Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MÁLEFNI geðfatlaðra hér á
landi virðast einkum komast á dag-
skrá þegar skelfilegir atburðir knýja
fólk til umhugsunar. Betra væri þó
að taka þessi málefni í heild til end-
urskoðunar og breyta ástandinu til
frambúðar. Aðbúnaður geðfatlaðra
hér á landi er víða ófullnægjandi og
úrræði eru fá. Langtímaaðstöðu, þar
sem geðfötluðum gefst færi á að
rækta sjálfa sig á uppbyggilegan
hátt, skortir og oft þurfa þessir ein-
staklingar að hírast í slæmu húsnæði
þar sem enginn hefur eftirlit með
þeim, hlúir að þeim eða sinnir.
Ófremdarástand hefur myndast og
nú þarf samhent átak stjórnmála-
manna, heilbrigðisstétta, geðfatl-
aðra og annarra sem tengjast mála-
flokknum til að ráða bót á því.
Öryrkjar hafa þurft að heyja
harða baráttu fyrir réttindum sínum
í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar.
Bætur þeirra hafa ekki fylgt al-
mennri launaþróun og fársjúku fólki
viðist ætlað að lifa af hlálegum upp-
hæðum. Ljóst er að öryrkjar þurfa
að lifa eins og aðrir og ef Íslendingar
vilja kalla sig velferðarsamfélag
verður að bæta kjör öryrkja. Það er
ekki glæpur að vera sjúkur og
óvinnufær og engin ástæða til að
ræða málin á þeim nótum að öryrkj-
ar þurfi minna en aðrir og eigi minna
skilið. Góð kjör öryrkja ættu að vera
samfélaginu kappsmál ef það vill
kallast jafnaðarsamfélag.
Ljóst er að mikla bragarbót þarf
til að sinna þessum málaflokkum
með viðunandi hætti. Ung vinstri
græn vilja leggja sitt af mörkum til
að efla umræðu um þessi mál og leita
þannig uppbyggilegra lausna. Ís-
lenskt samfélag býr yfir ýmsum
gæðum og þeirra ættu allir þegnar
þess að fá að njóta, óháð heilsufari og
öðrum ytri aðstæðum. Við viljum
tryggja jafna möguleika þegnanna
og hvetjum aðra áhugasama að
mæta á málfund okkar á Hótel Loft-
leiðum í kvöld um þessi mál til að
fræðast og leggja sitt til málanna.
Jafnir
möguleikar
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
Höfundur er formaður
Ungra vinstri grænna.
„Íslenskt
samfélag
býr yfir ýms-
um gæðum
og þeirra
ættu allir þegnar þess
að fá að njóta.“
VÁLEG berast tíðindi með
hausti. Virkjanaleyfi fyrir Kára-
hnjúkavirkjun er samþykkt. Samn-
ingaviðræður standa yfir milli ís-
lenskra stjórnvalda og hins
heimsþekkta umhverfissóða Alcoa
um að reisa hér risaálver. Stjórn-
völd ætla að selja íslensk náttúru-
verðmæti á spottprís. Allt undir
formerkjum hagnaðar, velsældar
og gróða. Blekkingum er beitt til
að prýða þessa sóðalegu aðgerð og
saklaust fólk á Austfjörðum er not-
að sem peð í valdatafli örfárra ein-
staklinga sem reisa vilja sinn
Babelsturn.
Listaverkið
Ísland
Stefnumót við hálendisvíðernin
lætur engan ósnortinn. Erlendur
ferðamaður var spurður er hann
kom úr hálendisferð: Hvernig er
svo þessi eyja þarna í norðri?
Hann svaraði: Þetta er ekki eyja,
þetta er listaverk! Nú á haustdög-
um fór ég inn að Kárahnjúkum og
skoðaði svæðið sem fara myndi
undir fyrirhugað Hálslón sem yrði
á stærð við Hvalfjörð. Flest þekkj-
um við tilfinninguna af því að
standa við vöggu hjá nýfæddu
barni, það er eitthvað undursam-
legt sem gerist í mannsálinni.
Þannig leið mér í nærveru Jöklu, í
nánd við sköpunarkraft öræfanna.
