Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORGERÐUR Katrín Gunnars-
dóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi,
vill að allra leiða verði leitað til að
fá til landsins þá íslensku forngripi
sem eru í vörslu erlendra safna og
lýsir yfir ánægju með að Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra
hafi tekið málið upp við dönsk
stjórnvöld.
Hún segist ekki hafa myndað
sér skoðun á hugmynd ráðherrans
um sérstaka íslensk-danska menn-
ingarstofnun. Mestu skipti að ná
forngripunum heim án þess að
stofna í hættu því ágæta sambandi
sem hefði þróast milli Íslendinga
og Dana frá stofnun lýðveldisins
hér. Erfiðari mál hefðu að hennar
mati verið leyst á vettvangi al-
þjóðasamskipta.
Þorgerður beindi því til Björns
Bjarnasonar,
þáverandi
menntamála-
ráðherra, í fyr-
irspurnartíma á
Alþingi í árs-
byrjun 2001
hvort hann ætl-
aði að beita sér
fyrir því að
taka upp samn-
ingaviðræður að
nýju við Dani um
að endurheimta íslenskar forn-
minjar heim frá Danmörku. Líkt
og í svipaðri fyrirspurn Jóns
Bjarnasonar, þingmanns VG, í
þingsölum í nóvember 1999 svar-
aði ráðherra því til að sökum
samnings við Dani árið 1965 vegna
handritanna væri erfitt að taka
málið upp að nýju. Íslendingar
þyrftu að hafa mjög ríkar ástæður
til þess að óska eftir afhendingu
slíkra minja.
Fengju betri sess hér heima
Þorgerður sagði það sterka rök-
semd að samningurinn við Dani
frá 1965 stæði ennþá. Tímarnir
hefðu hins vegar breyst og eðlilegt
að þessar kröfur kæmu upp nú.
„Við gerðum allt á sínum tíma
til að fá eitthvað. Margir dýrmætir
gripir eru varðveittir erlendis sem
hafa mikið að segja fyrir okkar
sjálfstæðis- og þjóðernisvitund. Ég
tek sem dæmi Grundarstólinn
hennar Þórunnar Jónsdóttur,
Jónssonar Arasonar, sem ég vil fá
að sjá fluttan heim. Þessir munir
eru heldur ekki mikið áberandi í
söfnum erlendis og fengju betri
sess hér heima,“ sagði Þorgerður.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir um flutning forngripa til landsins
Styður viðleitni
menntamálaráðherra
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
FORMAÐUR Félags íslenskra
heimilislækna, Þórir Björn Kol-
beinsson, segir að misgóðar kjara-
bætur felist í úrskurði kjaranefndar
en þar sé ekki tekið á meginkröfu
heimilislækna um starfsréttindi á
borð við aðra sérfræðinga. Þórir
Björn treystir sér ekki á þessu stigi
að meta áhrif úrskurðarins í pró-
sentum fyrir heimilis- og heilsu-
gæslulækna en félagið muni fjalla
um málið næstu daga. Stjórn félags-
ins og kjararáð koma saman til fund-
ar í kvöld og félagsfundur hefur ver-
ið boðaður í næstu viku til að fjalla
um úrskurðinn. Yfirlæknar og fram-
kvæmdastjórn Heilsugæslunnar í
Reykjavík funduðu í gær og lækn-
ingaforstjóri HR fagnar úrskurði
kjaranefndar.
Þórir segir að ef heilbrigðisráðu-
neytið ætli að láta úrskurð kjara-
nefndar nægja í þeirri viðleitni að
bæta kjör heilsugæslulækna þá muni
það ekki leysa deiluna. Til þess þurfi
að koma breyting á starfskjörum
þannig að heimilislæknar geti valið á
milli þess að reka eigin stofur eða
starfa á heilsugæslustöð. Kjara-
nefnd taki ekki á því hvort heimilis-
læknar geti stundað sjálfstæðan
rekstur, sem þurfi að vera valkostur
í kerfinu. Þórir óttast að úrskurður-
inn verði ekki til þess að þeir heilsu-
gæslulæknar sem sagt hafi upp
störfum, t.d. á Suðurnesjum og í
Hafnarfirði, dragi uppsagnir sínar til
baka.
Vaktagreiðslur á heil-
brigðisstofnunum lægri
Þórir segir úrskurðinn miða að
nokkru leyti við samning ríkisins við
Læknafélag Íslands sl. vor um kjör
sjúkrahúslækna. Huga þurfi að
mörgum nýjungum í úrskurðinum
og telur Þórir hann koma mjög mis-
jafnlega út fyrir lækna eftir því hvar
þeir starfa. Þannig muni laun lækna
á höfuðborgarsvæðinu í sumum til-
vikum hækka minna en hjá öðrum.
„Hver og einn læknir þarf í raun
að reikna það út fyrir sig hvort er
hagkvæmara að fara á föst mánaðar-
laun eða taka samsett laun. Ekki er
sjálfgefið að annar kosturinn sé
betri. Ljóst er að bónusgreiðslurnar,
sem hafa verið umdeildar, falla nið-
ur. Þær fólust í fastri yfirvinnu mið-
að við þann hóp sem læknirinn átti
að sinna. Þar af leiðandi verða hækk-
anir á fastakaupi lækna á höfuðborg-
arsvæðinu lægri en ella, hlutfalls-
lega,“ segir Þórir.
Við fyrstu sýn segist hann telja að
vaktagreiðslur við heilbrigðisstofn-
anir muni lækka en verði betur
greiddar á heilsugæslustöðvunum.
Um töluvert áfall fyrir lækna í fyrr-
nefnda tilvikinu sé að ræða.
Hann segir breytingar á einingar-
verði í gjaldskránni ekki vera til
samræmis við kröfur félagsins. Ein-
ingarverðið fer úr 42 krónum í 90 kr.
en Þórir bendir á að um sé að ræða
launagreiðslur en ekki verktaka-
greiðslur. Gerð hafi verið krafa um
sama einingarverð og hjá öðrum sér-
fræðingum, sem er á bilinu 190–195
kr. Álag á einingarverðinu í eftir-
vinnu falli einnig niður. Þórir segir
það sömuleiðis vekja athygli að
greiðslur eftir gjaldskrá komi ekki
lengur frá Tryggingastofnun heldur
taki heilsugæslustöðvar og heil-
brigðisstofnanir alfarið við því.
„Ég tek einnig eftir því í úrskurð-
inum að laun unglækna virðast vera
lág í samanburði við samninginn við
sjúkrahúslæknana. Þeir sem starfað
hafa á höfuðborgarsvæðinu hafa til
þessa fengið bónusgreiðslur en nú
falla þær niður. Umhugsunarefni er
að greiðsla fyrir vaktir verður tals-
vert lægri en verið hefur, einkum
fyrir lækna án sérfræðileyfis. Þetta
gæti haft áhrif á afleysingarstörfin,“
segir Þórir.
Lækningaforstjóri HR
fagnar úrskurðinum
Lúðvík Ólafsson, lækningafor-
stjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík
(HR), fundaði síðdegis í gær með yf-
irlæknum HR og öðrum úr fram-
kvæmdastjórn um úrskurð kjara-
nefndar. Hann segir úrskurðinn fela
í sér mjög jákvæða breytingu fyrir
heilsugæslustöðvarnar og auki veru-
lega allt svigrúm við skipulagningu á
störfum lækna. Fyrri úrskurðir hafi
njörvað vinnuna niður og ekki verið
hægt að hreyfa við kjörum lækna.
„Ég tel að hér sé kominn grunnur
að ákaflega jákvæðu launakerfi.
Töluverð vinna er eftir við að meta
áhrif úrskurðarins en nú standa
læknar frammi fyrir því vali að taka
föst mánaðarlaun eða samsett laun,“
segir Lúðvík.
Formaður Félags íslenskra heimilislækna um úrskurð kjaranefndar
Ekki er tekið á
starfsréttindum
HVAL hefur rekið á fjöru á Hafn-
arnesi í sunnanverðum Fáskrúðs-
firði. Hvalurinn er um átta metra
langur og hefur verið dauður í all-
langan tíma. Ekki er vitað hvaða
tegund hér er á ferðinni en fulltrú-
ar Hafrannsóknastofnunar skoða
skepnuna. Ekki er ákveðið hvað
gert verður við hvalinn.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Hvalreki í Fáskrúðsfirði
hafa upplýsingar um að ratsjárgögn
staðfesti annað og þá í hvaða til-
gangi slíkar upplýsingar hafa verið
veittar.
