Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 42
MINNINGAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafur HrafnÓlafsson fæddist
á Akureyri 17. apríl
1933. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
28. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Hólmfríður
Ingunn Þorsteins-
dóttir, f. 25.6. 1907,
og (Jón) Ólafur
Jónsson veitinga-
þjónn, f. 8.1. 1890,
en þau eru bæði lát-
in. Systkini Ólafs
samfeðra eru Björg,
látin, Einar bóndi að Lambeyrum
í Dalasýslu og Jón kennari, bú-
settur í Reykjanesbæ. Systir
Ólafs sammæðra er Sólveig
Kristinsdóttir, búsett á Akureyri.
Auk þess átti Ólafur fimm upp-
eldissystkini, þau Gerði, Þor-
unn Björg, f. 4.7. 1966, maki
Gissur Agnarsson, f. 29.6. 1966.
Ólafur ólst upp á Möðrufelli í
Eyjafjarðasveit, en bjó mest alla
ævi sína á Akureyri. Hann var
lærður húsasmiður. Hann dvaldi
að Hólmi veturinn 1951 til 1952
og nam þar smíðar. Haustið 1953
hóf hann nám í Iðnskólanum á
Akureyri og lauk þaðan prófi
sem húsasmíðasveinn 16. mars
1958. Einnig lærði Ólafur hjá
Sigurði Sölvasyni húsasmíða-
meistara á Akureyri og fékk
meistarabréf 17. mars árið 1961.
Ólafur vann lengst af sem húsa-
smiður á Akureyri en um tíma
vann hann við Búrfellsvirkjun og
Kröfluvirkjun meðan þær voru í
smíðum. Ólafur lenti í vinnuslysi
við Kröfluvirkjun árið 1976 og
náði sér aldrei að fullu. Síðasta
hluta ævi sinnar eftir að heilsan
brást, fékkst hann við útskurð
ýmsum munum og nýtti hann um
tíma aðstöðuna á verkstæðinu
Punkturinn Akureyri.
Útför Ólafs fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju mánudaginn 9.
september.
stein, Jón Heiðar,
Ingvar og Val Krist-
insbörn, sem öll eru
látin. Maki Ólafs var
Hjördís Jónsdóttir, f.
3.5. 1939, þau slitu
samvistum. Börn
þeirra eru eru: a)
Ólafur Örn, f. 19.9.
1957, maki Ása
Ólafsdóttir, f. 6.1.
1959, og eru börn
þeirra; Hjördís Ýr, f.
28.10. 1982, Aldís
Þorbjörg, f. 3.1.
1987, Ólafur Már, f.
14.1. 1990, og Natan
Örn, f. 22.5. 1992. b) Steinþór
Valur, f. 25.6. 1960, maki Elín
Gautadóttir, f. 29.8. 1960. c) Har-
aldur Óskar, f. 4.8. 1962, maki
Erna Arnardóttir, f. 19.5. 1962,
og eru börn þeirra Sonja, f. 22.4.
1986, og Örn, f. 2.9. 1990. d) Ing-
Leiðir okkar Ólafs tengdaföður
míns lágu saman fyrir um 20 árum
þegar ég kom inn í fjölskylduna.
Hann dvaldi nokkuð oft hjá okkur í
Reykjavík, þegar hann átti erindi í
bæinn. Hann var ákaflega prúður
maður og fór lítið fyrir honum. Það
var auðvelt að gera honum til hæfis.
Venjan var að elda hefðbundinn ís-
lenskan mat sem hann hafði mikið
dálæti á, svo sem kjötsúpu, saltkjöt
og baunir, en ólíkt öðrum fannst hon-
um saltkjötið sjaldnast nógu feitt.
Það kom fljótlega í ljós hversu um-
hyggjusamur og greiðvikinn hann
var. Ef hann vissi að eitthvað vantaði
sem hann gat smíðað, var hann
mættur óbeðinn. Mætti þar nefna
hillusamstæðu og fataskápa svo eitt-
hvað sé nefnt.
Hann var vinnusamur og orðheld-
inn. Barnabörnum sínum var hann
einnig mjög góður og fylgdist vel
með þeim.
Ólafur missti föður sinn á fyrstu
árum ævi sinnar. Hann ólst upp með
móður sinni og bjuggu þau að
Möðrufelli í Eyjafirði hjá móðursyst-
ur sinni, Jónu Þorsteindóttur og
Kristni Óskari Jónssyni manni henn-
ar. Hann ólst upp með Sólveigu syst-
ur sinni og fimm uppeldissystkinum.
