Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 31
MARBERT
Nýju vetrarlitirnir frá
MARBERT eru komnir
Kynning
og ráðgjöf
Miðvikudag
Árnes Apótek
Fimmtudag
Zitas, Firði
Laugarnes Apótek
Föstudag
Apótek Vestmannaeyja
Kaupauki
Aðrir útsölustaðir
Reykjavík og nágrenni: Libia, Mjódd,
Nana, Hólagarði, Snyrtistofa Hönnu Kristínar,
Skeifunni, Snyrtivörudeildir Hagkaups, Kringlunni,
Skeifunni, Spönginni, Laugarnes Apótek,
Hringbrautarapótek, Snyrtivörudeild Hagkaups,
Smáralind, Kópavogi, Zitas, Firði, Hafnarfiði,
Landið: Silfurtorg, Ísafirði, Árnes Apótek, Selfossi,
Húsavíkurapótek, Apótek Vestmannaeyja,
Snyrtivörudeild Hagkaups, Akureyri.
www.forval.is
SKOTAR eru vinaþjóð okkar
Íslendinga, þeim hefur tekist að
halda og virða menningararf-
leifð sína með sekkjarpípunni,
pilsunum og fleiru sem þeir eru
stoltir af og gætum við ýmislegt
lært af þeim í þeim efnum.
Skotar væla ekki, Skotar eru
hraustmenni og miklir bardaga-
menn.
Síðastliðinn laugardag birtist
hér í Morgunblaðinu á blaðsíðu
sjö einhver ömurlegasta auglýs-
ing sem undirritaður hefur séð
þótt ég kalli nú ekki allt ömmu
mína í þeim efnum. Fyrirsögnin
á auglýsingunni var „Nú stopp-
um við þetta væl“ og síðan var
mynd af sekkjarpípu. Þetta var
auglýsing um leik Íslands og
Skotlands. Sennilega átti þessi
auglýsing að vera brandari. En
þetta er ótrúlegur aulahúmor.
Það var reyndar undarlegt að
auglýsingin skyldi yfirhöfuð
birtast því það var jú uppselt á
leik Íslendinga og Skota nokkr-
um dögum áður. Hver var þá til-
gangurinn? Að koma höggi á
andstæðinginn?
Skotar eru frægir fyrir það í
knattspyrnuheiminum að vera
allra áhorfenda prúðastir og
setja skemmtilegan svip á leiki
þar sem landslið þeirra leikur.
Það er hluti af stemningunni.
Það var mjög gaman að sjá til
þeirra þar sem þeir skemmtu
sér í höfuðborginni og sannar-
lega settu þeir svip á borgarlífið
og leikinn og voru góð tilbreyt-
ing í menningarlífinu á meðan
þeir dvöldu hér.
Undir auglýsinguna skrifuðu
Knattspyrnusambönd Íslands
og Evrópu ásamt nokkrum
fjölda fyrirtækja sem eru stuðn-
ingsaðilar KSÍ. Vissu þeir af
þessum texta sem þeir skrifuðu
undir?
Veit til dæmis Knattspyrnu-
samband Evrópu þetta, sem
berst fyrir því á öllum vígstöðv-
um að koma í veg fyrir ofbeldi
og óheiðarleika þegar leikir fara
fram á milli landa? Þetta átak
hefur staðið í langan tíma undir
kjörorðinu „Fair Play“ eða sýn-
um háttvísi. Er þessi texti í
samræmi við það? Nei þetta var
argasta móðgun við þessa stoltu
og sterku þjóð sem Skotar svo
sannarlega eru.
Ekki trúi ég því að Flugleiðir,
það mæta fyrirtæki, hafi verið
að þakka tæplega 3.000 Skotum
fyrir óvænt viðskipti og gisti-
nætur á meðan þeir dvöldu hér
með þessum hætti. Eða VISA
og Búnaðarbankinn, sem örugg-
lega hafa notið þeirra viðskipta
sem þeir áttu. Esso fyrir bens-
ínlítrana sem þeir notuðu, Sím-
inn fyrir öll dýru millilandasím-
tölin sem þeir hringdu, Coke
fyrir drykkina sem þeir drukku
frá þeim, bara svo nokkur dæmi
séu tekin.
