Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 19

Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 19 HVALVEIÐAR í vísindaskyni gætu allt eins hafist strax á næsta ári, að mati Einars K. Guðfinnssonar, for- manns sjávarútvegsnefndar Alþing- is. Hann segir að aðild Íslands að Al- þjóðahvalveiðiráðinu sé verðmætur áfangasigur og að væntanlegar vís- indaveiðar muni ekki skaða ferða- þjónustu á Íslandi. Einar segist fagna mjög aðild Ís- lendinga að Alþjóðahvalveiðiráðinu, en með aðild skuldbinda Íslend- ingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en í fyrsta lagi árið 2006. Einar segist hafa kosið að hefja veiðar í atvinnuskyni fyrr en þetta sé hins vegar sá veruleiki sem Íslendingar standi frammi fyrir. „Við komumst ekki lengra í þessum áfanga. Ég er samþykkur því að með aðild séum við að opna leið fyrir það að hefja veiðar í vísindaskyni. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að vísindaveiðar gætu hafist strax á næsta ári.“ Einar segir aðild að hval- veiðiráðinu vera forsendu þess að hægt sé að selja þær afurðir sem til falla við vísindaveiðarnar. „Japanir hafa lýst yfir áhuga á að kaupa af okkur afurðirnar, að því gefnu að við séum innan Alþjóðahval- veiðiráðsins. Við þyrftum örugg- lega að flytja hluta afurðanna út. Þó að vissulega sé fyrir hendi mark- aður hér innanlands, er hann lítill og stóru tækifærin felast í því að flytja afurðirnar til útlanda.“ Einar segist hins vegar sann- færður um að Alþjóðahvalveiðiráðið muni ekki aflétta hvalveiðibanninu í bráð. „Innan ráðsins skeyta menn hvorki um skömm né heiður og hlusta ekki á nein rök. Það hvarflar því ekki að mér að aðild okkar eða annarra þjóða hafi áhrif í þá átt.“ Einar, sem ennfremur er formað- ur ferðamálaráðs, telur að ef vel verði staðið að hvalveiðum geti þær vel farið saman með ferðaþjónustu og hvalaskoðun. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að hvalveiðar muni skaða Ísland á nokkurn hátt. Þvert á móti tel ég að hvalveiðar gætu orðið okkur til framdráttar því þær yrðu til marks um að við nýttum auðlindir okkar með sjálf- bærum hætti, en það er sú stefna í náttúruvernd sem hæst ber um þessar mundir. Það leikur enginn vafi á því að það er mikið af hval í hafinu í kringum landið, það segja okkur upplýsingar frá sjómönnum og þær talningar sem gerðar hafa verið. Eins myndu vísindaveiðar ekki aðeins auka þekkingu okkar á hvalastofnum, heldur einnig á líf- massanum í hafinu og þess vegna eru þær til þess fallnar að styrkja betur grundvöll fiskveiðiráðgjaf- arinnar,“ segir Einar. „Gosbrunnar“ úti um allt Sjómönnum ber almennt saman um að hvölum hafi fjölgað verulega á undanförnum árum. „Að undan- förnu hefur verið gríðarlega mikið um hval. Það er hægt að líkja þessu við að vera staddur í skemmtigarði þar sem gosbrunnarnir eru um allt,“ er haft eftir Guðmundi Guð- mundssyni, skipstjóra á Harðbaki EA, á heimasíðu Útgerðarfélags Akureyringa en hann var þá á veið- um fyrir vestan. „Það er mismun- andi hversu mikið ber á hvalnum en það er engin spurning að á síðustu árum hefur honum farið mjög fjölg- andi. Við erum í bullandi samkeppni við hvalinn því maður skyldi ætla að hann þyrfti eitthvað að éta,“ sagði Guðmundur. Vísindaveiðar gætu hafist á næsta ári Einar K. Guðfinnsson segir inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið mikilvæga Morgunblaðið/Hafþór SEÐLABANKINN ákvað í gær að lækka stýrivexti um 0,3 prósentustig. Eftir lækkunina verða vextir í endur- hverfum viðskiptum við lánastofnanir 6,8%. Lækkunin tekur gildi í næsta uppboði á endurhverfum verðbréfa- samningum, sem haldið verður 22. október, en aðrir vextir Seðlabankans verða lækkaðir um 0,3% 21. október. Bankinn lækkaði síðast vexti 18. september, um 0,5 prósentustig. Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að lækkunin nú sé framhald á ferli síð- ustu mánaða. „Þegar við birtum síð- ustu verðbólguspá lækkuðum við vexti og sögðum að við myndum halda því áfram ef spáin gengi eftir og aðrar vísbendingar gæfu til kynna áfram- haldandi hjöðnun verðbólgu,“ segir hann, „það höfum við gert.