Staðreyndir málsins eru einfald-
ar. Tímasetningar og staðsetningar
flugvélanna tveggja, þ.e. TF-GTI og
ICB 753, fyrirmæli flugumferðar-
stjóra eftir slysið eru ekki í sam-
ræmi við niðurstöður rannsóknar-
nefndar flugslysa í lokaskýrslu
nefndarinnar um málið. Þegar mis-
vísandi frásögnum flugstjóra Dorn-
ier-vélarinnar er bætt við er
ómögulegt annað en að taka undir
orð þeirra Franks Taylors og Bern-
ies Forwards um að ljóst sé að þörf
sé á algjörri endurskoðun ratsjár-
gagna til að leysa þann afbrigði-
leika sem upp er kominn. Slík rann-
sókn yrði að fara fram erlendis þar
sem til er þekking til verksins og
hægt að treysta vinnubrögðum.“
Greinargerð Hilmars má lesa í
heild á fréttavef blaðsins www.-
mbl.is.
YFIRLÝSING starfsmanna Ís-
landsflugs, þeirra Hannesar S. Pét-
urssonar flugstjóra og Guðlaugs
Björns Ásgeirssonar flugmanns,
þess efnis að þeir hafi aldrei lýst
því yfir að eftir lendingu Dornier-
flugvélar Íslandsflugs, flugs
ICB-753 hinn 7. ágúst 2000, að vél-
inni hafi verið snúið við á flugbraut-
inni og henni ekið til baka, eins og
ranglega sé sagt í skýrslu breskra
sérfræðinga vegna flugslyssins í
Skerjafirði, hefur kallað á viðbrögð
af hálfu Hilmars F. Foss, flug-
manns og faglegs ráðgjafa aðstand-
enda fórnarlamba slyssins. Segist
Hilmar hafa horft á ratsjárupptök-
ur af flugi TF-GTI og annarrar
flugumferðar að kvöldi 7. ágúst
2000 og því sé ekki hægt að taka
undir orð flugstjóra ICB 753 um að
upptökurnar staðfesti eitthvað ann-
að en fram hafi komið, m.a. í
skýrslu rannsóknarnefndar flug-
slysa. „Það hlýtur að vekja undrun
hvaðan flugstjóri ICB 753 kann að
Ekki hægt að
taka undir orð
flugstjóra ICB 753
Yfirlýsing vegna Skerjafjarðarslyssins
SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall-
ist á fyrirhugaða byggingu snjó-
flóðavarnargarðs á Brún í fjallinu
Bjólfi við Seyðisfjörð í úrskurði um
mat á umhverfisáhrifum.
Kynntar voru tvær útfærslur
varnargarðs, annars vegar 310
metra langur þvergarður og hins
vegar 490 metra langur þvergarður.
Varnargarðinum er ætlað að verja
byggðina fyrir snjóflóðum sem eiga
upptök í efri hluta Bjólfs en mun
ekki einn og sér veita viðunandi ör-
yggi fyrir Ölduna og Bakkahverfi á
Seyðisfirði, að því er fram kemur í
úrskurði Skipulagsstofnunar.
Áfangi að því að tryggja
viðunandi staðaráhættu íbúa
,,Skipulagsstofnun telur ljóst af
framlögðum gögnum framkvæmda-
raðila að fyrirhugaðar framkvæmdir
verði til þess fallnar að draga úr lík-
um á að snjóflóð sem eigi upptök sín í
efri hluta Bjólfstinds nái niður í
byggð á Seyðisfirði. Ljóst er að fyr-
irhugaður varnargarður er einungis
áfangi í þá átt að tryggja að stað-
aráhætta íbúa á snjóflóðahættu-
svæðum á Seyðisfirði verði ásættan-
leg samkvæmt skilgreiningu
reglurgerðar nr. 505/2002 um hættu-
mat vegna ofanflóða,“ segir í úr-
skurðinum. Að mati stofnunarinnar
munu sjónræn áhrif fram-
kvæmdanna úr þéttbýli á Seyðisfirði
verða óveruleg. Skipulagstofnun tel-
ur einnig mikilvægt að tryggt verði
að svæði utan skilgreinds fram-
kvæmdasvæðis verði ekki raskað.
Einnig er tekið fram í úrskurðinum
að eðlilegt sé að framkvæmdum
verði haldið í lágmarki yfir varptíma
fugla.
Fallist á gerð
snjóflóðavarna
á Seyðisfirði