Við erum ekki búin að gleyma
því þegar leikmenn welska
landsliðsins sýndu okkur þá
óvirðingu að setja upp apagrím-
ur þegar Ísland lék gegn þeim á
sínum tíma. Það varð til þess að
okkar menn urðu sárir og reiðir
og sóru og sárt við lögðu að
sýna þeim hvar Davíð keypti öl-
ið, sem þeir og gerðu. Ætli
Skotarnir hafi ekki fengið sömu
tilfinningu sem vítamínsprautu
með þessari auglýsingu? Það
skyldi þó aldrei vera.
Knattspyrnuforystan á Ís-
landi þarf að breyta vinnubrögð-
um sínum og koma þannig fram
við áhorfendur og leikmenn að
sem flestir séu sáttir. Þannig
náum við sameiginlega bestum
árangri, vinnum fleiri leiki og þá
er tilganginum náð.
Hver var
tilgangurinn?
Höfundur er framkvæmdastjóri
og knattspyrnuáhugamaður.
Baldvin Jónsson
GREIN eftir Harald Sverrisson,
formann bæjarráðs Mosfellsbæjar,
birtist í Morgunblaðinu hinn 3. okt.
sl. og bar yfirskriftina „Sannleikan-
um verður hver sárreiðastur“.
Þar fer Haraldur mikinn og ber
mér ýmislegt á brýn sem ég ætla
ekki að leggjast svo lágt að elta ólar
við, enda honum til minnkunar.
Í greininni fjallar hann um árs-
hlutauppgjör KPMG yfir fyrstu sex
mánuði þessa árs og m.a. að þar hafi
komið fram að rekstrarkostnaður
sem hlutfall af skatttekjum sé kom-
inn í 97,4%. Reynslulitlum meiri-
hluta hefur verið bent á að tekjur
seinni hluta ársins eru mun meiri hjá
sveitarfélögum.
Það er ekki nóg að skoða bara
gjaldahliðina og leggja út frá henni,
tekjuhliðin verður líka að vera rétt.
Fráleitt er að leggja út af þessu 6
mánaða uppgjöri um að niðurstaða
ársins verði þessi, það vita allir
reyndir sveitarstjórnarmenn.
Það er því viðvaningslegt af manni
eins og Haraldi sem starfar sem
rekstrarstjóri fjármálaráðuneytisins
að draga ályktanir af þessu 6 mán-
aðauppgjöri með þessum hætti. Til-
lögur og aðgerðir meirihlutans í
framhaldinu eru flumbrulegar. Að-
gerðir sem oddviti og bæjarstjóri
sjálfstæðismanna er að reyna að
klóra sig út úr og nefnir „illa orð-
aðar“. Nær hefði verið að eyða meiri
tíma í að lesa sér betur til, útfæra og
orða þessar tillögur, en þær eru að
hluta á skjön við samþykktir Mos-
fellsbæjar, eins og bent hefur verið
á.
Eins er sú fullyrðing að rekstur
bæjarsjóðs hafi verið fjármagnaður
með lántökum og þjónustugjöld
greidd niður með þeim bein fölsun.
Ársreikningar undanfarinna ára eru
til vitnis um það.
Lántökur bæjarins hafa á undan-
förnum árum nær eingöngu miðast
við uppbyggingu skólamannvirkja í
samræmi við einsetningarákvæði
grunnskólalaga sem og að bæta úr
alvarlegri vanrækslu fyrrverandi
meirihluta sjálfstæðismanna í þeim
efnum, uppbyggingu leikskóla til að
útrýma biðlistum barna eftir leik-
skóladvöl og aðstöðu fyrir iðkun
íþrótta og líkams- og heilsuræktar.
Því hafa miklar eignir myndast á
móti skuldum. Til fróðleiks má
benda á að fjárfest hefur verið í
grunnskólabyggingum á síðustu 8
árum fyrir um kr. 250.000 kr. á hvern
íbúa.
