Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 33
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SVEINBJÖRN BJARNASON
fyrrverandi aðalvarðstjóri
í lögreglunni í Reykjavík,
lést fimmtudaginn 7. október.
Útförin hefur farið fram.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minn-
ingarsjóð Hrafnistuheimilanna.
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Runólfsson,
Áslaug V. Þórhallsdóttir, Guðmundur Þ. Júlíusson,
Runólfur Þórhallsson, Gerða Theodóra Pálsdóttir,
Sveinbjörn Þórhallsson, Guðlaug K. Jónsdóttir
og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi.
KARL EMILSSON,
Þinghól,
Djúpavogi,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað sunnudaginn 13. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Unnur Jónsdóttir,
Kolbrún Karlsdóttir,
Jón Karlsson,
Katrín Karlsdóttir,
Halldóra Karlsdóttir,
Emil Karlsson,
Sigurður E. Karlsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA MARGRÉT HAUKSDÓTTIR,
Hraunsvegi 4,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að kvöldi
þriðjudagsins 1. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og allra
þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug.
Lárus A. Guðbrandsson,
Jenný L. Lárusdóttir, Smári Friðjónsson,
Guðbrandur A. Lárusson, Bryndís M. Sigurðardóttir,
Árni Þór Lárusson, Stefanía Gunnarsdóttir,
Hulda Dagmar Lárusdóttir, Aðalsteinn Hallbjörnsson,
barnabörn og langömmubarn.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför systur okkar,
ÖLDU SNÆHÓLM,
Hagamel 28,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
í Reykjavík fyrir góða umönnun.
Njörður Snæhólm,
Guðmundur Snæhólm,
Edda Snæhólm.
Útför mannsins míns og föður okkar,
RAGNARS SVERRIS RAGNARS,
Hólabergi 4,
Reykjavík,
verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn
18. október kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrkt-
arsjóð hjartveikra barna í síma 552 5744 eða á reikning 1159 26 2345 í
Sparisjóði vélstjóra.
Margrét M. Ragnars,
Anna Þóra Ragnars,
Ásgrímur Ragnars,
Árni Magnús Ragnars,
Einar Franz Ragnars,
Sigríður Huld Ragnars,
Friðþjófur Ottó Ragnars.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR,
Miðtúni,
Hvammstanga,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnu-
daginn 13. október.
Jarðarförin fer fram frá Hvammstangakirkju
föstudaginn 18. október kl. 14.00.
Jakob S. Bjarnason,
Ingvar H. Jakobsson, Kristín Einarsdóttir,
Ingibjörg H. Jakobsdóttir, Oddur C.G. Hjaltason,
Ólafur Jakobsson,
Bjarni V. Jakobsson, Bergþóra Arnarsdóttir
og fjölskyldur.
Þökkum auðsýndan hlýhug við fráfall föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HJÁLMTÝS E. HJÁLMTÝSSONAR,
Sólvallagötu 33.
Ásdís Hjálmtýsdóttir,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þorkell Jóelsson,
Lucinda Margrét Hjálmtýsdóttir,
Matthías Bogi Hjálmtýsson, Guðríður Loftsdóttir,
Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir,
Arnar Gunnar Hjálmtýsson, Kristín R. Sigurðardóttir,
Páll Óskar Hjálmtýsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.Útför elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, sonar okkar, bróður og mágs,
ÞORLEIFS BJÖRNSSONAR
yfirflugumferðarstjóra,
Granaskjóli 66,
Reykjavík,
sem varð bráðkvaddur mánudaginn 7. októ-
ber sl., fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast Þorleifs, er
bent á Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.
Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir,
Ragna Hlín Þorleifsdóttir, Guðmundur Haukur Jörgensen,
Kári Björn Þorleifsson,
Ragna Þorleifsdóttir, Björn Hermannsson,
Þóra Björnsdóttir, Jón H. Snorrason,
Gústaf Adolf Björnsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Hermann Björnsson, Eiríka Ásgrímsdóttir,
Jónas Björnsson, María Markúsdóttir.
Minn kæri vinur. Þá
er þessu stigi á lífsins
leið lokið. Vonandi taka
betri stundir við og
sársaukalausari en
þessi síðasta bratta brekka þín á lífs-
ins alfaravegi hér í þessu jarðlífi. Það
sakar aldrei að eiga vonir öðrum til
handa.
Ég mun ævinlega vera þér þakklát
fyrir þann tíma sem ég deildi með
þér og fjölskyldunni þinni. Það hefur
verið mér góður grunnsteinn.
Ég kynntist Jóni Má gegnum sam-
eiginlega vini, Önnu Valgarðsdóttur
og Theódór Ingólfsson, sem bjuggu
um helgar í sumarhúsinu sínu í
prentarahverfinu við Laugarvatn.
Jón Már var næsti nágranni og þegar
ég kom í heimsókn til Lillu og Tedda
var oft glatt á hjalla.
En svo vildi forsjónin að sonur
Máa, Þorvaldur Ingi, kæmi allt í einu
til sögunnar, og þar með varð ég
tengdadóttir.
