Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 46
MEÐ forvitnilegri tónlist sem kemur
út fyrir þessi jól er plata með Orgel-
kvartettinum Apparati, fyrsta breið-
skífa kvartettsins sem er með þá
óvenjulegu hljóðfæraskipan að hreyfiafl hennar
eru fjögur orgel í bland við alls kyns hljóðgervla
og ámóta hljómborðstól.
Ekki þekkja allir hina miklu þversögn sem
felst í orgelkvartettnum Apparati – kvartettinn
er kvintett, því til viðbótar við orgelleikarana
fjóra sem stofnuðu sveitina í árdaga, Úlf Eld-
járn, Hörð Bragason, Sighvat Ómar Kristinsson
og Jóhann Jóhannsson, er fimmti maðurinn,
Arnar Geir Ómarsson, sem lemur trommur með
þeim félögum og hefur verið meðlimur í tæp tvö
ár. Ekki finnst þeim Úlfi og Jóhanni neitt at-
hugavert við það að kvartettinn sé kvintett; „all-
ir góðir kvartettar eru fimm manna“, segir Jó-
hann ákveðinn. „Við höfðum áður spilað með
trommara en segja má að þegar Arnar slóst í
hópinn hafi tónlistin orðið mótaðri,“ heldur
hann áfram og Úlfur skýtur inn í: „Með honum
styrktist rokkþátturinn í tónlistinni.“
Hljómsveitin hefur starfað alllengi en lítið
gefið út, þó átt lög á safnskífum, dreift
kynningardiski og einnig gaf hún út
smáskífu á merki Davids Holmes í
Bretlandi fyrir skemmstu, en á breið-
skífunni eru upptökur frá fyrstu
mánuðum hljómsveitarinnar 1999.
Aðspurðir um hvers vegna það hafi
tekið þá svo langan tíma að ljúka við
skífuna segja þeir að margt spili þar inn í,
„en kannski er nærtækast að segja að við vild-
um vanda okkur“, segir Úlfur og kímir. „Við er-
um líka í þeirri stöðu að vera brautryðjendur,
höfðum engar fyrirmyndir, þekkjum ekki til
annarra orgelkvartetta og þurftum því að gera
fleiri tilraunir,“ skýtur Jóhann inn í.
Eiginlegar upptökur hófust um verslunar-
mannahelgina 2001 og stóð til að taka upp
grunna að allri plötunni yfir helgina. Síðan ætl-
uðu menn að gefa sér tvær vikur eða svo til að
ljúka við lögin, bæta hljóðfærum við og hljóð-
blanda. Það tók þó nokkru lengri tíma; níu
mánuðir liðu frá því grunnarnir voru
teknir upp og platan var loks tilbúin.
Þetta var ekki síst vegna þess að menn
hafa verið uppteknir við annað, verið að
gefa út plötur og semja tónlist fyrir ým-
is hliðarverkefni hver í sínu lagi. „Við
vorum því ekkert að vandræðast með
þetta,“ segir Jóhann, „og lágum ekki yfir upp-
tökunum mánuðum saman.“ „Samt er það svo,“
segir Úlfur, „að nokkur laganna höfðu býsna
gott af því að fá að hvílast um stund áður en við
lukum við þau, þau sprungu út rétt fyrir loka-
hljóðblöndun.“ „Lögin breyttust líka talsvert
við að vera leikin á tónleikum,“ segir Jóhann, en
kvartettinn hefur einmitt verið iðinn við tón-
leikahald undanfarin ár, hér á landi sem og er-
lendis.
Útgáfutónleikar Apparats voru á fimmtu hæð
Apóteks sl. sunnudag, en næst á dagskrá eru
tónleikar þeirra félaga á Airwaves-
tónlistarhátíðinni í Reykjavík næst-
komandi laugardag þar sem þeir deila
sviðinu í Laugardalshöll með Black-
alicious, Hives, Gus Gus og Fatboy Slim. Þeir
eru og með meira í bígerð, þar á meðal upphitun
fyrir Stereolab í Grandrokk helgina á eftir.