“ Líkur á hjaðnandi verðbólgu Birgir Ísleifur segir að þrjú atriði vegi þyngst í rökstuðningi fyrir lækk- un vaxta nú. „Í fyrsta lagi hefur síð- asta verðbólguspá okkar staðist, mið- að við ársfjórðunginn. Að vísu var síðasta mæling ívið hærri en mark- aðsaðilar höfðu spáð, en spáin stóðst ef fjórðungurinn er tekinn í heild,“ segir hann. Í öðru lagi, segir Birgir Ísleifur, er merkjanlegur vaxandi og áframhald- andi slaki á vinnumarkaði. Hann segir að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi sé nærri 3%. „Í þriðja lagi hafa nýlegar þjóðhagsspár bent til áframhaldandi slaka í efnahagslífinu; minni hagvaxt- ar árið 2003 en spáð hafði verið á miðju ári 2002. Þá er ekki tekið tillit til mögulegrar stóriðju,“ segir hann. „Að þessu öllu samanlögðu þótti okkur rétt að stíga þetta skref núna. Það er svolítið varfærnislegt, en við vinnum nú að gerð nýrrar verðbólgu- spár ásamt mati á ástandi og horfum í þjóðarbúskapnum,“ segir Birgir Ís- leifur. Hann segir að hvort tveggja verði birt í ársfjórðungsriti bankans, Peningamálum, 6. nóvember, og verði lagt til grundvallar stefnunni í pen- ingamálum á komandi mánuðum. Vaxtalækkanir hafa skilað sér Birgir Ísleifur segir að vaxtalækk- anir Seðlabankans síðustu mánuði hafi tvímælalaust skilað tilætluðum árangri. „Já, þær hafa skilað sér í lægri vöxtum á óverðtryggðum lán- um bankanna. Við sjáum líka að síð- asta vaxtalækkun skilaði sér allvel inn á skuldabréfamarkaðinn, bæði á verð- tryggða og óverðtryggða sviðinu. Vextir á húsbréfum og spariskírtein- um hafa lækkað tiltölulega fljótt eftir vaxtalækkanir Seðlabankans,“ segir hann. Seðlabankinn lækkar vexti voru nú fluttar frá fyrra fiskveiðiári en var um næstsíðustu fiskveiðiára- mót, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Fiskistofu. Aflaheim- ildir í þorski voru að mestu veiddar upp á fiskveiðiárinu 2001/2002. Hins vegar voru umtalsverðar aflaheimild- ir fluttar milli ára í ýsu, ufsa og stein- bít. Það vekur líka athygli að króka- aflamarksbátarnir eiga meira en helming af aflaheimildum í þorski, ýsu, ufsa og steinbít sem fluttar voru FISKAFLI landsmanna síðastliðinn septembermánuð var alls 109.960 tonn, en var 117.898 tonn í september 2001 og nemur samdrátturinn alls 7.939 tonnum, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Botnfiskaflinn í septembermánuði var 37.249 tonn, en var 35.346 tonn í septembermánuði 2001, sem er aukn- ing um rétt rúm 1.900 tonn. Af þorski veiddust 17.030 tonn en þorskafli var 1.053 tonnum meiri nú en í septem- bermánuði í fyrra. Karfaafli var 3.451 tonn, aukning um 228 tonn, og úthafs- karfaafli var 4.044 tonn sem er sam- dráttur um 3.609 tonn frá fyrra ári. Af kolmunna veiddust rúmlega 44.000 tonn sem er samdráttur um tæp 14 þúsund tonn frá september- mánuði 2001. Alls veiddust tæplega 19.500 tonn af síld en rúmlega 16.000 tonna afli var í september í fyrra. Heildarafli landsmanna á fyrstu níu mánuðum ársins er orðinn 1.862.970 tonn, sem er 167.000 tonnum meiri afli en á sama tímabili á árinu 2001. Heildarverðmæti fiskaflans, reiknað á grundvelli meðalverðs einstakra fisktegunda á föstu verði ársins 2000, jókst um 5% milli septembermánaðar 2001 og 2002 en fyrstu 9 mánuði árs- ins hefur aflaverðmætið hins vegar aukist um 4,9%. Mun minni aflaheimildir í þorski milli ára. Kolmunni var settur undir aflamark í byrjun árs 2002 og úthlut- að aflamark í kolmunna miðast við veiðitímabilið 1. janúar – 31. desem- ber, en ekki við fiskveiðiárið eins og gildir um flestar aðrar aflamarksteg- undir. 30. september sl. voru aðeins eftir 26.546 tonn af 282.000 tonna afla- heimildum ársins í kolmunna. Flest skipin sem hafa aflamark í kolmunna hafa þegar lokið við að veiða upp afla- heimildirnar.                                            !"#" #!#$ !"$!#  !$#%!#$# Aflinn dróst saman um 8 þúsund tonn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.