Í gegnum þau 8 ár sem Jón Már
var tengdafaðir minn var hann ekki
bara góður tengdapabbi, hann var
líka sannur vinur og sálusorgari,
þegar því var að skipta.
Líf hans var enginn rósadans, en
honum tókst að draga það góða fram
í öllu.
Ég læt ógert að tíunda einstök at-
riði, en vil undirstrika að framkoma
Máa gagnvart börnunum mínum var
svo til fyrirmyndar, að engin „al-
vöru“ afi hefði gert betur.
Þrátt fyrir skilnað okkar Valda
hélst hið góða samband okkar við
fjölskylduna, og Valdi hefur alltaf
verið hinn allra besti vinur minn og
næstum eins og stóri bróðir
barnanna. Fyrir það vil ég þakka.
Þar sem ég hef verið búsett meira
eða minna erlendis síðan 1989, skyldi
maður halda að fundum okkar Jóns
Más bæri ekki svo oft saman, en stað-
reyndin var sú, að við hittumst svo
oft, hvert sinn sem ég var á landinu,
og að við vorum farin að hlæja að því!
Í strætó, á götum úti, í stórmörk-
uðum, og svo mætti lengi telja. Það
var eins og við ættum að hittast, svo
ég gæti nú teygt mig upp í þessa
næstum tvo metra til að gefa koss á
kinn.
Ég er þakklát forsjóninni fyrir að
hafa gefið mér tækifæri til að kynn-
ast Jóni Má Þorvaldssyni.
Hann var ekki bara hávaxinn,
hann var stórmenni.
Brann þér í brjósti,
bjó þér í anda,
ást á ættjörðu,
ást á sannleika.
Svo varstu búinn
til bardaga
áþján við
og illa lygi.
Nú ertu lagður
lágt í moldu
og hið brennheita
brjóstið kalt.
Vonarstjarna
vandamanna
hvarf í dauðadjúp
en Drottinn ræður.
(Úr saknaðarljóði Jónasar Hallgr.)
Þessi hin fátæklegu orð mín mega
sín ekki mikils á þessari stundu, en
með þeim vil ég þakka samleið,
þakka vinskap, þakka hjartagöfgi,
þakka þolinmæði, þakka fyrir allt
sem mér og mínum hefur verið gott
gjört.
Ég vil votta ykkur börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum fjölskyldumeðlimum og vin-
um einlæga samúð mína.
Ykkar einlæg
Bergþóra.
JÓN MÁR
ÞORVALDSSON
✝ Jón Már Þor-valdsson fæddist
í Hafnarfirði 9. des-
ember 1933. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi 27. sept. síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Graf-
arvogskirkju 11.
október.
Það er sjaldan sem
maður hittir á lífsleið-
inni svo gegnumgott
fólk að það bókstaflega
geislar af því mann-
gæskan. Þannig var
Jón Már. Þótt sterkir
og óvægnir stormar
lífsins skækju hann
trekk í trekk tókst þeim
aldrei að beygja hann
niður í uppgjöf, sjálfs-
vorkunnsemi eða
beiskju. Að missa móð-
ur á unga aldri, eigin-
konu, son, systkini,
heilsu og eignir er dá-
góður skammtur sem lagður er á
einn mann á lífsleiðinni. Það þarf
bæði sterk bein og sterka sál til þess
að geta þolað slíkar raunir án þess að
glata sálarþreki eða trú á lífið. Það
hlýtur að hafa verið Máa ólýsanleg
raun að missa frá sér eiginkonu og
son bæði í blóma lífsins. En ein-
hvernveginn tókst þessum manni að
brosa í gegnum tárin sama á hverju
gekk. Vissulega bognaði hann en
hann brotnaði aldrei. Það var að-
dáunarvert að sjá hvernig honum
tókst í baráttu við sorg og söknuð að
beina öllum sínum sálarkröftum í að
láta öðrum líða vel og ekki hvað síst
að rækta með börnum sínum gildi
góðra mannkosta. Þegar heilsa hans
sjálfs var farin að gefa sig það mikið
að hann gat ekki lengur stundað
reglubundna vinnu þá eyddi hannn
kröftum sínum í að hlúa að sjúkum og
vanmáttugum. Ekki get ég sagt að sú
iðja hafi komið mér á óvart hjá þessu
góðmenni. Það eru ekki nema 4
mánuðir síðan hann var viðstaddur
jarðarför móður minnar þá sjálfur
sárþjáður. Ég minnist þess hve
faðmlag þessa stóra fallega manns
var þétt og hlýtt á þeirri erfiðu
stundu. Ég harma það nú að hafa
ekki ræktað betur við hann
frændsemina sem hann þó vissulega
gaf mér tækifæri til. En amstur
dagsins rænir mann því sem Mái
kunni svo vel; ræktun mannlegra
samskipta.
Það er mannbætandi að fá að
kynnast fólki eins og Máa og það eru
sérréttindi að fá að telja hann til
sinna skyldmenna. Ég votta börnun-
um hans og barnabörnum mína
dýpstu samúð. Þau hafa misst föður
og afa eins og þeir gerast bestir.
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir.