Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL fjöldi barna og unglinga lagði leið sína í reiðhöll Gusts í vik- unni til að njóta leiðsagnar Pernillu Wistad, sérfræðings í hundasýning- um. Á liðnum árum hefur unglinga- starf Hundaræktarfélags Íslands dafnað vel og á nýafstaðinni sýningu félagsins kepptu 40 ungmenni um besta unga sýnandann. „Í keppni ungra sýnenda skiptir meginmáli að samband milli hunds og barns sé gott og að farið sé eftir ákveðnum reglum. Þegar hundur er sýndur þarf að draga fram helstu kosti hans og auðvelda dómara að meta hundinn,“ útskýrir Pernilla. Hún kom frá Svíþjóð gagngert til að dæma unga sýnendur á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélagsins um síðustu helgi og til að halda námskeið fyrir áhugasama unga sýnendur. Hún er fyrrverandi heimsmeistari á þessu sviði og hefur á liðnum árum ferðast víða, bæði til að dæma á sýn- ingum og þjálfa sýnendur. „Ef tveir jafnfallegir hundar eru í dómhring getur skipt sköpum að sýna hundinn vel. Með því að þjálfa upp góða unga sýnendur er verið að leggja grunn að því að eigendur, ræktendur og sýn- endur framtíðarinnar hafi haldgóða þekkingu og verði bæði faglegir og metnaðargjarnir.“ Ekki var annað að sjá en börn og hundar hefðu bæði gagn og gaman af námskeiðinu enda leggur Pernilla áherslu á ánægjuna sem felst í sam- skiptum barna og hunda. „Ég kom hingað síðast fyrir þremur árum og sé miklar framfarir, sérstaklega í tæknilegum æfingum. Ég er mjög hrifin af góðu andrúmslofti sem ríkir meðal barna og unglinga í unglinga- deild Hundaræktarfélagsins og ég vona innilega að þeim auðnist að við- halda þessum góða anda.“ Lærðu að sýna hunda Áhugi á hundarækt og hundasýningum er mik- ill, ef marka má aðsókn á hundasýningu um þar- síðustu helgi. Brynja Tomer kíkti á námskeið í vikunni, þar sem sænskur kennari leið- beindi börnum og ung- lingum í tækni við að sýna hunda. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Pernilla Wistad leiðbeinir á nám- skeiði fyrir unga sýnendur. Við hlið hennar stendur Auður Sigurgeirs- dóttir úr stjórn unglingadeildar HRFÍ. Hún náði undraverðum ár- angri sem ungur sýnandi fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Yngismeyjar með enskan Cocker Spaniel, Cavalier King Charles Spaniel, Bichon Frise og Shih Tzu. EIN helsta erlenda sveitin sem kemur hingað og leikur á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni er rappdúettinn Blackalicious frá Bandaríkjun- um en hann spilar næsta laugardag í Höllinni. Sveitin hefur verið starfandi í meira en áratug og hefur sótt í sig veðrið með hverri útgáfu. Hún þykir ein eftirtektar- verðasta hipphoppsveitin sem starfar í dag; en tök hennar á hipphoppinu þykja í senn frumleg og fersk um leið og hún sækir í brunna framsæk- inna rappsveita eins og Gang Starr, Jungle Brothers, De La Soul og Digital Underground. Nýverið kom fjórða breiðskífan, Blazing Arr- ow út þar sem þeir félagar, Chief Xcel og Gift of Gab, njóta aðstoðar hetja eins og Zach De La Rocha, Ben Harper, Hi-Tek, Gil Scott-Heron, Money Mark og DJ Shadow. Þetta er fyrsta platan þeirra kemur út á „stóru“ merki (MCA). Blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til Xcel, þar sem hann var að þeysa til San Diego, en félagarnir eru að túra vesturströnd Banda- ríkjanna eins og stendur. Hann var spurður hvernig honum litist á að vera að koma til Ís- lands. „Frábærlega. Ég get ekki beðið … “ – Hvernig stendur nú á því að þið eruð að koma á Airwaves? „Tja … það var bara haft samband við okkur og við beðnir um að spila. Okkur þótti þetta spennandi.“ – Nýja platan er ykkar fjórða er það ekki? „Rétt.“ – Og sú fyrsta á stóru merki? „Einmitt.“ – Er það eitthvað sem þið stefnduð alltaf á? „Ekkert endilega. Við erum búnir að vera starfandi í meira en tíu ár og við erum komnir með mjög fastmótaðar hugmyndir um hvað við viljum gera. Okkur fannst við einfaldlega vera búnir að prófa að gera það sem hægt væri að gera neðanjarðar og langaði að koma tónlistinni til fleira fólks.“ – En listrænt frelsi var aldrei í hættu við þetta? „Aldrei. Við erum búnir að vera það lengi í þessu að það kom auðvitað ekkert til greina að fara að breyta eitthvað út af okkar stefnu. Menn fá þetta nákvæmlega eins og við viljum hafa þetta.“ – Þið hafið kannski heyrt af því að hipphopp senan hérlendis blómstrar um þessar mundir? „Já, eitthvað heyrðum við af því. Við hlökkum til að fá að kanna þá flóru … “ – Að lokum fyrir þá sem ekki vita: Hvernig myndir þú lýsa tónlist Blackalicious? „Þetta er hipphopp sem er vel sálarskotið. Við leggjum okkur líka fram við að gæða tónlist okk- ar lífi; þannig að það heyrist að við leggjum hjartað í þetta.“ Eins og áður segir spilar Blackalicious á laug- ardagskvöldið í Höllinni með Hives, Gus Gus, Orgelkvartettinum Apparat og Fatboy Slim. Orða-örvar Brosandi Blackalicious. Blackalicious leikur á Iceland Airwaves arnart@mbl.is FÓTBOLTASTÚLKUR af öllum stærðum og gerðum fjölmenntu á forsýningu bresku kvikmyndarinnar Bend It Like Beckham í leikstjórn Gurinder Chadha á dögunum en myndin verður tekin til almennra sýninga um helgina. Myndin er grín- mynd þar sem fótbolti spilar stórt hlutverk en sögusviðið er Hounslow í Vestur-London og Hamborg og er stúlka af indverskum ættum í aðal- hlutverki. Bend It Like Beckham veitir inn- sýn í heim kvennafótboltans og er í myndinni fylgst með tveimur átján ára stúlkum sem hafa áhuga á at- vinnumennsku í boltanum. Þær lenda ýmsum ævintýrum og svo virð- ist sem það sé ekki nóg að hafa hæfi- leika í fótbolta þegar foreldrarnir vilja að þú leggir skóna á hilluna, eignist góðan kærasta og lærir að elda hið fullkomna chapatti. Með helstu hlutverk fara Parm- inder K. Nagra, Keira Knightley og Jonathan Rhys-Meyers auk þess sem söngkonunni Shaznay Lewis úr All Saints bregður fyrir. Morgunblaðið/Jim Smart Rósa Júlía Stefánsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Ásthildur Helgadóttir mættu galvaskar til leiks á sýningu myndar um fótboltastúlkuna bresku. Myndin Bend It Like Beckham forsýnd Stelpur geta líka sparkað Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is 36.000 áhorfendur Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. Frábær rómantísk gamanmynd FRÁ FRAMLEIÐENDUM „Bridget Jones’s Diary“ og „About A Boy“.  SV Mbl  SG. DV ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. MBL Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.  HL. MBL  SG. DV Kvikmyndir.is „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið. GH Kvikmyndir.com AL PACINO • ROBIN WILLIAMS • HILARY SWANK 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 SV. MBL 1/2 HK. DV 1/2 Kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás2 Sala árskorta er hafin í miðasölu. Frumsýnum næsta föstudag nýja íslenska heimildarmynd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10.05. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. 34.000 áhorfendurSýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Vit 453 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P  Kvikmyndir.com  HJ Mb 1/2 HK DV  SFSKvikmyndir.is Sýnd kl. 10.15. Vit 435 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Frábær fjölskyldumynd frá Disney um grallarann Max Keeblesem gerir allt vitlaust í skólanum sínum! Sýnd kl. 4, 5 og 6. Vit 441. Sýnd kl. 6.50 og 9. Vit 433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.