Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 45

Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 45 MENNTASKÓLINN við Hamra- hlíð sigraði með miklum yfirburðum á Norðurlandamóti framhaldsskóla sem fram fór um helgina í Rimbo í Svíþjóð. Á sama tíma varð Hagaskóli Norðurlandameistari grunnskóla í skák, en það mót var haldið í Hels- inki í Finnlandi. Menntaskólinn við Hamrahlíð hafði mikla yfirburði á framhalds- skólamótinu og hlaut 17½ vinning af 20 mögulegum. Næsta sveit, sem var frá Svíþjóð, fékk 11½ vinning, eða 6 vinningum minna en Menntaskólinn við Hamrahlíð. Lokaröð liðanna varð þessi: 1. MH 17½ v. af 20 2. Svíþjóð I 11½ v. 3. Finnland 11 v. 4. Svíþjóð II 9½ v. 5. Noregur 9 v. 6. Danmörk 1½ v. Sveit MH var þannig skipuð: 1. Stefán Kristjánsson (AM) 2. Bragi Þorfinnsson (FM) 3. Davíð Kjartansson 4. Harpa Ingólfsdóttir v. Aldís Rún Lárusdóttir Liðsstjóri var Ólafur H. Ólafsson. Sigur Hagaskóla á Norður- landamóti grunnskóla var einnig öruggur, þótt ekki væru lokatölurn- ar jafn afgerandi og á framhalds- skólamótinu: 1. Hagaskóli 14½ v. 2. Mälarhöjdens skola (Svíþj.) 13 v. 3. Nordberg Ungdomsskole (Noregi) 10 v. 4. Giersings Realskole (Danm.) 9 v. 5. Pyhäselän koulu (Finnl.) 7 v. 6. Espoonlahden koulu (Finnl.) 6½ v. Hilmar Þorsteinsson stóð sig best íslensku keppendanna og fékk 4½ vinning af 5, en liðið var þannig skip- að: 1. Dagur Arngrímsson 2. Hilmar Þorsteinsson 3. Aron Ingi Óskarsson 4. Arnljótur Sigurðsson v. Víkingur Fjalar Liðsstjóri var Arngrímur Þór Gunnhallsson. Norðurlandamót barnaskóla- sveita fór einnig fram um helgina, en þar gekk íslensku fulltrúunum, Lundarskóla, ekki vel og hafnaði sveitin í sjötta og neðsta sæti. Sænsk sveit sigraði á mótinu. Rússar gegn „rest“ Nú stendur yfir atskákkeppni rússneskra skákmeistara gegn liði sem samanstendur af sterkustu skákmönnum heims utan Rússlands. Tveimur umferðum er lokið og er staðan 11½ gegn 8½ heimsliðinu í hag. Teflt er á 10 borðum og hver skákmaður teflir við alla liðsmenn andstæðinganna. Það vakti m.a. at- hygli, að Kasparov fékk einungis hálfan vinning í fyrstu tveimur um- ferðunum. Hann tapaði fyrir Ivanch- uk í fyrstu umferð og gerði svo jafn- tefli við Leko. Karpov hefur líka gengið illa og tapaði báðum fyrstu skákunum. Almennt var talið að Radjabov hefði „rúllað“ yfir hann í innbyrðis viðureign þeirra, en kannski var málið ekki alveg svo ein- falt. Hvítt: Radjabov Svart: Karpov Drottningar-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. e3 g6 8. Bb5+ c6 9. Ba4 Bg7 10. 0–0 0–0 11. e4 Rxc3 12. bxc3 c5 13. Bg5 Dd6 Karpov lék 13...f6 í skák við Piket, árið 2002, og framhaldið varð 14. Be3 Bxe4 15. dxc5 bxc5 16. Bxc5 Dxd1 17. Hfxd1 Hc8 18. Be3 Bd5 19. Rd4 f5 20. Hab1 Bxd4 21. Bxd4 Rc6 22. Bxc6 Bxc6 23. f3 Bd5 og skákinni lauk með jafntefli. 14. He1 Rc6 15. e5 Dc7 16. Dd2 Ra5!? Nýjung. Þekkt er 16...Re7 17. Had1 Had8 18. h4 cxd4 19. cxd4 Rf5 20. Hc1 Db8 21. g4 Rh6 22. Rh2 Da8 23. Bxh6 Bxh6 24. Dxh6 Hxd4 25. Bd1 og hvítur vann (Khenkin-Ep- ishin, Hollandi 1998). 