnað auði í gegnu Margir bændur eiga fleir búgarð og hafa hagnast v ur sér líka vel að það auður í þessu landi sem ur safnast upp vegna þarna hefur verið stunda bær landbúnaður.“ – Hvert fara þessir hví ur? Ástandið í Zimbabwe hefur stórversnað vegna land Vinnum hvítra bæ eru á ver Sólveig Ólafsdóttir hefur í eitt ár starfað krossins. Hún segir að ástandið í landin samtök vinni nú að því að koma í veg fy viðtali við Egil Ólafsson segir Sólveig fr Mugabes forseta, þurrkum og Sólveig Ólafsdótt Ástandinu í Zimbabwe v stefnu Sameinuðu þjó Zimbabwe öðlaðist sjálfstæ Bretum árið 1980. Landið Ródesía, en nafninu var br Zimbabwe þegar landið fé stæði. Leiðtogi landsins fr hefur verið Robert Mugab í landinu eru um 11,4 millj Fjöldi HIV-smitaðra í land einn sá mesti sem þekkist inum. Atvinnuleysi er vel y Zimbabw ALDRAÐIR OG STOFNANIR STÖÐVUM EINELTIÐ Í pistli frá Landlæknisembætt-inu á heilsusíðu Morgunblaðs-ins sl. laugardag kemur fram að leiða megi líkur að því að 5.000 nemendur (af rúmlega 40.000) í grunnskólum landsins verði fyrir eða taki þátt í einelti. Þetta er há tala og sé hún rétt, sýnir hún fram á hversu alvarlegt og útbreitt vandamál einelti er í skólum. Það er rétt, sem fram kemur í pistl- inum, sem Arthur Morthens, for- stöðumaður þjónustusviðs Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, ritar, að einelti er ofbeldi, sem getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þess, sem fyrir því verður. Ef ekkert er gert til að grípa inn í, geta afleiðing- arnar fyrir fórnarlömbin orðið skelfilegar; bæði andleg og líkam- leg vanlíðan, jafnvel sjálfsvígshug- leiðingar og -tilraunir. Ábyrgð stjórnenda og starfsmanna skóla er því mikil og nauðsynlegt að þeir séu á varðbergi gagnvart einelti. Arthur segir frá því í áðurnefnd- um pistli að í könnun, sem gerð var fyrir fjórum árum, hafi m.a. komið fram að kennarar hafi talið sig vanbúna að takast á við einelti. Í framhaldi af því var settur á fót starfshópur, sem gerði tillögur um að teknar yrðu upp í íslenzkum skólum hugmyndir og fram- kvæmdaáætlun, kennd við Svíann Dan Olweus. Hann er prófessor við Háskólann í Bergen í Noregi og hefur þróað aðferðir, sem skilað hafa góðum árangri í baráttu við einelti annars staðar, m.a. í Skand- inavíu og Þýzkalandi. Samið hefur verið við nítján skóla um allt land að þeir taki að sér að vera móð- urskólar í eineltisátaki, en í því felst m.a. að hver þeirra verði ráð- gefandi fyrir tvo til þrjá aðra skóla. Í sumar var haldið námskeið fyrir fulltrúa þessara skóla og ætlunin er að átakið hefjist um næstu áramót. Grunnskólarnir verða að geta treyst á samvinnu foreldra til að leysa þau eineltismál, sem upp koma. Í laugardagsblaði Morgun- blaðsins var frásögn af fundum Stefáns Karls Stefánssonar leikara með nemendum og foreldrum grunnskólans í Hveragerði, en Stefán hefur unnið merkt sjálfboða- starf við að vekja athygli á einelti og berjast gegn því. Stefán lagði á fundinum með foreldrum áherzlu á að þeir ættu að taka ábyrgð á börn- um sínum, og það er hverju orði sannara. „Það er ekki verk leik- skólans, grunnskólans, lögreglunn- ar eða annarra að ala upp börnin, það er hlutverk foreldranna og þeir verða að standa sig í þessu mik- ilvægasta hlutverki sínu,“ er haft eftir Stefáni. Foreldrum, sem fá vitneskju um að börn þeirra leggi skólafélaga sína í einelti, ber skylda til að grípa í taumana og aga afkvæmi sín. Hins vegar leika skólarnir eins og áður sagði lykilhlutverk í að fylgjast með eineltinu og leiða saman alla þá, sem þurfa að vita af því ef slíkt kemur upp. Raunar hljóta foreldrar að gera þá kröfu til grunnskóla barnanna sinna, að hann hafi á tak- teinum áætlun um aðgerðir til að bregðast við einelti og uppræta það. Í samtali við DV í gær segir ÁstaMöller alþingismaður m.a.: „Er- um við að gera vel við fólk með því að setja það inn á stofnanir? Eigum við ekki frekar að gera fólki kleift að vera sem lengst heima hjá sér? Það tel ég vera manneskjulegra fyrirkomulag, sem auk þess er ódýrara. Í Danmörku er til dæmis mjög þróuð þjónusta í heimahjúkrun og við eigum að hafa slíkt sem fyrirmynd. Hér er við lýði heilbrigðisáætlun og samkvæmt henni eiga 75% fólks, sem er áttrætt og eldra, að geta dvalist heima og stofnanir að vera til taks fyrir hina.“ Undir þessi sjónarmið þingmanns- ins er full ástæða til að taka. Auðvitað vill fólk, sem heldur sæmilegri heilsu á gamalsaldri, frekar búa á heimili sínu en vera vistað á stofnun. Og tæp- ast fer á milli mála, að það er ódýrari kostur fyrir samfélagið en að byggja dýrar og umfangsmiklar stofnanir yf- ir gamalt fólk. En jafnljóst er að aðstaðan verður að vera fyrir hendi til þess að veita öldruðum viðunandi þjónustu ef þeir þurfa á að halda. Um þetta segir Ásta Möller í fyrr- nefndu viðtali: „Hér í Reykjavík er heimaþjónusta við aldraða á vegum borgarinnar – en heimahjúkrun aftur á móti verkefni heilsugæzlunnar, sem ríkið rekur. Á Akureyri og eins á Hornafirði, sem bæði eru reynslu- sveitarfélög, er verkefnið hins vegar alfarið á höndum bæjarfélaganna og reynslan af þessu þar er mjög góð. Tekizt hefur að samhæfa krafta og standa vel að þessu. Það eru að mín- um dómi góð vinnubrögð og skörp sýn á hvernig vinna má með miklu mark- vissari hætti víða í heilbrigðisþjón- ustunni.“ Umönnun og þjónusta við aldraða verður stöðugt umfangsmeira verk- efni. Það er jafnframt ljóst að í mörg- um tilvikum er hér um erfitt starf að ræða, sem ekki hefur endurspeglazt í launum þeirra, sem að þessari þjón- ustu starfa, nema að takmörkuðu leyti. Gera má ráð fyrir, að almenn sam- staða geti tekizt um það grundvall- arsjónarmið, sem Ásta Möller lýsir, að aldraðir búi á heimilum sínum eins lengi og kostur er en jafnframt að þeir eigi kost á nauðsynlegri þjónustu frá samfélaginu. Á undanförnum árum hefur verið töluverður órói í samtökum aldraðra, sem telja, að opinberir aðilar hafi ekki lagt nægilega áherzlu á þá mála- flokka, sem að þeim snúa. Ekki er ólíklegt að félagasamtök aldraðra haldi stjórnmálaflokkunum við efnið að þessu leyti í komandi þingkosning- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.