Hann fór síðan að læra húsasmíði og
starfaði við það stóra hluta ævinnar.
Mesta hluta ævinnar var hann bú-
settur á Akureyri utan eitt ár í Þor-
lákshöfn þegar hann starfaði við
Búrfellsvirkjun um skeið.
Árið 1976 varð Ólafur fyrir alvar-
legu vinnuslysi í Kröfluvirkjun og
breytti það miklu í lífi hans. Eftir það
gat hann ekki lengur starfað við iðn-
grein sína eins og áður. Einnig fót-
brotnaði hann illa á báðum fótum, er
hann féll að húsþaki og átti hann
talsvert lengi í þeim veikindum.
Ólafur var sterkbyggður maður og
kom það sér vel í þeim slysum sem
hann varð fyrir.
Ólafur ólst ekki upp með systk-
inum sínum í föðurætt, en kynni
þeirra hófust þegar hann komst á
fullorðins ár. Mikill vinskapur var á
milli hans og Jóns bróður hans og
Guðrúnar konu hans og dvaldi hann
oft hjá þeim, er þau voru búsett í
Garðinum. Tók hann þá gjarnan
verkfærin með og var að dytta að því
sem til féll. Með Jóni fór hann einnig
í tvær utanlandsferðir og er það
minnistætt þegar þeir bræður komu
í heimsókn til okkar til Kanada. Virt-
ist Ólafur hafa haft mjög gaman af
þeirri ferð og þó hann talaði varla
nokkurt orð í ensku, lét hann það
ekki aftra sér.
Hin síðari ár eftir að heilsan brást
fékkst hann mikið við útskurð á hin-
um ýmsum munum. Honum líkaði
ekki að sitja auðum höndum og var
auk þess mjög handlaginn. Hlutirnir
voru listilega vel smíðaðir og má þar
nefna gestabækur, aska, prjóna-
stokka, veggklukkur og ótal margt
annað. Hann hafði jafnvel skorið út
gestabækur fyrir ófermd barnabörn
sín og lýsir það vel fyrirhyggju hans
og umhyggju fyrir ástvinum sínum.
Ólafur fékk sinn skammt af veik-
indum auk vinnuslysa. Hann greind-
ist með krabbamein fyrir um 15 ár-
um og gekk í gegnum erfiða
meðferð. Hann náði fullum bata að
því er virtist. Síðan var það í byrjun
þessa árs að hann var aftur greindur
með krabbamein á svipuðum stað og
áður. Þrátt fyrir að allt var gert sem
hægt var, tókst ekki að vinna sigur í
þetta sinn.
Það var ekki auðvelt að fylgjast
með þessum erfiðum veikindum úr
fjarlægð, þar sem við vorum búsett
erlendis, og geta ekki rétt fram
hjálparhönd. Á slíkum tímum er gott
að eiga góða að og það átti Ólafur.
Tvö af börnum hans, Haraldur og
Ingunn, eru búsett á Akureyri og
hugsuðu þau vel um föður sinn ásamt
mökum sínum, Ernu og Gissuri.
Einnig naut hann góðrar umönnunar
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
auk heimahlynningar og fór hann
fallegum orðum um alla þá hjálpsemi
sem hann fékk. Ólafur var trúaður
maður og hefur það eflaust verið
honum styrkur í veikindum hans.
Efst í huga nú er þakklæti til allra
þeirra sem hjúkruðu og aðstoðuðu
hann í veikindum hans.
Að leiðarlokum þakka ég tengda-
föður mínum samfylgdina og alla
hjálpsemina, sem hann sýndi okkur.
Minningin um góðan dreng mun
lifa.
Ása Ólafsdóttir.
ÓLAFUR HRAFN
ÓLAFSSON
,
9
< =45/$=4)
+$'.!.7A
42) 5%2
'
(
'
22 )
* 2- 33
!-%!+.!&&#'
) '- =!+.!&
.!&!-'+ !+.!&
!+.!&!-4!!+.!&
#- !2!)*
- B % -'&#'
& (* ( (* ( ( (*/
,
90-
9
:
0
B#=
9#*!.>
9#B 5 '
( )
4 '
+ )
*
."
/ ' &%".#+&#'
".#+!
5'
' %+!-/-)*'=&#'
-*2!&!
5' - "#+ &#'
+!
5'&#' - %.!-#.'
!$'&!
5'&#'
5 ()*$&&
( (*/
<
:9
:< :9 :
0 C(C 5 '8A
9#B 5 '
( )
4 '
+ )
* !"
