Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 49

Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 49 KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI SEPTEMBER 2002 - MAI 2003 Á kyrrðardögum förum við í hvarf, tökum okkur hlé frá daglegri önn og amstri og njótum friðar og hvíldar. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Skálholtsskóli býður til eftirfarandi kyrrðardaga á næstu mánuðum. 2002 September 13.–15. Kyrrðardagar hjóna. Leiðsögn: dr. Sigurbjörn Einarsson, sr. Magnús Björn Björnsson, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir. 18.–22. Systradagar - Kyrrðardagar kvenna. Leiðsögn: Systrasamfélagið Október 11.-13. Kyrrðardagar - Göngudagar í kyrrð. Leiðsögn: sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir, dr. Einar Sigurbjörnsson. Nóvember 7.–10. Kyrrðardagar að hefð benediktínsku klaustranna. Leiðsögn: sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. 22.–24. Kyrrðardagar í tengslum við Alfanámskeið. Leiðsögn: Ragnar Snær Karlsson, Málfríður Jóhannsdóttir. 28.–01.12 Kyrrðardagar á aðventu. Leiðsögn: dr. Sigurbjörn Einarsson. Desember 6.–8. Kyrrðardagar á aðventu. Leiðsögn sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir, dr. Einar Sigurbjörnsson. 2003 Janúar 24.–26. Kyrrðardagar að vetri. Leiðsögn: sr. Kristján Valur Ingólfsson, sr. Eiríkur Jóhannsson Febrúar 21.–23. Kyrrðardagar á lönguföstu. Leiðsögn: sr. Jón Bjarman, Jón Rafn Jóhannsson. Mars 12.–16. Systradagar - Kyrrðardagar kvenna. Leiðsögn: Systrasamfélagið. 28.–30. Kyrrðardagar tengdir útivist. Leiðsögn: sr. Halldór Reynisson, dr. Sigurður Árni Þórðarson Apríl 16.–19. Kyrrðardagar í Dymbilviku. Leiðsögn: sr. Karl Sigurbjörnsson 24.–27. Kyrrðardagar við sumarkomu tengdir útivist. Leiðsögn: Ragnheiður Sverrisdóttir, dr. Hjalti Hugason. Maí 15.–18. Kyrrðardagar hjóna. Leiðsögn: Þorvaldur Halldórsson, Margrét Scheving, dr. Sigríður Halldórsdóttir, sr. Gunnlaugur Garðarsson. Nánari upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla; sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is Verið hjartanlega velkomin á kyrrðardaga í Skálholti Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og allt að 10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra. Aldrei fyrr höfum við boðið jafn gott úrval gististaða á Kanarí og nú í vetur, nú finna allir okkar farþegar gististað við sitt hæfi á lægra verði en nokkru sinni fyrr. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsi- legum vélum Iberworld flugfélagins án millilendingar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðtrygging Heimsferða Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn* Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 45.365 Verð frá 45.365 7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón m. 2 börn . Verð kr. 49.765 14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón m. 2 börn Verð kr. 58.550 2 í íbúð, Tanife, 9. janúar, 7 nætur. Fyrstu flugin uppseld Við þökkum ótrúlegar undirtektir. Einn vinsælasti gististaðurinn Paraiso Maspalomas Við tryggjum þér lægsta verðið Verðtrygging Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Ís- landi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. Kennsla í byrjenda- og framhaldsflokkum hefst dagana 23. til 28. september nk. 10 vikna námskeið. Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00 - 19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00 - 12.30, 12.30-14.00 og 14.00-16.00 um helgar. Kennslugögn innifalin í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 í síma 568 9141. Athugið systkinaafsláttinn FUGLAHÚS Garðprýði fyrir garða og sumarhús. 10 mismundandi gerðir. Klapparstíg 44  Sími 562 3614 PIPAR OG SALT Frá kr. 3.995 8 Suðurnesjamenn unnu silfurstigamót sumarbrids Heiðar Sigurjónsson og Þröstur Þorláksson sigruðu í 40 para silf- urstigatvímenningi sem sumarbrids stóð fyrir sl. laugardag. Þeir komu sterkir inn á lokaspretti mótsins og unnu með 145 stigum yfir meðal- skor en helztu keppendur þeirra um fyrsta sætið voru Hermann Friðriksson og Hlynur Arngríms- son annars vegar og Júlíus Sigur- jónsson og Hrólfur Hjaltason hins vegar en Júlíus og Hrólfur höfðu leitt mótið lengst af. Spilaðar voru 11 umferðir með monrad fyrirkomulagi og baromet- er útreikningi og varð lokastaða efstu para þessi: Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss. 145 Hermann Friðrikss. – Hlynur Angant. 130 Júlíus Sigurjónss. – Hrólfur Hjaltason 120 Gylfi Baldurs. – Sigurður B. Þorsteins. 100 Ólafur Jónsson – Jón Sigurbjörnsson 85 Runólfur Jónss. – Kristinn Þórisson 76 Sveit Júlíusar Sigurjónssonar vann í sveitakeppninni Á sunnudag mættu yfir 20 sveitir í sveitakeppni sem sumarbrids stóð fyrir. Spilaðar voru 7 umferðir eftir monrad fyrirkomulagi. Þar bitust um sigurinn sveit Júlíusar Sigur- jónssonar og sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar og hafði sveit Júl- íusar betur á lokasprettinum. Loka- staða efstu sveita varð annars þessi: Júlíus Sigurjónsson 143 Guðmundur Sv. Hermanns. 140 Óskar Sigurðsson 132 Helgi Bogason 125 Gylfi Baldursson 123 Subaru-sveitin 122 Umsjónarmenn og keppnisstjór- ar voru Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson. Spilað var um peningaverðlaun og silfurstig á báðum mótunum. Síðasta spilakvöld í sumarbrids verður næsta föstu- dagskvöld 13. september. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Þeir sigruðu í silfurstigamóti sumarbrids í sveitakeppni. F.v.: Steinar Jónsson, Jónas P. Erlingsson, Ragnar Magnússon og Júlíus Sigurjóns- son. Auk þeirra spilaði Hrólfur Hjaltason í sveitinni. Þröstur Þorláksson og Heiðar Sigurjónsson sigruðu í tvímenn- ingnum sl. laugardag. Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning, í Hraunseli í Flata- hrauni 3 tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum. Mæting kl. 13.30. Spilað var 3. sept. Þá urðu úrslit þessi: Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 107 Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðm. 104 Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 88 Hans Linner – Ólafur Kr. Guðmundss. 86 6. sept. Jón Ó Bjarnason – Jón R. Guðmundsson 81 Sigurlína Ágústsd. – Þorvaldur S. Guðm. 74 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 71 Hermann Valsteinss. – Guðm. Ólafss. 55 Frá Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélagi kvenna Vetrarstarfið hefst mánudaginn 16. sept. nk. kl. 19.30. Þá verður spil- aður eins kvölds tvímenningur með rauðvíni í verðlaun fyrir bestu skor bæði í N/S og A/V. Spilað verður alla mánudaga kl. 19.30 í Síðumúla 37, húsi Bridssam- bands Íslands. Spilastjóri í vetur verður Ísak Örn Sigurðsson. Spila- gjald, kvöldgjald, verður það sama og síðastliðið ár. Skráning á spila- stað ef mætt er stundvíslega fyrir kl. 19.30. Öllum er heimil þátttaka. Félag eldri borgara í Kópavogi Vetrarstarf eldri borgara í Gjá- bakkanum er að fara í eðlilegar skorður og er nú spilað tvisvar í viku. Þriðjudaginn 3. sept. mættu 19 pör til keppni og urðu úrslit þessi í N/S: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 252 Jóhanna Gunnlaugsd. - Ingiríður Jónsd. 244 Ernst Bachman - Garðar Sigurðsson 241 Hæsta skor í A/V: Guðjón Kristjánss. - Magnús Halldórss. 278 Eysteinn Einarss. - Þórður Jörundss. 268 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 233 Sl. föstudag mættu svo 18 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 264 Eysteinn Einarss. - Þórður Jörundss. 244 Guðjón Kristjánss. - Magnús Halldórss. 243 Og hæsta skor í A/V: Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 282 Knútur Björnss. - Sæmundur Björnss. 262 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 253 Meðalskor báða dagana var 216.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.