17. Hac1 Bd5 18. Df4 Hfc8 Ef Karpov hefði haft áhuga á jafn- tefli var 18...f6 örugg leið til þess, t.d. 19. exf6 Dxf4 20. Bxf4 Bxf3 21. gxf3 Hxf6 o.s.frv. 19. h4 Db7 20. Bf6 Bf8 21. Rh2 cxd4 22. cxd4 Hxc1 23. Hxc1 Bxg2 24. Rg4 h5 25. Re3 Be4 26. Bd1 b5 27. d5 Bxd5 28. Rxd5 exd5 29. e6 Rc4 30. Dg5 -- 30...Kh7? Ekki er annað að sjá, en að svartur fái betra tafl, eftir 30...He8!, t.d. 31. exf7+ (31. Bxh5 Hxe6 32. Bg4 Rd2 33. Dxd2 Hxf6) 31...Dxf7 32. Bf3 Rb6 o.s.frv. 31. Bc2 Bg7 Eða 31...Bh6 32. Dxh5 Db6 33. Bg5 Dxe6 34. Dxh6+ og hvítur vinn- ur. 32. He1 He8 33. Dxh5+ Kg8 34. Bxg6 Kf8 Eftir 34...fxg6 35. Dxg6 He7 36. h5 b4 37. h6 Rd2 38. Bxe7 Rf3+ 39. Kf1 Dxe7 40. Dxg7+ Dxg7 41. hxg7 Rxe1 42. e7 Kf7 43. g8D+Kxg8 44. e8D+ vinnur hvítur auðveldlega.) 35. e7+ og svartur gafst upp, því að hann tapar miklu liði, eftir 35...Hxe7 36. Bxe7+ Dxe7 37. Hxe7 Kxe7 38. Bxf7 o.s.frv. Tveir íslenskir skólar Norðurlandameistarar SKÁK Finnland og Svíþjóð NORÐURLANDAMÓT SKÓLASVEIT A 6.–8. sept. 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Námskeið vegna leyfis til að gera eignaskiptayfir- lýsingar Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga auglýsir nám- skeið í gerð eignaskiptayfirlýsinga sem hefst 30. september nk. og stendur til 28. október. Kennt er mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga frá kl. 17.00—20.00. Próf verða haldin 8. og 9. nóvember. Námskeiðið er haldið sam- kvæmt lögum nr. 26/1994, um fjöleignarhús og reglugerð nr. 233/1996, um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Námskeiðsgjald er kr. 71.000. Þátttöku ber að tilkynna til Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík, sími 525 4444, fyrir 20. september nk. Fyrirvari er gerður um næga þátttöku. Prófnefnd eignaskipta- yfirlýsinga. TIL SÖLU Til sölu Man 19 Vífilfell hf. auglýsir til sölu Man 19 364, 4x4, árg. 2000, ekinn 62 þús. Lengd vörukassa 7,5 m. Lyfta 2 tonna Zepro. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í síma 896 4661. ÞJÓNUSTA Húseigendur ath! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun, símar 587 5232 og 897 9809. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð LAX-06 Tengivirki við Laxárstöðvar Byggingarvirki Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu yfir 72,5 kV tengivirki við stöðvarhús Laxár I samkvæmt útboðsgögnum LAX-06. Verkið felst í breytingum á suðurálmu stöðvar- húss Laxár I ásamt því að byggja og fullgera byggingu yfir 72,5 kV tengivirki við stöðvar- húsið. Skila skal húsi fullgerðu að utan og inn- an þannig að það sé tilbúið fyrir uppsetningu rafbúnaðar. Verklok eru 6. júní 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 11. september nk. gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11:00 fimmtudaginn 26. september 2002 þar sem þau verða opnuð og lesin upp að viðstöddum fulltrúum þeirra bjóðenda sem þess óska. TILKYNNINGAR Jafnréttisviðurkenning 2002 Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafn- réttisviðurkenningar fyrir árið 2002. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 17. septem- ber nk. til Jafnréttisráðs, Hvannavöllum 14, 600 Akureyri, í síma 460 6200, bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti jafnretti@jafnretti.is KENNSLA Frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar Skólasetning verður í Grensáskirkju miðviku- daginn 11. september kl. 16.00. Nýtt húsnæði skólans verður tekið formlega í notkun. Allir velunnarar skólans velkomnir. Skólastjóri. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexandersdótt- ir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félag- inu og bjóða félagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA ■ www.nudd.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.