Dagskráin er sniðin að umhverfi og aðstæðum
hverju sinni, á Apóteki var leikin hátíðardag-
skrá, í Höllinni verður leikvangsrokk og svo
subburokk í Grandrokk.
Þeir félagar eru gefnir fyrir tilrauna-
mennsku, eins og mátti til að mynda heyra á
tónleikum þar sem kvartettinn lék með radíó-
amatörum. Þeir segja og að þeir séu líka með
mörg stór plön í bígerð: „Þannig erum við með í
smíðum geimruslóperu sem við erum að vinna
að, síðan erum við með stílófóníu, verk fyrir
fjóra stílófóna, örsmá orgel sem spilað er með á
penna, sem við höfum flutt einu sinni á tón-
leikum en langar til að gefa út á nótum fyrir
aðra stílófónkvartetta og svo má telja. Þess má
geta að sú stílófónía verður flutt á blaðamanna-
fundi sem við höldum í tilefni af Airwaves.“
Morgunblaðið/Sverrir
Kvartettinn er kvintett
46 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.
Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2
Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök.
Missið ekki af þessari!
Nicholas Cage hefur aldrei verið betri!
Sýnd kl. 4 með ísl. tali.
Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16.
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
5.30, 8 og 10.30.
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
„DREPFYNDIN“
ÞÞ. FBL
Yfir 16.000 manns!
Maðurinn sem getur ekki
lifað án hennar leyfir henni
ekki að lifa án hans. Hvernig
flýrðu þann sem þekkir þig
best? Magnaður spennutryllir í
anda Sleeping With the Enemy.
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
Sýnd 5.15, 8 og 10.40. B.i. 14.
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Ný Tegund Töffara
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. .
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd 5.50. B.i. 14.Sýnd kl. 8.
1/2Kvikmyndir.is
„DREP
FYNDIN“
ÞÞ. FBL
Yfir 15.000 manns!
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.
Maðurinn sem getur ekki
lifað án hennar leyfir henni
ekki að lifa án hans. Hvernig
flýrðu þann sem þekkir þig
best? Magnaður spennutryllir í
anda Sleeping With the Enemy.
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Ný Tegund Töffara
1/2Kvikmyndir.is
PLÖTUBÚÐIN Hljómalind
stendur fyrir færeyskri tónlist-
arhátíð dagana 16.–26. október í
samvinnu við færeysku útgáfuna
Tutl. Í kvöld verða opnunartón-
leikar hátíðarinnar og verða það
jafnframt vígslutónleikar gamla
Austurbæjarbíós, sem er komið í
gagnið á nýjan leik sem vettvang-
ur menningarstarfsemi.
Um þrjú atriði er að ræða og
sverja þau sig öll í ætt ljúfsárrar
og ómfagurrar vísna- og þjóð-
lagatónlistar, forms sem Færeyingar eru einkar lagnir við.
Eivör Pálsdóttir, sem Íslendingar hafa kynnst í nokkrum mæli
mun leika ásamt íslenskum meðspilurum og Kári Sverrisson, aðal-
liðsmaður helstu þjóðlagasveitar Færeyja, Enekk, mun jafnframt
troða upp ásamt Mikael Blak.
Þá mun Hanus G. Jóhansen, eitt athyglisverðasta söngvaskáld
eyjanna, spila. Hanus þessi er um margt merkilegur og hefur gert
nokkuð af því að hljómsetja ljóð færeyskra þjóðskálda. Fyrir rétt-
um tveimur árum kom út platan Bouquet, þar sem heyra má tón-
leikaupptökur með honum, og er hann dyggilega studdur af hinni
níu manna sveit Aldubáran. Platan sú þykir mikil listasmíð og hef-
ur vakið athygli langt út fyrir færeyska landsteina.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er forsala í Hljómalind. Miðaverð
er 1.500 kr.
