Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 41 ✝ Kristín Helga-dóttir fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 16. septem- ber 1914. Hún andað- ist á Landspítalanum í Fossvogi 29. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Sveinfríður Odd- mundsdóttir, f. 1886, d. 1918, og Helgi Sig- urðsson, f. 1884, d. 1954. Helgi rak út- gerð á Suðureyri og síðar á Flateyri. Bræður Kristínar voru Sigurður, f. 1912, d. 1982, kona hans er Þur- íður Jónasdóttir frá Flateyri, f. 1917, Jón Halldór, f. 1913, d. 1915, og Guðmundur Kristján, f. 1916, d. 1917. Systir hennar samfeðra er Rósey, f. 1921. Maki hennar er Rafn Kristjánsson, f. 1927. Að móður sinni látinni fór Kristín í fóstur hjá Guðmundi Pálmasyni í Botni í Súgandafirði og fyrri konu hans, Sól- veigu Guðmunds- dóttur. Hinn 12. febrúar 1944 giftist Kristín Jóni Ásgeiri Jónssyni vélvirkjameistara frá Galtarholti. f. 20. júní 1909, d. 11. febr- úar 1998. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Guðmunds- dóttir, f. 1873, d. 1931, og Jón Jónsson bóndi og landpóstur, f. 1868, d. 1953. Sonur Kristínar og Jóns Ásgeirs er Helgi, f. 10. maí 1944. Útför Kristínar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hjartkær móðir mín er kvödd í dag. Hún leið út af í svefni eftir stutta sjúkralegu. Þegar hennar er minnst er mér efst í huga umhyggja hennar og kærleikur. Móðir mín var öllum mönnum góð og ekki lét hún sér síður annt um málleysingja, því að hún var einstakur dýravinur. Nú síðast var það kisinn Keli, sem naut góðs af því hér á Njálsgötu 5. Mig langar raunar að minnast í ör- stuttu máli þeirra beggja, móður minnar og föður, sem nú eru bæði látin. Svo nátengd voru þau mér bæði og svo nátengd voru þau hvort öðru, að þar mynda minningarnar eina órofa heild. Það er þó ekki ætlan mín að rekja æviferil þeirra hér í þessu greinar- korni. Ég vil aðeins kveðja þau sem voru mér svo kær með bæn um að Drottinn Guð verndi þau að eilífu. Sá sem trúir á hjálpræði Jesú tregar ekki látna, heldur minnist hann orða hans: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jh. 11. 25-26). Ég kveð foreldra mína með virð- ingu, hlýju og þakklæti fyrir sam- fylgdina á lífsins göngu. Helgi Ásgeirsson. Gengin er föðursystir mín Kristín Helgadóttir hátt á níræðisaldri, ævin orðin löng og heilsan á undanhaldi síðustu misseri. Stína frænka var lengst af búsett í miðbænum, síðasta aldarfjórðung- inn við Njálsgötuna. Eiginmanni sín- um Jóni Ásgeiri og syni þeirra Helga bjó hún hlýlegt og myndarlegt heim- ili. Á ferðum okkar, foreldra minna og systur, vestan af fjörðum til höf- uðborgarinnar á árum áður héldum við ætíð til hjá þeim Stínu á Spít- alastígnum. Ferðalög á þeim tímum voru fátíðari en nú er og Reykjavík- urferðir mikil upplifun; Tjörnin, Tív- olí, 17. júní, ys og þys. Sjóndeildar- hringurinn víkkaði og veröldin varð stærri. Á Spítalastíg 2 nutum við hlýju og gestrisni frændfólksins sem og vísast síðar við heimsóknir okkar til þeirra á Hverfisgötu og Njáls- götu. Alls þessa er minnst með inni- legt þakklæti í huga. Kristín var dóttir Helga Sigurðs- sonar skipstjóra og útgerðarmanns á Suðureyri við Súgandafjörð og konu hans Sveinfríðar Oddmundsdóttur úr Önundarfirði. Helgi byggði árið 1914 stærsta steinhúsið í hinu vaxandi þorpi, nefnt Helgahús. Þau hjón eignuðust alls fimm börn en aðeins tvö þeirra kom- ust á fullorðinsár, Sigurður og Krist- ín. Hin börnin þrjú dóu í frum- bernsku og mikill harmur var kveð- inn að fjölskyldunni í Helgahúsi, þegar Sveinfríður dó úr Spönsku veikinni 1918. Þrátt fyrir áföllin myndaði Helgi ný fjölskyldutengsl og sótti sjóinn áfram á bátum sínum; Hallvarði Súganda, Súganda og Kvikk. Hann gerði út frá Suðureyri, á tímabili frá Reykjavík en síðustu fimmtán árin reri hann á Kvikk frá Flateyri við Önundarfjörð. Við móð- urmissinn fór Kristín í fóstur til vandalausra í Súgandafirði, en Sig- urður fylgdi föður sínum við útgerð og sjómennsku. Á unglingsárum fluttist Kristín til Ísafjarðar þar sem hún réð sig í vist á heimili þar í bæ og gerðist vinnukona. Loks lá leiðin suður í vist og sigling eitt sumar til Danmerkur sem vinnukona skömmu fyrir stríð. Eftir að Kristín eignaðist fjöl- skyldu sína í Reykjavík fagnaði hún föður sínum við vertíðarlok haust hvert, þá er hann síðustu sjó- mennskuár sín kom að vestan til að heilsa upp á fólkið sitt. Nú við leið- arlok er einkasonurinn Helgi einn eftir úr fjölskyldunni samrýndu á Njálsgötunni. Ég votta honum inni- lega samúð mína. Helgi Sv. Sigurðsson. Fyrir þremur árum átti ég von á nýjum nágrönnum að Njálsgötu 5. Satt að segja kveið ég svolítið fyrir, því að góðir grannar eru á við vænan happdrættisvinning. Í þetta sinn var heppnin með mér. Mæðginin Kristín Helgadóttir og sonur hennar Helgi, reyndust mér ekki bara afbragðs grannar, heldur líka traustir vinir. Og fyrir það vil ég þakka, þegar komið er að því að kveðja Kristínu. Kristín var hæglát kona, en rík af því sem mestu skiptir, hjartans gæsku og örlæti. Þess fengu ekki bara ég og sonur minn, Jóhann, að njóta í ríkum mæli, heldur og líka ferfætti heimilisaðilinn, kötturinn Þorkell Ágúst. Hann tók Kristín umyrðalaust í fóstur hvenær sem á þurfti að halda. Hjá henni eignaðist hann sitt annað heimili í orðsins fyllstu merkingu. Mig langar að kveðja Kristínu með erindi úr eftirmælum sem sr. Gísli Thorarensen orti fyrir rúmri öld um nöfnu hennar Þorgrímsdótt- ur. Mér finnst það þó ekki síður eiga við um Kristínu Helgadóttur: Því hér var hjarta hreint sem gull og himinull, þó margra kenndi meina, og heilög gleðı́og hógvært geð af himnum léð og orð, sem unnú á steina. Góð kona er gengin, en minningin lifir. Við Jóhann sendum Helga inni- legar samúðarkveðjur. Missir hans er mikill. Megi Guð styðja hann. Jóhanna Þráinsdóttir. KRISTÍN HELGADÓTTIR ✝ Guðlaug HelgaMeyvantsdóttir fæddist á Máná við Siglufjörð 23. mars 1923. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 4. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Meyvant Meyvantsson, f. 17.7. 1886, d. 12.1. 1953, og Kristbjörg Jónsdóttir, f. 30.7. 1879, d. 3.12. 1949. Systkini Guð- laugar voru Guðrún, f. 12.7. 1900, d. 16.9. 1902, Björn Sigurður, f. 6.6. 1909, d. 6.7. 1929, Guðmund- ur Sumargeir, f. 25.4. 1912, d. 4.11. 1935, Meyvant, f. 17.12. 1914, d. 4.11. 1933, og Guðrún, f. 1. 8. 1917, d. 6.7. 1999. Fósturbróðir Guðlaug- ar var Sigurður B. Viktorsson, f. 18.6. 1929, d. 20.4. 2001. Sambýlis- maður Guðlaugar var Lárus Beck Wormsson verkamaður á Akra- nesi, f. 1.5. 1920, þau slitu samvist- um. Dætur þeirra eru: 1) Sigur- björg Árdís, f. 14.9. 1954, sonur hennar er Kjartan Örn. 2) Ísabella, f. 6.8. 1957, maki Lárus S. Ingibergsson, börn þeirra eru Erla Ösp, Heimir Eir og Hafdís Mjöll. Sambýlismað- ur Erlu Aspar er Fannar Sólbjartsson og eiga þau Sindra Má og Aldísi Ísabellu. 3) Elínborg, f. 28.11. 1961, maki Birgir S. Björnsson, fóstur- dætur þeirra eru Eva Dögg og Ástrós Sveina. 4) Rannveig, f. 10.5. 1963, maki Guðmundur E. Björnsson, börn þeirra eru Sóley, Lárus og Björn Ólafur. Guðlaug hóf búskap á Akranesi 1955 og bjó þar alla ævi, hún starf- aði aðallega við fiskvinnslu. Síð- ustu árin bjó hún á Dvalarheim- ilinu Höfða Akranesi. Útför Guðlaugar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma. Þá ertu loksins búin að fá hvíldina og farin heim til Guðs. Okkur langar að minnast þín í ör- fáum orðum. Þegar við vorum að alast upp var oft þröngt í búi en þú lést það ekkert á þig fá, fékkst þér bara meiri aukavinnu og hlóst svo að öllu saman. Það sem helst stendur upp úr var dugnaðurinn og léttleik- inn í skapinu. Aldrei kvartaðir þú eða lést okkur finna að þér liði illa. Húmorinn var alltaf efst í huga þér og þú gast alltaf gert grín að öllu sem upp á kom. Við höfum aldrei heyrt neinn vera eins fljótan að svara fyrir sig, og þú settir fólk oft í strand með tilsvörunum. Það verður skrítið að koma ekki á Höfða í hverri viku og hlæja dátt, ætli við fáum ekki bara fráhvarfs- einkenni. Starfsfólkið á Höfða hefur verið alveg yndislegt við þig og okk- ur og fá þau bestu þakkir fyrir. Elsku mamma, megi algóður Guð vefja þig örmum sínum og hlúa að þér um alla eilífð, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast og enginn skal slíta þá úr hendi minni. (Jóh.: 10:28.) Árdís, Ísabella, Elínborg og Rannveig. GUÐLAUG HELGA MEYVANTSDÓTTIR Einstakir legsteinar Úrval af útistyttum á leiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566                              !  "        #$#       %   $       &# '        !  "#! $% &#'  '()*  &#' !+)# ()* !+( ! ,  &'$"#+ &#' ' !+!   -. ! &#' (  (  (* (  (  (  (*/                 0 12' '2 $#!.3 42) 5%2 ( )  ' *    + ) * "!%+! &#'  5'   5'&#' !+ 5'&#' # /- !2 ' %+! #5' / ,                     6 0 -,' 5 '78 42) 5%2 ( )   ' *    - ) * ." '  /   !&#' "#!  . &#'     . &#'  ,.  -  % ' '&#' 9(2. &#' !+ ! !-  # . :5%.   ;4 5 (    5 &% 5 ( &#' <'=!!+.!&    $4 5 (   (  (*/           : 0 : !=2,!.> -!    0 ) * ' !()* )* =&#' =, .,'.!&  =$'+!; 4.!& &#'  .!& &#'/          6<  :  ' *!?@ 42) 5%2 ( )   ' *  '"  "  1 ) * !  "   /  ' %+!9''&#' ' !+!9'' &%9''&#' -,2/'!  : !=4/9''&#' ' . .  ' 9''&#' = -  -!& 9''&#' 5' =, # .'9'' ==% / =&#' 4&%9/9''&#' -'+ ;'+)#  (  (* (  (  (*/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.