Fyrrverandi meirihluti B- og G-
lista hefur ítrekað bent á vegna mál-
flutnings sjálfstæðismanna að til
framtíðar litið sé staða bæjarsjóðs
traust. Niðurlagsorð ofangreindrar
skýrslu frá KPMG eru einnig í þá
veru og eru eftirfarandi:
„Þrátt fyrir skuldsetningu bæjar-
sjóðs samkvæmt árshlutareikningi
30. júní 2002 teljum við að þegar
horft er til heildareigna og framtíð-
armöguleika sveitarfélagsins sé
staða bæjarsjóðs í heildina litið
traust.“ Kemur það heim og saman
við niðurstöðu eftirlitsnefndar sveit-
arfélaga. Þetta segir allan sannleik-
ann. Annað er ekkert nema pólitískt
moldviðri og sjónarspil.
Meirihlutinn er augljóslega með
þessu að búa til umhverfi til að losna
undan því að standa við hástemmd
kosningaloforð og þröngva inn stór-
felldri hækkun gjalda á íbúa bæjar-
félagsins. Svona málflutningur
dæmir sig sjálfur og er ekki til eins
annars en að eyðileggja fyrir ímynd
bæjarins og framtíðaráformum bæj-
arbúa.
Flumbrulegar ályktanir
Eftir Þröst
Karlsson
„Meirihlut-
inn er aug-
ljóslega
með þessu
að búa til
umhverfi til að losna
undan því að standa við
hástemmd kosningalof-
orð …“
Höfundur er oddviti
B-listans í Mosfellsbæ.
ALÞINGISMENN hafa áttað sig
á að verð á brýnustu lífsnauðsynjum
er hér mun hærra en í nágranna-
löndunum. Athyglisverð tillaga um
könnun á háu matvælaverði hefur
verið flutt á Alþingi og fróðlegt hefur
verið að fylgjast með umræðum á Al-
þingi um tillöguna. Nokkrir þing-
menn tala um dulbúinn áróður fyrir
ágæti Evrópusambandsins. Fulltrú-
ar framleiðenda á þingi bera sakir af
umbjóðendum sínum og segja fólki
að troða í sig slátri. En fólk lifir ekki
af hlussufeitu slátri einu saman frek-
ar en af brauðinu dýra. Forseti Al-
þingis Halldór Blöndal fann svarið
við því af hverju matvörur eru svona
dýrar. Forsetinn telur fákeppni,
Samkeppnisstofnun og Baugi sé um
að kenna. Forseti Alþingis áttar sig
ekki á að matvæli á Íslandi voru hlut-
fallslega jafndýr eða dýrari miðað
við önnur Evrópulönd áður en Baug-
ur, fákeppnin og Samkeppnisstofnun
fóru að hafa áhrif á matvælaverð í
landinu. Eitt mikilvægt hefur þó
náðst í þessari umræðu. Nú viður-
kenna allir að verðlag hér á brýnustu
lífsnauðsynjum sé miklu hærra en í
öðrum Evrópulöndum. Út frá þeirri
forsendu verður að vinna og finna
leiðir til að lækka verðlag.
Þáttur forseta Alþingis
Biturð forseta Alþingis út í Sam-
keppnisstofnun á ekkert skylt við
hátt matvælaverð. Biturð hans staf-
ar frá ráðherratíð hans þegar hann
var yfirmaður aðal síbrotafyrirtækis
landsins á samkeppnislögum, Pósti
og síma. Þá var forsetinn í eina tíð
landbúnaðarráðherra. Ekki lækkuðu
búvörur í verði til neytenda í sam-
anburði við önnur Evrópulönd í ráð-
herratíð hans nema e.t.v. í þeim
greinum sem dauð hönd landbúnað-
arráðuneytisins þess tíma hafði ekki
áhrif. Framkoma forseta gagnvart
starfsmanni Samkeppnisstofnunar,
sem forsetinn nafngreindi úr ræðu-
stól, á Alþingi voru óviðurkvæmileg,
óþingleg og spurning virðingar
þingsins vegna hvort forsetinn geti
áfram gegnt jafn miklu virðingar-
starfi eftir að hafa sýnt slíka hegðun
og dómgreindarleysi.