Opnunartón-
leikar Fair-
waves 2002
arnart@mbl.is
Hanus er grallaraspói.
BÍÓFÉLAGIÐ 101 frum-
sýnir nýja, íslenska heim-
ildamynd um Magnús Páls-
son listamann í kvöld.
Leikstjóri myndarinnar,
sem kallast Hljóðlát
sprenging, er Þór Elís Páls-
son en hann á jafnframt heiðurinn af
handriti myndarinnar ásamt Gunnari J.
Árnasyni listheimspekingi.
Myndin fjallar um líf og starf Magn-
úsar Pálssonar með höfuðáherslu á list-
feril hans. Þór Elís segir að honum hafi
verið fylgt eftir í um áratug og þannig
komi fram í myndinni hvernig list hans
hafi breyst og maðurinn sjálfur um leið.
Myndin er þó ekki sett upp í tímaröð.
„Það kannski teygðist aðeins á þessu,“
segir Þór Elís um tímann, sem það tók
að gera myndina. „Ég er ákaflega feginn
því í dag vegna þess að síðustu tvö árin
hefur Magnús aldrei verið betri. Þrátt
fyrir að vera kominn yfir sjötugt er hann
eins og venjulega sífellt að koma manni
á óvart með mjög ferskum og skemmti-
legum verkum,“ segir hann en Magnús
hélt sína fyrstu sýningu í Ásmundarsal
árið 1967.
Þór Elís bætir því við að Magnús hafi
verið lærimeistari sinn í Myndlista- og
handíðaskólanum,
MHÍ. Hann segir að
Magnús hafi verið
brautryðjandi í nýj-
um kennsluháttum
við listkennslu og
átt stóran þátt í
þeim umskiptum er áttu sér stað
innan skólans á sjöunda og átt-
unda áratugnum.
Þrátt fyrir að vera áhrifamikill
innan listheimsins segir Þór Elís
að Magnús sé ekki jafnþekktur meðal al-
mennings. „Ég hef orðið áþreifanlega
var við það að það eru fáir sem vita hver
Magnús Pálsson er. Hann ber ekki
bumbur á torgum,“ segir hann.
Magnús fæst að mestu leyti við inn-
setningar og hafa verk hans oft og tíðum
verið umdeild. Hann leitar gjarnan í
menningararfinn, norræna goðafræði,
Íslendingasögurnar og aðra þjóðlega
arfleifð.
Í myndinni skýrir Magnús frá hug-
myndum sínum og varpar ljósi á hvað
liggur að baki ýmissa verka er hann hef-
ur látið frá sér. Nokkrir samferðamenn
Magnúsar eru einnig teknir tali og má
nefna Birgi Andrésson myndistarmann,
Eyvind Erlendsson leikstjóra, Guðmund
Odd Magnússon, prófessor við Listahá-
skóla Íslands, og Hildi Hákonardóttur,
myndlistarkonu og fyrrverandi skóla-
stjóra MHÍ.
„Þar að auki fann ég ýmislegt spenn-
andi í safnadeild Sjónvarpsins, gömul
viðtöl og annað,“ segir Þór Elís.
Hljóðlát sprenging verður sýnd næstu
vikuna á hefðbundnum sýningartímum
Bíófélagsins 101 í Regnboganum. Mynd-
in verður jafnframt sýnd í Sjónvarpinu
en ekki er enn ljóst hvenær hún verður á
dagskrá.
Þess má geta að næsta mynd Bíó-
félagsins er gamanmyndin Kung fu-
knattspyrna frá Hong Kong.
Verkið „Í minningu Njálsbrennu“ var flutt á
Bergþórshvoli í tilefni af gerð myndarinnar.
Hver ritvél stendur fyrir þá einstaklinga, sem
taldir eru hafa farist í brennunni árið 1010.
ingarun@mbl.is
Ber ekki bumb-
ur á torgum
Heimildamynd um Magnús Pálsson listamann frumsýnd