/ !+.!&
/'%2&#'
9 %
' !()*
' !()*&#'
' %+!% &#'
=,
% &#' ' !
( (* ( ( (*/ Ellinor Kjartansson,
húsfreyja á Seli í
Grímsnesi, hefur kvatt þennan heim
og er saknað af fjölda samferða-
manna sem áttu í henni vin og
skemmtilegan og góðan ferðafélaga á
lífsleiðinni. Það fór ekki fram hjá
neinum sem kynntust Ellinoru að þar
fór mikilhæf kona með mikla lífs-
reynslu og kraft.
„Lífið er tilviljun“ er nafn á ágætri
endurminningabók sem Ellinor gaf
út árið 1993 um ævi sína og Páll
Lýðsson skráði. Þetta er mikil lífs-
reynslusaga og frásögnin eins og Ell-
inor sé sjálf að segja frá, þannig að
manni finnst Ellinor vera komin og
tali með sínum þýsku áherslum og
einlægu hugsun. Þökk sé Ellinor fyr-
ir að hafa skráð sögu sína, sem er öll
hin merkilegasta og ekki þörf í minn-
ingargrein að endurtaka það sem þar
stendur.
Það þótti mikill viðburður, í ís-
lensku þjóðlífi, þegar fjöldi þýskra
landbúnaðarverkamanna kom til Ís-
lands 1949. Ein úr þessum hópi var
Ellinor von Zitzewitz, sem ráðin var
til starfa á Spóastöðum í Biskups-
tungum. Á næsta bæ, Seli í Gríms-
nesi, hafði bóndinn þar, Árni Kjart-
ansson, misst konu sína nokkrum
ELLINOR
KJARTANSSON
✝ Ellinor AnneliseHelene Mar-
garete von Zitzewitz
Kjartansson fæddist
í Berlín 10. apríl
1921. Hún lést á
hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Kumb-
aravogi sunnudag-
inn 18. ágúst síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Skálholtsdómkirkju
26. ágúst.
árum áður og allir
glöddust yfir því, þegar
það spurðist út að Árni
á Seli og Ellinor, vinnu-
konan á Spóastöðum,
væru farin að draga sig
saman. Þau giftu sig ár-
ið 1950 og bjuggu á Seli
myndarbúi, byggðu upp
nær öll hús á jörðinni,
ræktuðu og tóku þátt í
þeirri miklu uppbygg-
ingu sem átti sér stað í
íslenskum landbúnaði á
flestum jörðum eftir
seinna stríð. Ellinor var
einn af frumkvöðlunum
í ferðaþjónustu bænda og á Seli er
enn í dag rekin ferðaþjónusta af Þór-
unni Árnadóttur, stjúpdóttur Ellinor.
Árið 1988 var Ellinor heiðruð af Bún-
aðarfélagi Grímsnesinga fyrir þetta
frumkvöðulsstarf og einnig gerð að
heiðursfélaga þess. Þau hjón á Seli,
Árni og Ellinor, voru hjúasæl og
fjöldi unglinga sem dvaldi á heimili
þeirra í lengri og skemmri tíma hefur
sýnt heimilinu ræktarsemi með því
að halda sambandi frá fyrstu tíð. Á
síðari búskaparárum sínum tóku þau
hjón upp þann sið að ferðast um
heiminn, fyrst til ættingja og vina
Ellinor í Þýskalandi, um Evrópu,
Suður-Afríku og Ameríku. Ellinor
var án efa víðförlasti Grímsnesingur-
inn á nýliðinni öld. Síðustu árin dvaldi
Ellinor oft hjá frænku sinni í Aust-
urríki á haustin og bauð jafnan Ís-
lendingum til sín þangað til svona
vikudvalar og urðum við hjónin á
Búrfelli aðnjótandi slíkrar ferðar.
Þar var Ellinor á heimavelli og skipu-
lagði dagsferðir um nágrennið og
sýndi okkur fagurt land, fór með okk-
ur í verslanir og hafði mikla ánægju
af. Ellinor hafði yndi af að vera með
fólki, fara á mannfagnaði og fundi og
þá klæddist hún gjarnan íslenskum
upphlut og var mikill Íslendingur í
sér. Hún blandaði geði við samferða-
fólkið með gamansemi og var fljót til
svars og vel heima um menn og mál-
efni. Ellinor var hjálpsöm og greið-
vikin og vildi hvers manns vanda
leysa.
Nú þegar leiðir skilur um sinn
þökkum við Ellinor samfylgdina og
biðjum henni blessunar Guðs. Ætt-
ingjum og vinum er vottuð samúð.
Böðvar Pálsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina