Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 34
UMRÆÐAN
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
F
átt finnst mér
skemmtilegra en að
kynnast mönnum og
koma, þar sem þeir
hafa spyrnt við fót-
um gegn fólksflutningunum á
suðvesturhornið og hafið mark-
vissa sókn til öndverðrar áttar.
Ég kalla þetta fólk í huganum
vormenn Íslands.
Oftar en ekki hafa þessir ein-
staklingar kvatt sér hljóðs í at-
vinnulífinu með einhverjum
hætti. En það má svo sannarlega
snúa vörn í sókn með marg-
víslegum hætti.
Á dögunum lá leið mín heim að
Bifröst í Norðurárdal. Ég hafði
fyrr ekið þar hjá og horft heim
að staðnum, en fjarri því að ég
hefði þá séð alla þá uppbygg-
ingu, sem þar hefur átt sér stað.
Reyndar rak
mig í roga-
stanz, þegar
ég gekk um
staðinn og sá
öll húsin og
umsvifin.
Þarna er verið að byggja nýtt
skólahús, sem á að taka í notkun
í lok október. Nýja húsið tengir
saman tvö eldri kennsluhús,
þannig að kennslan kemst öll
undir eitt þak. Háskólatorg lítur
dagsins ljós og þar við kaffihús,
sem á að opna í lok þessa mán-
aðar, og í sömu byggingu verður
opnuð verzlun og banki. Þá hefur
verið byggt við leikskóla á staðn-
um og í haust voru teknir í notk-
un tveir nemendagarðar með
einstaklings- og fjölskylduíbúð-
um.
Bifröst er orðin sem um þorp
að fara og má margt hafa breytzt
síðan samvinnumenn reistu veit-
ingahús þarna á völlunum í Grá-
brókarhrauni í Hreðavatnslandi.
Síðar fóru húsnæðisleysi Sam-
vinnuskólans í Reykjavík og hug-
myndir um gisti- og ráð-
stefnusetur samvinnumanna að
Bifröst saman; Samvinnuskólinn
flutti að Bifröst 1955. Hann var
fram til 1990 deild í Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga, þótt rík-
ið hafi reyndar kostað hann að
mestu frá 1978. Skólanum var
breytt í sjálfseignarstofnun 1990
og hann þróaðist svo yfir í Sam-
vinnuháskólann og nú Við-
skiptaháskólann.
Nú nema 260 nemendur við
Viðskiptaháskólann Bifröst og 70
til viðbótar eru í fjarnámi. Ekki
komast allir nemendur í hús á
Bifröst og því búa um 40 nem-
endur á Varmalandi og nokkrir í
sumarbústöðum í nágrenninu. Á
Bifröst eru nú tæplega 500
manns, þar af eru börnin um
130; sextíu þeirra á leikskóla
staðarins og hjá dagmæðrum, og
70 stunda nám í Varmalands-
skóla.
En menn ætla ekki að láta
staðar numið hér; á við-
skiptasviðinu er stefnt að MBA-
námi og framhaldsnámi til meist-
aragráðu á lögfræðisviðinu.
Þessi umsvif öll laða auk ann-
ars að fleira fólk, sem aftur kall-
ar á frekari byggingafram-
kvæmdir. Framtíðarsýnin er, að
eftir þrjú ár verði Bifröst átta
hundruð manna háskóla- og
þekkingarsetur.
En það er ekki einasta að
þessa uppgangs að Bifröst gæti
þar. Hann hefur hrifið með sér
annan skóla, en reyndar má líka
segja, að sá skóli hafi stutt Bif-
röst til þess sem þar er orðið.
Þessi skóli er neðar frá hring-
veginum og austan Norðurár og
heitir Varmalandsskóli.
Varmaland í Stafholtstungum
reis þar upp við jarðhitann. Þar
eru sundlaug og félagsheimili, á
fimmta áratug síðustu aldar var
Húsmæðraskóli Borgfirðinga
reistur á staðnum og 1954 tók til
starfa heimavistarbarnaskóli fyr-
ir Mýrasýslu. Þarna var öflugt
skólasetur. Fyrir um áratug voru
150 nemendur við skólann. En
svo hallaði undan fæti; börn úr
vesturhreppunum: Hraunhreppi
og Álftaneshreppi, hættu að
sækja skóla að Varmalandi, en
var þess í stað ekið í Borgarnes
og að Laugagerði. Sveitabörnum
í þeim hreppnum, sem áfram
stóðu að Varmalandsskóla, fækk-
aði og nemendafjöldi Varma-
landsskóla fór aðeins undir
hundraðið. Svo lagðist Hús-
mæðraskólinn af.
En nú er uppgangur í skóla-
starfinu að Varmalandi á nýjan
leik. Þótt sveitabörnunum haldi
áfram að fækka, leggur Bifröst
Varmalandi til fleiri skólabörn
með hverju árinu. Nú munu Bif-
rastarbörnin vera fast að 40%
nemenda Varmalandsskóla. Í
vetur eru nemendur Varma-
landsskóla 152 talsins og er skól-
inn sennilega eini sveitaskólinn í
landinu, sem býr við stöðuga
fjölgun nemenda.
Með auknum umsvifum skól-
anna; Viðskiptaháskólans og
Varmalandsskóla, iðar hús-
mæðraskólahúsið aftur af lífi.
Samningar hafa tekizt um leigu á
húsinu; Varmalandsskóli nýtir
miðhæðina undir kennslu og Við-
skiptaháskólinn fær inni á efstu
hæðinni fyrir sína nemendur.
Byggðasamlag um Varma-
landsskóla; Borgarbyggð og
Hvítársíða, á í viðræðum um
kaup á húsmæðraskólahúsinu,
Kennaraháskólinn hefur afnota-
rétt af því, en menntamálaráðu-
neytið á 75% og Borgarfjarðar-
og Mýrasýsla sín 12,5 % hvor.
Til er spá, sem segir að nem-
endur Varmalandsskóla verði um
170 talsins, þegar mest verður.
Nú starfar skólinn á þremur
stöðum; í barnaskólahúsinu, hús-
mæðraskólahúsinu og félags-
heimilinu. Þótt skólinn sé með
því laginu í stakk búinn til að
taka við nemendum sínum, fylgja
því margs konar óhagræði og
ferðalög og því svífur draum-
urinn um alla kennslu í einu
skólahúsi yfir vötnum Varma-
lands.
Það var sannkölluð sálubót að
rölta um Bifröst og Varmaland á
dögunum og sjá skólalífið í þessu
fallega umhverfi taka á sig vetr-
armyndina. Það er beinlínis
hressandi að andinn skuli eiga
sér óðul utan þéttbýlisins og að
þau skuli vera í örum vexti.
Engin lognmolla er yfir þess-
um skólaslóðum. Skólarnir tveir;
Bifröst og Varmaland, hafa tekið
höndum saman yfir Norðurá og
menn stefna skónum óhikað eftir
þeirri brú og á móti þeim
straumi, sem liggur svo stríður
úr sveitum landsins til sjávarsíð-
unnar.
Brúin yfir
Norðurá
Viðskiptaháskólinn að Bifröst og
Varmalandsskóli austan ár hafa byggt
brú yfir Norðurá, þar sem leiðin liggur
á móti fólksfækkunarstraumnum.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
HINIR íslensku
kremlverjar hljóta
vera vonsviknir yfir
þeirri niðurstöðu Gall-
up að Samfylkingin
myndi ekki höggva
nema 1,9% af Sjálf-
stæðisflokknum með
Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur í forystu
þingframboðs. Þessari
niðurstöðu hefur að
minnsta kosti ekki ver-
ið flaggað á þeim bæ
og því vert að vekja
sérstaka athygli á
henni hér.
Sem einn af hvata-
mönnum Reykjavíkurlistans í upp-
hafi og stuðningsmaður alla tíð vil
ég lýsa þeirri skoðun minni að
Reykjavík er ekki fórnandi fyrir
1,9% af fylgi Sjálfstæðisflokksins á
landsvísu og heldur ekki til þess að
Samfylkingin komist í tvíbreitt rúm
með Framsókn en það virðist önnur
aðalgulrótin með þess-
ari könnun. Ingibjörg
Sólrún hefur staðið sig
vel sem borgarstjóri í
Reykjavík og nýlega
endurnýjaði hún
starfssamning sinn við
borgarbúa til næstu
fjögurra ára. Trúverð-
ugleiki Reykjavíkur-
listans og hennar sem
stjórnmálamanns
myndi bíða hnekki ef
hún færi fyrir annan
vagn svo skömmu eftir
borgarstjórnarkosn-
ingar. Það myndi að
sjálfsögðu greiða leið
Sjálfstæðisflokksins að þessum
sama borgarstjórastól í kosningum
eftir fjögur ár, ef ekki fyrr.
Skoðanakönnun þeirra kreml-
verja er til þess gerð að auka þrýst-
ing á Ingibjörgu Sólrúnu nú þegar
Jón Baldvin (eða réttara sagt Bryn-
dís Schram) hefur aftekið að koma
heim og taka við Samfylkingunni, en
áskoranir af því tagi með nöfnum
þeirra Jóns Baldvins og Ingibjargar
Sólrúnar hafa birst með reglulegu
millibil allt frá því Össur Skarphéð-
insson var kjörinn formaður Sam-
fylkingarinnar. Könnunin sýnir að
fylgi Samfylkingar myndi aukast um
Er Reykjavík fórnandi
fyrir 1,9% fylgi D-lista?
Álfheiður Ingadóttir
Skoðanakönnun
Niðurstöður könnunar-
innar eru ekki til þess
fallnar að hvetja Ingi-
björgu Sólrúnu til að
yfirgefa borgina, segir
Álfheiður Ingadóttir,
heldur þvert á móti og
fagna ég því.
HINN 7. sept. 1987
tóku nokkrir aðilar sig
saman að frumkvæði
Eddu Bergmann og
stofnuðu Trimmklúbb.
15 ár eru ekki langur
tími í lífi þjóðar og því
síður langur tími í lífi
þess fólks, sem gefið
hefir sig að starfi fyrir
þennan klúbb sl. 15 ár.
Rótin að þessu starfi
var fyrst og fremst
áhugi fyrir útivist og
íþróttum og hvatning
til þeirra sem áttu við
margvíslega erfiðleika
að stríða til íþróttaiðk-
unar. Þarna var sérstaklega um að
ræða, í fyrsta lagi hreyfihamlaða og
í öðru lagi blinda og sjónskerta.
Þessir hópar áttu oft á tíðum undir
högg að sækja varðandi aðkomu að
íþróttamannvirkjum borgarinnar
t.d. sundstöðum, sem fæstir eru
hannaðir með þarfir fatlaðra í huga.
Til þess að svona starfsemi geti
orðið að verulegu gagni þurfa marg-
ir að leggja hönd á plóginn, þar vil
ég nefna sérstaklega, auk formanns,
þær konur sem hafa séð um þjálfun
í sundleikfimi og jóga, Ástbjörgu
Gunnarsdóttur og Erlu Tryggva-
dóttur. Þess má og geta, sem ég tel
alveg einstakt, að þær leggja allt
sitt starf fram í þágu meðlima
klúbbsins endurgjaldslaust. Klúbb-
urinn leigir Grensás-
laugina til sundleikfimi
tvo tíma á viku og jóga
er í Íþróttahúsi Sel-
tjarnarness einn tíma
á viku. Þessi starfsemi
spannar yfir vetrar-
mánuðina l. sept. til l.
maí. Yfir sumartímann
er farið í gönguferðir
og þá yfirleitt í Laug-
ardalinn sem er ein-
stök útivistarperla.
Auk þeirra þátta, sem
hér er getið og við-
kemur sundi og úti-
veru, þá bregður fólk
sér á leik með ýmsum
skemmtunum. t.d. er alltaf haldin
jólagleði á jólaföstunni og aðrar
uppákomur eftir atvikum.
Trimmklúbburinn „Edda“ er
sjálfseignastofnun algjörlega óháð
annarri starfsemi innan Íþrótta-
hreyfingarinnar, enda nýtur hann
engra styrkja úr þeim ranni. Hins
vegar hefur Íþróttasamband fatl-
aðra (ÍF) sýnt klúbbnum þá virð-
ingu að gefa farandbikar sem er
veittur hverjum þeim sem sýnir
mestan áhuga á mætingu og er
þannig hvatning til dáða. Bikarnum
heldur hver handhafi mánuð í senn.
Þetta starf er allt mjög gefandi
enda áhugi mikill og aðsóknin eftir
því. Það er alveg ljóst að þessa
starfsemi hefir vantað í íþróttaflóru
landsmanna. Í hvert skipti sem hóp-
urinn hittist hvort heldur er að
sumri eða vetrarlagi, þá skín ánægj-
an úr hverju andliti. Þessari sam-
heldni er fyrst og fremst að þakka
ódrepandi atorku formannsins
Eddu Bergmann, og á hún miklar
þakkir skilið fyrir framlag sitt
Oft hefir okkur fundist ósann-
gjarnt að þessi hópur, sem í raun
getur ekki stundað sund og aðrar
hreyfingar í vatni í hvaða laug sem
er, skuli þurfa að borga háar upp-
hæðir fyrir leigu á Grensáslauginni,
en sú laug er tvímælalaust sú besta
hér á höfuðborgarsvæðinu til afnota
fyrir t.d. blint og sjónskert fólk.
Við vonum að ráðamenn ríkis og
borgar sjái sér fært að meta starf
klúbbsins með tilliti til bætts heilsu-
fars þeirra sem stunda sundleikfimi
á vegum klúbbsins. Að halda heils-
unni við hlýtur að teljast mikill
mannauður fyrir þjóðfélagið í heild
þótt ekki sé talað um allan þann
sparnað sem slíkt hefir í för með
sér fyrir heilbrigðisstofnanir í land-
inu.
Trimmklúbburinn
„EDDA“ 15 ára
Hulda Steinsdóttir
Íþróttir
Að halda heilsunni við,
segir Hulda Steins-
dóttir, hlýtur að teljast
mikill mannauður fyrir
þjóðfélagið.
Höfundur er ritari Trimmklúbbsins
Eddu.
FRAMFARIR í líf-
og læknavísindum hafa
verið miklar á síðast-
liðnum áratugum. Til-
raunastöð Háskóla Ís-
lands í meinafræði á
Keldum hefur verið
þátttakandi í þessum
framförum, fylgst hefur
verið með nýjungum og
vísindastarfið hefur
tekið mið af bestu fáan-
legri þekkingu hverju
sinni. Allt þetta mótar
framtíðarsýnina.
Það er hægt að taka
undir orð Björns
Bjarnasonar í Morgun-
blaðinu laugardaginn 31/8 2002 að
umfjöllun um framtíðaraðstöðu Til-
raunastöðvarinnar á ekki að vera á
forsendum ótta við breytingar eða
vegna þarfar á að búa við öryggi í
viðjum vanans. Hins vegar er grund-
vallaratriði að örugg aðstaða til rann-
sókna sé í takt við fram-
tíðarsýn í vísindastarf-
inu.
Starfsemi Tilrauna-
stöðvarinnar hefur alla
tíð einkennst af fram-
sæknum vísindarann-
sóknum, einkum á sviði
dýrasjúkdóma, þar sem
óhikað hefur verið tek-
ist á við ný og krefjandi
verkefni, þrátt fyrir
þröngar og takmarkað-
ar rekstrarlegar og
tæknilegar aðstæður.
Sem dæmi um verkefni
sem unnið er að eru
rannsóknir á riðu og
mæði-visnu í sauðfé sem fjallað var
um í Morgunblaðinu dagana 19/7,
25/8 og 3/9 2002. Nákvæm framtíð-
arsýn kemur fram í þróunaráætlun
Tilraunastöðvarinnar sem er að-
gengileg á heimasíðunni: www.keld-
ur.hi.is. Í framtíðarsýn er t.d. mikil-
vægt að taka mið af þeim framförum
sem hafa orðið í kortlagningu og rað-
greiningu á erfðamengi lífvera, hvort
sem það eru sýklar eða hýslar. Þetta
gefur aukna möguleika til frekari
rannsókna í ljósi nýrrar þekkingar,
t.d. á samspili sýkils og hýsils, á lífs-
ferlum og þar sem tilraunadýr eru
notuð sem rannsóknalíkön. Slíkar
framtíðarrannsóknir standa og falla
með öruggri og traustri rannsóknar-
aðstöðu. Vísindastarfið tekur stöðug-
Um framtíðarsýn Keldna
Sigurður Ingvarsson
Vísindi
Framtíðarsýn vegna
starfseminnar, segir
Sigurður Ingvarsson,
verður að haldast í
hendur við trygga
framtíðaraðstöðu.