Þarna er allt í stöðugri mótun og
myndun. Við fáum innsýn í sköp-
unarkraftinn, fáum að lesa jörðina
og vera vitni að margbreytileik-
anum og lífskraftinum. Þarna er
samfelld gróðurþekja frá jökli til
sjávar. Það er einsdæmi á Íslandi
og þótt víðar væri leitað. Í um 600
metra hæð týndum við safarík ber.
Lyng- og víðivaxnar hlíðar um-
lykja árfarveg Jöklu þar sem finna
má rautt flikruberg og árbakkarn-
ir tóna rauða litaskalann frá app-
elsínugulu yfir í fjólublátt. Berg-
vatnsárnar gefa ekkert eftir í
sköpunarmættinum og þar kemur
Sauðá svo sannarlega á óvart með
leikandi létta fossaröð þar sem
telja má fossa í tugum. Við getum
svo sannarlega verið þakklát fyrir
slíkar gjafir skaparans. Öllu þessu
og meira til yrði eytt. Í miðri para-
dís á jörðu á að reisa risamann-
virki; stíflur og jarðgöng. Hæð
stíflunnar við Kárahnjúk Ytri yrði
eins og tveir og hálfur Hallgríms-
kirkjuturn, breiddin að neðan yrði
500 m en það er hæð Akrafjallsins!
Fyrirhugaðar eru 12 stíflur, lengd
þeirra um 8 km og aðrennslisgöng
70 km. Allt verður sundurskorið,
sundurtætt og öræfin alsett sárum
og örum. Sköpunarverkið illa leikið
mun aldrei bíða þess bætur. Kára-
hnjúkavirkjun er eins og að bjóða
nýfæddu barni upp á dóp og
brennivín. Hún er algert fyllirí
hugans.
Ferðafrömuður sem ferðast hef-
ur víða um heim sagði eftir að hafa
heimsótt Eyjabakka að líklega
væri af tvennu illu betra að sökkva
svæðinu sunnan við Kárahnjúka.
Hann átti eftir að kanna það og
skoðanir hans breyttust samdæg-
urs. Hann líkti þessu við mann sem
á 10 Rembrandt-málverk og
ákveður að brenna eitt eða tvö til
að halda á sér hita. Allir vita að
það er skammgóður vermir og úr-
ræði í mikilli neyð; í miklum kulda.
Nú á að fórna einstökum náttúru-
verðmætum á heimsvísu fyrir
skjótfenginn og vafasaman gróða.
En skyldi kuldinn sem valdhafar
virðast hafa lent í vera raunveru-
legur? Eða er þetta kannski kuldi
hjartans í stanslausri leit að ríki-
dæmi hið ytra. Getur verið að það
sé allt við frostmark í neysluhjart-
anu? Er lausnin risaálver og risa-
virkjun?
Ruslahaugur erlendra
auðhringa
Við teljumst til ríkustu þjóða
heims en við virðumst ekki hafa
efni á því að skila náttúruverðmæt-
um óskertum til afkomenda okkar.
Valdhafar nýta sér ekki upplýs-
ingar eða reynslu annarra þjóða.
Skipulagsstofnun lagðist gegn
Kárahnjúkavirkjun „vegna umtals-
verðra umhverfisáhrifa og ófull-
nægjandi upplýsinga um einstaka
þætti framkvæmdarinnar og um-
hverfisáhrif hennar“. Umhverfis-
ráðherra felldi úrskurðinn úr gildi!
Rammaáætlun ríkisstjórnarinnar
sýnir að Kárahnjúkavirkjun veldur
hvað mestum umhverfisspjöllum
en er ekki meðal hagkvæmustu
virkjanakosta þrátt fyrir stærð. Að
sögn Þorsteins Sigurlaugssonar
verður Kárahnjúkavirkjun rekin
með tugmilljarða króna tapi. Hvað
með reynslu annarra þjóða? Stór-
iðjustefna Noregs til að efla
byggðir landsins mistókst. Samt er
enn þann dag í dag sett samasem-
merki milli stóriðju og atvinnuupp-
byggingar á Austurlandi. Norð-
mönnum tókst hins vegar að snúa
landsflóttanum við þar sem þeir
byggðu háskóla og vísindasam-
félag. Sóðalisti Alcoa í umhverf-
ismálum er langur og alvarlegur.