Verðlag hér hefur lengi verið mun
hærra en í öðrum Evrópulöndum.
Lengi var verð miklu hærra á öllum
sviðum en tekist hefur að ná fram
sambærilegu verði á ýmsum vöru-
flokkum á síðustu árum. Matvara og
lánastarfsemi sker sig enn úr og er
miklu dýrari hér en í öðrum Evr-
ópulöndum. Einnig mætti nefna verð
á bensíni og ýmsum tryggingum.
Fyrir rúmum áratug kom ég á fram-
færi tillögu við þáverandi viðskipta-
ráðherra um skoðun á verðmyndun í
landinu og orsakir fyrir háu verðlagi
hér. Viðskiptaráðherrann þáverandi
tók vel í þetta en entist ekki aldur í
ráðherrastóli til að fylgja málinu eft-
ir. Tillagan var síðan tekin upp á
sameiginlegum norrænum neyt-
endavettvangi en eftir að Finnar og
Svíar gengu í Evrópusambandið
höfðu þeir ekki lengur áhuga á mál-
inu þá náðu neytendur þar fram sín-
um markmiðum.
Í samanburðarverðkönnunum
kemur í ljós að landbúnaðarvörur
eru miklu dýrari hér en jafnframt
sker sig úr verð á brauði og kornvör-
um. Innlend iðnaðarvara er líka dýr-
ari, t.d. gosdrykkir. Við höfum iðu-
lega keypt dýrasta kók í heimi.
Skyldi vatnið vera svona dýrt? Bú-
vörur vega þungt í matarkörfunni og
því meginorsakanna að leita þar fyr-
ir háu matvælaverði. Skortur hag-
ræðingar í landbúnaði, innflutnings-
höft, ofurtollar og há skattlagning
sem allt er á ábyrgð ríkisstjórnar og
þingmanna er meginástæða ofur-
verðs á matvælum.
Ábyrgð
Stjórnmálamenn bera mesta
ábyrgð á því hvað matarkarfan er
dýr en þeir eru ekki þeir einu. Getur
verið að neytendur hafi ekki notið
hagræðingar í verslunarrekstri?
Kaupmaðurinn á horninu þurfti á
sínum tíma að panta vörurnar, taka á
móti, verðmerkja og raða í hillur og
þola verulegan hluta rýrnunar.
Kaupmaðurinn í stórmarkaðnum
leigir í mörgum tilvikum fermetra-
eða hillupláss. Framleiðendur og
heildsalar koma með vöruna, raða
henni upp, verðmerkja og taka í
burtu þegar komið er fram yfir síð-
asta söludag. Hafa neytendur notið
þessara breytinga og hagræðis í
lægri álagningu? Hvað með fákeppn-
ina; er hún slík að verðlag hafi hækk-
að? Hvað með flutningskostnað til
landsins er hann eðlilegur eða of
hár? Hvað með að kaupmenn selji
burðarpoka með mörg hundrað pró-
sent álagningu? Allt þetta má kanna
með einföldum hætti á stuttum tíma.
Ofurverð er óviðunandi
Fólk má ekki sætta sig við það ár
eftir ár og áratug eftir áratug að
matvælaverð sé hér hærra en í ná-
grannalöndunum. Stjórnmálamenn
verða að hlutast til um að þau atriði
sem þeir hafa ráð á leiði til lækkunar
matvælaverðs. Eru stjórnmálamenn
tilbúnir til að lýsa því yfir að þeir séu
tilbúnir til að hlíta niðurstöðu könn-
unnar varðandi matvælaverð og
gera þær ráðstafanir sem þarf til að
matvælaverð verði hér sambærilegt
og í nágrannalöndunum? Þeir
stjórnmálamenn sem eru ekki til-
búnir til þess eiga ekki að fá stuðn-
ings fólksins í landinu. Þá á að setja í
pólitískt slátur.
Af brauðinu dýra
Eftir Jón
Magnússon
„Fólk má
ekki sætta
sig við það
ár eftir ár að
matvæla-
verð sé hér hærra en í
nágrannalöndunum.“
Höfundur er fv. formaður
Neytendasamtakanna.