Samt á að bjóða Alcoa íslenska
náttúru á spottprís og gera lista-
verkið mikla að ruslahaugi er-
lendra auðhringa. Frægt dæmi af
sóðalistanum er súrálsverksmiðja
Alcoa í Ástralíu þar sem fjöldi
manna hefur greinst með krabba-
mein sem rekja má til slæms
hreinsibúnaðar, þremur hafa þegar
verið greiddar miskabætur. Nú
vilja valdhafar súrál á Húsavík!
Upplýsingar koma að litlu gagni ef
ekki bætist við ábyrgð og heilbrigð
skynsemi.
Raunverulegt ríkidæmi er m.a.
að vakna til vitundar um að við
höfum val. Við getum valið það
besta og staðið vörð um heilbrigði
með því að beita okkur fyrir minni
mengun og meiri meðvitund. Við
getum valið sjálfbæra nýtingu
náttúruauðlinda. Við teljumst til
ríkustu þjóða heims, við getum val-
ið verndun og staðið heil bak við
merkinguna raunverulegt ríki-
dæmi. Nógu rík til að vernda og
virða móður jörð og hlúa þannig að
raunverulegri velsæld.
Listaverk eða
ruslahaugur
Eftir Ástu
Arnardóttur
„Kára-
hnjúkavirkj-
un er eins og
að bjóða ný-
fæddu barni
upp á dóp og brennivín.
Hún er algert fyllirí hug-
ans.“
Höfundur er leiðsögumaður.
NÚ LÍÐUR að kosningum og loft-
ið lítillega farið að titra hjá stjórn-
málamönnum. Undirbúningur á
framboðum er í fullum gangi. Hin
nýja kjördæmaskipan gerir mörgum
þingmanninum erfitt fyrir. Formað-
ur Framsóknarflokksins er nú send-
ur hreppaflutningi hingað suður á
mölina og hyggst smala atkvæðum í
Reykjavík norður. Greinilegt er að
formaðurinn er áttavilltur, hann býr
nefnilega ekki í kjördæminu, heldur í
Reykjavík suður. Það á í raun við um
alla þingmenn þess flokks hér í
Reykjavík. Við sem búum í Reykja-
vík norður viljum fá að kjósa þing-
menn úr okkar kjördæmi, við viljum
ekki kvótaeigendur flokkanna. Betra
væri þá, að landið allt væri eitt kjör-
dæmi, en það var ekki vilji Alþingis.
Hinir stóru flokkarnir hafa einnig
áveðið hvernig röðun á að fara fram
á lista flokkanna. Samfylkingin ætl-
ar að lofa frambjóðendum sínum að
velja sjálfum, eftir prófkjör hvort
þeim þyki lífvænlegra að fara í fram-
boð í suður eða norður Reykjavík,
sem sagt ,,úllum, dúllum, doff“.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar hins
vegar að nota helmingaskiptaregl-
una og verða þingmannsefni hans
valin að loknu prófkjöri eftir þul-
unni; ,,Ugla sat í kvisti átti börn og
missti og það ert þú.“ Kvótakerfi
flokkanna verður virkjað út í æsar
og þingmannakvótanum skipt rétt-
látlega milli norðurs og suðurs. Og
þar sem Hornafjarðarmanni er kom-
inn í bæinn og hefur ekki náð áttum,
hví skyldu hinir þingmennirnir gera
það? Nú bregður við nýjan tón hjá
formanni Framsóknarflokksins,
þegar hann allt í einu segist ætla að
sinna Reykvíkingum líka, ó já. Þá er
rétt að minna hann á, að við Reyk-
víkingar viljum m.a. fá jafnræði í
þjónustusköttum (fasteignagjöldum)
á íbúðarhúsnæði á við landsbyggð-
ina. Kæru þingmenn, nú er tækifæri
til að laga þau mál á Alþingi. Við hér í
Reykjavík norður viljum líka að sam-
göngumál okkar verði bætt og við
fáum sama hlutfall til þeirra mála frá
hinu háa Alþingi og veita á til hinna
ýmsu jarðgangna út um landið. Við
hér í Reykjavík höfum ýmis hags-
munamál sem brenna á okkur og við
munum gera kröfur um í komandi
kosningum. Það endar e.t.v. með því
að bjóða verður fram sérlista á höf-
uðborgarsvæðinu til að ná fram jöfn-
uði íbúa þess við landsbyggðina!
Hvar eru annars þingmenn Reykja-
víkur?
Hornafjarðarmanni
kemur í bæinn
Eftir Hreggvið
Jónsson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
„Og þar sem
Hornafjarð-
armanni er
kominn í bæ-
inn og hefur
ekki náð áttum, hví
skyldu hinir þingmenn-
irnir gera það?“
FRJÁLSLYNDI flokkurinn hef-
ir frá öndverðu verið fylgjandi því
að Íslendingar fylgdust gaumgæfi-
lega með þróun mála í Evrópu-
sambandinu, enda séu þeir Evr-
ópuþjóð og vilji vera það. Á hinn
bóginn hefir flokkurinn og tals-
menn hans ekki legið á þeirri
skoðun sinni að eins og málum er
háttað sé aðild Íslands að ESB
með öllu útilokuð.
Og ástæðurnar eru ekki flóknar;
raunar sáraeinfaldar:
1. Skipan sjávarútvegsmála í
ESB er með þeim hætti að óhugs-
andi er fyrir Íslendinga að ganga
undir það jarðarmen. Allt tal um
að við gætum náð sérstöðu í þeim
málum okkur til handa er einskær
blekking, sem formenn Framsókn-
arflokksins og Samfylkingar slá
um sig með. Allar vangaveltur
þeirra í þeim efnum er óskhyggjan
innantóm.
2. Með inngöngu í ESB galopn-
ast íslenzkur fjármálamarkaður.
Það játa m.a.s. ESB-sinnar greið-
lega. Auðfyrirtæki í Evrópulönd-
um gætu þá gert sér hægt um
hönd og keypt upp auðlindir okkar
og myndi Unilever ugglaust byrja
á sjávarauðlindinni.
Með því að auðvaldsherrar Evr-
ópu gætu athafnað sig að vild sinni
og beitt fjárveldi sínu yrði vissu-
lega stutt í að allt innlent vald
færðist úr höndum Íslendinga og
þeir þar með glata fullveldi sínu og
frelsi. Á þá, sem kann að þykja
fulldjúpt tekið í árinni með þessum
orðum, er skorað að færa fram
haldbær rök fyrir hinu gagnstæða.
Ölmusumenn ríkisstjórnarinnar,
sem þegið hafa lungann úr aðal-
auðlind okkar úr hennar hendi
ókeypis, munu hugsa sér gott til
glóðarinnar að fá inn í íslenzkan
fjármálamarkað nautsterka auð-
jöfra erlenda að verzla við. Þeir
hafa á örfáum árum hrammsað svo
mikið út úr sjávarútveginum,
stungið í eigin vasa og flutt úr
landi skattfrjálst, að þá vantar sár-
lega aðila í ábatasöm viðskipti. Þá
gætu þeir í tíma selt hinum er-
lendu gróðapungum kvótagjafir ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar og ko-
mizt undan með andvirðið. Ef
langt um líður má ganga að því
sem vísu að ölmusan verður af
þeim tekin, þegar af léttir ofur-
valdi auðvaldsflokkanna.
Eins og málum er háttað kemur
ekki til nokkurra mála að ganga
hinu erlenda valdi á hönd með inn-
göngu í ESB. Breytist þær for-
sendur sem nú hindra algjörlega
aðild Íslands að ESB, er, eins og í
upphafi greinir, vilji Frjálslynda
flokksins að kanna kosti aðildar.
Framsókn og Samfylking ætla
að gera inngöngu Íslands í ESB að
kosningamáli að vori. Það ætti að
vera þeim sjálfrátt, nema kannski
formanni Framsóknar, sem ekki
hefir nema hluta af flokknum á
bak við sig. Aðrir flokkar hljóta að
vera alls óhræddir við að kjós-
endur kveði upp dóm um aðild eins
og nú standa málin.
ESB – ófæran
Eftir Sverri
Hermannsson
„Eins og
málum er
háttað kem-
ur ekki til
nokkurra
mála að ganga hinu er-
lenda valdi á hönd…“
Höfundur er alþingismaður.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r